flugfréttir

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

- Fljúga frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki til áfangastaða við Miðjarðarhafið

17. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Niki Lauda er eigandi Laudamotion

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Niki Lauda keypti til baka sitt eigið flugfélag Niki úr flota hið gjaldþrota flugfélags Air Berlin í janúar sl. og hefur nú stofnað flugfélagið Laudamotion.

Búið er að mála fyrstu Airbus A320 þotuna í litum Laudamotion sem mun hefja áætlunarflug frá Þýskalandi þann 25. mars næstkomandi og er stefnt á að flotinn verði komin upp í 14 Airbus A320 þotur í sumar.

Í apríl mun félagið byrja að fljúga frá Sviss og í júní er stefnt á að hefja flug frá Austurríki en áfangastaðir félagsins verða til að byrja með sólarlandastaðir í kringum Miðjarðarhafið og mun félagið meðal annars flug til Grikklands, Mallorca, Ibiza, Santorini, Krítar auk fjölda annarra staða.

Fyrsta Airbus A320 þotan komin í liti Laudamotion

Fyrstu flugferðirnar verða farnar frá Dusseldorf, Frankfurt, Hannover og frá Stuttgart til Mallroca þann 25. mars en frá Austurríki verður flogið frá Graz, Innsbruck, Linz, Salzburg og Vín og frá Sviss verður flogið frá Zurick og Basel.

Áfangastaðir félagsins verða Paphos, Chania, Corfu, Heraklion, Kalamata, Rhodes, Santorini, Brindisi, Lamezia Terme, Olbia, Pisa, Fuerteventure, Ibiza, Lanzarote, Málaga og Mallorca.

Niki Lauda eignaðist aftur flugfélagið sem hann stofnaði árið 2003 eftir að gjaldþrotadómstóll tók yfirtökutilboði hans og hafnaði tilboði frá IAG (International Airlines Group) sem á og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling.

Framkvæmdarstjóri Laudamotion er Andreas Gruber en hann starfaði í flugrekstrardeild Niki. Laudamotion hefur höfuðstöðvar í Schwechat í Austurríki.  fréttir af handahófi

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

17. ágúst 2018

|

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Samband rofnaði við þotu frá British Airways

9. júlí 2018

|

Samband rofnaði við farþegaþotu frá British Airways um stundasakir fyrir helgi þegar vélin var á leið frá London Heathrow til Palermo á Sikiley.

Farnborough: Airbus fær pöntun í 80 A320neo þotur

16. júlí 2018

|

Airbus hefur tilkynnt um pöntun í 80 þotur af gerðinni Airbus A320neo frá ónefndum viðskiptavini.

  Nýjustu flugfréttirnar

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.