flugfréttir

Airbus hættir við áform um nýja kynslóð af neo-þotu

- Átti að vera svar Airbus við Boeing 797

11. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:55

Airbus hafði í huga að A321neo-plus-plus yrði svar þeirra við Boeing 797 og stóð til að sú þota myndi koma með nýrri vænghönnun

Airbus hefur hætt við áform sín í bili um þróun á endurbættari útgáfu af Airbus A320neo og A321neo sem hrinda átti í framkvæmd til að keppa við mögulega framtíðarþotu sem Boeing hefur kynnt til leiks.

Boeing hefur að kynnt áform sín um að smíða þotu sem kölluð hefur verið „New Midsize Aircraft“ en mögulegir kaupendur segja að vélin muni koma til með að verða Boeing 797.

Airbus hefur verið á varðbergi gagnvart þessu framspili Boeing og stóð til að bregðast við samkeppninni með Airbus A320neo-plus og A321neo-plus-plus sem Airbus kynnti í fyrra.

Airbus hafði í huga að A321neo-plus-plus yrði svar þeirra við Boeing 797 og stóð til að sú þota myndi koma með nýrri vænghönnun sem myndi gera vélina að stærstu farþegaþotu heims í flokki minni farþegaflugvéla sem koma með einum gang.

Airbus A321neo-plus-plus hefur einnig verið þekkt undir vinnsluheitinu Airbus A322 sem kynnt var lauslega í fyrra.

Hafa nóg á sinni könnu með framleiðslu á A32neo

Ástæða þess að Airbus hefur ákveðið að yfirgefa hugmyndina um A321neo-plus-plus er sú að framleiðandinn á fullt í fangi með framleiðslu á núverandi útgáfu af Airbus A320neo þotunum á sama tíma og erfiðleikar hafa komið upp með PW1100G hreyfilinn frá Pratt & Whitney.

Airbus hefur undanfarin misseri verið reiðubúið að keppa við nýja farþegaþotu frá Boeing

Á sama tíma er Airbus einnig að stefna að því að auka framleiðsluhraðann á þotunum til að ná að afhenda fleiri þotur þar sem pantanir hrannast upp af þessari nýju kynslóð af einni vinsælustu farþegaþotu heims.

Airbus getur ekki slakað á framleiðslunni í samkeppninni við Boeing sem stefnir einnig á að auka framleiðsluhraðann á Boeing 737 MAX.

Fram kemur að Airbus A320neo-plus hefði orðið enn sparneytnari með endurgerðri hönnun með tilliti til loftflæðiseiginleika og þá hefði flugstjórnarklefinn fengið andlitslyftingu.

Þróunarvinna vegna Airbus A321neo-plus-plus var komin langt á leið

Þróunarvinna vegna Airbus A320neo-plus var komin töluvert langt á leið og hafði hópur verkfræðinga þegar unnið að hönnunarbreytingum sem voru komnar á það stig að hægt var að fara kynna nýju endurgerðina fyrir flugfélögum.

Kynningarefni frá Airbus vegna Airbus A321neo plus

Ákvörðun Airbus um að hætta við áform um A320neo-plus hefur vakið upp spurningar um hvaða leik Airbus ætlar að tefla ef Boeing tekur annað skrefið nær því að hrynda Boeing 797 í framkvæmd og sérstaklega í ljósi þess að Airbus hefur tapað öllum þeim pöntunum sem framleiðandinn hafði fengið í Airbus A330-800 sem er minni tegundin af Airbus A330neo.

Airbus hefur lýst því yfir að þeim liggi ekkert á að verða fyrstir með nýja meðalstóra farþegaþotu og hafa þeir gefið í skyn að þær ætli að leyfa Boeing að sýna sín spil á hendi fyrst.

„Airbus A321neo hefur yfirburða eiginleika með markaðshlutdeild upp á 80% þannig við erum ekki undir neinni pressu“, segir talsmaður Airbus.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga