flugfréttir
Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum
- Ein kona slösuð eftir að hafa fengið flísar og sogast að glugganum

Þotan var í 31.000 fetum þegar sprenging kom upp í vinstri hreyfli vélarinnar
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.
Þotan var í áætlunarflugi frá LaGuardia-flugvellinum í New York til Dallas
Love Field þegar sprenging kom upp
í vinstri hreyfli vélarinnar en brak úr hreyflinum fór í gegnum skrokk vélarinnar
og var ein kona, sem sat við gluggann, sem fékk flísar í sig auk þess sem hún sogaðist að gluggannum og var föst í falsinu.
Samkvæmt Flightradar24.com þá hafði flugvélin náð 31.000 fetum eftir flugtak frá LGA yfir Pennsylvania er atvikið átti sér stað klukkan
15:00 í dag að íslenskum tíma.

Hreyfill vélarinnar eftir lendingu á flugvellinum í
Philadelphia
Flugmenn vélarinnar flugu af leið og var haldið til Philadelphia þar sem vélin lenti
20 mínútum síðar eða klukkan 15:23 að íslenskum tíma.
Boeing 737-700 þotur Southwest Airlines koma með CFM56 hreyflum
frá CFM International en flugmennirnir lækkuðu flugið með miklum lóðréttum
hraða til þess að koma sér niður í örugga flughæð þar sem farþegarýmið var ekki
lengur þrýstingsjafnað og súrefnisskortur gerir vart við sig mjög fljótt.
Einn farþegi um borð segir að súrefnisgrímur hefðu fallið strax niður en vélin lenti
giftusamlega í Philadelphia og fóru farþegar frá borði niður um stigabíla og
voru uppblásnar neyðarrennibrautir ekki notaðar.
Fjölmiðlar vestanhafs hafa verið að sýna beina útsendingu frá flugvellinum
þar sem farþegar eru að fara frá borði en a.m.k. einn hefur verið fluttur á sjúkrahús
og er talið að það hafi verið konan sem fékk flísar í sig frá brakinu sem kom í gegnum
skrokkinn.
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að verið sé að safna upplýsingum
um atvikið en um borð voru 143 farþegar og kemur fram að flugvélin sé 18 ára
gömul, smíðuð árið 2000.
Fleiri myndir:


23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

22. janúar 2019
|
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að banna allt flug á vegum íranska flugfélagsins Mahan Air til landsins.

6. desember 2018
|
Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.