flugfréttir

Great Lakes Airlines hættir starfsemi sinni eftir 37 ár á flugi

- Nýjar reglur um flugtímafjölda flugmanna var félaginu þungur baggi

27. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:39

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977

Bandaríska flugfélagið Great Lakes Airlines hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi eftir 37 árs starfsemi en meginástæðuna má rekja að mikla leyti til skorts á flugmönnum.

Great Lakes Airlines var stofnað árið 1977 og flaug félagið bæði áætlunarflug og leiguflug í Bandaríkjunum með bækistöð á flugvellinum í Denver og var félagið umsvifamikill flugrekstaraðili fyrir United Express frá 1992 til ársins 2002.

Stjórn flugfélagsins tekur fram að félagið hafi ekki farið fram á gjaldþrotaskipti en flugfélagið hefur aldrei náð sér á strik eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu nýja reglugerð árið 2013.

Reglugerðin kvað á um að flugmenn skildu hafa sama lágmarksfjölda af flugtímum og flugstjóri eða alls 1.500 flugtíma sem varð til þess að heildarfjöldi flugmanna hjá Great Lakes Airlines lækkaði úr 308 flugmönnum niður í 98 á einu ári.

Félagið þurfti að fækka flugmönnum sínum úr 308 niður í 98 á einu ári.

Þar af leiðandi þurfti flugfélagið að skera verulega niður og var aðeins flogið til 17 borga og bæja en þegar mest var flaug félagið til yfir 100 borga.

Fjarlægðu 10 sæti úr hverri einustu flugvél

Reglugerðin náði hinsvegar til þeirra farþegaflugvéla sem taka að minnsta kosti 10 farþega eða fleiri í sæti og byrjaði félagið að taka tíu sæti úr hverri einustu Beech 1900 flugvél í flotanum til að komast hjá reglugerðinni með því að fljúga aðeins með níu farþega í stað 19 farþega.

Þá þurfti félagið einnig að fækka Beech 19 flugvélunum úr 28 niður í sautján flugvélar.

Flugfélagið hefur í nokkur ár reynt að ráða fleiri reynda flugmenn með þann lágmarkstímafjölda sem til þarf en það hefur þó gengið mjög erfiðlega.

Great Lakes Airlines hafði höfuðstöðvar í Cheyenne í Wyoming

Great Lakes Airlines flaug sitt fyrsta áætlunarflug þann 12. október árið 1981 og var fyrsta flugið flogið frá Spencer til Des Moines í Iowa og fóru umsvif félagsins að aukast umtalsvert.

Félagið gerði stóran samning við United Airlines árið 1992 og fór félagið að sinna flugi fyrir United Express með Beech 1900 og Embraer EMB 120 flugvélum og tengdi félagið á þeim tíma fjölda bæja við stærri borgir í miðvesturríkjunum og á vesturströndinni. Great Lakes Airlines var eitt sinn með stærsta Beech 1900 flugflota í heimi

Félagið var eina flugfélagið sem flaug um flugvöllinn í Cheyenne í Wyoming þar sem félagið hafði höfuðstöðvar en borgin, sem er höfuðstaður Wyoming, hefur 96.000 íbúa.

Á sama tíma hefur flugvöllurinn í Cheyenne fjárfest fyrir 1.7 milljarð króna í endurbótum á flugstöðinni í von um að laða til sín fleiri flugfélög en á meðan missir flugvöllurinn eina farþegaflugfélagið sem flaug til borgarinnar en þrjú fraktflugfélög fljúga reglulega til Cheyenne og þar á meðal FedEx Express.

Beech 1900D flugvél Great Lakes Airlines árið 2003 í litum United Express  fréttir af handahófi

Rekstrarstjóri Air Canada tekur við stjórn Air France-KLM

18. ágúst 2018

|

Benjamin Smith, fyrrverandi rekstrarstjóri Air Canada, hefur verið gerður að framkvæmdarstjóra
Air France-KLM.

LATAM segir upp 1.200 starfsmönnum

30. ágúst 2018

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sagt upp 1.200 starfsmönnum en um er að ræða flugvallarstarfsmenn sem starfa fyrir félagið á flugvöllum víðsvegar um Brasilíu.

Ók í veg fyrir þotu í flugtaki

27. ágúst 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) rannsakar nú alvarlegt atvik sem átti sér stað í sumar er flugvallarökutæki var ekið í veg fyrir þotu á Springfield-Branson National flugvellinum í Missouri.

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag