flugfréttir

Farþegi í mál við Southwest eftir að þota lenti á röngum flugvelli

- Þorði ekki að fljúga meira og missti vinnuna í kjölfarið

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:20

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014

Karlmaður einn í Bandaríkjunum að nafni Troy Haines hefur höfðað mál gegn Southwest Airlines eftir að ein farþegaþota félagsins, sem hann var farþegi í, lenti á röngum flugvelli.

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014 en vélin var að fljúga til Branson í Missouri frá Chicago og átti vélin að lenda á Branson-flugvelli.

Flugstjórinn hafði aldrei lent áður á Branson-flugvelli og flugmaðurinn, sem hafði ekki viðeigandi gleraugu eins og honum var skylt að nota, hafði aðeins lent þar einu sinni áður.

Flugmennirnir ákvaðu að lenda sjónaðflug að vellinum eftir að hafa tekið sjálfstýringuna úr sambandi en þegar flugmennirnir lentu kom í ljós að þeir höfðu lent á M. Graham Clark Downtown flugvellinum í bænum Hollister sem er í um 10 kílómetra fjarlægð til norðurs.

Þar sem að vélin var að lenda á mun styttri flugbraut þurftu flugmennirnir að nota hámarksbremsu og lenti vélin harkalega á brautinni með þeim afleiðingum að farþegar köstuðust fram og í hentust til í sætum sínum auk þess sem handfarangursgeymslur opnuðust og töskur féllu niður.

Í málsgögnum kemur fram að Troy hefur oft og mörgum sinnum flogið til Branson en þegar hann gerði sér grein fyrir því að vélin var ekki að koma inn til lendingar á flugvellinum fylltist hann ótta um vélin var að brotlenda.

Vélin staðnæmdist þegar 300 fet voru eftir af brautinni og fylltist farþegarýmið af reyk og þurftu farþegar að vera í vélinni í tvær klukkustundir í reyknum.

Íbúar í bænum Hollister söfnuðust saman við flugvöllinn til að sjá Boeing 737 þotuna sem lenti óvart á flugvellinum

Troy segist hafa upplifað mikinn ótta og kvíða í marga mánuði í kjölfar atvikins sem varð til þess að hann treysti sér ekki til þess að fljúga meira eins og hann var vanur að gera vegna vinnu og þurfti hann að finna sér nýtt starf sem var ekki eins vel launað.

Troy fer fram á skaðabætur upp á 7,5 milljónir króna og einnig kemur fram að hann hafi þurft að greiða marga tíma fyrir læknisheimsóknir í kjölfar.

Fram kemur að þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-700, þurfi vanalega 5.100 feta langa flugbraut fyrir lendingu miðað við þann farþegafjölda sem var um borð í vélinni en flugbrautin á M. Graham Clark Downtown flugvellinum er 3.700 fet á lengd á meðan brautin á Branson-flugvellinum er 7.140 fet.

Vélinni var flogið tómri frá flugvellinum daginn eftir og fór því næst aftur í umferð.

Fjórum mánuðum eftir atvikið tilkynnti Southwest Airlines um að báðum flugmönnunum, sem flugu vélinni, var sagt upp störfum.  fréttir af handahófi

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

80 prósent fleiri skrúfuþotur árið 2037

2. júlí 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR sér fram á að skrúfuþotum eigi eftir að fjölga um heil 80 prósent á næstu tuttugu árum.

Boeing 797 kynnt fyrir flugfélögum í Miðausturlöndum

25. júní 2018

|

Boeing hefur hafið söluviðræður við flugfélög fyrir botni Persaflóa og við önnur félög í Miðausturlöndum varðandi hina nýju farþegaþotu, Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.