flugfréttir

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

- 136 flugslys á 8 árum sem rekja má til ofhleðslu og rangra útreikninga

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Frá árinu 2008 til 2016 hafa átt sér stað 136 flugslys þar sem massi flugvél var of mikill eða rangir þyngdarútreikningar gerðir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún sé rétt hlaðin.

Fram kemur að frá árinu 2008 til ársins 2016 hafi átt sér stað 136 flugslys í Bandaríkjunum sem megi rekja til þess að flugmaður gerði ranga útreikninga á þyngd vélarinnar eða hafi alls ekki reiknað massa vélarinnar fyrir brottför og í sumum tilvikum giskað á þyngdina.

Um þriðjungur þessara flugslysa voru banaslys og í þessum 136 slysum voru í 66% tilfella farþegar um borð.

Hærri hleðsla getur orsakað lengra flugtaksbrun, hærri flugtakshraða, skerta getu í klifri, minna flugþol og hærri ofrishraða.

Rangir þyngdarútreikningar hafa orsakað mörg flugslys í Bandaríkjunum

Með röngum þyngdarútreikningum getur flugvél einnig orðið viðkvæmari fyrir vindum, loftþéttnishæð og háu hitastigi.

Massi og jafnvægi flugvélar eru oft meðal þess fyrsta sem rannsóknaraðilar skoða í kjölfar flugslyss þar sem rangir útreikningar hafa oft verið orsökin.

NTSB hvetur flugmenn til að þekkja takmörk þeirra flugvélar sem þeir fljúga og hafa á hreinu hver þyngdartakmörkin eru og reikna út heildarþyngd flugvélarinnar miðað við flugtak og lendingu.

Ofhlaðin Beech 10 flugvél hóf sig á loft of seint

NTSB vitnar í flugslys frá árinu 2016 þar sem flugvél af gerðinni Beech 100 náði ekki að hafa sig á loft í flugtaki á flugvellinum í Jeffersonville í Indiana á þeim hraða sem vélin hefði átt að takast á loft.

Flugstjórinn togaði í stýri vélarinnar þegar þriðjungur var eftir af brautinni en við það gaf ofrisflautan frá sér viðvörunarhljóð. Flugstjórinn slakaði á stýrinu og var vélin komin að brautarendanum þegar hún hóf sig á loft en var þá of lágt yfir hindrun og fór í jörðina rétt fyrir utan flugvöllinn.

Flugslysið átti sér stað við flugvöllinn í Jeffersonville í Indiana í október árið 2016

Flugstjórinn sagði við rannsókn slyssins að hann vissi heildarþyngd vélarinnar með farþegum, farangri og eldsneyti og hafði grun um að vélin væri of þung fyrir flugtak en ákvað samt að fara í loftið en hann hafði ekki gert þyngdarútreikninga og var vélin 623 lbs yfir þyngd.

Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og átta farþegar og urðu allir fyrir meiðslum af ýmsu tagi.  fréttir af handahófi

Brandenburg verður bílageymsla fyrir Volkswagen

29. júní 2018

|

Brandenburg-flugvöllinn í Berlín mun loksins þjóna einhverjum tilgangi þar sem búið er að finna not fyrir flugvöllinn sem ekki hefur verið hægt að taka í notkun í nokkur ár vegna fjölda framleiðsluga

Júmbó-fraktþota eyðilagði vindsokk í fráhvarfsflugi

25. júní 2018

|

Kínversk fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F frá China Airlines Cargo eyðilagði vindpoka á O´Hare-flugvellinum í Chicago á dögunum er vélin snerti jörð fyrir utan flugbrautina áður en hún fór í fráh

BA annað evrópska flugfélagið til Pittsburgh á eftir WOW air

26. júlí 2018

|

Breska flugfélagið British Airways ætlar að hefja flug til Pittsburgh í Pennsylvaníu en borgin verður þar með 26. áfangastaður British Airways í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.