flugfréttir

Sjö Sukhoi-þotur hjá Aeroflot sýndu óáreiðanlegan flughraða

- Atvikin áttu sér stað á tveggja daga tímabili í Moskvu í febrúar

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Sukhoi Superjet 100 þotur Aeroflot í Moskvu

Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi hafa gefið upp frekari upplýsingar á nokkrum atvikum sem upp komu varðandi óáreiðanlegan flughraða um borð í sjö rússneskum farþegaþotum sem allar þurftu að snúa við eða hætta við flugtak.

Í öllum atvikunum átti í hlut Sukhoi Superjet 100 þotur í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu frá 4. til 5. febrúar en í þremur tilfellum þurftu Sukhoi-þoturnar að hætta við flugtak þar sem mælar gáfu upp mismunandi flugtakshraða er þær voru að fara hefja sig á loft til Volgograd, Minsk og Anapa.

Tvær aðrar Sukhoi Superjet 100 þotur voru komnar á loft og voru í flugtaksklifri á leið til borganna Arkhangelsk og Platov þegar flughraðamælar sýndu sitt hvorn hraðann.

Í flugvélinni sem var á leið til Platvo áttu flugmennirnir einnig í vandræðum með sjálfstýringuna og „autothrottle“ en báðar vélarnar snéru aftur við til Sheremetyevo-flugvallarins.

Hin atvikin tvö áttu sér stað í hærri flughæð en önnur Sukhoi Superjet 100 þotan var á leið til Dresden í 7.000 fetum þegar upp kom óáreiðanlegur flughraði og í hinu tilfelli var SSJ100 þota á leið til Chelyabinsk þegar vandamál kom upp með flughraða í 33.ooo feta hæð. Þær vélar snéru einnig við til Moskvu.

Ein af Sukhoi Superjet 100 þotum Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum

Sukhoi-flugvélaframleiðandinn hefur bent á Sheremetyevo-flugvöllinn og segir að slæmt veður hafi verið á flugvellinum og ísingarskilyrði og hafi Sukhoi Superjet 100 flugvélar Aeroflot ekki verið einu flugvélategundirnar sem lentu í vandræðum þessa daga.

Rannsóknaraðilar segja að einnig hafi komið upp vandamál með sýndan flughraða um borð í Airbus A320 þotu sem fór einnig í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum áleiðis til Istanbul og hafi sú flugvél snúið við og lent í St. Petersburg.

Fram kemur að rannsókn sé enn í gangi vegna flugslyss sem átti sér stað í Rússlandi þann 11. febrúar er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu með þeim afleiðingum að allir þeir 71, sem voru um borð, létust.

Talið er að ísing í stemmuröri („pitot tubes“) á þotunni hafi orsakað það flugslys.  fréttir af handahófi

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

China Eastern varar við afleiðingum af viðskiptastríði

7. apríl 2018

|

China Eastern Airlines, annað stærsta flugfélag Kína, hefur varað við því að viðskiptastríðið milli Bandaríkjanna og Kína gæti haft áhrif á pöntun félagsins hjá Boeing.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.