flugfréttir

Tveir flugmenn hjá easyJet reknir vegna mynda á Snapchat

- Skemmti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum

5. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:14

EasyJet ákvað að reka flugmennina tvö í kjölfar atviksins

Tveimur flugmönnum hjá easyJet hefur verið sagt upp störfum í kjölfars myndskeiða sem þeir tóku af hvorum öðrum á Snapchat en efnið vakti athygli á öðrum samfélagsmiðlum og fór þaðan í fjölmiðla í Bretlandi fyrir skemmstu sem fjölluðu um málið.

Samkvæmt frétt The Telegraph kemur fram að hvorki flugstjórinn né flugmaðurinn hafi verið við stjórnvölin né að fylgjast með flugleiðinni þrátt fyrir að vélin hafi verið á sjálfstýringu.

Á einu myndskeiðinu á Snapchat hjá flugstjóranum sést þar sem hann tekur upp myndband af flugmanninum dansa í takt við hreyfimynd af uglu um borð í Airbus A320 þotu á leiðinni frá París til Madrídar.

Þótt margir hafi haft gaman að sjá hversu hressir flugmennirnir voru á samfélagsmiðlum þá hefur það vakið upp spurningar hjá öðrum er viðkemur flugöryggi.

Báðir flugmennirnir virtust hafa verið mjög hressir en það varð þeim
hinsvegar að falli

Flugstjórinn, sem kallar sig „pilot_flyingnut“ skrifar við myndskeiðið: „Aðstoðarflugmaðurinn gerir pappírsvinnuna dansandi“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir vildu meira en hann setti myndbandið á Netið þegar vélin var lent.

Myndskeiðið var skoðað 6.000 sinnum þar til reikningi flugstjórans var lokað og þá sennilega af honum sjálfum en einn notandinn skildi eftir ummælin: „Flugmennirnir eru ekki með hugann við flugið. Það tekur aðeins eina sekúndu ef eitthvað fer úrskeiðis þótt að vélin sé í sjálfstýrðu farflugi“.

Einn sérfræðingur, sem tjáði sig við breska fjölmiðla, sagði: „Það væri ágætis hugmynd að bíða með dansandi teiknimyndafígúrur þangað til þeir eru lentir. Enginn farþegi vill sjá flugstjórann vera að einblína á teiknimyndafígúrur til að skemmta fylgjendum sínum í stað þess að tryggja öryggi farþega“.

Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að flugvélin hafi verið í farflugi og á sjálfstýringu og að vélin hafi lent heil á höldnu á áætlun. Þrátt fyrir það segir félagið að þeir myndu tala við þá flugmenn sem flugu vélinni.

Flugstjórinn, Michel Castellucci, var duglegur að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með lífinu úr stjórnklefanum

EasyJet tilkynnti svo fyrir skömmu að báðir flugmennirnir hefðu verið látnir fara þar sem þeir fóru ekki eftir starfsreglum flugfélagsins.

Flugfélög hafa flest strangar reglur varðandi vinnubrögð og starfsreglur í flugstjórnarklefanum og hvað varðar myndir á samfélagsmiðla þá hafa mörg flugfélög skýrar reglur um slíkt og sum flugfélög eru enn strangari á myndatökur en önnur félög.

Öll flugfélög fara þó eftir þeirri reglu að flugmenn skulu aðeins tala um það sem viðkemur fluginu og aðgerðum í stjórnklefanum undir 10.000 fetum fyrir lendingu og eftir flugtak en eftir það, þegar vélin er komin í farflugshæð, er þeim frjálst að tala og spjalla saman og skiptast á afþreyingu líkt og tíðkast á löngum flugleiðum svo lengi sem annar flugmannanna er við stjórn og fylgist með mælum.

Hundruði flugmanna um allan heim hafa notið mikilla vinsælda á Instagram með myndum úr stjórnklefanum og lífinu úr háloftunum án þess að slíkt hafi komið í bakið á þeim svo lengi sem það er innan marka sem hvert og eitt flugfélag setur varðandi reglur um slíkt.  fréttir af handahófi

Etihad segir upp 50 flugmönnum

11. janúar 2019

|

Etihad Airways hefur tilkynnt um töluverðan niðurskurð í rekstri félagsins og verður 50 flugmönnum sagt upp auk þess sem félagið ætlar að hætta við pöntun sína í Airbus A320neo þoturnar.

Turkmenistan Airlines bannað að fljúga til Evrópu

5. febrúar 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur verið bannað að fljúga til Evrópu en evrópsk flugmálayfirvöld hafa bætt flugfélaginu við á bannlista yfir þau félög sem fá ekki að fljúga til Evrópu.

Cirrus SR22 brotlenti í Frakklandi

10. desember 2018

|

Enginn komst lífs af úr flugslysi í Frakklandi er lítil flugvél af gerðinni Cirrus SR22 fórst í skóglendi nálægt bænum Beaubery í austurhluta Frakklands í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00