flugfréttir

Átta einkaþotur skemmdust er flugskýli hrundi í óveðri

- Talið er að flugskýlið hafi splundrast í öflugri niðurstreymishviðu

4. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:03

Ekki er vitað enn um hversu mikið tjón er að ræða en það gæti hlaupið á milljörðum króna

Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

Flugskýlið, sem staðsett er á Hobby-flugvellinum í Houston, var í eigu fyrirtækisins Jet Linx en mikið illviðri gekk yfir svæðið í gærkvöldi með vindhraða upp á allt að 35 metra á sekúndu.

Talið er að flugskýlið hafi splundrast vegna öflugs fallsveips sem á ensku nefnist „microburst“ sem er sérstök gerð niðurstreymisvindhviðu sem getur valdið miklu tjóni og hefur grandað flugvélum.

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og fjórar fyrir utan og skemmdust þær allar

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og skemmdust þær allar auk fjögurra annarra sem voru fyrir utan skýlið. Meðal þeirra sem skemmdust voru þotur af gerðinni Learjet 45 og Dassault Falcon 2000EX.

„Það eru erlendar þotur sem voru þarna inni, innanlandsflugvélar, ein frönsk þota. Þetta er tjón upp á allt að 2 milljarða króna þessvegna“, segir Brian Sheets, flugmaður sem starfar á svæðinu.

„Það er eins og eitthvað hafi komið að ofan og splundrað skýlinu. Þessi niðurstreymisvindar geta verið mjög sterkir. Styrkurinn þeirra getur verið allt að 90 hnútar“, bætir Sheets við.

Vindhraðinn í gær fór upp í 70 hnúta í storminum sem gekk yfir Houston

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur staðfest að um öflugan fallsveip hafi verið að ræða og segir Dan Reilly, veðurfræðingur hjá The National Weather Service, að fallsveipir geti valdið álíka mikilli eyðileggingu og hvirfilbylur.

Búið er að koma upp grindverki í kringum flugskýlið til að koma í veg fyrir að brak fjúki inn á flugvallarsvæðið og inn á brautirnar þar sem vindur hefur ekki gengið niður á að fullu.

Veðrið olli einnig tjóni á heimilum í Houston og nágrenni og voru nokkur tré sem brotnuðu auk þess sem símalínur slitnuðu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Flugmannaskortur í baráttunni við skógarelda

9. september 2018

|

Flugmannaskorturinn í heiminum hefur ekki bara áhrif á flugfélögin en fyrirtæki eitt í Kaliforníu, sem sérhæfir sig í að slökkva skógarelda, hefur þurft að kyrrsetja nokkrar slökkviliðsflugvélar þar

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt