flugfréttir

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

- 136 flugslys á 8 árum sem rekja má til ofhleðslu og rangra útreikninga

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Frá árinu 2008 til 2016 hafa átt sér stað 136 flugslys þar sem massi flugvél var of mikill eða rangir þyngdarútreikningar gerðir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún sé rétt hlaðin.

Fram kemur að frá árinu 2008 til ársins 2016 hafi átt sér stað 136 flugslys í Bandaríkjunum sem megi rekja til þess að flugmaður gerði ranga útreikninga á þyngd vélarinnar eða hafi alls ekki reiknað massa vélarinnar fyrir brottför og í sumum tilvikum giskað á þyngdina.

Um þriðjungur þessara flugslysa voru banaslys og í þessum 136 slysum voru í 66% tilfella farþegar um borð.

Hærri hleðsla getur orsakað lengra flugtaksbrun, hærri flugtakshraða, skerta getu í klifri, minna flugþol og hærri ofrishraða.

Rangir þyngdarútreikningar hafa orsakað mörg flugslys í Bandaríkjunum

Með röngum þyngdarútreikningum getur flugvél einnig orðið viðkvæmari fyrir vindum, loftþéttnishæð og háu hitastigi.

Massi og jafnvægi flugvélar eru oft meðal þess fyrsta sem rannsóknaraðilar skoða í kjölfar flugslyss þar sem rangir útreikningar hafa oft verið orsökin.

NTSB hvetur flugmenn til að þekkja takmörk þeirra flugvélar sem þeir fljúga og hafa á hreinu hver þyngdartakmörkin eru og reikna út heildarþyngd flugvélarinnar miðað við flugtak og lendingu.

Ofhlaðin Beech 10 flugvél hóf sig á loft of seint

NTSB vitnar í flugslys frá árinu 2016 þar sem flugvél af gerðinni Beech 100 náði ekki að hafa sig á loft í flugtaki á flugvellinum í Jeffersonville í Indiana á þeim hraða sem vélin hefði átt að takast á loft.

Flugstjórinn togaði í stýri vélarinnar þegar þriðjungur var eftir af brautinni en við það gaf ofrisflautan frá sér viðvörunarhljóð. Flugstjórinn slakaði á stýrinu og var vélin komin að brautarendanum þegar hún hóf sig á loft en var þá of lágt yfir hindrun og fór í jörðina rétt fyrir utan flugvöllinn.

Flugslysið átti sér stað við flugvöllinn í Jeffersonville í Indiana í október árið 2016

Flugstjórinn sagði við rannsókn slyssins að hann vissi heildarþyngd vélarinnar með farþegum, farangri og eldsneyti og hafði grun um að vélin væri of þung fyrir flugtak en ákvað samt að fara í loftið en hann hafði ekki gert þyngdarútreikninga og var vélin 623 lbs yfir þyngd.

Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og átta farþegar og urðu allir fyrir meiðslum af ýmsu tagi.  fréttir af handahófi

Flugmennirnir voru sérstaklega þjálfaðir í að lenda í Kathmandu

15. mars 2018

|

Flugfélagið US Bangla-Airlines hefur gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar flugslyssins í Kathmandu sl. mánudag þar sem meðal annars kemur fram að flugmennirnir, sem flugu vélinni, hafi verið sérstakl

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

BA sækir um leyfi fyrir leigu á þremur A330 frá Qatar Airways

9. maí 2018

|

British Airways hefur sótt um leyfi til breskra flugmálayfirvalda fyrir leigu á þremur Airbus A330 breiðþotum frá Qatar Airways.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Loftleiðir semja við National Geographic um lúxusflugferðir

16. maí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00