flugfréttir

Langdrægasta farþegaþota heims flýgur sitt fyrsta flug

- Airbus A350-900ULR gæti flogið beint flug frá Íslandi til Nýja-Sjálands

23. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Airbus A350-900ULR hefur sig til flugs í morgun

Fyrsta Airbus A350-900ULR hefur flogið sitt fyrsta flug en þotan verður langdrægasta farþegaþota heims þegar hún kemur á markaðinn.

Jómfrúarflugið átti sér stað klukkan 10:45 í morgun að Evróputíma en Airbus A350-900ULR hefur fjögurra tíma lengra flugþol en hefðbundin Airbus A350-900 þota og getur flogið 20 klukkustunda langt flug í beinu flugi.

Singapore Airlines mun nota þessa flugvélategund til að endurvekja beint áætlunarflug milli Singapore og Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum sem var lengsta farþegaflug heims en félagið hætti því flugi árið 2013 þar sem Airbus A340-500 þotan þótti óhagkvæm til flugsins.

Nokkrar hönnunarbreytingar hafa verið gerðar á þotunni og þá aðallega á væng vélarinnar til að auka eiginleika hennar auk þess sem þotan verður 1% sparneytnari en hefðbundin Airbus A350-900 en breytingarnar verða gerðar staðlaðar fyrir nýjustu A350 þoturnar.

„Það mikilvæga við þessar endurbætur er að flugfélög geta ráðið hvort þau vilja að bættari eiginleikar skili sér í fleiri farþegum um borð eða auknu flugþoli“, segir Marisa Lucas-Ugena, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Airbus A350-900ULR hefur flugdrægi upp á 9.700 nm sem samsvarar 18.149 kílómetrum og gæti þotan því flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Nýja-Sjálands og ætti samt tæpa 1.000 kílómetra eftir af eldsneyti.

Airbus A350-900ULR mun því hirða fyrsta sætið af Boeing 777-200LR sem í dag er langdrægasta farþegaþota heims en sú þota getur flogið 8.555 nm (15.843 km) sem gefur flugþol upp á 18 klukkustundir.

Farþegarýmið er sérstaklega hannað með ofur-þægindi í huga til að gera flugferðina sem þægilegasta fyrir 20 tíma flug og þá verður farþegarýmið einstaklega hljóðlátt.  fréttir af handahófi

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00