flugfréttir
Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros
- Hafa áhyggjur af því að stærri flugvélar en Dash 8 geta ekki lent á vellinum

Frá flugvellinum í norska bænum Røros
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.
Flugbrautin á flugvellinum í Røros er 1.700 metra löng en vegna sparnaðar
ætlar Avinor aðeins að malbika 1.200 metra langan kafla brautarinnar.
Yfirmaður flugvallarins óttast að með þessu þá muni flugvöllurinn ekki geta
tekið við stærri flugvélum en þeim Dash 8 flugvélum sem Widerøe notar í áætlunarflugi til Oslóar og sé
því ekki lengur möguleiki á að önnur flugfélög geti hafið áætlunarflug til Røros með stærri flugvélum.
„Við gerum okkur grein fyrir því að Avinor vill setja minna fé í flugvöllinn þar
sem þeir sjá að flugumferðin er ekki mikil sem fer um völlinn en það er frekar
mikil heimska að malbika ekki alla brautina“, segir Hans Vintervold, yfirmaður flugvallarins í Røros.

Flugbrautinn í Røros er 1.700 metra löng en Avinor vill aðeins malbika 70% brautarinnar
Árið 2016 lenti Airbus A319 þota frá Air Berlin á flugvellinum auk þess
sem Boeing 737 þotur frá SAS hafa lent þar en slíkt er ekki hægt ef nýting
flugbrautarinnar verður skert með styttra yfirlagi.
Útboðstími til verksins rennur út á næstu dögum og ætlar flugvöllurinn og
bæjarstjórnin í Røros að gera tilraun til þess að fá Avinor af þeirri ákvörðun að
malbika bara hluta flugbrautarinnar á þeim forsendum að það skerði möguleika
á því að efla ferðamannaiðnaðinn á svæðinu.


11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

29. nóvember 2018
|
Dreamliner-þota frá Air India rakst með væng utan í flugstöðvarbyggingu á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi í gær.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.