flugfréttir

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

- Tilbúin að leggja bókhaldið á borðið og sanna að engir styrkir voru þegnir

16. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Boeing 777 þota United Airlines í lendingu á flugvellinum í San Francisco með Boeing 777 þotu Emirates í baksýn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið hafa í rúmt ár.

Bandarísku flugfélögin þrjú, American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines hafa ásakað Emirates, Qatar Airways og Etihad Airways um að hafa þegið ólögmæta styrki frá ríkisstjórnum landa sinna sem hefur gefið þeim byr undir vængina í flugi til Ameríku.

Miðausturlandaflugfélögin hafa þvertekið fyrir að hafa þegið styrki frá arabalöndunum og segja slíkar ásakanir komu úr hörðustu átt og vitna í þá styrki sem þau bandarísku hafa fengið frá stjórnvöldum vestanhafs.

Með samkomulaginu þá yrði Emirates og Etihad Airways að gera bókhaldið sitt opinbert og leyfa stjórnendum bandarísku flugfélaganna þriggja með berum augum að Miðausturlandaflugfélögin hafi aldrei þegið neina styrki frá Furstadæmunum eins og þau eru sökuð um.

Þá verða Emirates og Etihad Airways einnig að sættast á að fljúga ekki fleiri flugferðir til Bandaríkjanna frá öðrum áfangastað nema frá Furstadæmunum en Emirates hefur t.a.m. flogið frá Dubai vestur um haf með viðkomu í evrópskum borgum með tilkomu loftferðasamnings um flug gegnum þriðja landið.

Ekki er búið að ganga frá samkomulaginu enn allir aðilar hafa fallist á að framfylgja því en enn á eftir að bera það undir viðkomandi ráðuneyti í Bandaríkjunum.

Amerísku flugfélögin þrjú hafa eytt miklu púðri í að þrýsta bæði á ríkisstjórn Barrack Obama og núna á ríkisstjórn Donalds Trumps til þess að sækja málið alla leið og knýja Emirates og Qatar Airways til að setja spilin á borðið með því að sýna þeim bókhaldið.

Búið að ná sátt við Qatar Airways

Sambærilegu samkomulagi hefur verið náð við ríkisstjórn Qatar þar sem flugfélögin þrjú hafa einnig sakað Qatar Airways um að taka við ólögmætum ríkisstyrkjum.

Qatar Airways hefur fallist á að sýna allar millifærslur sem félagið hefur fengið frá ríkisstjórn landsins á næstu misserum og sýna með því fram á að félagið hafi ekkert að fela.

Bandarísku flugfélögin hafa þó mestar áhyggjur af svokölluðu „Fimmta frelsissakomulagi“ um loftferðir sem leyfir flugfélögum eins og Emirates að fljúga með farþega frá öðrum löndum til Bandaríkjanna án þess að þeir hafi stígið fæti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum líkt flug Emirates frá Dubai til New York með viðkomu í Mílanó.

Emirates hefur hinsvegar beint á að bandarísku flugfélögin séu ekkert skárri og benda á að Delta Air Lines flýgur áætlunarflug frá Manila á Filippseyjum til Tókýó.

Bandarísku flugfélögin óttast hinsvegar að með þessum loftferðasamningi geti Emirates flogið til evrópskra borga og sótt fleiri farþega í Airbus A380 risaþoturnar og ferjað til Bandaríkjanna og með því gert bandarísku flugfélögunum erfitt fyrir í samkeppninni sem þau eiga nú þegar í basli með.  fréttir af handahófi

Upplýsingar um flugtaksþunga skeikaði um 40 tonn

27. nóvember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að rangar þyngdarupplýsingar upp á 40 tonn hafi valdið því að Boeing 787-9 þota frá El Al Israel Airlines átti í erfiðleikum með að hefja s

JetBlue staðfestir pöntun í 60 Airbus A220-300 þotur

3. janúar 2019

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur staðfest pöntun í sextíu þotur af gerðinni Airbus A220-300 sem einnig er betur þekktar sem CSeries CS300.

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00