flugfréttir

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

- Fljúga frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki til áfangastaða við Miðjarðarhafið

17. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Niki Lauda er eigandi Laudamotion

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Niki Lauda keypti til baka sitt eigið flugfélag Niki úr flota hið gjaldþrota flugfélags Air Berlin í janúar sl. og hefur nú stofnað flugfélagið Laudamotion.

Búið er að mála fyrstu Airbus A320 þotuna í litum Laudamotion sem mun hefja áætlunarflug frá Þýskalandi þann 25. mars næstkomandi og er stefnt á að flotinn verði komin upp í 14 Airbus A320 þotur í sumar.

Í apríl mun félagið byrja að fljúga frá Sviss og í júní er stefnt á að hefja flug frá Austurríki en áfangastaðir félagsins verða til að byrja með sólarlandastaðir í kringum Miðjarðarhafið og mun félagið meðal annars flug til Grikklands, Mallorca, Ibiza, Santorini, Krítar auk fjölda annarra staða.

Fyrsta Airbus A320 þotan komin í liti Laudamotion

Fyrstu flugferðirnar verða farnar frá Dusseldorf, Frankfurt, Hannover og frá Stuttgart til Mallroca þann 25. mars en frá Austurríki verður flogið frá Graz, Innsbruck, Linz, Salzburg og Vín og frá Sviss verður flogið frá Zurick og Basel.

Áfangastaðir félagsins verða Paphos, Chania, Corfu, Heraklion, Kalamata, Rhodes, Santorini, Brindisi, Lamezia Terme, Olbia, Pisa, Fuerteventure, Ibiza, Lanzarote, Málaga og Mallorca.

Niki Lauda eignaðist aftur flugfélagið sem hann stofnaði árið 2003 eftir að gjaldþrotadómstóll tók yfirtökutilboði hans og hafnaði tilboði frá IAG (International Airlines Group) sem á og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling.

Framkvæmdarstjóri Laudamotion er Andreas Gruber en hann starfaði í flugrekstrardeild Niki. Laudamotion hefur höfuðstöðvar í Schwechat í Austurríki.  fréttir af handahófi

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

Sukhoi fraktþota í undirbúningi

3. júlí 2018

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi vinnur nú að því að koma með fraktútgáfu af Sukhoi Superjet 100 þotunni sem til stendur að smíða.

Qantas pantar sex Boeing 787-9 þotur til viðbótar

2. maí 2018

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur pantað sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og í leiðinni ákveðið endalok júmbó-þotunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.