flugfréttir

Sjö Sukhoi-þotur hjá Aeroflot sýndu óáreiðanlegan flughraða

- Atvikin áttu sér stað á tveggja daga tímabili í Moskvu í febrúar

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Sukhoi Superjet 100 þotur Aeroflot í Moskvu

Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi hafa gefið upp frekari upplýsingar á nokkrum atvikum sem upp komu varðandi óáreiðanlegan flughraða um borð í sjö rússneskum farþegaþotum sem allar þurftu að snúa við eða hætta við flugtak.

Í öllum atvikunum átti í hlut Sukhoi Superjet 100 þotur í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu frá 4. til 5. febrúar en í þremur tilfellum þurftu Sukhoi-þoturnar að hætta við flugtak þar sem mælar gáfu upp mismunandi flugtakshraða er þær voru að fara hefja sig á loft til Volgograd, Minsk og Anapa.

Tvær aðrar Sukhoi Superjet 100 þotur voru komnar á loft og voru í flugtaksklifri á leið til borganna Arkhangelsk og Platov þegar flughraðamælar sýndu sitt hvorn hraðann.

Í flugvélinni sem var á leið til Platvo áttu flugmennirnir einnig í vandræðum með sjálfstýringuna og „autothrottle“ en báðar vélarnar snéru aftur við til Sheremetyevo-flugvallarins.

Hin atvikin tvö áttu sér stað í hærri flughæð en önnur Sukhoi Superjet 100 þotan var á leið til Dresden í 7.000 fetum þegar upp kom óáreiðanlegur flughraði og í hinu tilfelli var SSJ100 þota á leið til Chelyabinsk þegar vandamál kom upp með flughraða í 33.ooo feta hæð. Þær vélar snéru einnig við til Moskvu.

Ein af Sukhoi Superjet 100 þotum Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum

Sukhoi-flugvélaframleiðandinn hefur bent á Sheremetyevo-flugvöllinn og segir að slæmt veður hafi verið á flugvellinum og ísingarskilyrði og hafi Sukhoi Superjet 100 flugvélar Aeroflot ekki verið einu flugvélategundirnar sem lentu í vandræðum þessa daga.

Rannsóknaraðilar segja að einnig hafi komið upp vandamál með sýndan flughraða um borð í Airbus A320 þotu sem fór einnig í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum áleiðis til Istanbul og hafi sú flugvél snúið við og lent í St. Petersburg.

Fram kemur að rannsókn sé enn í gangi vegna flugslyss sem átti sér stað í Rússlandi þann 11. febrúar er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu með þeim afleiðingum að allir þeir 71, sem voru um borð, létust.

Talið er að ísing í stemmuröri („pitot tubes“) á þotunni hafi orsakað það flugslys.  fréttir af handahófi

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Rolls-Royce hættir við tillögu um hreyfil fyrir Boeing 797

1. mars 2019

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur ákveðið að draga sig til hlés varðandi tillögu að nýjum hreyfli fyrir Boeing 797 sem sagt er að Boeing muni kynna formlega til leiks á flugsýningunni í París í

Qantas vill ekki fleiri risaþotur

7. febrúar 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega hætt við pöntun í þær átta Airbus A380 risaþotur sem félagið átti eftir að taka við.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00