flugfréttir

Ryanair leggur til Boeing 737 þotur til Laudamotion

- Ryanair fær aðgang að Tegel-flugvellinum í Berlín með samstarfinu

3. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Niki Lauda stofnandi Laudamotion og Niki og Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair og nýja austurríska flugfélagið, Laudamotion, hafa tilkynnt um samstarf félaganna tveggja en Ryanair mun til að mynda láta Laudamotion fá fjórar Boeing 737-800 þotur í júní sem félagið mun nota til að byrja með.

Milljónamæringurinn og fyrrverandi ökuþórinn Niki Lauda, fékk fyrsta kauprétt á flugfélaginu Niki sem hann stofnaði sjálfur árið 2003 í kjölfar gjaldþrots Air Berlin og var nýtt flugfélag, Laudamotion, kynnt til sögunnar um miðjan mars.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að stjórn félagsins hafi náð samningum við Ryanair um viðamikið samstarf og hefur lágfargjaldafélagið írska keypt 24,9% hlut í félaginu með stefnuna á að eignast 75 prósent áður en langt um líður.

Rétt fyrir páska var boðað til blaðamannafundar þar sem Niki Lauda og Michael O´Leary komu fram og greindu frá sumaráætlun Laudamotion sem mun verður með 21 þotu í rekstri í sumar sem verða gerðar út frá flugvöllum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi.

Laudamotion verður með 21 farþegaþotu í rekstri í sumar

Laudamotion mun hefja flugrekstur með fjórum Boeing 737-800 þotum frá Ryanair sem verða staðsettar á Tegel-flugvellinum í Berlín og mun Ryanair skaffa til áhafnir en með því mun flugfélagið írska fá aðgang að Tegel-flugvellinum og bita af þeirri sneið sem eftir varð er Air Berlin hætti rekstri.

Ryanair mun aðstoða Laudamotion við að hefja flug til 17 áfangastaða í kringum Miðjarðarhafið sem flogið verður til frá Vín, Köln, Dusseldorf, Frankfurt, Munchen, Nuremberg, Stuttgart og frá Zurich en stefnt er á að félagið muni fljúga 65 flugleiðir milli 44 áfangastaða.

„Það er sönn ánægja fyrir Ryanair að styðja við bakið á fyrstu sumaráætlun Laudamotion sem eru frábærar fréttir fyrir austurríska viðskiptavini sem fá nú að velja úr fleiri möguleikum“, sagði Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, en Niki Lauda verður forstjóri og stjórnarformaður Laudamotion.  fréttir af handahófi

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Sagt að EASA hafi sniðgengið kynningu Boeing á uppfærslunni

31. mars 2019

|

Sagt er að fjölmargir aðilar á vegum evrópskra flugmálayfirvalda (EASA) auk einhverra flugmanna og starfsmanna flugfélaga ákváðu að sniðganga boð Boeing um að vera viðstaddir kynningarfund flugvélafr

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00