flugfréttir

Great Lakes Airlines hættir starfsemi sinni eftir 37 ár á flugi

- Nýjar reglur um flugtímafjölda flugmanna var félaginu þungur baggi

27. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:39

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977

Bandaríska flugfélagið Great Lakes Airlines hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi eftir 37 árs starfsemi en meginástæðuna má rekja að mikla leyti til skorts á flugmönnum.

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977 og flaug félagið bæði áætlunarflug og leiguflug í Bandaríkjunum með bækistöð á flugvellinum í Denver og var félagið umsvifamikill flugrekstaraðili fyrir United Express frá 1992 til ársins 2002.

Stjórn flugfélagsins tekur fram að félagið hafi ekki farið fram á gjaldþrotaskipti en flugfélagið hefur aldrei náð sér á strik eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu nýja reglugerð árið 2013.

Reglugerðin kvað á um að flugmenn skildu hafa sama lágmarksfjölda af flugtímum og flugstjóri eða alls 1.500 flugtíma sem varð til þess að heildarfjöldi flugmanna hjá Great Lakes Airlines lækkaði úr 308 flugmönnum niður í 98 á einu ári.

Félagið þurfti að fækka flugmönnum sínum úr 308 niður í 98 á einu ári.

Þar af leiðandi þurfti flugfélagið að skera verulega niður og var aðeins flogið til 17 borga og bæja en þegar mest var flaug félagið til yfir 100 borga.

Fjarlægðu 10 sæti úr hverri einustu flugvél

Reglugerðin náði hinsvegar til þeirra farþegaflugvéla sem taka að minnsta kosti 10 farþega eða fleiri í sæti og byrjaði félagið að taka tíu sæti úr hverri einustu Beech 1900 flugvél í flotanum til að komast hjá reglugerðinni með því að fljúga aðeins með níu farþega í stað 19 farþega.

Þá þurfti félagið einnig að fækka Beech 19 flugvélunum úr 28 niður í sautján flugvélar.

Flugfélagið hefur í nokkur ár reynt að ráða fleiri reynda flugmenn með þann lágmarkstímafjölda sem til þarf en það hefur þó gengið mjög erfiðlega.

Great Lakes Airlines hafði höfuðstöðvar í Cheyenne í Wyoming

Great Lakes Airlines flaug sitt fyrsta áætlunarflug þann 12. október árið 1981 og var fyrsta flugið flogið frá Spencer til Des Moines í Iowa og fóru umsvif félagsins að aukast umtalsvert.

Félagið gerði stóran samning við United Airlines árið 1992 og fór félagið að sinna flugi fyrir United Express með Beech 1900 og Embraer EMB 120 flugvélum og tengdi félagið á þeim tíma fjölda bæja við stærri borgir í miðvesturríkjunum og á vesturströndinni. Great Lakes Airlines var eitt sinn með stærsta Beech 1900 flugflota í heimi

Félagið var eina flugfélagið sem flaug um flugvöllinn í Cheyenne í Wyoming þar sem félagið hafði höfuðstöðvar en borgin, sem er höfuðstaður Wyoming, hefur 96.000 íbúa.

Á sama tíma hefur flugvöllurinn í Cheyenne fjárfest fyrir 1.7 milljarð króna í endurbótum á flugstöðinni í von um að laða til sín fleiri flugfélög en á meðan missir flugvöllurinn eina farþegaflugfélagið sem flaug til borgarinnar en þrjú fraktflugfélög fljúga reglulega til Cheyenne og þar á meðal FedEx Express.

Beech 1900D flugvél Great Lakes Airlines árið 2003 í litum United Express  fréttir af handahófi

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

28. ágúst 2018

|

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Sigrún Stefanía Kolsöe ráðin forstöðumaður þjálfunar

25. júní 2018

|

Sigrún Stefanía Kolsöe hefur verið ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair en um er að ræða nýtt starf sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga á rekstrarsviði félagsins þegar þrjár þjálfunardei

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.