flugfréttir

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

- 136 flugslys á 8 árum sem rekja má til ofhleðslu og rangra útreikninga

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Frá árinu 2008 til 2016 hafa átt sér stað 136 flugslys þar sem massi flugvél var of mikill eða rangir þyngdarútreikningar gerðir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún sé rétt hlaðin.

Fram kemur að frá árinu 2008 til ársins 2016 hafi átt sér stað 136 flugslys í Bandaríkjunum sem megi rekja til þess að flugmaður gerði ranga útreikninga á þyngd vélarinnar eða hafi alls ekki reiknað massa vélarinnar fyrir brottför og í sumum tilvikum giskað á þyngdina.

Um þriðjungur þessara flugslysa voru banaslys og í þessum 136 slysum voru í 66% tilfella farþegar um borð.

Hærri hleðsla getur orsakað lengra flugtaksbrun, hærri flugtakshraða, skerta getu í klifri, minna flugþol og hærri ofrishraða.

Rangir þyngdarútreikningar hafa orsakað mörg flugslys í Bandaríkjunum

Með röngum þyngdarútreikningum getur flugvél einnig orðið viðkvæmari fyrir vindum, loftþéttnishæð og háu hitastigi.

Massi og jafnvægi flugvélar eru oft meðal þess fyrsta sem rannsóknaraðilar skoða í kjölfar flugslyss þar sem rangir útreikningar hafa oft verið orsökin.

NTSB hvetur flugmenn til að þekkja takmörk þeirra flugvélar sem þeir fljúga og hafa á hreinu hver þyngdartakmörkin eru og reikna út heildarþyngd flugvélarinnar miðað við flugtak og lendingu.

Ofhlaðin Beech 10 flugvél hóf sig á loft of seint

NTSB vitnar í flugslys frá árinu 2016 þar sem flugvél af gerðinni Beech 100 náði ekki að hafa sig á loft í flugtaki á flugvellinum í Jeffersonville í Indiana á þeim hraða sem vélin hefði átt að takast á loft.

Flugstjórinn togaði í stýri vélarinnar þegar þriðjungur var eftir af brautinni en við það gaf ofrisflautan frá sér viðvörunarhljóð. Flugstjórinn slakaði á stýrinu og var vélin komin að brautarendanum þegar hún hóf sig á loft en var þá of lágt yfir hindrun og fór í jörðina rétt fyrir utan flugvöllinn.

Flugslysið átti sér stað við flugvöllinn í Jeffersonville í Indiana í október árið 2016

Flugstjórinn sagði við rannsókn slyssins að hann vissi heildarþyngd vélarinnar með farþegum, farangri og eldsneyti og hafði grun um að vélin væri of þung fyrir flugtak en ákvað samt að fara í loftið en hann hafði ekki gert þyngdarútreikninga og var vélin 623 lbs yfir þyngd.

Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og átta farþegar og urðu allir fyrir meiðslum af ýmsu tagi.  fréttir af handahófi

Embraer afhenti 90 farþegaþotur árið 2018

13. febrúar 2019

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer afhenti 90 farþegaþotur árið 2018 sem er í samræmi við spár framleiðandans sem gerði ráð fyrir að afhenda 85 til 95 þotur á árinu.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Reyndi að ræna farþegaþotu Aeroflot í Rússlandi

22. janúar 2019

|

Tilraun til flugráns var gerð um borð í farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá Aeroflot sem var í innanlandsflug í Rússlandi í morgun.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00