flugfréttir

Sjö Sukhoi-þotur hjá Aeroflot sýndu óáreiðanlegan flughraða

- Atvikin áttu sér stað á tveggja daga tímabili í Moskvu í febrúar

26. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Sukhoi Superjet 100 þotur Aeroflot í Moskvu

Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi hafa gefið upp frekari upplýsingar á nokkrum atvikum sem upp komu varðandi óáreiðanlegan flughraða um borð í sjö rússneskum farþegaþotum sem allar þurftu að snúa við eða hætta við flugtak.

Í öllum atvikunum átti í hlut Sukhoi Superjet 100 þotur í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu frá 4. til 5. febrúar en í þremur tilfellum þurftu Sukhoi-þoturnar að hætta við flugtak þar sem mælar gáfu upp mismunandi flugtakshraða er þær voru að fara hefja sig á loft til Volgograd, Minsk og Anapa.

Tvær aðrar Sukhoi Superjet 100 þotur voru komnar á loft og voru í flugtaksklifri á leið til borganna Arkhangelsk og Platov þegar flughraðamælar sýndu sitt hvorn hraðann.

Í flugvélinni sem var á leið til Platvo áttu flugmennirnir einnig í vandræðum með sjálfstýringuna og „autothrottle“ en báðar vélarnar snéru aftur við til Sheremetyevo-flugvallarins.

Hin atvikin tvö áttu sér stað í hærri flughæð en önnur Sukhoi Superjet 100 þotan var á leið til Dresden í 7.000 fetum þegar upp kom óáreiðanlegur flughraði og í hinu tilfelli var SSJ100 þota á leið til Chelyabinsk þegar vandamál kom upp með flughraða í 33.ooo feta hæð. Þær vélar snéru einnig við til Moskvu.

Ein af Sukhoi Superjet 100 þotum Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum

Sukhoi-flugvélaframleiðandinn hefur bent á Sheremetyevo-flugvöllinn og segir að slæmt veður hafi verið á flugvellinum og ísingarskilyrði og hafi Sukhoi Superjet 100 flugvélar Aeroflot ekki verið einu flugvélategundirnar sem lentu í vandræðum þessa daga.

Rannsóknaraðilar segja að einnig hafi komið upp vandamál með sýndan flughraða um borð í Airbus A320 þotu sem fór einnig í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum áleiðis til Istanbul og hafi sú flugvél snúið við og lent í St. Petersburg.

Fram kemur að rannsókn sé enn í gangi vegna flugslyss sem átti sér stað í Rússlandi þann 11. febrúar er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu með þeim afleiðingum að allir þeir 71, sem voru um borð, létust.

Talið er að ísing í stemmuröri („pitot tubes“) á þotunni hafi orsakað það flugslys.  fréttir af handahófi

Delta mun nota A220 á lengstu flugleiðunum í innanlandsflugi

22. ágúst 2018

|

Delta Air Lines ætlar sér að nota nýju Airbus A220 þoturnar á lengstu áætlunarleiðunum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum þegar fyrstu vélarnar verða afhentar.

Einkaþota fór út af í lendingu í Suður-Karólínu

28. september 2018

|

Að minnsta kosti tveir létust er einkaþota af gerðinni Dassault Falcon 50 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í Greenville í Suður-Karólínu í gær.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt