flugfréttir

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

- Loftleiðir-Icelandic myndi eignast 49% hlut í Azores Airlines ef af verður

21. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:53

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum kemur fram að til greina komi að Loftleiðir-Icelandic verði valið kaupandi að Azores Airlines.

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

SATA Group, móðurfélag Azores Airlines, auglýsti eftir áhugasömum fjárfestum til að kaupa hlut í félaginu og er Loftleiðir-Icelandic meðal þeirra tilboðsaðila sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Fram kemur að Icelandair sé í þeirri fjárhagsstöðu sem til þarf og búi yfir þeirri reynslu af flugrekstri sem krafist er af þeim aðila sem hluturinn verður seldur til.

Loftleiðir-Icelandic hefur í dag komist í gegnum fyrsta stigið í tilboðsferlinu sem telur þrjá hluta en á lokastiginu taka þeir aðilar, sem koma sterklegastir til greina, þátt í lokaviðræðum áður en valið fer fram en lokaákvörðun er tekin á 4. stigi ferilsins.

Bæði Icelandair og Azores Airlines eiga það sameiginlegt að félögin koma frá eyjum sem staðsettar eru í Atlantshafinu og tengja saman áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku en umsvif Icelandair eru þó margfalt meiri á markaðnum í flugi yfir Atlantshafið.

Azores Airlines flýgur til áfangastaða fjögurra áfangastaða á meginlandi Evrópu sem eru Faro, Porto, Lissabon og Frankfurt auk London Gatwick og tengir félagið þá saman við fimm áfangastaði í Norður-Ameríku sem eru Montréal, Toronto, Boston, Oakland og Providence.

Azores Airlines var stofnað sem SATA Internacional árið 1990 en nafni félagsins var breytt árið 2015 auk þess sem ímynd og merki félagsins var breytt í kjölfarið.

Félagið pantaði sex nýjar Airbus A321LR þotur árið 2016; tvær Airbus A321neo þotur og fjórar langdrægar útgáfur af gerðinni A321LR og hefur félagið fengið báðar A321neo þoturnar afhentar.

Þá hefur Azores Airlines einnig þrjár Airbus A320 þotur í flotanum og eina A330-200 breiðþotu.  fréttir af handahófi

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Lufthansa Group pantar sextán þotur frá Boeing og Airbus

8. maí 2018

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt um pöntun í sextán nýjar þotur frá Boeing og Airbus sem fara munu í flota þriggja dótturfélaga.

Fyrsta tilraunaflugið með stærsta þotuhreyfil heims

15. mars 2018

|

Fyrsta flugið með nýja GE9X hreyfilinn frá GE Aviation var flogið sl. þriðjudag en hreyfillinn er sá sem mun koma til með að knýja áfram Boeing 777X þotuna sem mun fljúga jómfrúarflugið á næsta ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

IAG leigir út pláss á Gatwick yfir sumarið

21. maí 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur leigt út nokkur afgreiðslupláss á Gatwick-flugvellinum í London til tveggja flugfélaga sem munu nota plássin í sumar.

Móðurfélag BA með nýtt tilboð í Norwegian

21. maí 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways, ætlar ekki að gefast upp hvað varðar tilraunir á yfirtöku á Norwegian og ætlar fyrirtæki að koma með nýtt tilboð í flugfélagið norska.

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðam

Kína biður flugfélög um að „hætta að fljúga“ til Taívan

19. maí 2018

|

Yfirvöld í Taívan hafa sett fram formlega kvörtun gegn Air Canada sem hefur breytt upplýsingum um Taipai á vefsíðu sinni sem er núna skráð sem áfangastaður í Kína.

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00