flugfréttir
Fyrsta E2 þotan afhent til Widerøe

PR-EFL er fyrsta Embraer E190-E2 þotan sem afhent er til Widerøe
Embraer og Widerøe fögnuðu í vikunni fyrstu E2 þotunni sem afhent var til flugfélagsins norska sem er fyrsta flugfélagið í heimi til að fá þessa flugvél sem er ný kynslóð af Embraer-þotunum.
Embraer E190-E2 er fyrsta útgáfan af þeim þremur sem framleiddar verða sem leysa af hólmi þrjár eldri
tegundir sem komu fyrst á markaðinn árið 2002.
Widerøe mun fljúga fyrstu E190-E2 þotunni fyrsta áætlunarflugið síðar í þessum mánuði en vélin er sú fyrsta af þeim þremur
sem flugfélagið pantaði á sínum tíma en Widerøe hefur einnig kauprétt á tólf til viðbótar.
Þá er þetta einnig fyrsta þotan sem Widerøe tekur í notkun í 84 ára sögu félagsins sem hefur hingað til eingöngu verið með skrúfuflugvélar í flota sínum.
Fyrsta E2 þotan í flota Widerøe ber skráninguna PR-EFL og lagði hún af stað í afhendingarflug frá verksmiðjum Embraer
í São José dos Campos sl. mánudag og var fyrsti viðkomustaðurinn í Recife.
Þaðan var henni flogið til Gran Canaria og er áætlað að vélin verði komin eftir helgi til Aberdeen sem var síðasti viðkomustaðurinn
áður en hún heldur til Noregs.


24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

25. mars 2018
|
Blað var brotið í gær í flugsögu Breta og Ástrala og flugfélagsins Qantas er flugfélagið ástralska flaug í fyrsta sinn beint frá Perth til London Heathrow.

10. febrúar 2018
|
Philippine Airlines er orðið fjögurra stjörnu flugfélag að mati fyrirtækisins Skytrax sem metur flugfélög eftir þjónustu og gæðum.

26. apríl 2018
|
WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.