flugfréttir

American slítur viðræðum við Airbus um A330neo

- Munu líklega panta Dreamliner í staðinn

25. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:23

Salan á Airbus A330neo hefur gengið erfiðlega og hefur Airbus misst allar pantanirnar í minni tegundina, Airbus A330-800neo

Airbus hefur tapað samningaviðræðum við American Airlines um sölu á Airbus A330neo þotum til flugfélagsins.

Airbus hefur átt í viðræður við American Airlines um sölu á A330neo en félagið „arfleiddi“ pöntun í þotur af gerðinni Airbus A350 við yfirtökuna á US Airways árið 2013 en American hefur um nokkurt skeið viljað endurskoða þá pöntun.

Airbus hefur verið að bjóða American Airlines A330-900neo þotuna en American Airlines hefur einnig verið að skoða möguleika á að taka fleiri Dreamliner-þotur í staðinn fyrir Airbus A350.

Airbus tilkynnti á föstudag að viðræðum við American Airlines hafi verið slitið og eru miklar líkur á því að flugfélagið bandaríska ætli að panta 22 eintök af Boeing 787-9 í staðinn fyrir þær tuttugu og tvær Airbus A350-900 þotur sem US Airways pantaði á sínum tíma.

Erfiðlega hefur gengið fyrir Airbus að selja Airbus A330neo þotuna þar sem samkeppnin við Boeing um Boeing 787 er mjög mikil.

Í seinasta mánuði missti Airbus pöntun frá Hawaiian Airlines sem ætlaði sér að panta Airbus A330neo en félagið hætti við pöntunina og lagði inn pöntun í tíu Boeing 787-10 þotur.

Um var að ræða síðustu pöntunina sem Airbus hafði í minni gerðina, Airbus A330-800, og er ekkert félag í dag sem á von á þeirri þotu.  fréttir af handahófi

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

31. október 2018

|

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.