flugfréttir
4 ár í dag frá hvarfi flugs MH370
- Dularfyllsta ráðgáta flugsögunnar er enn óleyst

Seinasa samband við flug MH370 var klukkan 17:19 að íslenskum tíma þann 7. mars 2014
Klukkan 17:22 í dag er upp á mínútu 4 ár liðin frá því að Boeing 777-200ER breiðþota malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, flug MH730, hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.
Flak vélarinnar hefur aldrei fundist þrátt fyrir viðamestu leit flugsögunnar sem jafnframt er einnig ein sú stærsta sem farið hefur fram á sjó.
Seinustu samskipti flugumferðarstjóra við flug MH370 áttu sér stað klukkan 17:19 að íslenskum tíma þann 7. mars
árið 2014 eða klukkan 01:19 að malasískum tíma (8. mars 2014) en þremur mínútum síðar hvarf vélin af radar.
Síðar kom í ljós að vélin hafði flogið af leið til vesturs, yfir Malasíu-skagann og yfir Andaman-haf þar sem malasíski flugherinn
náði að greina vélina á frumratsjá og frekari sendingar frá hreyflum vélarinnar til gervitungla komu fram í dagsljósið
síðar sem benti til þess að vélin hefði flogið í allt að 8 klukkustundir lengst suður í Indlandshaf.

Frá minningarathöfn sem fram fór í byrjun mars í tilefni þess að 4 ár eru liðin frá því flug MH370 hvarf
Umfangsmikil leit hefur farið fram með hléum á Indlanshafi en síðustu misseri hefur komið í ljós að sennilega
hafi leitin farið fram á röngum stað út frá nýjum niðurstöðum úr úrvinnslu gagna.
Malasíska farþegaþotan var í fréttum nánast alla daga fyrstu vikurnar og mánuði en þegar líða fór á árið fór minna að bera
á fréttum af leitinni og hefur hvarfið orðið eitt vinsælasta umtalsefni meðal þeirra sem aðhyllast samsæriskenningum.
Allt að 10 bækur hafa komið út sem finna má í bókabúðum erlendis þar sem margir rithöfundar telja sig hafa lausnina
á hvarfinu sem hefur verið ein stærsta ráðgátan í sögu flugsins en fá svör hafa fundist í þeim bókum sem hafa komið að notum við leitina.
Tugi kenninga og samsæriskenninga komu fram
Ýmsar kenningar komu upp á yfirborðið og var því meðal annars haldið fram að Pútin, Rússlandsforseti, hafi staðið að hvarfinu, vélinni hafi verið flogið til Diego Garcia eyjunnar þar sem Bandaríkjaher rekur leynilega herstöð, getgátur um að eldur hafi komið upp um borð og grandað vélinni og þá hefur því verið haldið fram að flugstjórinn hafi flogið vélinni vísvitandi af leið þar sem í tölvu á heimili flugstjórans fannst flughermir þar sem búið
var að vista aðflug að flugvellinum á eyjunni Diego Garcia.

Boeing 777 þotan sem hvarf bar skráninguna 9M-MRO
Einnig komu nokkrir fram sem töldu sig hafa séð til malasísku farþegaþotunnar og þar á meðal kona
sem var á siglingu á Indlandshafi sem taldi sig hafa séð eldhnött á himnum nóttina sem vélin hvarf og svipaður vitnisburður
kom einnig í tölvupósti frá starfsmanni á olíuborpalli í Kínahafi.
Yfirvöld í Malasíu voru lengi gagnrýnd fyrir aðkomu sína að hvarfinu og lengi var talið að þau væru að fela upplýsingar
um hvarfið og þá þótti grunsamlegt hversvegna margar klukkustundir liðu frá því vélin hvarf af ratjá og þar til að tilkynnt
var um að vélin hefði horfið.

Fyrsta bókin um flug MH370 kom út aðeins
10 vikum eftir að vélin hvarf
Hópur aðstandenda hefur lengi barist fyrir leitinni og krafist þess að fá svör en á tímabili árið 2015
var reglulega tilkynnt um brak á mismunandi stöðum við austurströnd Afríku sem talið er að hafi rekið í marga mánuði
frá þeim stað þar sem vélin brotlenti á sjónum.
Haffræðingar gerðu nokkur reiknilíkön sem kom heim og saman við þann tíma sem það tók fyrir brakið að reka
með hafstraumum en staðfest hefur verið að a.m.k. tveir hlutir eru brak af Boeing 777 þotu.
Þá voru margir sem vörpuðu fram þeirr spurningu hversvegna hægt væri að rekja farsíma með mjög auðveldum hætti en ekki farþegaþotu
með yfir 200 manns um borð.
Leitin að malasísku farþegaþotunni lauk í janúar árið 2017 en í janúar á þessu ári gerði ríkisstjórn Malasíu samning við fyrirtækið Ocean Infinity í Texas um að hefja leit að nýju með því skilyrði að fyrirtækið fengi aðeins greitt ef þeim tækist að finna flak
vélarinnar.
Flugmálayfirvöld í Ástralíu (ATSB), sem stjórnuðu leitinni seinast, segja að í dag hafi þau mun skýrari mynd af því hvar flakið gæti verið að finna en fjöldi sjálfstæðra sérfræðinga og einstaklinga höfðu sl. misseri greint frá því að upphafleg leit hafi farið fram á kolröngum stað.
Til stendur að reisa minnisvarða í Perth í Ástralíu í september til minningar um farþega og áhöfn vélarinnar en einhverjir
aðstandendur hafa lýst yfir óánægju með minnisvarðann þar sem vélin hefur enn ekki fundist.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.