flugfréttir

Tveir flugmenn hjá easyJet reknir vegna mynda á Snapchat

- Skemmti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum

5. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:14

EasyJet ákvað að reka flugmennina tvö í kjölfar atviksins

Tveimur flugmönnum hjá easyJet hefur verið sagt upp störfum í kjölfars myndskeiða sem þeir tóku af hvorum öðrum á Snapchat en efnið vakti athygli á öðrum samfélagsmiðlum og fór þaðan í fjölmiðla í Bretlandi fyrir skemmstu sem fjölluðu um málið.

Samkvæmt frétt The Telegraph kemur fram að hvorki flugstjórinn né flugmaðurinn hafi verið við stjórnvölin né að fylgjast með flugleiðinni þrátt fyrir að vélin hafi verið á sjálfstýringu.

Á einu myndskeiðinu á Snapchat hjá flugstjóranum sést þar sem hann tekur upp myndband af flugmanninum dansa í takt við hreyfimynd af uglu um borð í Airbus A320 þotu á leiðinni frá París til Madrídar.

Þótt margir hafi haft gaman að sjá hversu hressir flugmennirnir voru á samfélagsmiðlum þá hefur það vakið upp spurningar hjá öðrum er viðkemur flugöryggi.

Báðir flugmennirnir virtust hafa verið mjög hressir en það varð þeim
hinsvegar að falli

Flugstjórinn, sem kallar sig „pilot_flyingnut“ skrifar við myndskeiðið: „Aðstoðarflugmaðurinn gerir pappírsvinnuna dansandi“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir vildu meira en hann setti myndbandið á Netið þegar vélin var lent.

Myndskeiðið var skoðað 6.000 sinnum þar til reikningi flugstjórans var lokað og þá sennilega af honum sjálfum en einn notandinn skildi eftir ummælin: „Flugmennirnir eru ekki með hugann við flugið. Það tekur aðeins eina sekúndu ef eitthvað fer úrskeiðis þótt að vélin sé í sjálfstýrðu farflugi“.

Einn sérfræðingur, sem tjáði sig við breska fjölmiðla, sagði: „Það væri ágætis hugmynd að bíða með dansandi teiknimyndafígúrur þangað til þeir eru lentir. Enginn farþegi vill sjá flugstjórann vera að einblína á teiknimyndafígúrur til að skemmta fylgjendum sínum í stað þess að tryggja öryggi farþega“.

Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að flugvélin hafi verið í farflugi og á sjálfstýringu og að vélin hafi lent heil á höldnu á áætlun. Þrátt fyrir það segir félagið að þeir myndu tala við þá flugmenn sem flugu vélinni.

Flugstjórinn, Michel Castellucci, var duglegur að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með lífinu úr stjórnklefanum

EasyJet tilkynnti svo fyrir skömmu að báðir flugmennirnir hefðu verið látnir fara þar sem þeir fóru ekki eftir starfsreglum flugfélagsins.

Flugfélög hafa flest strangar reglur varðandi vinnubrögð og starfsreglur í flugstjórnarklefanum og hvað varðar myndir á samfélagsmiðla þá hafa mörg flugfélög skýrar reglur um slíkt og sum flugfélög eru enn strangari á myndatökur en önnur félög.

Öll flugfélög fara þó eftir þeirri reglu að flugmenn skulu aðeins tala um það sem viðkemur fluginu og aðgerðum í stjórnklefanum undir 10.000 fetum fyrir lendingu og eftir flugtak en eftir það, þegar vélin er komin í farflugshæð, er þeim frjálst að tala og spjalla saman og skiptast á afþreyingu líkt og tíðkast á löngum flugleiðum svo lengi sem annar flugmannanna er við stjórn og fylgist með mælum.

Hundruði flugmanna um allan heim hafa notið mikilla vinsælda á Instagram með myndum úr stjórnklefanum og lífinu úr háloftunum án þess að slíkt hafi komið í bakið á þeim svo lengi sem það er innan marka sem hvert og eitt flugfélag setur varðandi reglur um slíkt.  fréttir af handahófi

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

ATR fær vottun fyrir fyrsta FFS flugherminum fyrir ATR 72-600

8. júlí 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR hefur fengið vottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) fyrir nýjum flughermi fyrir ATR 72-600 flugvélarnar sem staðsettur verður í Toulouse í Frakklandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.