flugfréttir
Airbus A321LR lýkur prófunum í miklum hita

Airbus A321LR þotan á flugvellinum í Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Fyrsta Airbus A321LR þotan hefur lokið prófunum í mjög heitu loftslagi en prófanir í hlýju veðri hafa farið fram á Sharjah-flugvellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hitastigið á flugvellinum hefur farið yfir 30°C gráður flesta daga og hafa
verið gerðar prófanir með áhrif hitastigs á farþegarýmið, kælingu á jörðu niðri
auk annarra þátta sem mikill hiti hefur áhrif á flugvél.
Prófanir í miklum hita er hluti af 100 klukkustunda flugprófunum sem hófust
í kjölfar jómfrúarflugs Airbus A321LR sem flaug í fyrsta sinn þann 31. janúar
síðastliðinn.
Airbus A321LR kemur með nýrri útfærslu af útgöngum sem gerir flugfélögum
auðveldara fyrir að koma 240 farþegum fyrir um borð en Airbus segir
að þotan sé með breiðasta farþegarýmið af öllum þeim þotum í dag
sem hafa einn gang.


6. desember 2018
|
Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

27. desember 2018
|
Icelandair Group hefur gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins sem eru til afhendingar árin 2019 og 2020.

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.