flugfréttir

Ryanair leggur til Boeing 737 þotur til Laudamotion

- Ryanair fær aðgang að Tegel-flugvellinum í Berlín með samstarfinu

3. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Niki Lauda stofnandi Laudamotion og Niki og Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair og nýja austurríska flugfélagið, Laudamotion, hafa tilkynnt um samstarf félaganna tveggja en Ryanair mun til að mynda láta Laudamotion fá fjórar Boeing 737-800 þotur í júní sem félagið mun nota til að byrja með.

Milljónamæringurinn og fyrrverandi ökuþórinn Niki Lauda, fékk fyrsta kauprétt á flugfélaginu Niki sem hann stofnaði sjálfur árið 2003 í kjölfar gjaldþrots Air Berlin og var nýtt flugfélag, Laudamotion, kynnt til sögunnar um miðjan mars.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að stjórn félagsins hafi náð samningum við Ryanair um viðamikið samstarf og hefur lágfargjaldafélagið írska keypt 24,9% hlut í félaginu með stefnuna á að eignast 75 prósent áður en langt um líður.

Rétt fyrir páska var boðað til blaðamannafundar þar sem Niki Lauda og Michael O´Leary komu fram og greindu frá sumaráætlun Laudamotion sem mun verður með 21 þotu í rekstri í sumar sem verða gerðar út frá flugvöllum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi.

Laudamotion verður með 21 farþegaþotu í rekstri í sumar

Laudamotion mun hefja flugrekstur með fjórum Boeing 737-800 þotum frá Ryanair sem verða staðsettar á Tegel-flugvellinum í Berlín og mun Ryanair skaffa til áhafnir en með því mun flugfélagið írska fá aðgang að Tegel-flugvellinum og bita af þeirri sneið sem eftir varð er Air Berlin hætti rekstri.

Ryanair mun aðstoða Laudamotion við að hefja flug til 17 áfangastaða í kringum Miðjarðarhafið sem flogið verður til frá Vín, Köln, Dusseldorf, Frankfurt, Munchen, Nuremberg, Stuttgart og frá Zurich en stefnt er á að félagið muni fljúga 65 flugleiðir milli 44 áfangastaða.

„Það er sönn ánægja fyrir Ryanair að styðja við bakið á fyrstu sumaráætlun Laudamotion sem eru frábærar fréttir fyrir austurríska viðskiptavini sem fá nú að velja úr fleiri möguleikum“, sagði Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, en Niki Lauda verður forstjóri og stjórnarformaður Laudamotion.  fréttir af handahófi

Flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

17. apríl 2018

|

Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

Aegean Airlines pantar 30 A320neo þotur

28. mars 2018

|

Gríska flugfélagið Aegean Airlines hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á þrjátíu farþegaþotum af gerðinni Airbus A320neo og A321neo.

Myndband: Tók stélið af Airbus A321 þotu með vængnum

13. maí 2018

|

Árekstur átti sér stað á milli tveggja farþegaþotan á Ataturk-flugvellinum í Istanbul í dag er breiðþota af gerðinni Airbus A330 rakst með annan vænginn í stél á Airbus A321 þotu sem var kyrrstæð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.