flugfréttir

Ryanair leggur til Boeing 737 þotur til Laudamotion

- Ryanair fær aðgang að Tegel-flugvellinum í Berlín með samstarfinu

3. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Niki Lauda stofnandi Laudamotion og Niki og Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair og nýja austurríska flugfélagið, Laudamotion, hafa tilkynnt um samstarf félaganna tveggja en Ryanair mun til að mynda láta Laudamotion fá fjórar Boeing 737-800 þotur í júní sem félagið mun nota til að byrja með.

Milljónamæringurinn og fyrrverandi ökuþórinn Niki Lauda, fékk fyrsta kauprétt á flugfélaginu Niki sem hann stofnaði sjálfur árið 2003 í kjölfar gjaldþrots Air Berlin og var nýtt flugfélag, Laudamotion, kynnt til sögunnar um miðjan mars.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að stjórn félagsins hafi náð samningum við Ryanair um viðamikið samstarf og hefur lágfargjaldafélagið írska keypt 24,9% hlut í félaginu með stefnuna á að eignast 75 prósent áður en langt um líður.

Rétt fyrir páska var boðað til blaðamannafundar þar sem Niki Lauda og Michael O´Leary komu fram og greindu frá sumaráætlun Laudamotion sem mun verður með 21 þotu í rekstri í sumar sem verða gerðar út frá flugvöllum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi.

Laudamotion verður með 21 farþegaþotu í rekstri í sumar

Laudamotion mun hefja flugrekstur með fjórum Boeing 737-800 þotum frá Ryanair sem verða staðsettar á Tegel-flugvellinum í Berlín og mun Ryanair skaffa til áhafnir en með því mun flugfélagið írska fá aðgang að Tegel-flugvellinum og bita af þeirri sneið sem eftir varð er Air Berlin hætti rekstri.

Ryanair mun aðstoða Laudamotion við að hefja flug til 17 áfangastaða í kringum Miðjarðarhafið sem flogið verður til frá Vín, Köln, Dusseldorf, Frankfurt, Munchen, Nuremberg, Stuttgart og frá Zurich en stefnt er á að félagið muni fljúga 65 flugleiðir milli 44 áfangastaða.

„Það er sönn ánægja fyrir Ryanair að styðja við bakið á fyrstu sumaráætlun Laudamotion sem eru frábærar fréttir fyrir austurríska viðskiptavini sem fá nú að velja úr fleiri möguleikum“, sagði Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, en Niki Lauda verður forstjóri og stjórnarformaður Laudamotion.  fréttir af handahófi

Bombardier fær leyfi fyrir 90 sæta útgáfu af Q400

2. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kanada hafa gefið Bombardier leyfi til þess að útfæra Dash 8 Q400 flugvélina með sætum fyrir 90 farþega sem væri einskonar lágfargjaldarútgáfa af vélinni.

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City fagnað

25. maí 2018

|

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City frá var fagnað við brottför á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis en Kansas City er ein fimm nýrra borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt n

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot