flugfréttir

Tveir flugmenn hjá easyJet reknir vegna mynda á Snapchat

- Skemmti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum

5. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:14

EasyJet ákvað að reka flugmennina tvö í kjölfar atviksins

Tveimur flugmönnum hjá easyJet hefur verið sagt upp störfum í kjölfars myndskeiða sem þeir tóku af hvorum öðrum á Snapchat en efnið vakti athygli á öðrum samfélagsmiðlum og fór þaðan í fjölmiðla í Bretlandi fyrir skemmstu sem fjölluðu um málið.

Samkvæmt frétt The Telegraph kemur fram að hvorki flugstjórinn né flugmaðurinn hafi verið við stjórnvölin né að fylgjast með flugleiðinni þrátt fyrir að vélin hafi verið á sjálfstýringu.

Á einu myndskeiðinu á Snapchat hjá flugstjóranum sést þar sem hann tekur upp myndband af flugmanninum dansa í takt við hreyfimynd af uglu um borð í Airbus A320 þotu á leiðinni frá París til Madrídar.

Þótt margir hafi haft gaman að sjá hversu hressir flugmennirnir voru á samfélagsmiðlum þá hefur það vakið upp spurningar hjá öðrum er viðkemur flugöryggi.

Báðir flugmennirnir virtust hafa verið mjög hressir en það varð þeim
hinsvegar að falli

Flugstjórinn, sem kallar sig „pilot_flyingnut“ skrifar við myndskeiðið: „Aðstoðarflugmaðurinn gerir pappírsvinnuna dansandi“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir vildu meira en hann setti myndbandið á Netið þegar vélin var lent.

Myndskeiðið var skoðað 6.000 sinnum þar til reikningi flugstjórans var lokað og þá sennilega af honum sjálfum en einn notandinn skildi eftir ummælin: „Flugmennirnir eru ekki með hugann við flugið. Það tekur aðeins eina sekúndu ef eitthvað fer úrskeiðis þótt að vélin sé í sjálfstýrðu farflugi“.

Einn sérfræðingur, sem tjáði sig við breska fjölmiðla, sagði: „Það væri ágætis hugmynd að bíða með dansandi teiknimyndafígúrur þangað til þeir eru lentir. Enginn farþegi vill sjá flugstjórann vera að einblína á teiknimyndafígúrur til að skemmta fylgjendum sínum í stað þess að tryggja öryggi farþega“.

Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að flugvélin hafi verið í farflugi og á sjálfstýringu og að vélin hafi lent heil á höldnu á áætlun. Þrátt fyrir það segir félagið að þeir myndu tala við þá flugmenn sem flugu vélinni.

Flugstjórinn, Michel Castellucci, var duglegur að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með lífinu úr stjórnklefanum

EasyJet tilkynnti svo fyrir skömmu að báðir flugmennirnir hefðu verið látnir fara þar sem þeir fóru ekki eftir starfsreglum flugfélagsins.

Flugfélög hafa flest strangar reglur varðandi vinnubrögð og starfsreglur í flugstjórnarklefanum og hvað varðar myndir á samfélagsmiðla þá hafa mörg flugfélög skýrar reglur um slíkt og sum flugfélög eru enn strangari á myndatökur en önnur félög.

Öll flugfélög fara þó eftir þeirri reglu að flugmenn skulu aðeins tala um það sem viðkemur fluginu og aðgerðum í stjórnklefanum undir 10.000 fetum fyrir lendingu og eftir flugtak en eftir það, þegar vélin er komin í farflugshæð, er þeim frjálst að tala og spjalla saman og skiptast á afþreyingu líkt og tíðkast á löngum flugleiðum svo lengi sem annar flugmannanna er við stjórn og fylgist með mælum.

Hundruði flugmanna um allan heim hafa notið mikilla vinsælda á Instagram með myndum úr stjórnklefanum og lífinu úr háloftunum án þess að slíkt hafi komið í bakið á þeim svo lengi sem það er innan marka sem hvert og eitt flugfélag setur varðandi reglur um slíkt.  fréttir af handahófi

Flugmenn Ryanair í Hollandi íhuga einnig verkfallsaðgerðir

31. júlí 2018

|

Spenna í samningaviðræðum milli flugmanna Ryanair og stjórnar félagsins hefur nú breytt úr sér yfir til Hollands en hollenskir flugmenn hjá Ryanair íhuga nú einnig að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki

Tæplega 1.300 flughermar í notkun í heiminum

26. júní 2018

|

Fjöldi þeirra flugherma í heiminum, sem flugfélögin nota við þjálfun áhafna, nálgast nú 1.300 eintök en í dag eru 1.270 flughermar í notkun og hefur þeim fjölgað um fimmtíu frá því á sama tíma í fyrr

Fjögur flugfélög tilgreina Taívan enn sem sjálfstætt land

31. júlí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa tilkynnt að fjögur bandarísk flugfélög hafi ekki orðið við ósk kínverskra stjórnvalda um að breyta nafni Taívan á vefsíðum sínum í Kína eins og farið var fram á við flugf

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð