flugfréttir

American slítur viðræðum við Airbus um A330neo

- Munu líklega panta Dreamliner í staðinn

25. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:23

Salan á Airbus A330neo hefur gengið erfiðlega og hefur Airbus misst allar pantanirnar í minni tegundina, Airbus A330-800neo

Airbus hefur tapað samningaviðræðum við American Airlines um sölu á Airbus A330neo þotum til flugfélagsins.

Airbus hefur átt í viðræður við American Airlines um sölu á A330neo en félagið „arfleiddi“ pöntun í þotur af gerðinni Airbus A350 við yfirtökuna á US Airways árið 2013 en American hefur um nokkurt skeið viljað endurskoða þá pöntun.

Airbus hefur verið að bjóða American Airlines A330-900neo þotuna en American Airlines hefur einnig verið að skoða möguleika á að taka fleiri Dreamliner-þotur í staðinn fyrir Airbus A350.

Airbus tilkynnti á föstudag að viðræðum við American Airlines hafi verið slitið og eru miklar líkur á því að flugfélagið bandaríska ætli að panta 22 eintök af Boeing 787-9 í staðinn fyrir þær tuttugu og tvær Airbus A350-900 þotur sem US Airways pantaði á sínum tíma.

Erfiðlega hefur gengið fyrir Airbus að selja Airbus A330neo þotuna þar sem samkeppnin við Boeing um Boeing 787 er mjög mikil.

Í seinasta mánuði missti Airbus pöntun frá Hawaiian Airlines sem ætlaði sér að panta Airbus A330neo en félagið hætti við pöntunina og lagði inn pöntun í tíu Boeing 787-10 þotur.

Um var að ræða síðustu pöntunina sem Airbus hafði í minni gerðina, Airbus A330-800, og er ekkert félag í dag sem á von á þeirri þotu.  fréttir af handahófi

Júmbó-fraktþota eyðilagði vindsokk í fráhvarfsflugi

25. júní 2018

|

Kínversk fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F frá China Airlines Cargo eyðilagði vindpoka á O´Hare-flugvellinum í Chicago á dögunum er vélin snerti jörð fyrir utan flugbrautina áður en hún fór í fráh

Hefja flug frá Frankfurt til fjögurra borga í Ameríku

6. september 2018

|

Primera Air hefur tilkynnt enn annan áfangastaðinn í Evrópu sem til stendur að fljúga frá yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku.

Ryanair semur við flugmenn á Ítalíu

29. ágúst 2018

|

Ryanair hefur náð að semja við flugmenn sína á Ítalíu sem hafa kosið með nýjum kjarasamningi sem kynntur var fyrir flugmönnum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.