flugfréttir

Boeing 737 var tæp á eldsneyti vegna storms á Kanarí

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Boeing 737-700 þota Jet Time

Flugmálayfirvöld hafa nú til rannsóknar atvik sem átti sér stað er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 frá danska flugfélaginu Jet Time var orðin tæp á eldsneyti er hún flaug til Kanaríeyja í febrúar.

Þotan fór í loftið frá flugvellinum í Álaborg á Jótlandi til syrði flugvallarins á eyjunni Tenerife þann 25. febrúar sl. en í 24.000 fetum í aðfluginu að Tenerife þurfti flugvélin að fara í biðflug.

Ástæðan var vegna slæmra lendingarskilyrða í kjölfar storms sem gekk yfir Kanarí-eyjar með mikilli úrkomu, slæmu skyggni og vindhviðum upp á 43 hnúta.

Veðurskilyrði urðu enn verri og var skyggnið orðið það lítið að það var komið undir lágmarkið fyrir aðflug að flugvellinum og þurftu flugmenn að fara að huga að öðrum úrræðum í samráði við flugumferðarstjóra.

Pálmatré á Kanaríeyjum í veðursofsanum sem gekk yfir þann
25. febrúar

Eftir nokkrar lendingartilraunir var ákveðið að halda til Las Palmas á Gran Canaria en í aðfluginu að þeim flugvelli gaf flugumgerðarstjóri fyrirmæli um að fara í biðflug í um 25 mínútur vegna umferðar.

Skömmu síðar lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi með kallinu „Mayday“ þar sem í ljós kom að þeir sáu fram á að lenda með minna varaeldsneyti en reglugerðir segja til um.

Flugvélin fékk forgang til þess að lenda og lenti skömmu síðar í Las Palmas og kom í ljós að eldsneytið um borð var komið undir lágmark en flugmálayfirvöld á Spáni hafa hafið rannsókn á málinu.

Flugvélin tók eldsneyti í Las Palmas og hóf sig á loft 1:40 klst síðar og lenti á Tenerife South flugvellinum með seinkun upp á þrjár klukkustundir.

Nokkrar flugvélar, sem voru einnig á leið til Kanarí þennan dag frá Evrópu, voru látnar lenda í Barcelona vegna stormsins sem gekk yfir eyjarnar en fram kemur að þotan frá Jet Time hafi ekki verið sú eina sem var orðin tæp á eldsneyti.

Þá var 34 flugferðum aflýst frá flugvöllunum á Tenerife, Lanzarote og La Palma vegna óveðurs þenna daginn og þurftu nokkrar þotur að lenda í Marrakesh í Morokkó og í Fargo á Portúgal.  fréttir af handahófi

Árekstur er tvær flugvélar lentu nánast samtímis í Súdan

3. október 2018

|

Tvær Antonov-herflugvélar skullu saman í lendingu á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, í dag er þær lentu nánast á sama tíma á brautinni.

Boeing kynnir framlengingu á hjólastelli fyrir 737 MAX 10

30. ágúst 2018

|

Boeing hefur komið með lausn við vandamáli með hjólastellið á Boeing 737 MAX 10 þotunni en verkfræðingum hjá Boeing hefur tekist að endurhanna hjólastellið á lengstu þotunni í MAX fjölskyldunni án þes

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt