flugfréttir

Átta einkaþotur skemmdust er flugskýli hrundi í óveðri

- Talið er að flugskýlið hafi splundrast í öflugri niðurstreymishviðu

4. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:03

Ekki er vitað enn um hversu mikið tjón er að ræða en það gæti hlaupið á milljörðum króna

Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

Flugskýlið, sem staðsett er á Hobby-flugvellinum í Houston, var í eigu fyrirtækisins Jet Linx en mikið illviðri gekk yfir svæðið í gærkvöldi með vindhraða upp á allt að 35 metra á sekúndu.

Talið er að flugskýlið hafi splundrast vegna öflugs fallsveips sem á ensku nefnist „microburst“ sem er sérstök gerð niðurstreymisvindhviðu sem getur valdið miklu tjóni og hefur grandað flugvélum.

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og fjórar fyrir utan og skemmdust þær allar

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og skemmdust þær allar auk fjögurra annarra sem voru fyrir utan skýlið. Meðal þeirra sem skemmdust voru þotur af gerðinni Learjet 45 og Dassault Falcon 2000EX.

„Það eru erlendar þotur sem voru þarna inni, innanlandsflugvélar, ein frönsk þota. Þetta er tjón upp á allt að 2 milljarða króna þessvegna“, segir Brian Sheets, flugmaður sem starfar á svæðinu.

„Það er eins og eitthvað hafi komið að ofan og splundrað skýlinu. Þessi niðurstreymisvindar geta verið mjög sterkir. Styrkurinn þeirra getur verið allt að 90 hnútar“, bætir Sheets við.

Vindhraðinn í gær fór upp í 70 hnúta í storminum sem gekk yfir Houston

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur staðfest að um öflugan fallsveip hafi verið að ræða og segir Dan Reilly, veðurfræðingur hjá The National Weather Service, að fallsveipir geti valdið álíka mikilli eyðileggingu og hvirfilbylur.

Búið er að koma upp grindverki í kringum flugskýlið til að koma í veg fyrir að brak fjúki inn á flugvallarsvæðið og inn á brautirnar þar sem vindur hefur ekki gengið niður á að fullu.

Veðrið olli einnig tjóni á heimilum í Houston og nágrenni og voru nokkur tré sem brotnuðu auk þess sem símalínur slitnuðu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

ANA pantar Boeing 777F fraktþotur

25. mars 2018

|

ANA Cargo, dótturfélag ANA (All Nippon Airways), hefur langt inn pöntun til Boeing í tvær Boeing 777F fraktþotur.

Stærsta flugsýning ársins um helgina á Reykjavíkurflugvelli

31. maí 2018

|

Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli fer fram næstkomandi laugardag, þann 2. júní, en sýningin hefur verið árlegur viðburður þar sem fólk hefur safnast saman til að sjá flugvélar af öllum stærðum og

Flugmaður veiktist um borð í þotu Allegiant Air

2. júní 2018

|

Flugmaður veiktist um borð í Airbus A320 þotu hjá Allegiant Air er vélin var í áætlunarflugi frá Cincinnati í Ohio til Punta Gorda í Flórída.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.