flugfréttir

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

- Tilbúin að leggja bókhaldið á borðið og sanna að engir styrkir voru þegnir

16. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Boeing 777 þota United Airlines í lendingu á flugvellinum í San Francisco með Boeing 777 þotu Emirates í baksýn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið hafa í rúmt ár.

Bandarísku flugfélögin þrjú, American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines hafa ásakað Emirates, Qatar Airways og Etihad Airways um að hafa þegið ólögmæta styrki frá ríkisstjórnum landa sinna sem hefur gefið þeim byr undir vængina í flugi til Ameríku.

Miðausturlandaflugfélögin hafa þvertekið fyrir að hafa þegið styrki frá arabalöndunum og segja slíkar ásakanir komu úr hörðustu átt og vitna í þá styrki sem þau bandarísku hafa fengið frá stjórnvöldum vestanhafs.

Með samkomulaginu þá yrði Emirates og Etihad Airways að gera bókhaldið sitt opinbert og leyfa stjórnendum bandarísku flugfélaganna þriggja með berum augum að Miðausturlandaflugfélögin hafi aldrei þegið neina styrki frá Furstadæmunum eins og þau eru sökuð um.

Þá verða Emirates og Etihad Airways einnig að sættast á að fljúga ekki fleiri flugferðir til Bandaríkjanna frá öðrum áfangastað nema frá Furstadæmunum en Emirates hefur t.a.m. flogið frá Dubai vestur um haf með viðkomu í evrópskum borgum með tilkomu loftferðasamnings um flug gegnum þriðja landið.

Ekki er búið að ganga frá samkomulaginu enn allir aðilar hafa fallist á að framfylgja því en enn á eftir að bera það undir viðkomandi ráðuneyti í Bandaríkjunum.

Amerísku flugfélögin þrjú hafa eytt miklu púðri í að þrýsta bæði á ríkisstjórn Barrack Obama og núna á ríkisstjórn Donalds Trumps til þess að sækja málið alla leið og knýja Emirates og Qatar Airways til að setja spilin á borðið með því að sýna þeim bókhaldið.

Búið að ná sátt við Qatar Airways

Sambærilegu samkomulagi hefur verið náð við ríkisstjórn Qatar þar sem flugfélögin þrjú hafa einnig sakað Qatar Airways um að taka við ólögmætum ríkisstyrkjum.

Qatar Airways hefur fallist á að sýna allar millifærslur sem félagið hefur fengið frá ríkisstjórn landsins á næstu misserum og sýna með því fram á að félagið hafi ekkert að fela.

Bandarísku flugfélögin hafa þó mestar áhyggjur af svokölluðu „Fimmta frelsissakomulagi“ um loftferðir sem leyfir flugfélögum eins og Emirates að fljúga með farþega frá öðrum löndum til Bandaríkjanna án þess að þeir hafi stígið fæti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum líkt flug Emirates frá Dubai til New York með viðkomu í Mílanó.

Emirates hefur hinsvegar beint á að bandarísku flugfélögin séu ekkert skárri og benda á að Delta Air Lines flýgur áætlunarflug frá Manila á Filippseyjum til Tókýó.

Bandarísku flugfélögin óttast hinsvegar að með þessum loftferðasamningi geti Emirates flogið til evrópskra borga og sótt fleiri farþega í Airbus A380 risaþoturnar og ferjað til Bandaríkjanna og með því gert bandarísku flugfélögunum erfitt fyrir í samkeppninni sem þau eiga nú þegar í basli með.  fréttir af handahófi

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.