flugfréttir

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

- Sakar stjórnvöld um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugnámi

25. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:02

Dick Smith segir að margir flugskólar í Ástralíu séu hægt og rólega að leggja árar í bát og sé við áströlsk stjórnvöld að sakast

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Smith bendir á að áströlskum flugmönnum hafi fækkað töluvert á undanförnum árum, flugkennsla hafi dregist saman um 30 prósent og að fjölmargir flugskólar í landinu hafa hætt starfsemi sinni, orðið gjaldþrota eða hafi verið seldir til kínverskra fjárfesta.

Mun færri atvinnuflugmenn útskrifast í dag frá áströlskum flugskólum og hafa að undanförnu verið ráðnir yfir 450 erlendir flugmenn til að fljúga þotum fyrir áströlsk flugfélög.

Smith segir að ríkisstjórnin í Ástralíu hafi hunsað innviði flugsins í landinu að mörgu leyti og þá sérstaklega er kemur að flugkennslu sem hefur setið á hakanum miðað við önnur lönd.

„Unglingar koma úr menntaskóla og vilja verða flugmenn en finnst flugnámið vera of dýrt“, segir Smith en kostnaður fyrir hvern nemanda að læra til atvinnuflugmanns í Ástralíu kostar um 7,6 milljónir króna.

Á fimm árum hefur flugkennsla í Ástralíu dregist saman um 30 prósent

„Það er allt dýrara í kringum flugið í Ástralíu á borð við kostnað að koma upp flugskóla, starfsmannamál og fleira. Við búum við mjög gott flugöryggi en við höfum ekki nógu marga flugmenn til að fljúga eða kenna þar sem stjórnvöld hafa eyðilagt alla flugþjálfun í landinu“, segir Smith.

Óttast um að öryggið eigi eftir að versna með erlendum flugmönnum

Þá segir Smith að hann óttist að öryggi í flugi eigi eftir að fara niður á við þegar verið er að taka erlenda flugmenn sem komi frá löndum þar sem flugöryggið er ekki eins mikið og í fluginu í Ástralíu.

„Það er verið að setja upp auglýsingar um allan heim til að óska eftir flugmönnum í Ástralíu og þeir koma frá löndum á borð við Indland og einnig frá Afríku“, segir Smith.

Cessna 172 Skyhawk kennsluflugvél frá Airline Academy of
Australia

„Við gætum þurft að glíma við alvarlegt vandamál er kemur að flugöryggi því að flugöryggið í Ástralíu í dag er tilkomið vegna ástralska flugmanna sem hafa haldið uppi mjög góðu orpspori fyrir landið sl. ár“.

5 þúsund færri flugmenn í Ástralíu á þremur árum

„Ég hef áhyggjur af þessu því ég er mjög stoltur Ástralí. Þetta hefur enginn áhrif á mig persónulega því á ég mína eigin flugvél en ég er að horfa upp á iðnað sem er komin í niðurníðslu“.

Samkvæmt skýrslu frá áströlskum flugmálayfirvöldum þá voru 36.158 flugmenn í Ástralíu árið 2014 en í fyrra var sá fjöldi komin niður í 31.110 flugmenn.

Smith hvetur stjórnvöld í landinu til þess að breyta reglugerðum þannig að auðveldara sé fyrir áhugasama um að hefja flugnám og það verði hagkvæmara nám upp á fjárhaginn að gera.

Dick Smith hefur í mörg ár barist fyrir flugmálum í Ástralíu og sakað ríkisstjórnina í landinu um að gera einkafluginu erfitt fyrir

„Það eru tugþúsundir flugmanna frá öðrum löndum á borð við Bandaríkjunum, Kína, Kanada og Bretlandi sem bíða eftir að koma hingað og starfa hér. Við getum eins lokað öllum flugskólum í Ástralíu og þeir eru að hætta starfsemi sinni nú þegar hver á fætur öðrum“, segir Smith.

Um helmingur flugskóla í Ástralíu í eigu kínverskra fjárfesta

Í dag eru um 320 flugskólar í Ástralíu en meðal þeirra flugskóla sem hafa hætt starfsemi sinni að undanförnu eru Aerospace and Sydney Flight Training Centre í Sydney, Australis Aviation College, Airline Academy of Australia og Royal Queensland Aero Club í Brisbane.

Fram kemur að margir flugskólar hafa verið seldir til kínverskra fjárfesta vegna fjárhagsvanda og þá hefur vandinn keðjuverkandi áhrif á annan iðnað á borð við flugvélaþjónustu og viðhaldsfyrirtæki sem sjá nú fram á færri verkefni.

Smith hefur boðað til opins fundar á morgun í borginni Wagga Wagga til að ræða vandann í flugmálum í Ástralíu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga