flugfréttir

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

- Tilbúin að leggja bókhaldið á borðið og sanna að engir styrkir voru þegnir

16. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Boeing 777 þota United Airlines í lendingu á flugvellinum í San Francisco með Boeing 777 þotu Emirates í baksýn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið hafa í rúmt ár.

Bandarísku flugfélögin þrjú, American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines hafa ásakað Emirates, Qatar Airways og Etihad Airways um að hafa þegið ólögmæta styrki frá ríkisstjórnum landa sinna sem hefur gefið þeim byr undir vængina í flugi til Ameríku.

Miðausturlandaflugfélögin hafa þvertekið fyrir að hafa þegið styrki frá arabalöndunum og segja slíkar ásakanir komu úr hörðustu átt og vitna í þá styrki sem þau bandarísku hafa fengið frá stjórnvöldum vestanhafs.

Með samkomulaginu þá yrði Emirates og Etihad Airways að gera bókhaldið sitt opinbert og leyfa stjórnendum bandarísku flugfélaganna þriggja með berum augum að Miðausturlandaflugfélögin hafi aldrei þegið neina styrki frá Furstadæmunum eins og þau eru sökuð um.

Þá verða Emirates og Etihad Airways einnig að sættast á að fljúga ekki fleiri flugferðir til Bandaríkjanna frá öðrum áfangastað nema frá Furstadæmunum en Emirates hefur t.a.m. flogið frá Dubai vestur um haf með viðkomu í evrópskum borgum með tilkomu loftferðasamnings um flug gegnum þriðja landið.

Ekki er búið að ganga frá samkomulaginu enn allir aðilar hafa fallist á að framfylgja því en enn á eftir að bera það undir viðkomandi ráðuneyti í Bandaríkjunum.

Amerísku flugfélögin þrjú hafa eytt miklu púðri í að þrýsta bæði á ríkisstjórn Barrack Obama og núna á ríkisstjórn Donalds Trumps til þess að sækja málið alla leið og knýja Emirates og Qatar Airways til að setja spilin á borðið með því að sýna þeim bókhaldið.

Búið að ná sátt við Qatar Airways

Sambærilegu samkomulagi hefur verið náð við ríkisstjórn Qatar þar sem flugfélögin þrjú hafa einnig sakað Qatar Airways um að taka við ólögmætum ríkisstyrkjum.

Qatar Airways hefur fallist á að sýna allar millifærslur sem félagið hefur fengið frá ríkisstjórn landsins á næstu misserum og sýna með því fram á að félagið hafi ekkert að fela.

Bandarísku flugfélögin hafa þó mestar áhyggjur af svokölluðu „Fimmta frelsissakomulagi“ um loftferðir sem leyfir flugfélögum eins og Emirates að fljúga með farþega frá öðrum löndum til Bandaríkjanna án þess að þeir hafi stígið fæti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum líkt flug Emirates frá Dubai til New York með viðkomu í Mílanó.

Emirates hefur hinsvegar beint á að bandarísku flugfélögin séu ekkert skárri og benda á að Delta Air Lines flýgur áætlunarflug frá Manila á Filippseyjum til Tókýó.

Bandarísku flugfélögin óttast hinsvegar að með þessum loftferðasamningi geti Emirates flogið til evrópskra borga og sótt fleiri farþega í Airbus A380 risaþoturnar og ferjað til Bandaríkjanna og með því gert bandarísku flugfélögunum erfitt fyrir í samkeppninni sem þau eiga nú þegar í basli með.  fréttir af handahófi

Primera Air opnar bækistöð í Birmingham

15. maí 2018

|

Primera Air hefur opnað bækistöðvar í Birmingham og gert flugvöllinn að einni af starfstöðvum félagsins með flugi þaðan til Malaga og Palma de Mallorca.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00