flugfréttir

Langdrægasta farþegaþota heims flýgur sitt fyrsta flug

- Airbus A350-900ULR gæti flogið beint flug frá Íslandi til Nýja-Sjálands

23. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Airbus A350-900ULR hefur sig til flugs í morgun

Fyrsta Airbus A350-900ULR hefur flogið sitt fyrsta flug en þotan verður langdrægasta farþegaþota heims þegar hún kemur á markaðinn.

Jómfrúarflugið átti sér stað klukkan 10:45 í morgun að Evróputíma en Airbus A350-900ULR hefur fjögurra tíma lengra flugþol en hefðbundin Airbus A350-900 þota og getur flogið 20 klukkustunda langt flug í beinu flugi.

Singapore Airlines mun nota þessa flugvélategund til að endurvekja beint áætlunarflug milli Singapore og Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum sem var lengsta farþegaflug heims en félagið hætti því flugi árið 2013 þar sem Airbus A340-500 þotan þótti óhagkvæm til flugsins.

Nokkrar hönnunarbreytingar hafa verið gerðar á þotunni og þá aðallega á væng vélarinnar til að auka eiginleika hennar auk þess sem þotan verður 1% sparneytnari en hefðbundin Airbus A350-900 en breytingarnar verða gerðar staðlaðar fyrir nýjustu A350 þoturnar.

„Það mikilvæga við þessar endurbætur er að flugfélög geta ráðið hvort þau vilja að bættari eiginleikar skili sér í fleiri farþegum um borð eða auknu flugþoli“, segir Marisa Lucas-Ugena, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Airbus A350-900ULR hefur flugdrægi upp á 9.700 nm sem samsvarar 18.149 kílómetrum og gæti þotan því flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Nýja-Sjálands og ætti samt tæpa 1.000 kílómetra eftir af eldsneyti.

Airbus A350-900ULR mun því hirða fyrsta sætið af Boeing 777-200LR sem í dag er langdrægasta farþegaþota heims en sú þota getur flogið 8.555 nm (15.843 km) sem gefur flugþol upp á 18 klukkustundir.

Farþegarýmið er sérstaklega hannað með ofur-þægindi í huga til að gera flugferðina sem þægilegasta fyrir 20 tíma flug og þá verður farþegarýmið einstaklega hljóðlátt.  fréttir af handahófi

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

Forstjóri Airbus segir orðspor FAA hafa orðið fyrir skaða

30. mars 2019

|

Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri Airbus, segir að áliti flugiðnaðarins og almennings á bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hafi minnkað í kjölfar kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX og þurfi

  Nýjustu flugfréttirnar

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00