flugfréttir

Farþegi í mál við Southwest eftir að þota lenti á röngum flugvelli

- Þorði ekki að fljúga meira og missti vinnuna í kjölfarið

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:20

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014

Karlmaður einn í Bandaríkjunum að nafni Troy Haines hefur höfðað mál gegn Southwest Airlines eftir að ein farþegaþota félagsins, sem hann var farþegi í, lenti á röngum flugvelli.

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014 en vélin var að fljúga til Branson í Missouri frá Chicago og átti vélin að lenda á Branson-flugvelli.

Flugstjórinn hafði aldrei lent áður á Branson-flugvelli og flugmaðurinn, sem hafði ekki viðeigandi gleraugu eins og honum var skylt að nota, hafði aðeins lent þar einu sinni áður.

Flugmennirnir ákvaðu að lenda sjónaðflug að vellinum eftir að hafa tekið sjálfstýringuna úr sambandi en þegar flugmennirnir lentu kom í ljós að þeir höfðu lent á M. Graham Clark Downtown flugvellinum í bænum Hollister sem er í um 10 kílómetra fjarlægð til norðurs.

Þar sem að vélin var að lenda á mun styttri flugbraut þurftu flugmennirnir að nota hámarksbremsu og lenti vélin harkalega á brautinni með þeim afleiðingum að farþegar köstuðust fram og í hentust til í sætum sínum auk þess sem handfarangursgeymslur opnuðust og töskur féllu niður.

Í málsgögnum kemur fram að Troy hefur oft og mörgum sinnum flogið til Branson en þegar hann gerði sér grein fyrir því að vélin var ekki að koma inn til lendingar á flugvellinum fylltist hann ótta um vélin var að brotlenda.

Vélin staðnæmdist þegar 300 fet voru eftir af brautinni og fylltist farþegarýmið af reyk og þurftu farþegar að vera í vélinni í tvær klukkustundir í reyknum.

Íbúar í bænum Hollister söfnuðust saman við flugvöllinn til að sjá Boeing 737 þotuna sem lenti óvart á flugvellinum

Troy segist hafa upplifað mikinn ótta og kvíða í marga mánuði í kjölfar atvikins sem varð til þess að hann treysti sér ekki til þess að fljúga meira eins og hann var vanur að gera vegna vinnu og þurfti hann að finna sér nýtt starf sem var ekki eins vel launað.

Troy fer fram á skaðabætur upp á 7,5 milljónir króna og einnig kemur fram að hann hafi þurft að greiða marga tíma fyrir læknisheimsóknir í kjölfar.

Fram kemur að þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-700, þurfi vanalega 5.100 feta langa flugbraut fyrir lendingu miðað við þann farþegafjölda sem var um borð í vélinni en flugbrautin á M. Graham Clark Downtown flugvellinum er 3.700 fet á lengd á meðan brautin á Branson-flugvellinum er 7.140 fet.

Vélinni var flogið tómri frá flugvellinum daginn eftir og fór því næst aftur í umferð.

Fjórum mánuðum eftir atvikið tilkynnti Southwest Airlines um að báðum flugmönnunum, sem flugu vélinni, var sagt upp störfum.  fréttir af handahófi

Norwegian fellir niður þrjár flugleiðir til Rhode Islands

7. apríl 2018

|

Norwegian ætlar að fella niður þrjár flugleiðir yfir Atlantshafið til Providence í Rhode Islands í Bandaríkjunum.

SAS ætlar að panta 50 Airbus A320neo til viðbótar

10. apríl 2018

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar að panta yfir 50 Airbus A320neo þotur á næstunni sem eiga að leysa af hólmi eldri Boeing 737 og Airbus A320 þotur.

Fyrsta E2 þotan afhent til Widerøe

6. apríl 2018

|

Embraer og Widerøe fögnuðu í vikunni fyrstu E2 þotunni sem afhent var til flugfélagsins norska sem er fyrsta flugfélagið í heimi til að fá þessa flugvél sem er ný kynslóð af Embraer-þotunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fyrsta farþegaflugið með nýrri kynslóð af Embraer-þotum

24. apríl 2018

|

Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00