flugfréttir
Stefna á að ljúka við samning um yfirtöku á CSeries fyrir sumarið
- Airbus gæti þá selt CSeries-þotuna á Farnborough-sýningunni í sumar

Það var í október í fyrra sem að Airbus og Bombardier tilkynntu um samning um að Airbus myndi taka yfir meirihluta framleiðslunnar á CSeries-þotunni
Sagt er að Airbus muni ljúka við samning við Bombardier um yfirtöku á hluta af framleiðslunni á CSeries-þotunum fyrir sumarið og mögulega áður en Farnborough flugsýningin hefst í Bretlandi í júlí.
Þetta er haft eftir aðilum sem eru kunnugir stöðu mála varðandi yfirtökuna en með þessu gæti
Airbus boðið flugfélögum á Farnborough flugsýningunni upp á CSeries-þotan sem væri þá formlega
komin í vöruúrval framleiðandans.
Það var í október í fyrra sem að Airbus og Bombardier tilkynntu um samning um að Airbus myndi taka yfir
meirihluta framleiðslunnar sem var gert í kjölfar ásakanna frá Boeing um að Bombardier væri að þiggja
styrki frá kanadíska ríkinu sem síðar varð til þess að 292% innflutningstollar voru kynntir til sögunnar.
Airbus ákvað einnig að vera skrefi á undan Boeing með því að tryggja sér hlut í CSeries-þotunni
vegna sögusagna sem hafa gengið um að Boeing ætli sér að kaupa hlut í brasilíska flugvélaframleiðandanum, Embraer.
Með samningnum getur Bombardier selt CSeries-þoturnar til Bandaríkjanna í gegnum
Airbus og farið með þessari leið framhjá innflutningstollunum.


25. mars 2018
|
Airbus hefur tapað samningaviðræðum við American Airlines um sölu á Airbus A330neo þotum til flugfélagsins.

26. febrúar 2018
|
Hawaiian Airlines segir að félagið hafi ekki hætt við pöntun sína í Airbus A330-800neo þotuna.

23. febrúar 2018
|
Flugvélaframleiðandinn Piper fékk á dögunum stærstu flugvélapöntun sem framleiðandinn hefur fengið í 91 árs sögu fyrirtækins.

26. apríl 2018
|
WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.