flugfréttir

Boeing 737 var tæp á eldsneyti vegna storms á Kanarí

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Boeing 737-700 þota Jet Time

Flugmálayfirvöld hafa nú til rannsóknar atvik sem átti sér stað er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 frá danska flugfélaginu Jet Time var orðin tæp á eldsneyti er hún flaug til Kanaríeyja í febrúar.

Þotan fór í loftið frá flugvellinum í Álaborg á Jótlandi til syrði flugvallarins á eyjunni Tenerife þann 25. febrúar sl. en í 24.000 fetum í aðfluginu að Tenerife þurfti flugvélin að fara í biðflug.

Ástæðan var vegna slæmra lendingarskilyrða í kjölfar storms sem gekk yfir Kanarí-eyjar með mikilli úrkomu, slæmu skyggni og vindhviðum upp á 43 hnúta.

Veðurskilyrði urðu enn verri og var skyggnið orðið það lítið að það var komið undir lágmarkið fyrir aðflug að flugvellinum og þurftu flugmenn að fara að huga að öðrum úrræðum í samráði við flugumferðarstjóra.

Pálmatré á Kanaríeyjum í veðursofsanum sem gekk yfir þann
25. febrúar

Eftir nokkrar lendingartilraunir var ákveðið að halda til Las Palmas á Gran Canaria en í aðfluginu að þeim flugvelli gaf flugumgerðarstjóri fyrirmæli um að fara í biðflug í um 25 mínútur vegna umferðar.

Skömmu síðar lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi með kallinu „Mayday“ þar sem í ljós kom að þeir sáu fram á að lenda með minna varaeldsneyti en reglugerðir segja til um.

Flugvélin fékk forgang til þess að lenda og lenti skömmu síðar í Las Palmas og kom í ljós að eldsneytið um borð var komið undir lágmark en flugmálayfirvöld á Spáni hafa hafið rannsókn á málinu.

Flugvélin tók eldsneyti í Las Palmas og hóf sig á loft 1:40 klst síðar og lenti á Tenerife South flugvellinum með seinkun upp á þrjár klukkustundir.

Nokkrar flugvélar, sem voru einnig á leið til Kanarí þennan dag frá Evrópu, voru látnar lenda í Barcelona vegna stormsins sem gekk yfir eyjarnar en fram kemur að þotan frá Jet Time hafi ekki verið sú eina sem var orðin tæp á eldsneyti.

Þá var 34 flugferðum aflýst frá flugvöllunum á Tenerife, Lanzarote og La Palma vegna óveðurs þenna daginn og þurftu nokkrar þotur að lenda í Marrakesh í Morokkó og í Fargo á Portúgal.  fréttir af handahófi

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

Norwegian fellir niður tvo áfangastaði í Ameríku

2. júní 2018

|

Norwegian hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta að fljúga til tveggja áfangastaða í Ameríku frá Svíþjóð og stendur því til að fella niður áætlunarflug frá Stokkhólmi til Las Vegas og einnig til Oak

Emirates fær flugmenn að láni frá Etihad Airways

26. júní 2018

|

Etihad Airways ætlar að lána flugmenn yfir til Emirates sem hefur orðið fyrir töluverðum flugmannaskorti en fram kemur að ávinningurinn sé mikill fyrir bæði félögin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot