flugfréttir

Ný þota gæti leyst af hólmi yfir 200 Boeing 757 þotur í Ameríku

- United, Delta og American hafa ekki fundið arftaka fyrir Boeing 757 og 767

4. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:32

Boeing 757 þotur Delta Air Lines og American Airlines

Þrjú stærstu flugfélög Bandaríkjanna, Delta Air Lines, United Airlines og American Airlines, eru að skoða möguleika á því hvort að ný farþegaþota frá Boeing, sem að öllum líkindum mun koma til með að heita Boeing 797, sé rétti arftakinn fyrir Boeing 757 og Boeing 767 þoturnar í flota þeirra.

Delta Air Lines virðist hafa mestan áhuga á nýju farþegaþotunni og vill félagið verða fyrsta flugfélagið til þess að fá þá vél í flotann ef hún fer í framleiðslu en hún kæmi þó ekki á markaðinn fyrr en í fyrsta lagi árið 2024 og vilja margir meina að enn lengri tími væri í það.

Bandarísku flugfélögin þrjú, Delta Air Lines, American Airlines og United Airlines hafa til samans 227 eintök af Boeing 757 í flota sínum sem allar hafa náð yfir 20 ára aldri og hefur ekkert félaganna fundið arftaka eða lagt inn pöntun í þotu sem gæti komið í þeirra stað.

„Það er álit okkar hjá Delta að þessi nýja farþegaþota sé mjög áhugaverður kostur og gæti þessi eina flugvél leyst bæði af hólmi Boeing 757 og Boeing 767 vélarnar okkar“, segir Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

United skoðar Boeing 797 og Airbus A330-800neo

United Airlines er að skoða hvort að möguleiki sé á því að ný farþegaþota frá Boeing gæti hentað félaginu sem þarf að fara að endurskoða flugflota sinn.

Boeing 757 þota United Airlines á flugvellinum í Kaupmannahöfn

United Airlines segir að mest sé þörfin að skipta út Boeing 757 og Boeing 767 þotunum í flotanum og þarf því að finna nýja flugvélategund og kemur Boeing 797 helst til greina ásamt minni gerðinni af Airbus A330neo breiðþotunni, A330-800neo, sú þota kemur á markaðinn í sumar og væri því allt að sex árum á undan Boeing 797.

United Airlines er einnig að skoða möguleika á að panta Boeing 737 MAX 10, Boeing 787-8 og Airbus A321neo í stað Boeing 757 en allar þær vélar hafa komið á markaðinn undanfarin misseri og ár.

United Airlines hefur sjötíu og sjö Boeing 757 þotur í flota sínum og þar af 21 af gerðinni Boeing 757-300 og þá hefur félagið 51 Boeing 767 breiðþotu.

Allar þessar vélar eru komnar til ára sinna og þarf félagið að finna nýja þotu í stað þeirra en meðalaldur Boeing 757 vélanna í flota United er 18.7 ár og meðalaldur Boeing 767 vélanna er 19.6 ár en þær elstu eru yfir 22 ára gamlar.

Fyrsta Airbus A321LR þotan í jómfrúarfluginu sínu í febrúar

United Airlines setur 25 ár sem hámarksaldur fyrir flugflota sinn og miðar við að eftir þann tíma sé fundin nýrri þota í stað þeirra eldri.

Airbus A321LR ekki með sömu eiginleika og Boeing 757 yfir Atlantshafið

Nokkur flugfélög, sem hafa verið í vanda með að finna arftaka fyrir Boeing 757 þoturnar sínar, hafa valið Airbus A321LR sem Airbus vill meina að leysa Boeing 757 af hólmi en bandarísku flugfélögin hafa tekið fram að sú þota sé ekki fær um að flytja eins marga farþega með sama drægi yfir Atlantshafið eins og Boeing 757 er fær um að gera.

