flugfréttir

Great Lakes Airlines hættir starfsemi sinni eftir 37 ár á flugi

- Nýjar reglur um flugtímafjölda flugmanna var félaginu þungur baggi

27. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:39

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977

Bandaríska flugfélagið Great Lakes Airlines hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi eftir 37 árs starfsemi en meginástæðuna má rekja að mikla leyti til skorts á flugmönnum.

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977 og flaug félagið bæði áætlunarflug og leiguflug í Bandaríkjunum með bækistöð á flugvellinum í Denver og var félagið umsvifamikill flugrekstaraðili fyrir United Express frá 1992 til ársins 2002.

Stjórn flugfélagsins tekur fram að félagið hafi ekki farið fram á gjaldþrotaskipti en flugfélagið hefur aldrei náð sér á strik eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu nýja reglugerð árið 2013.

Reglugerðin kvað á um að flugmenn skildu hafa sama lágmarksfjölda af flugtímum og flugstjóri eða alls 1.500 flugtíma sem varð til þess að heildarfjöldi flugmanna hjá Great Lakes Airlines lækkaði úr 308 flugmönnum niður í 98 á einu ári.

Félagið þurfti að fækka flugmönnum sínum úr 308 niður í 98 á einu ári.

Þar af leiðandi þurfti flugfélagið að skera verulega niður og var aðeins flogið til 17 borga og bæja en þegar mest var flaug félagið til yfir 100 borga.

Fjarlægðu 10 sæti úr hverri einustu flugvél

Reglugerðin náði hinsvegar til þeirra farþegaflugvéla sem taka að minnsta kosti 10 farþega eða fleiri í sæti og byrjaði félagið að taka tíu sæti úr hverri einustu Beech 1900 flugvél í flotanum til að komast hjá reglugerðinni með því að fljúga aðeins með níu farþega í stað 19 farþega.

Þá þurfti félagið einnig að fækka Beech 19 flugvélunum úr 28 niður í sautján flugvélar.

Flugfélagið hefur í nokkur ár reynt að ráða fleiri reynda flugmenn með þann lágmarkstímafjölda sem til þarf en það hefur þó gengið mjög erfiðlega.

Great Lakes Airlines hafði höfuðstöðvar í Cheyenne í Wyoming

Great Lakes Airlines flaug sitt fyrsta áætlunarflug þann 12. október árið 1981 og var fyrsta flugið flogið frá Spencer til Des Moines í Iowa og fóru umsvif félagsins að aukast umtalsvert.

Félagið gerði stóran samning við United Airlines árið 1992 og fór félagið að sinna flugi fyrir United Express með Beech 1900 og Embraer EMB 120 flugvélum og tengdi félagið á þeim tíma fjölda bæja við stærri borgir í miðvesturríkjunum og á vesturströndinni. Great Lakes Airlines var eitt sinn með stærsta Beech 1900 flugflota í heimi

Félagið var eina flugfélagið sem flaug um flugvöllinn í Cheyenne í Wyoming þar sem félagið hafði höfuðstöðvar en borgin, sem er höfuðstaður Wyoming, hefur 96.000 íbúa.

Á sama tíma hefur flugvöllurinn í Cheyenne fjárfest fyrir 1.7 milljarð króna í endurbótum á flugstöðinni í von um að laða til sín fleiri flugfélög en á meðan missir flugvöllurinn eina farþegaflugfélagið sem flaug til borgarinnar en þrjú fraktflugfélög fljúga reglulega til Cheyenne og þar á meðal FedEx Express.

Beech 1900D flugvél Great Lakes Airlines árið 2003 í litum United Express  fréttir af handahófi

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City fagnað

25. maí 2018

|

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City frá var fagnað við brottför á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis en Kansas City er ein fimm nýrra borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt n

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.