flugfréttir

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

- Loftleiðir-Icelandic myndi eignast 49% hlut í Azores Airlines ef af verður

21. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:53

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum kemur fram að til greina komi að Loftleiðir-Icelandic verði valið kaupandi að Azores Airlines.

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

SATA Group, móðurfélag Azores Airlines, auglýsti eftir áhugasömum fjárfestum til að kaupa hlut í félaginu og er Loftleiðir-Icelandic meðal þeirra tilboðsaðila sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Fram kemur að Icelandair sé í þeirri fjárhagsstöðu sem til þarf og búi yfir þeirri reynslu af flugrekstri sem krafist er af þeim aðila sem hluturinn verður seldur til.

Loftleiðir-Icelandic hefur í dag komist í gegnum fyrsta stigið í tilboðsferlinu sem telur þrjá hluta en á lokastiginu taka þeir aðilar, sem koma sterklegastir til greina, þátt í lokaviðræðum áður en valið fer fram en lokaákvörðun er tekin á 4. stigi ferilsins.

Bæði Icelandair og Azores Airlines eiga það sameiginlegt að félögin koma frá eyjum sem staðsettar eru í Atlantshafinu og tengja saman áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku en umsvif Icelandair eru þó margfalt meiri á markaðnum í flugi yfir Atlantshafið.

Azores Airlines flýgur til áfangastaða fjögurra áfangastaða á meginlandi Evrópu sem eru Faro, Porto, Lissabon og Frankfurt auk London Gatwick og tengir félagið þá saman við fimm áfangastaði í Norður-Ameríku sem eru Montréal, Toronto, Boston, Oakland og Providence.

Azores Airlines var stofnað sem SATA Internacional árið 1990 en nafni félagsins var breytt árið 2015 auk þess sem ímynd og merki félagsins var breytt í kjölfarið.

Félagið pantaði sex nýjar Airbus A321LR þotur árið 2016; tvær Airbus A321neo þotur og fjórar langdrægar útgáfur af gerðinni A321LR og hefur félagið fengið báðar A321neo þoturnar afhentar.

Þá hefur Azores Airlines einnig þrjár Airbus A320 þotur í flotanum og eina A330-200 breiðþotu.  fréttir af handahófi

4.3 milljarðar ferðuðust með flugi árið 2018

2. janúar 2019

|

Um 4.3 milljarður flugfarþegar ferðuðust um háloftin með áætlunarflugi í heiminum árið 2018 samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflugmálastofnunninni (ICAO) sem er auknin upp á 6.1 prósent samanborið við

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00