Þá hafa flugfélögin sagt að Airbus A330-800neo sé of stór til að koma í stað Boeing 767 breiðþotunnar á sama tíma og Boeing 787-8 sé með of mikið flugdrægi og henti ekki á sérstökum flugleiðum frá austurströnd Bandaríkjanna til meginlands Evrópu en mörg bandarísk flugfélög hafa verið gjörn á að nota Boeing 757 og Boeing 767 á flugi til minni borga í Evrópu.

Boeing 757 þota United Airlines á Charles de Gaulle flugvellinum í París

Bandarísk flugfélög hafa notað til að mynda Boeing 757 í flug milli Newark og Kaupmannahafnar, Amsterdam og Philadelphia og milli Dublin og Kennedy-flugvallarins í New York svo eitthvað sé nefnt.

Doug Parker, framkvæmdarstjóri American Airlines, segir að félagið eigi í sambærilegum vandræðum við að finna hentuga flugvél til að leysa af hólmi sínar Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Löng vinna framunan áður en hægt er að hefja smíði á nýrri þotu

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation segir að þrátt fyrir að Boeing séu búið að komast að því að stór markaður sé fyrir Boeing 797 þá sé mikil vinna framunan við rannsókn, þróun og hönnun áður en hægt er að hefja framleiðsluna sem mun síðan taka sinn tíma ásamt flugprófunum.

Steven Udvar-Házy, framkvæmdarstjóri Air Lease

Steven Udvar-Házy, framkvæmdarstjóri Air Lease, segir að fyrirtækið hafi mikinn áhuga á að fá fyrsta eintakið af Boeing 797 líkt og Delta Air Lines en fyrirtækið hefur sl. 5 til 6 ár verið í nánu samstarfi við Boeing við að reyna ákveða hvernig best væri að þróa vélina með tilliti til flugeiginleika og fjölda farþega og þá á eftir að finna rétt verð sem myndi henta sem flestum flugfélögum.

„Þetta er ekki að fara að gerast á næstu mánuðum. Þetta er mjög metnaðarfult verk sem mun taka sinn tíma“, segir Udvar-Házy sem tekur einnig fram að áætlanir Airbus um að lengja Airbus A321LR þotuna sé að setja mikla pressu á Boeing en Udvar-Házy efast um að það eigi eftir að verða að veruleika hjá Airbus.

Boeing lýsti því yfir í vikunni að þeir hafi nú komist að því að stór markaður sé fyrir Boeing 797 og sé búið að meta það sem svo að hentugasta stærðin væri þota sem kæmi með sætum fyrir 200 til 270 farþega.

Boeing hefur sagt að viðræður hafi nú þegar farið fram við tugi flugfélaga og er það því augljóst að vandasamt verður að komast að niðurstöðu um eiginleika vélarinnar svo hægt verði að gera flestum flugfélögum til geðs sem mörg hver hafa ólíkar óskir til að uppfylla rekstrarþarfir.

„Eftirspurnin eru eftir þotu sem er mitt á milli þess að vera mjóþota með einum gangi og breiðþotu með tveimur göngum. Raunhæfasta stærðin væri þota sem kæmi með sætum fyrir 200 til 270 farþega. Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur“, sagði Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, á dögunum á árlegri flugmálaráðstefnu á vegum bandaríska viðskiptaráðsins sem fram fór í Washington D.C.   fréttir af handahófi

Volga-Dnepr riftir samningi við NATO í kjölfar hernaðaraðgerða

23. apríl 2018

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur ákveðið að hætta að fljúga með flugfrakt fyrir öll þau lönd sem eru aðilar í Atlantshafsbandalaginu (NATO) vegna hernaðaraðgerðir landanna í Sýrlandi.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

Ryanair leggur til Boeing 737 þotur til Laudamotion

3. apríl 2018

|

Ryanair og nýja austurríska flugfélagið, Laudamotion, hafa tilkynnt um samstarf félaganna tveggja en Ryanair mun til að mynda láta Laudamotion fá fjórar Boeing 737-800 þotur í júní sem félagið mun no

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.