flugfréttir

Farþegi í mál við Southwest eftir að þota lenti á röngum flugvelli

- Þorði ekki að fljúga meira og missti vinnuna í kjölfarið

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:20

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014

Karlmaður einn í Bandaríkjunum að nafni Troy Haines hefur höfðað mál gegn Southwest Airlines eftir að ein farþegaþota félagsins, sem hann var farþegi í, lenti á röngum flugvelli.

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014 en vélin var að fljúga til Branson í Missouri frá Chicago og átti vélin að lenda á Branson-flugvelli.

Flugstjórinn hafði aldrei lent áður á Branson-flugvelli og flugmaðurinn, sem hafði ekki viðeigandi gleraugu eins og honum var skylt að nota, hafði aðeins lent þar einu sinni áður.

Flugmennirnir ákvaðu að lenda sjónaðflug að vellinum eftir að hafa tekið sjálfstýringuna úr sambandi en þegar flugmennirnir lentu kom í ljós að þeir höfðu lent á M. Graham Clark Downtown flugvellinum í bænum Hollister sem er í um 10 kílómetra fjarlægð til norðurs.

Þar sem að vélin var að lenda á mun styttri flugbraut þurftu flugmennirnir að nota hámarksbremsu og lenti vélin harkalega á brautinni með þeim afleiðingum að farþegar köstuðust fram og í hentust til í sætum sínum auk þess sem handfarangursgeymslur opnuðust og töskur féllu niður.

Í málsgögnum kemur fram að Troy hefur oft og mörgum sinnum flogið til Branson en þegar hann gerði sér grein fyrir því að vélin var ekki að koma inn til lendingar á flugvellinum fylltist hann ótta um vélin var að brotlenda.

Vélin staðnæmdist þegar 300 fet voru eftir af brautinni og fylltist farþegarýmið af reyk og þurftu farþegar að vera í vélinni í tvær klukkustundir í reyknum.

Íbúar í bænum Hollister söfnuðust saman við flugvöllinn til að sjá Boeing 737 þotuna sem lenti óvart á flugvellinum

Troy segist hafa upplifað mikinn ótta og kvíða í marga mánuði í kjölfar atvikins sem varð til þess að hann treysti sér ekki til þess að fljúga meira eins og hann var vanur að gera vegna vinnu og þurfti hann að finna sér nýtt starf sem var ekki eins vel launað.

Troy fer fram á skaðabætur upp á 7,5 milljónir króna og einnig kemur fram að hann hafi þurft að greiða marga tíma fyrir læknisheimsóknir í kjölfar.

Fram kemur að þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-700, þurfi vanalega 5.100 feta langa flugbraut fyrir lendingu miðað við þann farþegafjölda sem var um borð í vélinni en flugbrautin á M. Graham Clark Downtown flugvellinum er 3.700 fet á lengd á meðan brautin á Branson-flugvellinum er 7.140 fet.

Vélinni var flogið tómri frá flugvellinum daginn eftir og fór því næst aftur í umferð.

Fjórum mánuðum eftir atvikið tilkynnti Southwest Airlines um að báðum flugmönnunum, sem flugu vélinni, var sagt upp störfum.  fréttir af handahófi

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Fyrsta risaþotan fyrir ANA flýgur sitt fyrsta flug

18. september 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) flaug sitt fyrsta flug um helgina.

Take Flight valinn besti flugskóli Bandaríkjanna árið 2018

29. október 2018

|

Take Flight Aviation flugskólinn í Montgomery í New York ríki hefur unnið verðlaunin The Flight Training Expericene Awards og með því verið útnefndur sem besti flugskóli Bandaríkjanna árið 2018 af e

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.