flugfréttir

Farþegi í mál við Southwest eftir að þota lenti á röngum flugvelli

- Þorði ekki að fljúga meira og missti vinnuna í kjölfarið

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:20

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014

Karlmaður einn í Bandaríkjunum að nafni Troy Haines hefur höfðað mál gegn Southwest Airlines eftir að ein farþegaþota félagsins, sem hann var farþegi í, lenti á röngum flugvelli.

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014 en vélin var að fljúga til Branson í Missouri frá Chicago og átti vélin að lenda á Branson-flugvelli.

Flugstjórinn hafði aldrei lent áður á Branson-flugvelli og flugmaðurinn, sem hafði ekki viðeigandi gleraugu eins og honum var skylt að nota, hafði aðeins lent þar einu sinni áður.

Flugmennirnir ákvaðu að lenda sjónaðflug að vellinum eftir að hafa tekið sjálfstýringuna úr sambandi en þegar flugmennirnir lentu kom í ljós að þeir höfðu lent á M. Graham Clark Downtown flugvellinum í bænum Hollister sem er í um 10 kílómetra fjarlægð til norðurs.

Þar sem að vélin var að lenda á mun styttri flugbraut þurftu flugmennirnir að nota hámarksbremsu og lenti vélin harkalega á brautinni með þeim afleiðingum að farþegar köstuðust fram og í hentust til í sætum sínum auk þess sem handfarangursgeymslur opnuðust og töskur féllu niður.

Í málsgögnum kemur fram að Troy hefur oft og mörgum sinnum flogið til Branson en þegar hann gerði sér grein fyrir því að vélin var ekki að koma inn til lendingar á flugvellinum fylltist hann ótta um vélin var að brotlenda.

Vélin staðnæmdist þegar 300 fet voru eftir af brautinni og fylltist farþegarýmið af reyk og þurftu farþegar að vera í vélinni í tvær klukkustundir í reyknum.

Íbúar í bænum Hollister söfnuðust saman við flugvöllinn til að sjá Boeing 737 þotuna sem lenti óvart á flugvellinum

Troy segist hafa upplifað mikinn ótta og kvíða í marga mánuði í kjölfar atvikins sem varð til þess að hann treysti sér ekki til þess að fljúga meira eins og hann var vanur að gera vegna vinnu og þurfti hann að finna sér nýtt starf sem var ekki eins vel launað.

Troy fer fram á skaðabætur upp á 7,5 milljónir króna og einnig kemur fram að hann hafi þurft að greiða marga tíma fyrir læknisheimsóknir í kjölfar.

Fram kemur að þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-700, þurfi vanalega 5.100 feta langa flugbraut fyrir lendingu miðað við þann farþegafjölda sem var um borð í vélinni en flugbrautin á M. Graham Clark Downtown flugvellinum er 3.700 fet á lengd á meðan brautin á Branson-flugvellinum er 7.140 fet.

Vélinni var flogið tómri frá flugvellinum daginn eftir og fór því næst aftur í umferð.

Fjórum mánuðum eftir atvikið tilkynnti Southwest Airlines um að báðum flugmönnunum, sem flugu vélinni, var sagt upp störfum.  fréttir af handahófi

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Boeing biður um tillögur að hreyfli fyrir Boeing 797

28. júní 2018

|

Boeing hefur formlega beðið hreyflaframleiðendur um að koma með tilboð í nýjan hreyfil fyrir Boeing 797 sem til stendur að komi á markaðinn árið 2025.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.