flugfréttir

Tveir flugmenn hjá easyJet reknir vegna mynda á Snapchat

- Skemmti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum

5. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:14

EasyJet ákvað að reka flugmennina tvö í kjölfar atviksins

Tveimur flugmönnum hjá easyJet hefur verið sagt upp störfum í kjölfars myndskeiða sem þeir tóku af hvorum öðrum á Snapchat en efnið vakti athygli á öðrum samfélagsmiðlum og fór þaðan í fjölmiðla í Bretlandi fyrir skemmstu sem fjölluðu um málið.

Samkvæmt frétt The Telegraph kemur fram að hvorki flugstjórinn né flugmaðurinn hafi verið við stjórnvölin né að fylgjast með flugleiðinni þrátt fyrir að vélin hafi verið á sjálfstýringu.

Á einu myndskeiðinu á Snapchat hjá flugstjóranum sést þar sem hann tekur upp myndband af flugmanninum dansa í takt við hreyfimynd af uglu um borð í Airbus A320 þotu á leiðinni frá París til Madrídar.

Þótt margir hafi haft gaman að sjá hversu hressir flugmennirnir voru á samfélagsmiðlum þá hefur það vakið upp spurningar hjá öðrum er viðkemur flugöryggi.

Báðir flugmennirnir virtust hafa verið mjög hressir en það varð þeim
hinsvegar að falli

Flugstjórinn, sem kallar sig „pilot_flyingnut“ skrifar við myndskeiðið: „Aðstoðarflugmaðurinn gerir pappírsvinnuna dansandi“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir vildu meira en hann setti myndbandið á Netið þegar vélin var lent.

Myndskeiðið var skoðað 6.000 sinnum þar til reikningi flugstjórans var lokað og þá sennilega af honum sjálfum en einn notandinn skildi eftir ummælin: „Flugmennirnir eru ekki með hugann við flugið. Það tekur aðeins eina sekúndu ef eitthvað fer úrskeiðis þótt að vélin sé í sjálfstýrðu farflugi“.

Einn sérfræðingur, sem tjáði sig við breska fjölmiðla, sagði: „Það væri ágætis hugmynd að bíða með dansandi teiknimyndafígúrur þangað til þeir eru lentir. Enginn farþegi vill sjá flugstjórann vera að einblína á teiknimyndafígúrur til að skemmta fylgjendum sínum í stað þess að tryggja öryggi farþega“.

Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að flugvélin hafi verið í farflugi og á sjálfstýringu og að vélin hafi lent heil á höldnu á áætlun. Þrátt fyrir það segir félagið að þeir myndu tala við þá flugmenn sem flugu vélinni.

Flugstjórinn, Michel Castellucci, var duglegur að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með lífinu úr stjórnklefanum

EasyJet tilkynnti svo fyrir skömmu að báðir flugmennirnir hefðu verið látnir fara þar sem þeir fóru ekki eftir starfsreglum flugfélagsins.

Flugfélög hafa flest strangar reglur varðandi vinnubrögð og starfsreglur í flugstjórnarklefanum og hvað varðar myndir á samfélagsmiðla þá hafa mörg flugfélög skýrar reglur um slíkt og sum flugfélög eru enn strangari á myndatökur en önnur félög.

Öll flugfélög fara þó eftir þeirri reglu að flugmenn skulu aðeins tala um það sem viðkemur fluginu og aðgerðum í stjórnklefanum undir 10.000 fetum fyrir lendingu og eftir flugtak en eftir það, þegar vélin er komin í farflugshæð, er þeim frjálst að tala og spjalla saman og skiptast á afþreyingu líkt og tíðkast á löngum flugleiðum svo lengi sem annar flugmannanna er við stjórn og fylgist með mælum.

Hundruði flugmanna um allan heim hafa notið mikilla vinsælda á Instagram með myndum úr stjórnklefanum og lífinu úr háloftunum án þess að slíkt hafi komið í bakið á þeim svo lengi sem það er innan marka sem hvert og eitt flugfélag setur varðandi reglur um slíkt.  fréttir af handahófi

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Flugstjórinn í andlegu ójafnvægi og reykti í stjórnklefanum

27. ágúst 2018

|

Talið er að flugstjóri Bombardier Q400 flugvélar, sem brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu í Nepal í vor, hafi verið á barmi taugaáfalls og í miklu andlegu ójafnvægi sem rekja má til ásaka

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag