flugfréttir

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

- Fljúga frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki til áfangastaða við Miðjarðarhafið

17. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Niki Lauda er eigandi Laudamotion

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Niki Lauda keypti til baka sitt eigið flugfélag Niki úr flota hið gjaldþrota flugfélags Air Berlin í janúar sl. og hefur nú stofnað flugfélagið Laudamotion.

Búið er að mála fyrstu Airbus A320 þotuna í litum Laudamotion sem mun hefja áætlunarflug frá Þýskalandi þann 25. mars næstkomandi og er stefnt á að flotinn verði komin upp í 14 Airbus A320 þotur í sumar.

Í apríl mun félagið byrja að fljúga frá Sviss og í júní er stefnt á að hefja flug frá Austurríki en áfangastaðir félagsins verða til að byrja með sólarlandastaðir í kringum Miðjarðarhafið og mun félagið meðal annars flug til Grikklands, Mallorca, Ibiza, Santorini, Krítar auk fjölda annarra staða.

Fyrsta Airbus A320 þotan komin í liti Laudamotion

Fyrstu flugferðirnar verða farnar frá Dusseldorf, Frankfurt, Hannover og frá Stuttgart til Mallroca þann 25. mars en frá Austurríki verður flogið frá Graz, Innsbruck, Linz, Salzburg og Vín og frá Sviss verður flogið frá Zurick og Basel.

Áfangastaðir félagsins verða Paphos, Chania, Corfu, Heraklion, Kalamata, Rhodes, Santorini, Brindisi, Lamezia Terme, Olbia, Pisa, Fuerteventure, Ibiza, Lanzarote, Málaga og Mallorca.

Niki Lauda eignaðist aftur flugfélagið sem hann stofnaði árið 2003 eftir að gjaldþrotadómstóll tók yfirtökutilboði hans og hafnaði tilboði frá IAG (International Airlines Group) sem á og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling.

Framkvæmdarstjóri Laudamotion er Andreas Gruber en hann starfaði í flugrekstrardeild Niki. Laudamotion hefur höfuðstöðvar í Schwechat í Austurríki.  fréttir af handahófi

Rifa kom á skrokk á flugvél í miðju flugi

27. mars 2018

|

Sprunga kom á vængrót á farþegaflugvél af gerðinni ATR 42-500 hjá franska flugfélaginu Hop!, dótturfélagi Air France, er flugvélin var í innanlandsflugi í Frakklandi þann 25. mars.

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Xiamen Airlines pantar 30 Boeing 737 MAX þotur

23. mars 2018

|

Boeing hefur fengið pöntun frá kínverska flugfélaginu Xiamen Airlines í þrjátíu Boeing 737 MAX þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fyrsta farþegaflugið með nýrri kynslóð af Embraer-þotum

24. apríl 2018

|

Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00