flugfréttir

Sjö Sukhoi-þotur hjá Aeroflot sýndu óáreiðanlegan flughraða

- Atvikin áttu sér stað á tveggja daga tímabili í Moskvu í febrúar

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Sukhoi Superjet 100 þotur Aeroflot í Moskvu

Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi hafa gefið upp frekari upplýsingar á nokkrum atvikum sem upp komu varðandi óáreiðanlegan flughraða um borð í sjö rússneskum farþegaþotum sem allar þurftu að snúa við eða hætta við flugtak.

Í öllum atvikunum átti í hlut Sukhoi Superjet 100 þotur í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu frá 4. til 5. febrúar en í þremur tilfellum þurftu Sukhoi-þoturnar að hætta við flugtak þar sem mælar gáfu upp mismunandi flugtakshraða er þær voru að fara hefja sig á loft til Volgograd, Minsk og Anapa.

Tvær aðrar Sukhoi Superjet 100 þotur voru komnar á loft og voru í flugtaksklifri á leið til borganna Arkhangelsk og Platov þegar flughraðamælar sýndu sitt hvorn hraðann.

Í flugvélinni sem var á leið til Platvo áttu flugmennirnir einnig í vandræðum með sjálfstýringuna og „autothrottle“ en báðar vélarnar snéru aftur við til Sheremetyevo-flugvallarins.

Hin atvikin tvö áttu sér stað í hærri flughæð en önnur Sukhoi Superjet 100 þotan var á leið til Dresden í 7.000 fetum þegar upp kom óáreiðanlegur flughraði og í hinu tilfelli var SSJ100 þota á leið til Chelyabinsk þegar vandamál kom upp með flughraða í 33.ooo feta hæð. Þær vélar snéru einnig við til Moskvu.

Ein af Sukhoi Superjet 100 þotum Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum

Sukhoi-flugvélaframleiðandinn hefur bent á Sheremetyevo-flugvöllinn og segir að slæmt veður hafi verið á flugvellinum og ísingarskilyrði og hafi Sukhoi Superjet 100 flugvélar Aeroflot ekki verið einu flugvélategundirnar sem lentu í vandræðum þessa daga.

Rannsóknaraðilar segja að einnig hafi komið upp vandamál með sýndan flughraða um borð í Airbus A320 þotu sem fór einnig í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum áleiðis til Istanbul og hafi sú flugvél snúið við og lent í St. Petersburg.

Fram kemur að rannsókn sé enn í gangi vegna flugslyss sem átti sér stað í Rússlandi þann 11. febrúar er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu með þeim afleiðingum að allir þeir 71, sem voru um borð, létust.

Talið er að ísing í stemmuröri („pitot tubes“) á þotunni hafi orsakað það flugslys.  fréttir af handahófi

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

31. október 2018

|

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

United ætlar að fækka um eina flugfreyju í millilandaflugi

7. nóvember 2018

|

United Airlines ætlar að fækka flugfreyjum og flugþjónum um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi um einn flugliða í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri.

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

23. október 2018

|

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög