flugfréttir

Great Lakes Airlines hættir starfsemi sinni eftir 37 ár á flugi

- Nýjar reglur um flugtímafjölda flugmanna var félaginu þungur baggi

27. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:39

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977

Bandaríska flugfélagið Great Lakes Airlines hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi eftir 37 árs starfsemi en meginástæðuna má rekja að mikla leyti til skorts á flugmönnum.

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977 og flaug félagið bæði áætlunarflug og leiguflug í Bandaríkjunum með bækistöð á flugvellinum í Denver og var félagið umsvifamikill flugrekstaraðili fyrir United Express frá 1992 til ársins 2002.

Stjórn flugfélagsins tekur fram að félagið hafi ekki farið fram á gjaldþrotaskipti en flugfélagið hefur aldrei náð sér á strik eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu nýja reglugerð árið 2013.

Reglugerðin kvað á um að flugmenn skildu hafa sama lágmarksfjölda af flugtímum og flugstjóri eða alls 1.500 flugtíma sem varð til þess að heildarfjöldi flugmanna hjá Great Lakes Airlines lækkaði úr 308 flugmönnum niður í 98 á einu ári.

Félagið þurfti að fækka flugmönnum sínum úr 308 niður í 98 á einu ári.

Þar af leiðandi þurfti flugfélagið að skera verulega niður og var aðeins flogið til 17 borga og bæja en þegar mest var flaug félagið til yfir 100 borga.

Fjarlægðu 10 sæti úr hverri einustu flugvél

Reglugerðin náði hinsvegar til þeirra farþegaflugvéla sem taka að minnsta kosti 10 farþega eða fleiri í sæti og byrjaði félagið að taka tíu sæti úr hverri einustu Beech 1900 flugvél í flotanum til að komast hjá reglugerðinni með því að fljúga aðeins með níu farþega í stað 19 farþega.

Þá þurfti félagið einnig að fækka Beech 19 flugvélunum úr 28 niður í sautján flugvélar.

Flugfélagið hefur í nokkur ár reynt að ráða fleiri reynda flugmenn með þann lágmarkstímafjölda sem til þarf en það hefur þó gengið mjög erfiðlega.

Great Lakes Airlines hafði höfuðstöðvar í Cheyenne í Wyoming

Great Lakes Airlines flaug sitt fyrsta áætlunarflug þann 12. október árið 1981 og var fyrsta flugið flogið frá Spencer til Des Moines í Iowa og fóru umsvif félagsins að aukast umtalsvert.

Félagið gerði stóran samning við United Airlines árið 1992 og fór félagið að sinna flugi fyrir United Express með Beech 1900 og Embraer EMB 120 flugvélum og tengdi félagið á þeim tíma fjölda bæja við stærri borgir í miðvesturríkjunum og á vesturströndinni. Great Lakes Airlines var eitt sinn með stærsta Beech 1900 flugflota í heimi

Félagið var eina flugfélagið sem flaug um flugvöllinn í Cheyenne í Wyoming þar sem félagið hafði höfuðstöðvar en borgin, sem er höfuðstaður Wyoming, hefur 96.000 íbúa.

Á sama tíma hefur flugvöllurinn í Cheyenne fjárfest fyrir 1.7 milljarð króna í endurbótum á flugstöðinni í von um að laða til sín fleiri flugfélög en á meðan missir flugvöllurinn eina farþegaflugfélagið sem flaug til borgarinnar en þrjú fraktflugfélög fljúga reglulega til Cheyenne og þar á meðal FedEx Express.

Beech 1900D flugvél Great Lakes Airlines árið 2003 í litum United Express  fréttir af handahófi

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Færri farþegar bóka með Southwest í kjölfar atviks

27. apríl 2018

|

Bókanir hafa dregist saman hjá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines í kjölfar atviks sem átti sér stað í síðustu viku er sprenging kom upp í hreyfli á einni af Boeing 737-700 þotum félagsins.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Loftleiðir semja við National Geographic um lúxusflugferðir

16. maí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00