flugfréttir

Tveir flugmenn hjá easyJet reknir vegna mynda á Snapchat

- Skemmti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum

5. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:14

EasyJet ákvað að reka flugmennina tvö í kjölfar atviksins

Tveimur flugmönnum hjá easyJet hefur verið sagt upp störfum í kjölfars myndskeiða sem þeir tóku af hvorum öðrum á Snapchat en efnið vakti athygli á öðrum samfélagsmiðlum og fór þaðan í fjölmiðla í Bretlandi fyrir skemmstu sem fjölluðu um málið.

Samkvæmt frétt The Telegraph kemur fram að hvorki flugstjórinn né flugmaðurinn hafi verið við stjórnvölin né að fylgjast með flugleiðinni þrátt fyrir að vélin hafi verið á sjálfstýringu.

Á einu myndskeiðinu á Snapchat hjá flugstjóranum sést þar sem hann tekur upp myndband af flugmanninum dansa í takt við hreyfimynd af uglu um borð í Airbus A320 þotu á leiðinni frá París til Madrídar.

Þótt margir hafi haft gaman að sjá hversu hressir flugmennirnir voru á samfélagsmiðlum þá hefur það vakið upp spurningar hjá öðrum er viðkemur flugöryggi.

Báðir flugmennirnir virtust hafa verið mjög hressir en það varð þeim
hinsvegar að falli

Flugstjórinn, sem kallar sig „pilot_flyingnut“ skrifar við myndskeiðið: „Aðstoðarflugmaðurinn gerir pappírsvinnuna dansandi“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir vildu meira en hann setti myndbandið á Netið þegar vélin var lent.

Myndskeiðið var skoðað 6.000 sinnum þar til reikningi flugstjórans var lokað og þá sennilega af honum sjálfum en einn notandinn skildi eftir ummælin: „Flugmennirnir eru ekki með hugann við flugið. Það tekur aðeins eina sekúndu ef eitthvað fer úrskeiðis þótt að vélin sé í sjálfstýrðu farflugi“.

Einn sérfræðingur, sem tjáði sig við breska fjölmiðla, sagði: „Það væri ágætis hugmynd að bíða með dansandi teiknimyndafígúrur þangað til þeir eru lentir. Enginn farþegi vill sjá flugstjórann vera að einblína á teiknimyndafígúrur til að skemmta fylgjendum sínum í stað þess að tryggja öryggi farþega“.

Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að flugvélin hafi verið í farflugi og á sjálfstýringu og að vélin hafi lent heil á höldnu á áætlun. Þrátt fyrir það segir félagið að þeir myndu tala við þá flugmenn sem flugu vélinni.

Flugstjórinn, Michel Castellucci, var duglegur að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með lífinu úr stjórnklefanum

EasyJet tilkynnti svo fyrir skömmu að báðir flugmennirnir hefðu verið látnir fara þar sem þeir fóru ekki eftir starfsreglum flugfélagsins.

Flugfélög hafa flest strangar reglur varðandi vinnubrögð og starfsreglur í flugstjórnarklefanum og hvað varðar myndir á samfélagsmiðla þá hafa mörg flugfélög skýrar reglur um slíkt og sum flugfélög eru enn strangari á myndatökur en önnur félög.

Öll flugfélög fara þó eftir þeirri reglu að flugmenn skulu aðeins tala um það sem viðkemur fluginu og aðgerðum í stjórnklefanum undir 10.000 fetum fyrir lendingu og eftir flugtak en eftir það, þegar vélin er komin í farflugshæð, er þeim frjálst að tala og spjalla saman og skiptast á afþreyingu líkt og tíðkast á löngum flugleiðum svo lengi sem annar flugmannanna er við stjórn og fylgist með mælum.

Hundruði flugmanna um allan heim hafa notið mikilla vinsælda á Instagram með myndum úr stjórnklefanum og lífinu úr háloftunum án þess að slíkt hafi komið í bakið á þeim svo lengi sem það er innan marka sem hvert og eitt flugfélag setur varðandi reglur um slíkt.  fréttir af handahófi

American slítur viðræðum við Airbus um A330neo

25. mars 2018

|

Airbus hefur tapað samningaviðræðum við American Airlines um sölu á Airbus A330neo þotum til flugfélagsins.

Vantaði 40 tonn upp á rétta flugtaksþyngd í flugtölvu

13. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ísrael rannsaka nú mistök meðal flugmanna hjá flugfélaginu El Al Israel Airlines sem settu óvart inn rangar upplýsingar í flugtölvu á Dreamliner-þotu félagsins fyrir flugtak frá T

Allir flugturnar á Nýja-Sjálandi verða mannlausir í framtíðinni

11. mars 2018

|

Það gæti orðið erfiðara á næstu árum fyrir flugumferðarstjóra að fá starf á Nýja-Sjálandi en nýsjálensk stjórnvöld stefna á að hætta alfarið með hefðbundna flugturna og taka upp fjarstýrða flugumferð

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

IAG leigir út pláss á Gatwick yfir sumarið

21. maí 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur leigt út nokkur afgreiðslupláss á Gatwick-flugvellinum í London til tveggja flugfélaga sem munu nota plássin í sumar.

Móðurfélag BA með nýtt tilboð í Norwegian

21. maí 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways, ætlar ekki að gefast upp hvað varðar tilraunir á yfirtöku á Norwegian og ætlar fyrirtæki að koma með nýtt tilboð í flugfélagið norska.

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðam

Kína biður flugfélög um að „hætta að fljúga“ til Taívan

19. maí 2018

|

Yfirvöld í Taívan hafa sett fram formlega kvörtun gegn Air Canada sem hefur breytt upplýsingum um Taipai á vefsíðu sinni sem er núna skráð sem áfangastaður í Kína.

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00