flugfréttir

TF-ICE komin heim

- Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair lenti í Keflavík í kvöld

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 00:22

TF-ICE á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti í kvöld / Ljósmynd: Ragnar Þór

TF-ICE, fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, er komin til landsins en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld klukkan 23:37.

Afhendingarflugið frá Seattle tók sex klukkustundir og 56 mínútur en vélin fór í loftið frá Boeing Field klukkan 16:24 í dag að íslenskum tíma.

Lending vélarinnar markar nýtt upphaf í sögu Icelandair þar sem vélin er sú fyrsta af þeim sextán Boeing 737 MAX þotum sem munu mynda framtíðarflugflota félagsins.

Með vélinni komu nokkrir flugmenn Icelandair sem hafa verið í þjálfun hjá Boeing á nýju vélarnar og mun hópur þeirra flugmanna, sem munu fljúga Boeing 737 MAX, stækka ört á næstunni.

Boeing 737 MAX verður þriðja þotutegundin sem Icelandair mun reka ásamt Boeing 757 og Boeing 767 vélunum og verður vélunum bæði flogið í áætlunarflugi til Norður-Ameríku og til Evrópu.

TF-ICE kemur inn á hlað í tunglsljósinu eftir lendingu í Keflavík / Ljósmynd: Ragnar Þór

Eftir sautján daga er von á næstu Boeing 737 MAX þotu en þá verður TF-ICY tilbúin til afhendingar en báðar vélarnar fara í undirbúningsvinnu áður en þær hefja áætlunarflug.

Jómfrúarflugið með Boeing 737 MAX 8 er áætlað þann 6. apríl til Tegel-flugvallarins í Berlín.

Ljósmynd: Ragnar ÞórMyndband:  fréttir af handahófi

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.

Qatar Airways býðst til að lána BA nokkrar Boeing 787 þotur

7. maí 2018

|

Svo gæti farið að Qatar Airways muni lána British Airways nokkrar Dreamliner-þotur en bæði flugfélögin eru meðlimir í oneword flugbandalaginu.

Ekki búist við gríðarlegu tæknistökki vegna Boeing 797

21. mars 2018

|

Boeing hefur lýst því yfir að ekki verði tekið neitt umfangsmikið stökk á sviði tækninnar til að láta nýja farþegaþotu verða að veruleika.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.