flugfréttir

Átta einkaþotur skemmdust er flugskýli hrundi í óveðri

- Talið er að flugskýlið hafi splundrast í öflugri niðurstreymishviðu

4. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:03

Ekki er vitað enn um hversu mikið tjón er að ræða en það gæti hlaupið á milljörðum króna

Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

Flugskýlið, sem staðsett er á Hobby-flugvellinum í Houston, var í eigu fyrirtækisins Jet Linx en mikið illviðri gekk yfir svæðið í gærkvöldi með vindhraða upp á allt að 35 metra á sekúndu.

Talið er að flugskýlið hafi splundrast vegna öflugs fallsveips sem á ensku nefnist „microburst“ sem er sérstök gerð niðurstreymisvindhviðu sem getur valdið miklu tjóni og hefur grandað flugvélum.

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og fjórar fyrir utan og skemmdust þær allar

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og skemmdust þær allar auk fjögurra annarra sem voru fyrir utan skýlið. Meðal þeirra sem skemmdust voru þotur af gerðinni Learjet 45 og Dassault Falcon 2000EX.

„Það eru erlendar þotur sem voru þarna inni, innanlandsflugvélar, ein frönsk þota. Þetta er tjón upp á allt að 2 milljarða króna þessvegna“, segir Brian Sheets, flugmaður sem starfar á svæðinu.

„Það er eins og eitthvað hafi komið að ofan og splundrað skýlinu. Þessi niðurstreymisvindar geta verið mjög sterkir. Styrkurinn þeirra getur verið allt að 90 hnútar“, bætir Sheets við.

Vindhraðinn í gær fór upp í 70 hnúta í storminum sem gekk yfir Houston

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur staðfest að um öflugan fallsveip hafi verið að ræða og segir Dan Reilly, veðurfræðingur hjá The National Weather Service, að fallsveipir geti valdið álíka mikilli eyðileggingu og hvirfilbylur.

Búið er að koma upp grindverki í kringum flugskýlið til að koma í veg fyrir að brak fjúki inn á flugvallarsvæðið og inn á brautirnar þar sem vindur hefur ekki gengið niður á að fullu.

Veðrið olli einnig tjóni á heimilum í Houston og nágrenni og voru nokkur tré sem brotnuðu auk þess sem símalínur slitnuðu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Qatar Airways vonast til að fá fyrsta eintakið af Boeing 777X

27. mars 2019

|

Qatar Airways segist vonast til þess að félagið verði fyrst allra flugfélaga í heimi til þess að fljúga nýju Boeing 777X þotunni.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00