flugfréttir

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

- Fljúga frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki til áfangastaða við Miðjarðarhafið

17. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Niki Lauda er eigandi Laudamotion

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Niki Lauda keypti til baka sitt eigið flugfélag Niki úr flota hið gjaldþrota flugfélags Air Berlin í janúar sl. og hefur nú stofnað flugfélagið Laudamotion.

Búið er að mála fyrstu Airbus A320 þotuna í litum Laudamotion sem mun hefja áætlunarflug frá Þýskalandi þann 25. mars næstkomandi og er stefnt á að flotinn verði komin upp í 14 Airbus A320 þotur í sumar.

Í apríl mun félagið byrja að fljúga frá Sviss og í júní er stefnt á að hefja flug frá Austurríki en áfangastaðir félagsins verða til að byrja með sólarlandastaðir í kringum Miðjarðarhafið og mun félagið meðal annars flug til Grikklands, Mallorca, Ibiza, Santorini, Krítar auk fjölda annarra staða.

Fyrsta Airbus A320 þotan komin í liti Laudamotion

Fyrstu flugferðirnar verða farnar frá Dusseldorf, Frankfurt, Hannover og frá Stuttgart til Mallroca þann 25. mars en frá Austurríki verður flogið frá Graz, Innsbruck, Linz, Salzburg og Vín og frá Sviss verður flogið frá Zurick og Basel.

Áfangastaðir félagsins verða Paphos, Chania, Corfu, Heraklion, Kalamata, Rhodes, Santorini, Brindisi, Lamezia Terme, Olbia, Pisa, Fuerteventure, Ibiza, Lanzarote, Málaga og Mallorca.

Niki Lauda eignaðist aftur flugfélagið sem hann stofnaði árið 2003 eftir að gjaldþrotadómstóll tók yfirtökutilboði hans og hafnaði tilboði frá IAG (International Airlines Group) sem á og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling.

Framkvæmdarstjóri Laudamotion er Andreas Gruber en hann starfaði í flugrekstrardeild Niki. Laudamotion hefur höfuðstöðvar í Schwechat í Austurríki.  fréttir af handahófi

Einkaþota lendir á flugbraut á meðan framkvæmdir standa yfir

4. mars 2019

|

Athyglisvert myndband hefur breiðst út eins og eldur í sinu um helgina á samfélagsmiðlum í Paraguay sem sýnir hvar flugvallarstarfsmenn við framkvæmdir á flugbraut þurfa að forða sér í burtu þegar Gu

Brotlenti á götu í miðborg Lima

6. febrúar 2019

|

Engan sakaði er lítil, eins hreyfils flugvél brotlenti á verslunargötu í miðborg Lima, höfuðborg Perú, sl. mánudag.

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

30. desember 2018

|

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00