flugfréttir

Boeing 737 var tæp á eldsneyti vegna storms á Kanarí

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Boeing 737-700 þota Jet Time

Flugmálayfirvöld hafa nú til rannsóknar atvik sem átti sér stað er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 frá danska flugfélaginu Jet Time var orðin tæp á eldsneyti er hún flaug til Kanaríeyja í febrúar.

Þotan fór í loftið frá flugvellinum í Álaborg á Jótlandi til syrði flugvallarins á eyjunni Tenerife þann 25. febrúar sl. en í 24.000 fetum í aðfluginu að Tenerife þurfti flugvélin að fara í biðflug.

Ástæðan var vegna slæmra lendingarskilyrða í kjölfar storms sem gekk yfir Kanarí-eyjar með mikilli úrkomu, slæmu skyggni og vindhviðum upp á 43 hnúta.

Veðurskilyrði urðu enn verri og var skyggnið orðið það lítið að það var komið undir lágmarkið fyrir aðflug að flugvellinum og þurftu flugmenn að fara að huga að öðrum úrræðum í samráði við flugumferðarstjóra.

Pálmatré á Kanaríeyjum í veðursofsanum sem gekk yfir þann
25. febrúar

Eftir nokkrar lendingartilraunir var ákveðið að halda til Las Palmas á Gran Canaria en í aðfluginu að þeim flugvelli gaf flugumgerðarstjóri fyrirmæli um að fara í biðflug í um 25 mínútur vegna umferðar.

Skömmu síðar lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi með kallinu „Mayday“ þar sem í ljós kom að þeir sáu fram á að lenda með minna varaeldsneyti en reglugerðir segja til um.

Flugvélin fékk forgang til þess að lenda og lenti skömmu síðar í Las Palmas og kom í ljós að eldsneytið um borð var komið undir lágmark en flugmálayfirvöld á Spáni hafa hafið rannsókn á málinu.

Flugvélin tók eldsneyti í Las Palmas og hóf sig á loft 1:40 klst síðar og lenti á Tenerife South flugvellinum með seinkun upp á þrjár klukkustundir.

Nokkrar flugvélar, sem voru einnig á leið til Kanarí þennan dag frá Evrópu, voru látnar lenda í Barcelona vegna stormsins sem gekk yfir eyjarnar en fram kemur að þotan frá Jet Time hafi ekki verið sú eina sem var orðin tæp á eldsneyti.

Þá var 34 flugferðum aflýst frá flugvöllunum á Tenerife, Lanzarote og La Palma vegna óveðurs þenna daginn og þurftu nokkrar þotur að lenda í Marrakesh í Morokkó og í Fargo á Portúgal.  fréttir af handahófi

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

30. desember 2018

|

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00