flugfréttir

Sex farþegaþotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum

- Mikil snjókoma á suðvesturhorninu raskaði flugi í Keflavík

2. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:03

Þrjár Boeing 757 og ein Boeing 767 breiðþota lentu á Egilsstöðum í morgun / Ljósmynd: Facebook (Hlynur Hrollaugsson)

Mikil snjókoma á suðvesturhorni landsins olli því að nokkrar farþegaþotur frá Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og urðu þær að lenda þess í stað á Egilsstöðum og á Akureyri.

Um var að ræða níu Boeing 757 þotur og eina Boeing 767 breiðþotu sem voru að koma úr Ameríkuflugi og áttu að lenda í Keflavík rétt fyrir sexleytið.

Fyrst kom vélin frá Vancouver upp að landinu um klukkan 5:40 en hún var sú eina sem náði að lenda í Keflavík áður en snó fór að kyngja niður í það miklu mæli að erfiðlega gekk að halda brautunum auðum og tryggja bremsuskilyrði.

Fast á hæla hennar komu svo níu flugvélar sem voru að koma frá Washington, Portland, Newark, Orlando, Boston, New York, Seattle og Chicago og fór þær allar í biðflug þar sem þær hringsóluðu.

Allar vélarnar níu voru í biðflugi frá 5:50 til að verða 6:20 en þá var tekin ákvörðun um að halda til norður á Akureyrar og austur á Egilsstaði.

Þremur Boeing 757 þotum, sem voru að koma frá Portland, Newark og Orlando, var flogið til Egilsstaða þar sem þær lentu á tímabilinu frá 7:00 til 7:30 en Toronto-vélin og Seattle-vélin héldu til Akureyrar.

Icelandair-vélarnar á Flightradar24.com í morgun um sexleytið

Þrjár vélar, sem voru látnar halda áfram í biðflugi í Keflavík, náðu að lenda um sjöleytið, en þar var um að ræða vélarnar frá Boston, New York og Chicago.

Tvær af þeim vélum sem lentu á Egilsstöðum þurfa að vera þar fram yfir hádegi þar sem vaktartími áhafnarinnar var á þrotum og þarf að fljúga tveimur áhöfnum austur til Egilsstaða til að koma vélunum til baka til Keflavíkur.

Þá var ein Boeing 757 þota frá Delta Air Lines sem var að koma frá New York sem þurfti frá að hverfa og flaug hún til Skotlands þar sem vélin lenti í Edinborg klukkan 8:29 í morgun.

Á Egilsstaðaflugvelli í morgun  fréttir af handahófi

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00