flugfréttir

Átta einkaþotur skemmdust er flugskýli hrundi í óveðri

- Talið er að flugskýlið hafi splundrast í öflugri niðurstreymishviðu

4. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:03

Ekki er vitað enn um hversu mikið tjón er að ræða en það gæti hlaupið á milljörðum króna

Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

Flugskýlið, sem staðsett er á Hobby-flugvellinum í Houston, var í eigu fyrirtækisins Jet Linx en mikið illviðri gekk yfir svæðið í gærkvöldi með vindhraða upp á allt að 35 metra á sekúndu.

Talið er að flugskýlið hafi splundrast vegna öflugs fallsveips sem á ensku nefnist „microburst“ sem er sérstök gerð niðurstreymisvindhviðu sem getur valdið miklu tjóni og hefur grandað flugvélum.

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og fjórar fyrir utan og skemmdust þær allar

Fjórar einkaþotur voru inni í skýlinu og skemmdust þær allar auk fjögurra annarra sem voru fyrir utan skýlið. Meðal þeirra sem skemmdust voru þotur af gerðinni Learjet 45 og Dassault Falcon 2000EX.

„Það eru erlendar þotur sem voru þarna inni, innanlandsflugvélar, ein frönsk þota. Þetta er tjón upp á allt að 2 milljarða króna þessvegna“, segir Brian Sheets, flugmaður sem starfar á svæðinu.

„Það er eins og eitthvað hafi komið að ofan og splundrað skýlinu. Þessi niðurstreymisvindar geta verið mjög sterkir. Styrkurinn þeirra getur verið allt að 90 hnútar“, bætir Sheets við.

Vindhraðinn í gær fór upp í 70 hnúta í storminum sem gekk yfir Houston

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur staðfest að um öflugan fallsveip hafi verið að ræða og segir Dan Reilly, veðurfræðingur hjá The National Weather Service, að fallsveipir geti valdið álíka mikilli eyðileggingu og hvirfilbylur.

Búið er að koma upp grindverki í kringum flugskýlið til að koma í veg fyrir að brak fjúki inn á flugvallarsvæðið og inn á brautirnar þar sem vindur hefur ekki gengið niður á að fullu.

Veðrið olli einnig tjóni á heimilum í Houston og nágrenni og voru nokkur tré sem brotnuðu auk þess sem símalínur slitnuðu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Ásdís Ýr nýr upplýsingafulltrúi Icelandair Group

19. desember 2018

|

Ásdís Ýr Pétursdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Icelandair Group. Ásdís hefur yfir 15 ára reynslu á sviði samskipta- og kynningarmála, á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

Franskt fyrirtæki eignast helmingshlut í Gatwick

27. desember 2018

|

Helmingshlutur Gatwick-flugvallarins hefur verið seldur til franska fyrirtækisins Vinci Airports sem hefur nú eignast 50.01% hlut í flugvellinum.

Boeing segist ekki hafa leynt upplýsingum um 737 MAX

20. nóvember 2018

|

Boeing segir að það sé af og frá að flugvélaframleiðandinn hafi vísvitandi leynt upplýsingum um MCAS-kerfið í Boeing 737 MAX þotunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00