flugfréttir

Farþegi í mál við Southwest eftir að þota lenti á röngum flugvelli

- Þorði ekki að fljúga meira og missti vinnuna í kjölfarið

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:20

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014

Karlmaður einn í Bandaríkjunum að nafni Troy Haines hefur höfðað mál gegn Southwest Airlines eftir að ein farþegaþota félagsins, sem hann var farþegi í, lenti á röngum flugvelli.

Atvikið átti sér stað þann 12. febrúar árið 2014 en vélin var að fljúga til Branson í Missouri frá Chicago og átti vélin að lenda á Branson-flugvelli.

Flugstjórinn hafði aldrei lent áður á Branson-flugvelli og flugmaðurinn, sem hafði ekki viðeigandi gleraugu eins og honum var skylt að nota, hafði aðeins lent þar einu sinni áður.

Flugmennirnir ákvaðu að lenda sjónaðflug að vellinum eftir að hafa tekið sjálfstýringuna úr sambandi en þegar flugmennirnir lentu kom í ljós að þeir höfðu lent á M. Graham Clark Downtown flugvellinum í bænum Hollister sem er í um 10 kílómetra fjarlægð til norðurs.

Þar sem að vélin var að lenda á mun styttri flugbraut þurftu flugmennirnir að nota hámarksbremsu og lenti vélin harkalega á brautinni með þeim afleiðingum að farþegar köstuðust fram og í hentust til í sætum sínum auk þess sem handfarangursgeymslur opnuðust og töskur féllu niður.

Í málsgögnum kemur fram að Troy hefur oft og mörgum sinnum flogið til Branson en þegar hann gerði sér grein fyrir því að vélin var ekki að koma inn til lendingar á flugvellinum fylltist hann ótta um vélin var að brotlenda.

Vélin staðnæmdist þegar 300 fet voru eftir af brautinni og fylltist farþegarýmið af reyk og þurftu farþegar að vera í vélinni í tvær klukkustundir í reyknum.

Íbúar í bænum Hollister söfnuðust saman við flugvöllinn til að sjá Boeing 737 þotuna sem lenti óvart á flugvellinum

Troy segist hafa upplifað mikinn ótta og kvíða í marga mánuði í kjölfar atvikins sem varð til þess að hann treysti sér ekki til þess að fljúga meira eins og hann var vanur að gera vegna vinnu og þurfti hann að finna sér nýtt starf sem var ekki eins vel launað.

Troy fer fram á skaðabætur upp á 7,5 milljónir króna og einnig kemur fram að hann hafi þurft að greiða marga tíma fyrir læknisheimsóknir í kjölfar.

Fram kemur að þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-700, þurfi vanalega 5.100 feta langa flugbraut fyrir lendingu miðað við þann farþegafjölda sem var um borð í vélinni en flugbrautin á M. Graham Clark Downtown flugvellinum er 3.700 fet á lengd á meðan brautin á Branson-flugvellinum er 7.140 fet.

Vélinni var flogið tómri frá flugvellinum daginn eftir og fór því næst aftur í umferð.

Fjórum mánuðum eftir atvikið tilkynnti Southwest Airlines um að báðum flugmönnunum, sem flugu vélinni, var sagt upp störfum.  fréttir af handahófi

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

3. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota S

Hundraðasti Trent XWB hreyfillinn afhentur

12. mars 2019

|

Rolls-Royce afhenti á dögunum hundraðasta Trent XWB hreyfilinn frá hreyflaverksmiðjunum í Dahlewitz í Þýskalandi.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00