flugfréttir

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

- 136 flugslys á 8 árum sem rekja má til ofhleðslu og rangra útreikninga

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Frá árinu 2008 til 2016 hafa átt sér stað 136 flugslys þar sem massi flugvél var of mikill eða rangir þyngdarútreikningar gerðir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún sé rétt hlaðin.

Fram kemur að frá árinu 2008 til ársins 2016 hafi átt sér stað 136 flugslys í Bandaríkjunum sem megi rekja til þess að flugmaður gerði ranga útreikninga á þyngd vélarinnar eða hafi alls ekki reiknað massa vélarinnar fyrir brottför og í sumum tilvikum giskað á þyngdina.

Um þriðjungur þessara flugslysa voru banaslys og í þessum 136 slysum voru í 66% tilfella farþegar um borð.

Hærri hleðsla getur orsakað lengra flugtaksbrun, hærri flugtakshraða, skerta getu í klifri, minna flugþol og hærri ofrishraða.

Rangir þyngdarútreikningar hafa orsakað mörg flugslys í Bandaríkjunum

Með röngum þyngdarútreikningum getur flugvél einnig orðið viðkvæmari fyrir vindum, loftþéttnishæð og háu hitastigi.

Massi og jafnvægi flugvélar eru oft meðal þess fyrsta sem rannsóknaraðilar skoða í kjölfar flugslyss þar sem rangir útreikningar hafa oft verið orsökin.

NTSB hvetur flugmenn til að þekkja takmörk þeirra flugvélar sem þeir fljúga og hafa á hreinu hver þyngdartakmörkin eru og reikna út heildarþyngd flugvélarinnar miðað við flugtak og lendingu.

Ofhlaðin Beech 10 flugvél hóf sig á loft of seint

NTSB vitnar í flugslys frá árinu 2016 þar sem flugvél af gerðinni Beech 100 náði ekki að hafa sig á loft í flugtaki á flugvellinum í Jeffersonville í Indiana á þeim hraða sem vélin hefði átt að takast á loft.

Flugstjórinn togaði í stýri vélarinnar þegar þriðjungur var eftir af brautinni en við það gaf ofrisflautan frá sér viðvörunarhljóð. Flugstjórinn slakaði á stýrinu og var vélin komin að brautarendanum þegar hún hóf sig á loft en var þá of lágt yfir hindrun og fór í jörðina rétt fyrir utan flugvöllinn.

Flugslysið átti sér stað við flugvöllinn í Jeffersonville í Indiana í október árið 2016

Flugstjórinn sagði við rannsókn slyssins að hann vissi heildarþyngd vélarinnar með farþegum, farangri og eldsneyti og hafði grun um að vélin væri of þung fyrir flugtak en ákvað samt að fara í loftið en hann hafði ekki gert þyngdarútreikninga og var vélin 623 lbs yfir þyngd.

Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og átta farþegar og urðu allir fyrir meiðslum af ýmsu tagi.  fréttir af handahófi

Boeing 767 á þrjár vikur eftir í flota British Airways

5. nóvember 2018

|

British Airways mun síðar í þessum mánuði kveðja Boeing 767 þotuna sem þjónað hefur flugfélaginu breska í tæpa þrjá áratugi.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Virgin gæti eignast Flybe

23. nóvember 2018

|

Svo gæti farið að Virgin Atlantic muni eignast breska lágfargjaldaflugfélagið flybe en Virgin á nú í viðræðum um yfirtöku á félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.