flugfréttir

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

- Loftleiðir-Icelandic myndi eignast 49% hlut í Azores Airlines ef af verður

21. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:53

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum kemur fram að til greina komi að Loftleiðir-Icelandic verði valið kaupandi að Azores Airlines.

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

SATA Group, móðurfélag Azores Airlines, auglýsti eftir áhugasömum fjárfestum til að kaupa hlut í félaginu og er Loftleiðir-Icelandic meðal þeirra tilboðsaðila sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Fram kemur að Icelandair sé í þeirri fjárhagsstöðu sem til þarf og búi yfir þeirri reynslu af flugrekstri sem krafist er af þeim aðila sem hluturinn verður seldur til.

Loftleiðir-Icelandic hefur í dag komist í gegnum fyrsta stigið í tilboðsferlinu sem telur þrjá hluta en á lokastiginu taka þeir aðilar, sem koma sterklegastir til greina, þátt í lokaviðræðum áður en valið fer fram en lokaákvörðun er tekin á 4. stigi ferilsins.

Bæði Icelandair og Azores Airlines eiga það sameiginlegt að félögin koma frá eyjum sem staðsettar eru í Atlantshafinu og tengja saman áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku en umsvif Icelandair eru þó margfalt meiri á markaðnum í flugi yfir Atlantshafið.

Azores Airlines flýgur til áfangastaða fjögurra áfangastaða á meginlandi Evrópu sem eru Faro, Porto, Lissabon og Frankfurt auk London Gatwick og tengir félagið þá saman við fimm áfangastaði í Norður-Ameríku sem eru Montréal, Toronto, Boston, Oakland og Providence.

Azores Airlines var stofnað sem SATA Internacional árið 1990 en nafni félagsins var breytt árið 2015 auk þess sem ímynd og merki félagsins var breytt í kjölfarið.

Félagið pantaði sex nýjar Airbus A321LR þotur árið 2016; tvær Airbus A321neo þotur og fjórar langdrægar útgáfur af gerðinni A321LR og hefur félagið fengið báðar A321neo þoturnar afhentar.

Þá hefur Azores Airlines einnig þrjár Airbus A320 þotur í flotanum og eina A330-200 breiðþotu.  fréttir af handahófi

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Þeyttist 10 metra í loftið í útblæstri frá þotu í flugtaki

25. ágúst 2018

|

Tólf ára drengur slasaðist í seinustu viku er hann þeyttist allt að 10 metra upp í loftið eftir að hafa staðið fyrir aftan þotu í flugtaki á Skiathos-flugvellinum í Grikklandi.

Laudamotion sker niður með lokun starfsstöðva í Austurríki

24. október 2018

|

Flugfélagið Laudamotion stefnir á niðurskurðaraðgerðir með því að loka tveimur starfsstöðvum í Austurríki en flugfélagið hóf starfsemi sína fyrr á þessu ári og er í dag dótturfélag Ryanair.

  Nýjustu flugfréttirnar

Boeing 737 ók yfir mann rétt fyrir flugtak í Moskvu

21. nóvember 2018

|

Maður á þrítugsaldri lést eftir að hann varð fyrir farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sem var á leið í flugtak á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í gær.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

Helmingur allra flugmanna hjá SAS á eftirlaun innan 10 ára

19. nóvember 2018

|

Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.