flugfréttir

Sex farþegaþotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum

- Mikil snjókoma á suðvesturhorninu raskaði flugi í Keflavík

2. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:03

Þrjár Boeing 757 og ein Boeing 767 breiðþota lentu á Egilsstöðum í morgun / Ljósmynd: Facebook (Hlynur Hrollaugsson)

Mikil snjókoma á suðvesturhorni landsins olli því að nokkrar farþegaþotur frá Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og urðu þær að lenda þess í stað á Egilsstöðum og á Akureyri.

Um var að ræða níu Boeing 757 þotur og eina Boeing 767 breiðþotu sem voru að koma úr Ameríkuflugi og áttu að lenda í Keflavík rétt fyrir sexleytið.

Fyrst kom vélin frá Vancouver upp að landinu um klukkan 5:40 en hún var sú eina sem náði að lenda í Keflavík áður en snó fór að kyngja niður í það miklu mæli að erfiðlega gekk að halda brautunum auðum og tryggja bremsuskilyrði.

Fast á hæla hennar komu svo níu flugvélar sem voru að koma frá Washington, Portland, Newark, Orlando, Boston, New York, Seattle og Chicago og fór þær allar í biðflug þar sem þær hringsóluðu.

Allar vélarnar níu voru í biðflugi frá 5:50 til að verða 6:20 en þá var tekin ákvörðun um að halda til norður á Akureyrar og austur á Egilsstaði.

Þremur Boeing 757 þotum, sem voru að koma frá Portland, Newark og Orlando, var flogið til Egilsstaða þar sem þær lentu á tímabilinu frá 7:00 til 7:30 en Toronto-vélin og Seattle-vélin héldu til Akureyrar.

Icelandair-vélarnar á Flightradar24.com í morgun um sexleytið

Þrjár vélar, sem voru látnar halda áfram í biðflugi í Keflavík, náðu að lenda um sjöleytið, en þar var um að ræða vélarnar frá Boston, New York og Chicago.

Tvær af þeim vélum sem lentu á Egilsstöðum þurfa að vera þar fram yfir hádegi þar sem vaktartími áhafnarinnar var á þrotum og þarf að fljúga tveimur áhöfnum austur til Egilsstaða til að koma vélunum til baka til Keflavíkur.

Þá var ein Boeing 757 þota frá Delta Air Lines sem var að koma frá New York sem þurfti frá að hverfa og flaug hún til Skotlands þar sem vélin lenti í Edinborg klukkan 8:29 í morgun.

Á Egilsstaðaflugvelli í morgun  fréttir af handahófi

Breytingar á flugáætlun Icelandair

10. apríl 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á leiðarkerfi félagsins sem meðal annars má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotum félagsins en á föstudag verður kominn einn mánuður frá því Boeing 73

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00