flugfréttir

Flugvélabensín á þrotum í Bresku-Kólumbíu

- Flugkennsla, einkaflug og allt flugsamfélagið liggur nánast niðri

9. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Talið er að skorturinn geti haft áhrif fram á sumar

Alvarlegur skortur er á flugvélabensíni á suðurhluta Bresku-Kólumbíu í Kanada sem hefur haft áhrif á allt einkaflug, alla flugskóla og nokkra flugrekstraraðila á svæðinu nálægt Vancouver.

Síðasti dropinn af Avgas 100LL bensíni kláraðist á dögunum úr 50 þúsund lítra tanki á Pitt Meadows flugvellinum þar sem flugklúbbur með 130 meðlimi hefur aðsetur auk þriggja flugskóla og tveggja flugrekstraraðila.

Þetta hefur valdið flugsamfélaginu á svæðinu miklum áhyggjum en orsökin er vandamál sem kom upp í dreifikerfi í olíuhreinsistöð nálægt Edmonton sem varð til þess að flugvélabensínið stóðst ekki gæðakröfur og var því ekki öruggt til notkunar.

„Það sem er mest ergjandi í þessu er að starfsemin hangir á bláþræði hjá flestum - Og fyrir alla að missa svona marga góða daga úr flugi er bara hræðilegt“, segir Tom Heise, formaður flugklúbbsins Aero Club of B.C.

Flugmaður setur bensín á flugvél á flugvelli í Bresku-Kólumbíu

Bensínskorturinn hefur orðið til þess að flugskólar hafa þurft að draga saman verklega kennslu og fella hana nánast niður og þá hafa einkaflugmenn þurft að sleppa því að fljúga.

Carter Mann, talsmaður (COPA), félags einkaflugmanna og flugvélaeigenda í Kanada, segir að eldsneytisskorturinn gæti haft áhrif fram á sumar og lamað því flugsamfélag sem telur 16.000 meðlimi á svæðinu.

„Þetta hefur áhrif á kennsluflug, næturfraktflug með dagblöð til smærri samfélaga og svo flugferðir á vegum bandarískra flugmanna sem leggja leið sína hingað í einkaflugi“, segir

Ástandið hefur einnig verið mjög slæmt á flugvellinum í bænum Boundary Bay, skammt norður af Vancouver, en ekki einn bensíndropi hefur verið fáanlegur þar í nokkrar vikur og hefur allt flug og flugkennsla legið niðri.

Starfsemi margra flugskóla hefur lamast vegna bensínskortsins

„Á hverjum sólríkum degi þá gætum við verið að fljúga yfir 75 klukkustundir á dag í flugkennslu. Þannig það stöðvast þjálfun fyrir alla flugnema á meðan sem er svakalegt og þetta er ekki að hjálpa til við þann skort sem er á flugmönnum“, segir Clark Duimel, framkvæmdarstjóri Boundary Bay flugvallarins.

Imperial Oil, sem framleiðir Avgas-bensínið í hreinsistöð nálægt Edmonton, lýsti því yfir í gær að þeim hafi tekist að leysa vandamálið í birgðarsendingu sem send var frá þeim þann 28. desember en það var ekki fyrr en þann 13. febrúar að upp komst um að bensínið væri óhreint.

Búið er að taka sýni af bensíni á þeim svæðum sem bensíninu var dreift til og hefur komið í ljós að á 70% af þeim stöðum er bensínið í lagi og hæft til að nota til flugs.

Verið er að skoða möguleikann á því að flytja inn mikið magn af flugvélabensíni frá Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir frekari skort í vor og svo hægt sé að halda fluginu gangandi með eðlilegum hætti en það mun þýða að bensínið verður töluvert dýrara fyrir flugmenn og fyrirtæki í flugrekstri á svæðinu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga