flugfréttir

American slítur viðræðum við Airbus um A330neo

- Munu líklega panta Dreamliner í staðinn

25. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:23

Salan á Airbus A330neo hefur gengið erfiðlega og hefur Airbus misst allar pantanirnar í minni tegundina, Airbus A330-800neo

Airbus hefur tapað samningaviðræðum við American Airlines um sölu á Airbus A330neo þotum til flugfélagsins.

Airbus hefur átt í viðræður við American Airlines um sölu á A330neo en félagið „arfleiddi“ pöntun í þotur af gerðinni Airbus A350 við yfirtökuna á US Airways árið 2013 en American hefur um nokkurt skeið viljað endurskoða þá pöntun.

Airbus hefur verið að bjóða American Airlines A330-900neo þotuna en American Airlines hefur einnig verið að skoða möguleika á að taka fleiri Dreamliner-þotur í staðinn fyrir Airbus A350.

Airbus tilkynnti á föstudag að viðræðum við American Airlines hafi verið slitið og eru miklar líkur á því að flugfélagið bandaríska ætli að panta 22 eintök af Boeing 787-9 í staðinn fyrir þær tuttugu og tvær Airbus A350-900 þotur sem US Airways pantaði á sínum tíma.

Erfiðlega hefur gengið fyrir Airbus að selja Airbus A330neo þotuna þar sem samkeppnin við Boeing um Boeing 787 er mjög mikil.

Í seinasta mánuði missti Airbus pöntun frá Hawaiian Airlines sem ætlaði sér að panta Airbus A330neo en félagið hætti við pöntunina og lagði inn pöntun í tíu Boeing 787-10 þotur.

Um var að ræða síðustu pöntunina sem Airbus hafði í minni gerðina, Airbus A330-800, og er ekkert félag í dag sem á von á þeirri þotu.  fréttir af handahófi

Einkaþota rann út af braut á flugvellinum í Tegucigalpa

22. maí 2018

|

Allir komust lífs af er einkaþota af gerðinni Gulfstream G200 Galaxy rann út af flugbraut lendingu á Toncontín-flugvellinum í Tegucigalpa í Hondúras í dag.

ATR fær vottun fyrir fyrsta FFS flugherminum fyrir ATR 72-600

8. júlí 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR hefur fengið vottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) fyrir nýjum flughermi fyrir ATR 72-600 flugvélarnar sem staðsettur verður í Toulouse í Frakklandi.

Hönnunarvinna komin á fullt skrið vegna Boeing 797

18. júlí 2018

|

Boeing lýsti því yfir á Farnborough-flugsýningunni að vinna við hönnun og þróun á nýrri farþegaþotu, sem nefnd hefur verið við Boeing 797, sé nú þegar komin á fullt skrið þrátt fyrir að ekki sé forml

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.