flugfréttir

Sjúkraflugvél lenti með öll hjól uppi í Stavanger

9. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Flugvélin, sem ber skráninguna LN-NOA, magalenti á flugvellinum í Stavanger í morgun eftir flug frá Osló

Norsk sjúkraflugvél af gerðinni King Air 200 lenti í vandræðum í morgun eftir að hjólastell vélarinnar fóru ekki niður fyrir lendingu á Sola flugvellinum í Stavanger.

Vélin magalenti á 18/36 brautinni og sakaði engann en um borð voru tveir flugmenn þegar atvikið átti sér stað klukkan 10:00 í morgun að norskum tíma.

Vélin var að flytja geiskavirkt efni fyrir skanna á sjúkrahúsinu í Stavanger en ekki var nein hætta á ferðum þar sem efnið er flutt í mjög sterku hylki sem þolir mikið álag og hnjask.

Ekki varð nein seinkun á flugi um Stavanger þar sem ákveðið var að opna 11/29 flugbrautina og fór önnu flugumferð því greiðlega um völlinn á meðan.

Jarle Granheim, framkvæmdarstjóri Air Wing, sem á og rekur flugvélina, segir að flest bendir til þess að flugmenn vélarinnar hafi ekki verið meðvitaðir um að hjólin höfðu ekki farið niður en flugumferðarstjórar á vellinum fengu ekki tilkynningu um nein vandræði áður en vélin lenti.

Flugvélin var fjarlægð af vettvangi með flutningabíl rétt fyrir hádegi að norskum tíma

Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að atvikið þykir mjög undarlegt að því leyti að ekki hafi nein viðvörun komið fram með að hjólabúnaðurinn hefði ekki farið niður en flestar flugvélar, sem hafa uppdraganleg hjólastell, hafa ljós í stjórnklefanum sem sýnir ef hjólin fara ekki niður fyrir lendingu eða upp eftir flugtak.

Flugvélin var fjarlægð með krana af vettvangi fyrir skömmu og flutt með flutningabíl af brautinni sem verður opnuð á ný á næstu klukkutímum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi mun hefja rannsókn á atvikinu í dag.  fréttir af handahófi

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.

Sjálfkeyrandi ökutæki prófað á Heathrow-flugvelli

26. mars 2018

|

IAG Cargo, dótturfélag IAG (International Airlines Group), hefur framkvæmt prófanir með sjálfkeyrandi ökutæki á Heathrow-flugvellinum í London sem gæti mögulega ekið sjálft á milli stæða með smávörur

Tveir nýir forstöðumenn ráðnir til Icelandair

16. apríl 2018

|

Tveir nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir til starfa hjá Icelandair sem taka við sitthvorri deildinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Loftleiðir semja við National Geographic um lúxusflugferðir

16. maí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00