flugfréttir

American slítur viðræðum við Airbus um A330neo

- Munu líklega panta Dreamliner í staðinn

25. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:23

Salan á Airbus A330neo hefur gengið erfiðlega og hefur Airbus misst allar pantanirnar í minni tegundina, Airbus A330-800neo

Airbus hefur tapað samningaviðræðum við American Airlines um sölu á Airbus A330neo þotum til flugfélagsins.

Airbus hefur átt í viðræður við American Airlines um sölu á A330neo en félagið „arfleiddi“ pöntun í þotur af gerðinni Airbus A350 við yfirtökuna á US Airways árið 2013 en American hefur um nokkurt skeið viljað endurskoða þá pöntun.

Airbus hefur verið að bjóða American Airlines A330-900neo þotuna en American Airlines hefur einnig verið að skoða möguleika á að taka fleiri Dreamliner-þotur í staðinn fyrir Airbus A350.

Airbus tilkynnti á föstudag að viðræðum við American Airlines hafi verið slitið og eru miklar líkur á því að flugfélagið bandaríska ætli að panta 22 eintök af Boeing 787-9 í staðinn fyrir þær tuttugu og tvær Airbus A350-900 þotur sem US Airways pantaði á sínum tíma.

Erfiðlega hefur gengið fyrir Airbus að selja Airbus A330neo þotuna þar sem samkeppnin við Boeing um Boeing 787 er mjög mikil.

Í seinasta mánuði missti Airbus pöntun frá Hawaiian Airlines sem ætlaði sér að panta Airbus A330neo en félagið hætti við pöntunina og lagði inn pöntun í tíu Boeing 787-10 þotur.

Um var að ræða síðustu pöntunina sem Airbus hafði í minni gerðina, Airbus A330-800, og er ekkert félag í dag sem á von á þeirri þotu.  fréttir af handahófi

Airbus tekur ekki við fleiri PW1100G hreyflum í bili

17. febrúar 2018

|

Airbus hefur látið stöðva frekari sendingar af PW1100G hreyflinum frá Pratt & Whitney til Evrópu og mun ekki taka við fleiri hreyflum á meðan ekki hefur fundist lausn á vandamáli sem hefur hrjáð þá í

Spænskir flugmenn semja við Norwegian en hóta Ryanair lögsókn

9. febrúar 2018

|

Á meðan Norwegian hefur náð kjarasamningi við sína flugmenn á Spáni þá stefnir allt í óefni og lögsóknir milli spænskra flugmanna og Ryanair sem nær ekki að halda sínum spænskum flugmönnum góðum líkt

Vilja framleiða enn fleiri Airbus A320 þotur

6. febrúar 2018

|

Airbus leitar nú leiða til þess að auka framleiðsluhraðann á Airbus A320 þotunni enn frekar.

  Nýjustu flugfréttirnar

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fyrsta farþegaflugið með nýrri kynslóð af Embraer-þotum

24. apríl 2018

|

Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00