flugfréttir

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

- Loftleiðir-Icelandic myndi eignast 49% hlut í Azores Airlines ef af verður

21. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:53

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum kemur fram að til greina komi að Loftleiðir-Icelandic verði valið kaupandi að Azores Airlines.

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

SATA Group, móðurfélag Azores Airlines, auglýsti eftir áhugasömum fjárfestum til að kaupa hlut í félaginu og er Loftleiðir-Icelandic meðal þeirra tilboðsaðila sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Fram kemur að Icelandair sé í þeirri fjárhagsstöðu sem til þarf og búi yfir þeirri reynslu af flugrekstri sem krafist er af þeim aðila sem hluturinn verður seldur til.

Loftleiðir-Icelandic hefur í dag komist í gegnum fyrsta stigið í tilboðsferlinu sem telur þrjá hluta en á lokastiginu taka þeir aðilar, sem koma sterklegastir til greina, þátt í lokaviðræðum áður en valið fer fram en lokaákvörðun er tekin á 4. stigi ferilsins.

Bæði Icelandair og Azores Airlines eiga það sameiginlegt að félögin koma frá eyjum sem staðsettar eru í Atlantshafinu og tengja saman áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku en umsvif Icelandair eru þó margfalt meiri á markaðnum í flugi yfir Atlantshafið.

Azores Airlines flýgur til áfangastaða fjögurra áfangastaða á meginlandi Evrópu sem eru Faro, Porto, Lissabon og Frankfurt auk London Gatwick og tengir félagið þá saman við fimm áfangastaði í Norður-Ameríku sem eru Montréal, Toronto, Boston, Oakland og Providence.

Azores Airlines var stofnað sem SATA Internacional árið 1990 en nafni félagsins var breytt árið 2015 auk þess sem ímynd og merki félagsins var breytt í kjölfarið.

Félagið pantaði sex nýjar Airbus A321LR þotur árið 2016; tvær Airbus A321neo þotur og fjórar langdrægar útgáfur af gerðinni A321LR og hefur félagið fengið báðar A321neo þoturnar afhentar.

Þá hefur Azores Airlines einnig þrjár Airbus A320 þotur í flotanum og eina A330-200 breiðþotu.  fréttir af handahófi

Mun sennilega fljúga í fyrsta sinn opinberlega á Farnborough

24. apríl 2018

|

Líkur eru á því að nýja MRJ90 farþegaþotan japanska frá Mitsubishi muni koma fram í fyrsta sinn opinberlega á flugi á flugsýningunni í Farnborough sem fram fer í júlí í sumar.

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.

Fyrsta flugsýningin í Sádí-Arabíu

2. júlí 2018

|

Flugsýningin Saudi Airshow mun fara fram í Riyahd í Sádí-Arabíu á næsta ári en þetta verður í fyrsta sinn sem flugsýning er haldin þar í landi.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.