flugfréttir

Sex farþegaþotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum

- Mikil snjókoma á suðvesturhorninu raskaði flugi í Keflavík

2. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:03

Þrjár Boeing 757 og ein Boeing 767 breiðþota lentu á Egilsstöðum í morgun / Ljósmynd: Facebook (Hlynur Hrollaugsson)

Mikil snjókoma á suðvesturhorni landsins olli því að nokkrar farþegaþotur frá Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og urðu þær að lenda þess í stað á Egilsstöðum og á Akureyri.

Um var að ræða níu Boeing 757 þotur og eina Boeing 767 breiðþotu sem voru að koma úr Ameríkuflugi og áttu að lenda í Keflavík rétt fyrir sexleytið.

Fyrst kom vélin frá Vancouver upp að landinu um klukkan 5:40 en hún var sú eina sem náði að lenda í Keflavík áður en snó fór að kyngja niður í það miklu mæli að erfiðlega gekk að halda brautunum auðum og tryggja bremsuskilyrði.

Fast á hæla hennar komu svo níu flugvélar sem voru að koma frá Washington, Portland, Newark, Orlando, Boston, New York, Seattle og Chicago og fór þær allar í biðflug þar sem þær hringsóluðu.

Allar vélarnar níu voru í biðflugi frá 5:50 til að verða 6:20 en þá var tekin ákvörðun um að halda til norður á Akureyrar og austur á Egilsstaði.

Þremur Boeing 757 þotum, sem voru að koma frá Portland, Newark og Orlando, var flogið til Egilsstaða þar sem þær lentu á tímabilinu frá 7:00 til 7:30 en Toronto-vélin og Seattle-vélin héldu til Akureyrar.

Icelandair-vélarnar á Flightradar24.com í morgun um sexleytið

Þrjár vélar, sem voru látnar halda áfram í biðflugi í Keflavík, náðu að lenda um sjöleytið, en þar var um að ræða vélarnar frá Boston, New York og Chicago.

Tvær af þeim vélum sem lentu á Egilsstöðum þurfa að vera þar fram yfir hádegi þar sem vaktartími áhafnarinnar var á þrotum og þarf að fljúga tveimur áhöfnum austur til Egilsstaða til að koma vélunum til baka til Keflavíkur.

Þá var ein Boeing 757 þota frá Delta Air Lines sem var að koma frá New York sem þurfti frá að hverfa og flaug hún til Skotlands þar sem vélin lenti í Edinborg klukkan 8:29 í morgun.

Á Egilsstaðaflugvelli í morgun  fréttir af handahófi

Unglingur reyndi að stela þotu til að komast á rapptónleika

2. ágúst 2018

|

18 ára unglingur var handtekinn á dögunum í Bandaríkjunum eftir að hann gerði tilraun til þess að stela farþegaþotu sem hann hugðist fljúga til að komast á rapp-tónleika í Chicago.

Bombardier fær leyfi fyrir 90 sæta útgáfu af Q400

2. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kanada hafa gefið Bombardier leyfi til þess að útfæra Dash 8 Q400 flugvélina með sætum fyrir 90 farþega sem væri einskonar lágfargjaldarútgáfa af vélinni.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot