flugfréttir

Sex farþegaþotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum

- Mikil snjókoma á suðvesturhorninu raskaði flugi í Keflavík

2. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:03

Þrjár Boeing 757 og ein Boeing 767 breiðþota lentu á Egilsstöðum í morgun / Ljósmynd: Facebook (Hlynur Hrollaugsson)

Mikil snjókoma á suðvesturhorni landsins olli því að nokkrar farþegaþotur frá Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og urðu þær að lenda þess í stað á Egilsstöðum og á Akureyri.

Um var að ræða níu Boeing 757 þotur og eina Boeing 767 breiðþotu sem voru að koma úr Ameríkuflugi og áttu að lenda í Keflavík rétt fyrir sexleytið.

Fyrst kom vélin frá Vancouver upp að landinu um klukkan 5:40 en hún var sú eina sem náði að lenda í Keflavík áður en snó fór að kyngja niður í það miklu mæli að erfiðlega gekk að halda brautunum auðum og tryggja bremsuskilyrði.

Fast á hæla hennar komu svo níu flugvélar sem voru að koma frá Washington, Portland, Newark, Orlando, Boston, New York, Seattle og Chicago og fór þær allar í biðflug þar sem þær hringsóluðu.

Allar vélarnar níu voru í biðflugi frá 5:50 til að verða 6:20 en þá var tekin ákvörðun um að halda til norður á Akureyrar og austur á Egilsstaði.

Þremur Boeing 757 þotum, sem voru að koma frá Portland, Newark og Orlando, var flogið til Egilsstaða þar sem þær lentu á tímabilinu frá 7:00 til 7:30 en Toronto-vélin og Seattle-vélin héldu til Akureyrar.

Icelandair-vélarnar á Flightradar24.com í morgun um sexleytið

Þrjár vélar, sem voru látnar halda áfram í biðflugi í Keflavík, náðu að lenda um sjöleytið, en þar var um að ræða vélarnar frá Boston, New York og Chicago.

Tvær af þeim vélum sem lentu á Egilsstöðum þurfa að vera þar fram yfir hádegi þar sem vaktartími áhafnarinnar var á þrotum og þarf að fljúga tveimur áhöfnum austur til Egilsstaða til að koma vélunum til baka til Keflavíkur.

Þá var ein Boeing 757 þota frá Delta Air Lines sem var að koma frá New York sem þurfti frá að hverfa og flaug hún til Skotlands þar sem vélin lenti í Edinborg klukkan 8:29 í morgun.

Á Egilsstaðaflugvelli í morgun  fréttir af handahófi

Icelandair flaug jómfrúarflugið með Boeing 737 MAX í kvöld

13. apríl 2018

|

Jómfrúarflug Icelandair með fyrstu Boeing 737 MAX þotunni hóf sig á loft í kvöld klukkan 18:37 frá Keflavíkurflugvelli.

Austrian Airlines þjálfar 150 nýja flugmenn frá grunni

12. maí 2018

|

Australian Airlines stefnir á að þjálfa yfir 150 nýja flugmenn frá grunni á næstu misserum sem munu gangast undir flugnám á vegum flugfélagsins austurríska.

ETOPS fer niður í 60 mínútur

8. maí 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefa gefið út ný fyrirmæli vegna vandamála með ákveðna tegund Trent 1000 hreyfla sem skerðir enn frekar rekstur þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 787 þotur í flota sí

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.