flugfréttir

Sjúkraflugvél lenti með öll hjól uppi í Stavanger

9. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Flugvélin, sem ber skráninguna LN-NOA, magalenti á flugvellinum í Stavanger í morgun eftir flug frá Osló

Norsk sjúkraflugvél af gerðinni King Air 200 lenti í vandræðum í morgun eftir að hjólastell vélarinnar fóru ekki niður fyrir lendingu á Sola flugvellinum í Stavanger.

Vélin magalenti á 18/36 brautinni og sakaði engann en um borð voru tveir flugmenn þegar atvikið átti sér stað klukkan 10:00 í morgun að norskum tíma.

Vélin var að flytja geiskavirkt efni fyrir skanna á sjúkrahúsinu í Stavanger en ekki var nein hætta á ferðum þar sem efnið er flutt í mjög sterku hylki sem þolir mikið álag og hnjask.

Ekki varð nein seinkun á flugi um Stavanger þar sem ákveðið var að opna 11/29 flugbrautina og fór önnu flugumferð því greiðlega um völlinn á meðan.

Jarle Granheim, framkvæmdarstjóri Air Wing, sem á og rekur flugvélina, segir að flest bendir til þess að flugmenn vélarinnar hafi ekki verið meðvitaðir um að hjólin höfðu ekki farið niður en flugumferðarstjórar á vellinum fengu ekki tilkynningu um nein vandræði áður en vélin lenti.

Flugvélin var fjarlægð af vettvangi með flutningabíl rétt fyrir hádegi að norskum tíma

Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að atvikið þykir mjög undarlegt að því leyti að ekki hafi nein viðvörun komið fram með að hjólabúnaðurinn hefði ekki farið niður en flestar flugvélar, sem hafa uppdraganleg hjólastell, hafa ljós í stjórnklefanum sem sýnir ef hjólin fara ekki niður fyrir lendingu eða upp eftir flugtak.

Flugvélin var fjarlægð með krana af vettvangi fyrir skömmu og flutt með flutningabíl af brautinni sem verður opnuð á ný á næstu klukkutímum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi mun hefja rannsókn á atvikinu í dag.  fréttir af handahófi

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Lion Air hótar að fara í mál við rannsóknarnefnd flugslysa

29. nóvember 2018

|

Flugfélagið Lion Air hefur hótað því að fara í mál við Nurcahyo Utomo, yfirmann rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu, eftir að hann tilkynnti í gær að Boeing 737 MAX þotan, sem fórst eftir flugtak

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00