flugfréttir
Venezúela bannar Copa Airlines að fljúga til landsins

Embraer E190 þota Copa Airlines
Flugfélagið Copa Airlines í Panama hefur hætt öllu flugi til Venezúela og er landið því orðið enn einangraðra er kemur að flugsamgöngum.
Copa Airlines segir að félagið hefur hætt flugi til landsins þar sem stjórnvöld í Venezúala hafa rift samkomulagi
sem gert var við flugfélagið á sínum tíma en pólitísk spenna milli landanna tveggja er orðin mjög mikil.
Það var forseti Venezúela sem tók þessa ákvörðun en Juan Carlos Varela, forseti Panama, segir að þetta mun hafa mikil
áhrif á íbúa Venezúela þar sem þeir hafa reitt sig á matarbirgðir og innflutning á nauðsynjavörum með flugi frá Panama.
Mörg flugfélög hafa síðustu misseri hætt að fljúga til Venezúela vegna ástandsins í landinu og má þar á meðal nefna
American Airlines, Wamos Air, United Airlines, Delta Air Lines, Aerolíneas Argentinas, LATAM, Lufthansa, Air Canada auk
fleiri flugfélaga.


14. janúar 2019
|
Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

31. janúar 2019
|
Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

3. janúar 2019
|
Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur hætt leitinni að hljóðrita Boeing 737 MAX þotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta þann 29. október sl.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.