flugfréttir

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

- Tilbúin að leggja bókhaldið á borðið og sanna að engir styrkir voru þegnir

16. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Boeing 777 þota United Airlines í lendingu á flugvellinum í San Francisco með Boeing 777 þotu Emirates í baksýn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið hafa í rúmt ár.

Bandarísku flugfélögin þrjú, American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines hafa ásakað Emirates, Qatar Airways og Etihad Airways um að hafa þegið ólögmæta styrki frá ríkisstjórnum landa sinna sem hefur gefið þeim byr undir vængina í flugi til Ameríku.

Miðausturlandaflugfélögin hafa þvertekið fyrir að hafa þegið styrki frá arabalöndunum og segja slíkar ásakanir komu úr hörðustu átt og vitna í þá styrki sem þau bandarísku hafa fengið frá stjórnvöldum vestanhafs.

Með samkomulaginu þá yrði Emirates og Etihad Airways að gera bókhaldið sitt opinbert og leyfa stjórnendum bandarísku flugfélaganna þriggja með berum augum að Miðausturlandaflugfélögin hafi aldrei þegið neina styrki frá Furstadæmunum eins og þau eru sökuð um.

Þá verða Emirates og Etihad Airways einnig að sættast á að fljúga ekki fleiri flugferðir til Bandaríkjanna frá öðrum áfangastað nema frá Furstadæmunum en Emirates hefur t.a.m. flogið frá Dubai vestur um haf með viðkomu í evrópskum borgum með tilkomu loftferðasamnings um flug gegnum þriðja landið.

Ekki er búið að ganga frá samkomulaginu enn allir aðilar hafa fallist á að framfylgja því en enn á eftir að bera það undir viðkomandi ráðuneyti í Bandaríkjunum.

Amerísku flugfélögin þrjú hafa eytt miklu púðri í að þrýsta bæði á ríkisstjórn Barrack Obama og núna á ríkisstjórn Donalds Trumps til þess að sækja málið alla leið og knýja Emirates og Qatar Airways til að setja spilin á borðið með því að sýna þeim bókhaldið.

Búið að ná sátt við Qatar Airways

Sambærilegu samkomulagi hefur verið náð við ríkisstjórn Qatar þar sem flugfélögin þrjú hafa einnig sakað Qatar Airways um að taka við ólögmætum ríkisstyrkjum.

Qatar Airways hefur fallist á að sýna allar millifærslur sem félagið hefur fengið frá ríkisstjórn landsins á næstu misserum og sýna með því fram á að félagið hafi ekkert að fela.

Bandarísku flugfélögin hafa þó mestar áhyggjur af svokölluðu „Fimmta frelsissakomulagi“ um loftferðir sem leyfir flugfélögum eins og Emirates að fljúga með farþega frá öðrum löndum til Bandaríkjanna án þess að þeir hafi stígið fæti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum líkt flug Emirates frá Dubai til New York með viðkomu í Mílanó.

Emirates hefur hinsvegar beint á að bandarísku flugfélögin séu ekkert skárri og benda á að Delta Air Lines flýgur áætlunarflug frá Manila á Filippseyjum til Tókýó.

Bandarísku flugfélögin óttast hinsvegar að með þessum loftferðasamningi geti Emirates flogið til evrópskra borga og sótt fleiri farþega í Airbus A380 risaþoturnar og ferjað til Bandaríkjanna og með því gert bandarísku flugfélögunum erfitt fyrir í samkeppninni sem þau eiga nú þegar í basli með.  fréttir af handahófi

Lenti á nýrri flugbraut sem hefur ekki verið tekin í notkun

27. ágúst 2018

|

Farþegaþota frá rússneska flugfélaginu Ural Airlines lenti óvart á lokaðri flugbraut á flugvellinum í borginni Ulan-Ude í Rússlandi sl. laugardag.

Interjet fær 4.2 milljarða í bætur frá Sukhoi

8. ágúst 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur fengið greiddar bætur frá Sukhoi framleiðandanum upp á 4,2 milljarða króna vegna viðhaldskostnaðar sem félagið hefur þurft að leggja út fyrir vegna Sukhoi Superj

Ryanair segir verkfall flugmanna vera kúgun

9. júlí 2018

|

Stjórn írska lágfargjaldafélagsins Ryanair gerði engar tilraunir um helgina til þess að koma til móts við kröfur írska flugmanna sem hafa boðað til verkfallsaðgerða næstkomandi fimmtudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.