flugfréttir

Rannsaka flugslys þar sem vængur losnaði af flugvél

- Var í síðasta fluginu sínu fyrir verklegt atvinnuflugmannspróf

9. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Slysið átti sér stað þann 4. apríl síðastliðinn nálægt Daytona Beach í Flórída

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) vinnur nú að því að rannsaka hvað olli því að vængur losnaði af kennsluflugvél skömmu eftir flugtak í Daytona Beach í Flórída í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að tveir um borð létu lífið.

Flugvélin, sem var af Piper-gerð, var nýfarin í loftið frá Daytona Beach-flugvellinum þann 4. apríl sl. með flugnema og flugkennara innanborðs sem var einnig prófdómari hjá FAA en verið var að undirbúa nemandann fyrir hæfnisprófið þegar slysið átti sér stað.

Sjónarvottar á jörðu niðri urðu vitni af því er annar vængurinn losnaði af en vélin féll til jarðar í spuna og kom niður á túni skammt frá flugvellinum.

Zach átti að útskrifast frá Embry-Riddle þann 7. maí

Flugneminn var nemandi í hinum virta Embry-Riddle flugskóla í Flórída og var flugvélin ein af kennsluvélum skólans sem hefur tæp 90 kennsluflugvélar í flota sínum af gerðinni Cessna 172, Piper PA-28 og Diamond DA42.

Aaron McCarter, flugslysasérfræðingur frá NTSB, segir að aðaláherslan sé núna að einblína á orsök þess að vængurinn losnaði af vélinni en búið er að ræða við nokkra sjónarvotta sem sögðust hafa séð hann losna af þegar vélin var í flugtaki.

McCarter segir að um mjög sjaldgæft atvik sé að ræða og sé ekki vitað um mörg atvik í heiminum þar sem vængur losni skyndilega af flugvél.

NTSB hefur farið yfir gagnagrunn sinn varðandi skráð flugslys og flugatvik og hefur aldrei áður gerst að vængur hafi losnað af Piper-flugvél en vélin, sem bar skráninguna N106ER, var af gerðinni Piper PA-28R og var vélin smíðuð árið 2007.

Flak vélarinnar verður flutt til Jacksonville þar sem það verður rannsakað

Þrátt fyrir það þá gáfu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) út tilkynningu árið 2015 þar sem fram kom að viss árgerð af Piper PA-28 flugvélinni væri gjörn á að verða fyrir tæringu við vængrótina nálægt samskeytunum þar sem vængurinn festist á búkinn.

Þá komu einnig út tvær tilkynningar út árið 2011 varðandi mögulega tæringu í væng og nálægt hallastýri vélanna og voru meiri líkur á tæringin gæti orðið vandamál á stöðum þar sem mikill raki er, hlýtt veður og salt vatn.

Piper PA-28 er ein algengasta einshreyfils flugvél í heimi en vélin hefur verið smíðuð í yfir 32.000 eintökum frá því fyrsta tegundin kom á markað árið 1960 en N106ER var af gerðinni Arrow.

Flugvélin var skráninguna N106ER

Jacqueline Carlon, talsmaður Piper-flugvélaframleiðandans, segir að unnið sé að rannsókn slyssins í samstarfi við NTSB en Piper Arrow vélar Embly-Riddle hafa verið kyrrsettar og munu þær ekki fljúga í tæpa viku á meðan verið er að skoða vélarnar en Piper PA-28R hafa verið í flota Embry-Riddle frá árinu 2002 og alltaf reynst góðar og traustar flugvélar.

Flugneminn sem lést í slysinu hét Zach Capra, 25 ára nemi sem hefði útskrifast sem atvinnuflugmaður þann 7. maí í vor og var hann því á lokasprettinum að geta sótt um sem flugmaður hjá flugfélagi að prófi loknu.

Zach Capra (til vinstri) og flugkennarinn og prófdómarinn, John S. Azma (til hægri)

„Þetta var síðasta flugið hans í náminu fyrir atvinnuflugmannsskírteinið“, segir John Capra, faðir Zach. - „Þetta var draumurinn hans og ástríða. Hann ætlaði að fljúga um allan heiminn og var ævintýrið bara rétt að byrja“.

Flugkennarinn sem var um borð hét John S. Azma, reyndur prófdómari, sem stofnaði Azma FLT Inc. í Orlando sem er flugþjálfunarstöð sem sérhæfir sig í flugþjálfun og tegundaráritanir á einkaþotur af gerðinni Cessna Citation, Dassault Falcon og fleiri gerðir.

Azma var í miklum metum í Embry-Riddle flugakademíunni með 20 ára reynslu af atvinnuflugi og þá hafði hann réttindi á yfir 12 mismunandi tegundir af flugvélum.

Minningarathöfn fór fram í dag í Embry-Riddle í Daytona Beach þar sem fjölskyldur og aðstandendur Zach og Azma komu saman.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga