flugfréttir

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

- Fljúga frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki til áfangastaða við Miðjarðarhafið

17. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Niki Lauda er eigandi Laudamotion

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Niki Lauda keypti til baka sitt eigið flugfélag Niki úr flota hið gjaldþrota flugfélags Air Berlin í janúar sl. og hefur nú stofnað flugfélagið Laudamotion.

Búið er að mála fyrstu Airbus A320 þotuna í litum Laudamotion sem mun hefja áætlunarflug frá Þýskalandi þann 25. mars næstkomandi og er stefnt á að flotinn verði komin upp í 14 Airbus A320 þotur í sumar.

Í apríl mun félagið byrja að fljúga frá Sviss og í júní er stefnt á að hefja flug frá Austurríki en áfangastaðir félagsins verða til að byrja með sólarlandastaðir í kringum Miðjarðarhafið og mun félagið meðal annars flug til Grikklands, Mallorca, Ibiza, Santorini, Krítar auk fjölda annarra staða.

Fyrsta Airbus A320 þotan komin í liti Laudamotion

Fyrstu flugferðirnar verða farnar frá Dusseldorf, Frankfurt, Hannover og frá Stuttgart til Mallroca þann 25. mars en frá Austurríki verður flogið frá Graz, Innsbruck, Linz, Salzburg og Vín og frá Sviss verður flogið frá Zurick og Basel.

Áfangastaðir félagsins verða Paphos, Chania, Corfu, Heraklion, Kalamata, Rhodes, Santorini, Brindisi, Lamezia Terme, Olbia, Pisa, Fuerteventure, Ibiza, Lanzarote, Málaga og Mallorca.

Niki Lauda eignaðist aftur flugfélagið sem hann stofnaði árið 2003 eftir að gjaldþrotadómstóll tók yfirtökutilboði hans og hafnaði tilboði frá IAG (International Airlines Group) sem á og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling.

Framkvæmdarstjóri Laudamotion er Andreas Gruber en hann starfaði í flugrekstrardeild Niki. Laudamotion hefur höfuðstöðvar í Schwechat í Austurríki.  fréttir af handahófi

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.