flugfréttir

Langdrægasta farþegaþota heims flýgur sitt fyrsta flug

- Airbus A350-900ULR gæti flogið beint flug frá Íslandi til Nýja-Sjálands

23. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Airbus A350-900ULR hefur sig til flugs í morgun

Fyrsta Airbus A350-900ULR hefur flogið sitt fyrsta flug en þotan verður langdrægasta farþegaþota heims þegar hún kemur á markaðinn.

Jómfrúarflugið átti sér stað klukkan 10:45 í morgun að Evróputíma en Airbus A350-900ULR hefur fjögurra tíma lengra flugþol en hefðbundin Airbus A350-900 þota og getur flogið 20 klukkustunda langt flug í beinu flugi.

Singapore Airlines mun nota þessa flugvélategund til að endurvekja beint áætlunarflug milli Singapore og Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum sem var lengsta farþegaflug heims en félagið hætti því flugi árið 2013 þar sem Airbus A340-500 þotan þótti óhagkvæm til flugsins.

Nokkrar hönnunarbreytingar hafa verið gerðar á þotunni og þá aðallega á væng vélarinnar til að auka eiginleika hennar auk þess sem þotan verður 1% sparneytnari en hefðbundin Airbus A350-900 en breytingarnar verða gerðar staðlaðar fyrir nýjustu A350 þoturnar.

„Það mikilvæga við þessar endurbætur er að flugfélög geta ráðið hvort þau vilja að bættari eiginleikar skili sér í fleiri farþegum um borð eða auknu flugþoli“, segir Marisa Lucas-Ugena, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Airbus A350-900ULR hefur flugdrægi upp á 9.700 nm sem samsvarar 18.149 kílómetrum og gæti þotan því flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Nýja-Sjálands og ætti samt tæpa 1.000 kílómetra eftir af eldsneyti.

Airbus A350-900ULR mun því hirða fyrsta sætið af Boeing 777-200LR sem í dag er langdrægasta farþegaþota heims en sú þota getur flogið 8.555 nm (15.843 km) sem gefur flugþol upp á 18 klukkustundir.

Farþegarýmið er sérstaklega hannað með ofur-þægindi í huga til að gera flugferðina sem þægilegasta fyrir 20 tíma flug og þá verður farþegarýmið einstaklega hljóðlátt.  fréttir af handahófi

Brandenburg verður bílageymsla fyrir Volkswagen

29. júní 2018

|

Brandenburg-flugvöllinn í Berlín mun loksins þjóna einhverjum tilgangi þar sem búið er að finna not fyrir flugvöllinn sem ekki hefur verið hægt að taka í notkun í nokkur ár vegna fjölda framleiðsluga

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Næstu A350 þotur verða með snertiskjám

15. júní 2018

|

Airbus vinnur nú að þróun á snertistjórnskjám og ætlar framleiðandinn að verða fyrsti farþegaþotuframleiðandinn til þess að bjóða upp á snertiskjá í stjórnklefum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot