flugfréttir

Langdrægasta farþegaþota heims flýgur sitt fyrsta flug

- Airbus A350-900ULR gæti flogið beint flug frá Íslandi til Nýja-Sjálands

23. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Airbus A350-900ULR hefur sig til flugs í morgun

Fyrsta Airbus A350-900ULR hefur flogið sitt fyrsta flug en þotan verður langdrægasta farþegaþota heims þegar hún kemur á markaðinn.

Jómfrúarflugið átti sér stað klukkan 10:45 í morgun að Evróputíma en Airbus A350-900ULR hefur fjögurra tíma lengra flugþol en hefðbundin Airbus A350-900 þota og getur flogið 20 klukkustunda langt flug í beinu flugi.

Singapore Airlines mun nota þessa flugvélategund til að endurvekja beint áætlunarflug milli Singapore og Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum sem var lengsta farþegaflug heims en félagið hætti því flugi árið 2013 þar sem Airbus A340-500 þotan þótti óhagkvæm til flugsins.

Nokkrar hönnunarbreytingar hafa verið gerðar á þotunni og þá aðallega á væng vélarinnar til að auka eiginleika hennar auk þess sem þotan verður 1% sparneytnari en hefðbundin Airbus A350-900 en breytingarnar verða gerðar staðlaðar fyrir nýjustu A350 þoturnar.

„Það mikilvæga við þessar endurbætur er að flugfélög geta ráðið hvort þau vilja að bættari eiginleikar skili sér í fleiri farþegum um borð eða auknu flugþoli“, segir Marisa Lucas-Ugena, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Airbus A350-900ULR hefur flugdrægi upp á 9.700 nm sem samsvarar 18.149 kílómetrum og gæti þotan því flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Nýja-Sjálands og ætti samt tæpa 1.000 kílómetra eftir af eldsneyti.

Airbus A350-900ULR mun því hirða fyrsta sætið af Boeing 777-200LR sem í dag er langdrægasta farþegaþota heims en sú þota getur flogið 8.555 nm (15.843 km) sem gefur flugþol upp á 18 klukkustundir.

Farþegarýmið er sérstaklega hannað með ofur-þægindi í huga til að gera flugferðina sem þægilegasta fyrir 20 tíma flug og þá verður farþegarýmið einstaklega hljóðlátt.  fréttir af handahófi

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

  Nýjustu flugfréttirnar

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00