flugfréttir

Langdrægasta farþegaþota heims flýgur sitt fyrsta flug

- Airbus A350-900ULR gæti flogið beint flug frá Íslandi til Nýja-Sjálands

23. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Airbus A350-900ULR hefur sig til flugs í morgun

Fyrsta Airbus A350-900ULR hefur flogið sitt fyrsta flug en þotan verður langdrægasta farþegaþota heims þegar hún kemur á markaðinn.

Jómfrúarflugið átti sér stað klukkan 10:45 í morgun að Evróputíma en Airbus A350-900ULR hefur fjögurra tíma lengra flugþol en hefðbundin Airbus A350-900 þota og getur flogið 20 klukkustunda langt flug í beinu flugi.

Singapore Airlines mun nota þessa flugvélategund til að endurvekja beint áætlunarflug milli Singapore og Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum sem var lengsta farþegaflug heims en félagið hætti því flugi árið 2013 þar sem Airbus A340-500 þotan þótti óhagkvæm til flugsins.

Nokkrar hönnunarbreytingar hafa verið gerðar á þotunni og þá aðallega á væng vélarinnar til að auka eiginleika hennar auk þess sem þotan verður 1% sparneytnari en hefðbundin Airbus A350-900 en breytingarnar verða gerðar staðlaðar fyrir nýjustu A350 þoturnar.

„Það mikilvæga við þessar endurbætur er að flugfélög geta ráðið hvort þau vilja að bættari eiginleikar skili sér í fleiri farþegum um borð eða auknu flugþoli“, segir Marisa Lucas-Ugena, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Airbus A350-900ULR hefur flugdrægi upp á 9.700 nm sem samsvarar 18.149 kílómetrum og gæti þotan því flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Nýja-Sjálands og ætti samt tæpa 1.000 kílómetra eftir af eldsneyti.

Airbus A350-900ULR mun því hirða fyrsta sætið af Boeing 777-200LR sem í dag er langdrægasta farþegaþota heims en sú þota getur flogið 8.555 nm (15.843 km) sem gefur flugþol upp á 18 klukkustundir.

Farþegarýmið er sérstaklega hannað með ofur-þægindi í huga til að gera flugferðina sem þægilegasta fyrir 20 tíma flug og þá verður farþegarýmið einstaklega hljóðlátt.  fréttir af handahófi

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Norwegian hafnar tilboði frá móðurfélagi British Airways

4. maí 2018

|

Norwegian hefur hafnað yfirtökutilboði IAG (International Airlines Group) sem hefur sýnt áhuga á að taka yfir rekstur félagsins.

Emirates ætlar að leggja 46 flugvélum

2. maí 2018

|

Emirates mun á næstu mánuðum leggja 46 farþegaþotum og þar á meðal tíu Airbus A380 risaþotum vegna skorts á flugmönnum og einnig vegna árstíðarsveiflna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.