flugfréttir

Ryanair leggur til Boeing 737 þotur til Laudamotion

- Ryanair fær aðgang að Tegel-flugvellinum í Berlín með samstarfinu

3. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Niki Lauda stofnandi Laudamotion og Niki og Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair og nýja austurríska flugfélagið, Laudamotion, hafa tilkynnt um samstarf félaganna tveggja en Ryanair mun til að mynda láta Laudamotion fá fjórar Boeing 737-800 þotur í júní sem félagið mun nota til að byrja með.

Milljónamæringurinn og fyrrverandi ökuþórinn Niki Lauda, fékk fyrsta kauprétt á flugfélaginu Niki sem hann stofnaði sjálfur árið 2003 í kjölfar gjaldþrots Air Berlin og var nýtt flugfélag, Laudamotion, kynnt til sögunnar um miðjan mars.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að stjórn félagsins hafi náð samningum við Ryanair um viðamikið samstarf og hefur lágfargjaldafélagið írska keypt 24,9% hlut í félaginu með stefnuna á að eignast 75 prósent áður en langt um líður.

Rétt fyrir páska var boðað til blaðamannafundar þar sem Niki Lauda og Michael O´Leary komu fram og greindu frá sumaráætlun Laudamotion sem mun verður með 21 þotu í rekstri í sumar sem verða gerðar út frá flugvöllum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi.

Laudamotion verður með 21 farþegaþotu í rekstri í sumar

Laudamotion mun hefja flugrekstur með fjórum Boeing 737-800 þotum frá Ryanair sem verða staðsettar á Tegel-flugvellinum í Berlín og mun Ryanair skaffa til áhafnir en með því mun flugfélagið írska fá aðgang að Tegel-flugvellinum og bita af þeirri sneið sem eftir varð er Air Berlin hætti rekstri.

Ryanair mun aðstoða Laudamotion við að hefja flug til 17 áfangastaða í kringum Miðjarðarhafið sem flogið verður til frá Vín, Köln, Dusseldorf, Frankfurt, Munchen, Nuremberg, Stuttgart og frá Zurich en stefnt er á að félagið muni fljúga 65 flugleiðir milli 44 áfangastaða.

„Það er sönn ánægja fyrir Ryanair að styðja við bakið á fyrstu sumaráætlun Laudamotion sem eru frábærar fréttir fyrir austurríska viðskiptavini sem fá nú að velja úr fleiri möguleikum“, sagði Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, en Niki Lauda verður forstjóri og stjórnarformaður Laudamotion.  fréttir af handahófi

Stal einkaþotu og flaug henni vísvitandi á húsið sitt

14. ágúst 2018

|

Flugmaður lést er hann flaug einkaþotu á húsið sitt í bænum Payson í Utah í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudagsins þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni.

Tólf flugslys um helgina í heiminum

6. ágúst 2018

|

Óvenju mörg flugslys hafa átt sér stað í heiminum um Verslunarmannahelgina en samkvæmt skráningu þá hafa frá föstudeginum 3. ágúst til sunnudagsins 5. ágúst alls 12 flugslys átt sér stað og af þeim v

Reyndi að fá að hlaða símann í stjórnklefanum

28. september 2018

|

Bera þurfti farþega frá borði á flugvellinum í Mumbai á Indlandi sl. mánudag eftir að hann reyndi ítrekað að komast inn í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 í þeim tilgangi að hlaða sí

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt