flugfréttir

Átta einkaþotur skemmdust er flugskýli hrundi í óveðri

- Talið er að flugskýlið hafi splundrast í öflugri niðurstreymishviðu

4. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:03

Ekki er vitað enn um hversu mikið tjón er að ræða en það gæti hlaupið á milljörðum króna

Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

Flugskýlið, sem staðsett er á Hobby-flugvellinum í Houston, var í eigu fyrirtækisins Jet Linx en mikið illviðri gekk yfir svæðið í gærkvöldi með vindhraða upp á allt að 35 metra á sekúndu.

Talið er að flugskýlið hafi splundrast vegna öflugs fallsveips sem á ensku nefnist „microburst“ sem er sérstök gerð niðurstreymisvindhviðu sem getur valdið miklu tjóni og hefur grandað flugvélum.

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og fjórar fyrir utan og skemmdust þær allar

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og skemmdust þær allar auk fjögurra annarra sem voru fyrir utan skýlið. Meðal þeirra sem skemmdust voru þotur af gerðinni Learjet 45 og Dassault Falcon 2000EX.

„Það eru erlendar þotur sem voru þarna inni, innanlandsflugvélar, ein frönsk þota. Þetta er tjón upp á allt að 2 milljarða króna þessvegna“, segir Brian Sheets, flugmaður sem starfar á svæðinu.

„Það er eins og eitthvað hafi komið að ofan og splundrað skýlinu. Þessi niðurstreymisvindar geta verið mjög sterkir. Styrkurinn þeirra getur verið allt að 90 hnútar“, bætir Sheets við.

Vindhraðinn í gær fór upp í 70 hnúta í storminum sem gekk yfir Houston

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur staðfest að um öflugan fallsveip hafi verið að ræða og segir Dan Reilly, veðurfræðingur hjá The National Weather Service, að fallsveipir geti valdið álíka mikilli eyðileggingu og hvirfilbylur.

Búið er að koma upp grindverki í kringum flugskýlið til að koma í veg fyrir að brak fjúki inn á flugvallarsvæðið og inn á brautirnar þar sem vindur hefur ekki gengið niður á að fullu.

Veðrið olli einnig tjóni á heimilum í Houston og nágrenni og voru nokkur tré sem brotnuðu auk þess sem símalínur slitnuðu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.

Pilatus PC-24 í prófunum á malarbraut

24. júní 2018

|

Pilatus PC-24 þotunni var á dögunum lent í fyrsta sinn á malarflugbraut en einn liður í flugprófunum með þotuna er lending og flugtök á erfiðum flugbrautum er kemur að yfirlagi.

Sprungur í veggjum og nötrandi gólf á flugstöð í Manchester

29. maí 2018

|

Rýma þurfti bráðabirgðarflugstöð á flugvellinum í Manchester í morgun eftir að sprungur fóru að myndast í hluta flugstöðvarinnar með tilheyrandi hávaða og brestum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot