flugfréttir

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

- Loftleiðir-Icelandic myndi eignast 49% hlut í Azores Airlines ef af verður

21. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:53

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum kemur fram að til greina komi að Loftleiðir-Icelandic verði valið kaupandi að Azores Airlines.

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

SATA Group, móðurfélag Azores Airlines, auglýsti eftir áhugasömum fjárfestum til að kaupa hlut í félaginu og er Loftleiðir-Icelandic meðal þeirra tilboðsaðila sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Fram kemur að Icelandair sé í þeirri fjárhagsstöðu sem til þarf og búi yfir þeirri reynslu af flugrekstri sem krafist er af þeim aðila sem hluturinn verður seldur til.

Loftleiðir-Icelandic hefur í dag komist í gegnum fyrsta stigið í tilboðsferlinu sem telur þrjá hluta en á lokastiginu taka þeir aðilar, sem koma sterklegastir til greina, þátt í lokaviðræðum áður en valið fer fram en lokaákvörðun er tekin á 4. stigi ferilsins.

Bæði Icelandair og Azores Airlines eiga það sameiginlegt að félögin koma frá eyjum sem staðsettar eru í Atlantshafinu og tengja saman áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku en umsvif Icelandair eru þó margfalt meiri á markaðnum í flugi yfir Atlantshafið.

Azores Airlines flýgur til áfangastaða fjögurra áfangastaða á meginlandi Evrópu sem eru Faro, Porto, Lissabon og Frankfurt auk London Gatwick og tengir félagið þá saman við fimm áfangastaði í Norður-Ameríku sem eru Montréal, Toronto, Boston, Oakland og Providence.

Azores Airlines var stofnað sem SATA Internacional árið 1990 en nafni félagsins var breytt árið 2015 auk þess sem ímynd og merki félagsins var breytt í kjölfarið.

Félagið pantaði sex nýjar Airbus A321LR þotur árið 2016; tvær Airbus A321neo þotur og fjórar langdrægar útgáfur af gerðinni A321LR og hefur félagið fengið báðar A321neo þoturnar afhentar.

Þá hefur Azores Airlines einnig þrjár Airbus A320 þotur í flotanum og eina A330-200 breiðþotu.  fréttir af handahófi

Fimmta veggspjaldið fjallar um skort á samvinnu

10. júlí 2018

|

Samgöngustofa hefur sent frá sér fimmta veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara til að bregðast við skort á samvinnu.

Boeing tryggir sér einkaleyfið fyrir tölunni 797

12. júlí 2018

|

Talan 797 er ekki mikið þekkt númer fyrir utan að hafa verið þriðja seinasta árið á 8. öld samkvæmt júlíska tímatalinu en þá er hún einnig eina talan í 7X7 röðinni sem ekki hefur verið notuð af Boein

Sukhoi fraktþota í undirbúningi

3. júlí 2018

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi vinnur nú að því að koma með fraktútgáfu af Sukhoi Superjet 100 þotunni sem til stendur að smíða.

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð