flugfréttir

Sjúkraflugvél lenti með öll hjól uppi í Stavanger

9. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Flugvélin, sem ber skráninguna LN-NOA, magalenti á flugvellinum í Stavanger í morgun eftir flug frá Osló

Norsk sjúkraflugvél af gerðinni King Air 200 lenti í vandræðum í morgun eftir að hjólastell vélarinnar fóru ekki niður fyrir lendingu á Sola flugvellinum í Stavanger.

Vélin magalenti á 18/36 brautinni og sakaði engann en um borð voru tveir flugmenn þegar atvikið átti sér stað klukkan 10:00 í morgun að norskum tíma.

Vélin var að flytja geiskavirkt efni fyrir skanna á sjúkrahúsinu í Stavanger en ekki var nein hætta á ferðum þar sem efnið er flutt í mjög sterku hylki sem þolir mikið álag og hnjask.

Ekki varð nein seinkun á flugi um Stavanger þar sem ákveðið var að opna 11/29 flugbrautina og fór önnu flugumferð því greiðlega um völlinn á meðan.

Jarle Granheim, framkvæmdarstjóri Air Wing, sem á og rekur flugvélina, segir að flest bendir til þess að flugmenn vélarinnar hafi ekki verið meðvitaðir um að hjólin höfðu ekki farið niður en flugumferðarstjórar á vellinum fengu ekki tilkynningu um nein vandræði áður en vélin lenti.

Flugvélin var fjarlægð af vettvangi með flutningabíl rétt fyrir hádegi að norskum tíma

Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að atvikið þykir mjög undarlegt að því leyti að ekki hafi nein viðvörun komið fram með að hjólabúnaðurinn hefði ekki farið niður en flestar flugvélar, sem hafa uppdraganleg hjólastell, hafa ljós í stjórnklefanum sem sýnir ef hjólin fara ekki niður fyrir lendingu eða upp eftir flugtak.

Flugvélin var fjarlægð með krana af vettvangi fyrir skömmu og flutt með flutningabíl af brautinni sem verður opnuð á ný á næstu klukkutímum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi mun hefja rannsókn á atvikinu í dag.  fréttir af handahófi

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

BAA Training stefnir á 18.000 tíma í flugkennslu í ár

4. júlí 2018

|

Baltic Aviation Training (BAA), einn stærsti flugskóli Evrópu, stefnir á tvöfalt fleiri flugkennslustundir á þessu ári miðað við árið 2017.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.