flugfréttir

Orðrómur: CSeries-þotan mun breytast í Airbus A200

- Airbus og Bombardier stefna á að ljúka samningi um yfirtöku í maí

27. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Airbus mun taka yfir framleiðslu CSeries-þotunnar sem Bombardier hefur framleitt frá árinu 2012

Allt stefnir í að CSeries-þoturnar frá Bombardier muni breyta um nafn við yfirtöku Airbus á framleiðslunni hjá Bombardier og til verður ný tegund af Airbus-þotum.

Airbus og Bombardier áætla að ljúka við samning vegna yfirtöku Airbus á meirihluta í framleiðslu á CSeries-þotunum sem Bombardier hefur framleitt frá árinu 2012.

Gert er ráð fyrir að samningurinn verður formlega undirritaður í lok maí og gæti Airbus því byrjað að bjóða viðskiptavinum sínum upp á CS100 og CS300 þoturnar á Farnborough-flugsýningunni sem hefst í júlí.

Samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg kemur fram að Airbus ætli sér að breyta nafni þotunnar en orðrómur er um að þotan muni koma til með að heita Airbus A200 og verður nafni CS100 þotunnar því Airbus A210 og CS300 verður Airbus A230.

Hvorki Airbus né Bombardier hafa viljað tjá sig um nafnabreytinguna en CSeries-þotan mun alfarið fara undir vörulista Airbus og munu nýir viðskiptavinir panta þotuna frá Airbus en ekki frá Bombardier eftir að yfirtakan verður formlega gengin í gegn.

Aðilar, sem eru kunnugir eru málinu og vilja ekki koma fram undir nafni, segja að verið sé að skoða nafnið Airbus A200 og verði vélin kynnt sem A200 á Farnborough-flugsýningunnni í sumar.

Nafnið A200 mun skera sig töluvert úr hinu hefðbundnu nafni Airbus-þotna sem allar hafa byrjað á tölustafnum „3“ frá því Airbus A300 kom á markaðinn árið 1974.  fréttir af handahófi

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00