flugfréttir
Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina
- Opnunartími fyrir flugumferð verður einnig lengdur

Sátt hefur náðst við íbúa í nærliggjandi hverfum um þriðju flugbrautina fyrir Narita-flugvöllinn í Tókýó
Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og opna einnig fyrir flugumferð fyrr á morgnanna.
Hingað til hefur flugvélum ekki verið leyft að taka á loft og lenda fyrr en klukkan 6:00 á morgnanna og
eftir klukkan 23:00 á kvöldin en eftir breytinguna getur flugumferð farið um flugvöllinn frá kl. 5:00 og
fram til klukkan 00:30.
Sá tími sem fugvélar geta því farið um Nartia-flugvöll eykst því um 2:30 klukkustundir en þetta
er í fyrsta sinn í 40 ár sem opnunartíma flugvallarins breytist en ekki hefur verið hreyft við honum
frá árinu 1978.
Þá hefur verið gefið grænt ljós fyrir þriðju flugbrautinni sem verður 3.500 metrar á lengd auk þess
sem önnur flugbrautin, 16L/34R, verður lengd um 1.000 metra eða frá 2.500 metrum upp í 3.500 metra.

Frá Narita-flugvellinum í Tókýó
Lenging brautarinnar verður lokið árið 2020 en þriðja flugbrautin verður þó ekki tilbúin fyrr en eftir áratug
en eftir það mun Narita-flugvöllur geta tekið við 500.000 flugtökum og lendingum á ári í stað 300.000 í dag.
Árið 2017 fóru 40.7 milljónir farþega um Narita-flugvöll sem er annar stærsti flugvöllurinn í Japan
á eftir Haneda-flugvellinum og sá 48. stærsti í heimi.


5. febrúar 2018
|
Birtar hafa verið fyrstu myndirnar af Boeing 737 MAX 7 þotunni sem er minnsta tegundin af MAX þotunum en jafnframt sú langdrægasta.

31. mars 2018
|
Ríkisstjórn Indlands hefur tekið fyrsta stóra skrefið í átt að einkavæðingu á ríkisflugfélaginu Air India og hefur verið ákveðið að selja 76 prósenta hlut í félaginu.

26. mars 2018
|
Flugmálayfirvöld hafa nú til rannsóknar atvik sem átti sér stað er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 frá danska flugfélaginu Jet Time var orðin tæp á eldsneyti er hún flaug til Kanaríeyja í febr

26. apríl 2018
|
WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.