flugfréttir

Sjúkraflugvél lenti með öll hjól uppi í Stavanger

9. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Flugvélin, sem ber skráninguna LN-NOA, magalenti á flugvellinum í Stavanger í morgun eftir flug frá Osló

Norsk sjúkraflugvél af gerðinni King Air 200 lenti í vandræðum í morgun eftir að hjólastell vélarinnar fóru ekki niður fyrir lendingu á Sola flugvellinum í Stavanger.

Vélin magalenti á 18/36 brautinni og sakaði engann en um borð voru tveir flugmenn þegar atvikið átti sér stað klukkan 10:00 í morgun að norskum tíma.

Vélin var að flytja geiskavirkt efni fyrir skanna á sjúkrahúsinu í Stavanger en ekki var nein hætta á ferðum þar sem efnið er flutt í mjög sterku hylki sem þolir mikið álag og hnjask.

Ekki varð nein seinkun á flugi um Stavanger þar sem ákveðið var að opna 11/29 flugbrautina og fór önnu flugumferð því greiðlega um völlinn á meðan.

Jarle Granheim, framkvæmdarstjóri Air Wing, sem á og rekur flugvélina, segir að flest bendir til þess að flugmenn vélarinnar hafi ekki verið meðvitaðir um að hjólin höfðu ekki farið niður en flugumferðarstjórar á vellinum fengu ekki tilkynningu um nein vandræði áður en vélin lenti.

Flugvélin var fjarlægð af vettvangi með flutningabíl rétt fyrir hádegi að norskum tíma

Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að atvikið þykir mjög undarlegt að því leyti að ekki hafi nein viðvörun komið fram með að hjólabúnaðurinn hefði ekki farið niður en flestar flugvélar, sem hafa uppdraganleg hjólastell, hafa ljós í stjórnklefanum sem sýnir ef hjólin fara ekki niður fyrir lendingu eða upp eftir flugtak.

Flugvélin var fjarlægð með krana af vettvangi fyrir skömmu og flutt með flutningabíl af brautinni sem verður opnuð á ný á næstu klukkutímum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi mun hefja rannsókn á atvikinu í dag.  fréttir af handahófi

Hreyflar fyrir MRJ verða einnig smíðaðir í Japan

3. júlí 2018

|

Pratt & Whitney vinnur nú að undirbúningi á samsetningu á fyrsta hreyflinum sem framleiddur verður í Japan en um er að ræða PW1200G hreyfilinn fyrri Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotuna.

Primera Air bætir Brussel við Ameríkuflugið

21. ágúst 2018

|

Primera Air ætlar að hefja flug frá Brussel til þriggja áfangastaða í Bandaríkjunum sem eru Boston, Newark og Washington Dulles.

Fyrsta HondaJet Elite afhent

14. ágúst 2018

|

Honda Aircraft hefur afhent fyrstu HondaJet Elite einkaþotuna sem er ný uppfærsla af HondaJet þotunni sem kom fyrst á markaðinn árið 2015.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.