flugfréttir

Boeing 737 var tæp á eldsneyti vegna storms á Kanarí

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Boeing 737-700 þota Jet Time

Flugmálayfirvöld hafa nú til rannsóknar atvik sem átti sér stað er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 frá danska flugfélaginu Jet Time var orðin tæp á eldsneyti er hún flaug til Kanaríeyja í febrúar.

Þotan fór í loftið frá flugvellinum í Álaborg á Jótlandi til syrði flugvallarins á eyjunni Tenerife þann 25. febrúar sl. en í 24.000 fetum í aðfluginu að Tenerife þurfti flugvélin að fara í biðflug.

Ástæðan var vegna slæmra lendingarskilyrða í kjölfar storms sem gekk yfir Kanarí-eyjar með mikilli úrkomu, slæmu skyggni og vindhviðum upp á 43 hnúta.

Veðurskilyrði urðu enn verri og var skyggnið orðið það lítið að það var komið undir lágmarkið fyrir aðflug að flugvellinum og þurftu flugmenn að fara að huga að öðrum úrræðum í samráði við flugumferðarstjóra.

Pálmatré á Kanaríeyjum í veðursofsanum sem gekk yfir þann
25. febrúar

Eftir nokkrar lendingartilraunir var ákveðið að halda til Las Palmas á Gran Canaria en í aðfluginu að þeim flugvelli gaf flugumgerðarstjóri fyrirmæli um að fara í biðflug í um 25 mínútur vegna umferðar.

Skömmu síðar lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi með kallinu „Mayday“ þar sem í ljós kom að þeir sáu fram á að lenda með minna varaeldsneyti en reglugerðir segja til um.

Flugvélin fékk forgang til þess að lenda og lenti skömmu síðar í Las Palmas og kom í ljós að eldsneytið um borð var komið undir lágmark en flugmálayfirvöld á Spáni hafa hafið rannsókn á málinu.

Flugvélin tók eldsneyti í Las Palmas og hóf sig á loft 1:40 klst síðar og lenti á Tenerife South flugvellinum með seinkun upp á þrjár klukkustundir.

Nokkrar flugvélar, sem voru einnig á leið til Kanarí þennan dag frá Evrópu, voru látnar lenda í Barcelona vegna stormsins sem gekk yfir eyjarnar en fram kemur að þotan frá Jet Time hafi ekki verið sú eina sem var orðin tæp á eldsneyti.

Þá var 34 flugferðum aflýst frá flugvöllunum á Tenerife, Lanzarote og La Palma vegna óveðurs þenna daginn og þurftu nokkrar þotur að lenda í Marrakesh í Morokkó og í Fargo á Portúgal.  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Delta með CS100 þotunni áætlað árið 2019

12. apríl 2018

|

Delta Air Lines gerir ráð fyrir að fljúga fyrsta flugið með nýju CSeries-þotunni árið 2019 en flugfélagið bandaríska mun fá fyrstu CS100 þotuna afhenta síðar á þessu ári.

Yfirvöld í Nepal slaka á kröfum fyrir flugfélög í landinu

12. maí 2018

|

Ferðamálaráðuneytið í Nepal hefur lagt fram tillögu að frumvarpi að nýrri reglugerð fyrir flugfélög og flugrekstraraðila í landinu.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.