flugfréttir

Sex farþegaþotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum

- Mikil snjókoma á suðvesturhorninu raskaði flugi í Keflavík

2. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:03

Þrjár Boeing 757 og ein Boeing 767 breiðþota lentu á Egilsstöðum í morgun / Ljósmynd: Facebook (Hlynur Hrollaugsson)

Mikil snjókoma á suðvesturhorni landsins olli því að nokkrar farþegaþotur frá Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og urðu þær að lenda þess í stað á Egilsstöðum og á Akureyri.

Um var að ræða níu Boeing 757 þotur og eina Boeing 767 breiðþotu sem voru að koma úr Ameríkuflugi og áttu að lenda í Keflavík rétt fyrir sexleytið.

Fyrst kom vélin frá Vancouver upp að landinu um klukkan 5:40 en hún var sú eina sem náði að lenda í Keflavík áður en snó fór að kyngja niður í það miklu mæli að erfiðlega gekk að halda brautunum auðum og tryggja bremsuskilyrði.

Fast á hæla hennar komu svo níu flugvélar sem voru að koma frá Washington, Portland, Newark, Orlando, Boston, New York, Seattle og Chicago og fór þær allar í biðflug þar sem þær hringsóluðu.

Allar vélarnar níu voru í biðflugi frá 5:50 til að verða 6:20 en þá var tekin ákvörðun um að halda til norður á Akureyrar og austur á Egilsstaði.

Þremur Boeing 757 þotum, sem voru að koma frá Portland, Newark og Orlando, var flogið til Egilsstaða þar sem þær lentu á tímabilinu frá 7:00 til 7:30 en Toronto-vélin og Seattle-vélin héldu til Akureyrar.

Icelandair-vélarnar á Flightradar24.com í morgun um sexleytið

Þrjár vélar, sem voru látnar halda áfram í biðflugi í Keflavík, náðu að lenda um sjöleytið, en þar var um að ræða vélarnar frá Boston, New York og Chicago.

Tvær af þeim vélum sem lentu á Egilsstöðum þurfa að vera þar fram yfir hádegi þar sem vaktartími áhafnarinnar var á þrotum og þarf að fljúga tveimur áhöfnum austur til Egilsstaða til að koma vélunum til baka til Keflavíkur.

Þá var ein Boeing 757 þota frá Delta Air Lines sem var að koma frá New York sem þurfti frá að hverfa og flaug hún til Skotlands þar sem vélin lenti í Edinborg klukkan 8:29 í morgun.

Á Egilsstaðaflugvelli í morgun  fréttir af handahófi

Sjöunda veggspjaldið fjallar um skort á aðföngum

5. september 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út sjöunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara til að bregðast við skort á aðföngum.

99 prósent flugmanna Ryanair í Hollandi kjósa með verkfalli

2. ágúst 2018

|

Hollenskir flugmenn hjá Ryanair hafa ákveðið að fara í verkfall en 99.5 prósent hollenskra flugmenn Ryanair, sem eru meðlimir í félagi hollenskra atvinnuflugmanna (VNV), hafa kosið með verkfallsaðgerð

Reglugerð um hámarkshita í farþegarými

20. ágúst 2018

|

Þegar mjög heitt er í veðri eins og varð í þeirri hitabylgju sem gekk yfir Evrópu í sumar þá getur orðið óbærilega heitt um borð í farþegarými flugvéla.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt