flugfréttir

Ryanair leggur til Boeing 737 þotur til Laudamotion

- Ryanair fær aðgang að Tegel-flugvellinum í Berlín með samstarfinu

3. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Niki Lauda stofnandi Laudamotion og Niki og Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair og nýja austurríska flugfélagið, Laudamotion, hafa tilkynnt um samstarf félaganna tveggja en Ryanair mun til að mynda láta Laudamotion fá fjórar Boeing 737-800 þotur í júní sem félagið mun nota til að byrja með.

Milljónamæringurinn og fyrrverandi ökuþórinn Niki Lauda, fékk fyrsta kauprétt á flugfélaginu Niki sem hann stofnaði sjálfur árið 2003 í kjölfar gjaldþrots Air Berlin og var nýtt flugfélag, Laudamotion, kynnt til sögunnar um miðjan mars.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að stjórn félagsins hafi náð samningum við Ryanair um viðamikið samstarf og hefur lágfargjaldafélagið írska keypt 24,9% hlut í félaginu með stefnuna á að eignast 75 prósent áður en langt um líður.

Rétt fyrir páska var boðað til blaðamannafundar þar sem Niki Lauda og Michael O´Leary komu fram og greindu frá sumaráætlun Laudamotion sem mun verður með 21 þotu í rekstri í sumar sem verða gerðar út frá flugvöllum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi.

Laudamotion verður með 21 farþegaþotu í rekstri í sumar

Laudamotion mun hefja flugrekstur með fjórum Boeing 737-800 þotum frá Ryanair sem verða staðsettar á Tegel-flugvellinum í Berlín og mun Ryanair skaffa til áhafnir en með því mun flugfélagið írska fá aðgang að Tegel-flugvellinum og bita af þeirri sneið sem eftir varð er Air Berlin hætti rekstri.

Ryanair mun aðstoða Laudamotion við að hefja flug til 17 áfangastaða í kringum Miðjarðarhafið sem flogið verður til frá Vín, Köln, Dusseldorf, Frankfurt, Munchen, Nuremberg, Stuttgart og frá Zurich en stefnt er á að félagið muni fljúga 65 flugleiðir milli 44 áfangastaða.

„Það er sönn ánægja fyrir Ryanair að styðja við bakið á fyrstu sumaráætlun Laudamotion sem eru frábærar fréttir fyrir austurríska viðskiptavini sem fá nú að velja úr fleiri möguleikum“, sagði Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, en Niki Lauda verður forstjóri og stjórnarformaður Laudamotion.  fréttir af handahófi

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

Fyrsta skóflustungan að nýrri verksmiðju fyrir Airbus A220

16. janúar 2019

|

Airbus hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri flugvélaverksmiðju fyrir Airbus A220 þotuna sem verður framleidd í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum en Airbus hefur nú þegar eina samsetningarverksmi

Pantanir í 10 risaþotur fjarlægðar af lista Airbus

10. janúar 2019

|

Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00