flugfréttir

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

- 136 flugslys á 8 árum sem rekja má til ofhleðslu og rangra útreikninga

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Frá árinu 2008 til 2016 hafa átt sér stað 136 flugslys þar sem massi flugvél var of mikill eða rangir þyngdarútreikningar gerðir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún sé rétt hlaðin.

Fram kemur að frá árinu 2008 til ársins 2016 hafi átt sér stað 136 flugslys í Bandaríkjunum sem megi rekja til þess að flugmaður gerði ranga útreikninga á þyngd vélarinnar eða hafi alls ekki reiknað massa vélarinnar fyrir brottför og í sumum tilvikum giskað á þyngdina.

Um þriðjungur þessara flugslysa voru banaslys og í þessum 136 slysum voru í 66% tilfella farþegar um borð.

Hærri hleðsla getur orsakað lengra flugtaksbrun, hærri flugtakshraða, skerta getu í klifri, minna flugþol og hærri ofrishraða.

Rangir þyngdarútreikningar hafa orsakað mörg flugslys í Bandaríkjunum

Með röngum þyngdarútreikningum getur flugvél einnig orðið viðkvæmari fyrir vindum, loftþéttnishæð og háu hitastigi.

Massi og jafnvægi flugvélar eru oft meðal þess fyrsta sem rannsóknaraðilar skoða í kjölfar flugslyss þar sem rangir útreikningar hafa oft verið orsökin.

NTSB hvetur flugmenn til að þekkja takmörk þeirra flugvélar sem þeir fljúga og hafa á hreinu hver þyngdartakmörkin eru og reikna út heildarþyngd flugvélarinnar miðað við flugtak og lendingu.

Ofhlaðin Beech 10 flugvél hóf sig á loft of seint

NTSB vitnar í flugslys frá árinu 2016 þar sem flugvél af gerðinni Beech 100 náði ekki að hafa sig á loft í flugtaki á flugvellinum í Jeffersonville í Indiana á þeim hraða sem vélin hefði átt að takast á loft.

Flugstjórinn togaði í stýri vélarinnar þegar þriðjungur var eftir af brautinni en við það gaf ofrisflautan frá sér viðvörunarhljóð. Flugstjórinn slakaði á stýrinu og var vélin komin að brautarendanum þegar hún hóf sig á loft en var þá of lágt yfir hindrun og fór í jörðina rétt fyrir utan flugvöllinn.

Flugslysið átti sér stað við flugvöllinn í Jeffersonville í Indiana í október árið 2016

Flugstjórinn sagði við rannsókn slyssins að hann vissi heildarþyngd vélarinnar með farþegum, farangri og eldsneyti og hafði grun um að vélin væri of þung fyrir flugtak en ákvað samt að fara í loftið en hann hafði ekki gert þyngdarútreikninga og var vélin 623 lbs yfir þyngd.

Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og átta farþegar og urðu allir fyrir meiðslum af ýmsu tagi.  fréttir af handahófi

Airbus stefnir á að smíða færri A330 þotur en fleiri A320

28. apríl 2018

|

Airbus stefnir á að draga úr framleiðsluafköstum á Airbus A330 breiðþotunni en á móti stendir til að auka afköst á framleiðslu á A320 þotunni.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

1.500 nemendur kynntu sér störf í fluginu á flugdegi í Van Nuys

3. maí 2018

|

Yfir 1.500 námsmenn í bandarískum menntaskólum gafst kostur á að fræðast um þau störf og þau tækifæri sem bjóðast í fluginu á flugviðburðinum „The Sky is the Limit: Aviation Career Day“ sem fram fór

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.