flugfréttir

Orðrómur: CSeries-þotan mun breytast í Airbus A200

- Airbus og Bombardier stefna á að ljúka samningi um yfirtöku í maí

27. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Airbus mun taka yfir framleiðslu CSeries-þotunnar sem Bombardier hefur framleitt frá árinu 2012

Allt stefnir í að CSeries-þoturnar frá Bombardier muni breyta um nafn við yfirtöku Airbus á framleiðslunni hjá Bombardier og til verður ný tegund af Airbus-þotum.

Airbus og Bombardier áætla að ljúka við samning vegna yfirtöku Airbus á meirihluta í framleiðslu á CSeries-þotunum sem Bombardier hefur framleitt frá árinu 2012.

Gert er ráð fyrir að samningurinn verður formlega undirritaður í lok maí og gæti Airbus því byrjað að bjóða viðskiptavinum sínum upp á CS100 og CS300 þoturnar á Farnborough-flugsýningunni sem hefst í júlí.

Samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg kemur fram að Airbus ætli sér að breyta nafni þotunnar en orðrómur er um að þotan muni koma til með að heita Airbus A200 og verður nafni CS100 þotunnar því Airbus A210 og CS300 verður Airbus A230.

Hvorki Airbus né Bombardier hafa viljað tjá sig um nafnabreytinguna en CSeries-þotan mun alfarið fara undir vörulista Airbus og munu nýir viðskiptavinir panta þotuna frá Airbus en ekki frá Bombardier eftir að yfirtakan verður formlega gengin í gegn.

Aðilar, sem eru kunnugir eru málinu og vilja ekki koma fram undir nafni, segja að verið sé að skoða nafnið Airbus A200 og verði vélin kynnt sem A200 á Farnborough-flugsýningunnni í sumar.

Nafnið A200 mun skera sig töluvert úr hinu hefðbundnu nafni Airbus-þotna sem allar hafa byrjað á tölustafnum „3“ frá því Airbus A300 kom á markaðinn árið 1974.  fréttir af handahófi

Fjórar bilanir í hreyfli á A320neo á einni viku hjá IndiGo

6. júní 2018

|

Fjögur atvik hafa komið upp á einni viku þar sem bilun hefur orðið í PW1100G hreyflum frá Pratt & Whitney á Airbus A320neo þotum í flota indverska flugfélagsins IndiGo.

Emirates rekið með hagnaði í 30 ár í röð

9. maí 2018

|

Hagnaður Emirates á fjármálaárinu 2017 var 124% meiri samanborðið við árið þar á undan en flugfélagið tilkynnti afkomu sína á seinasta fjármálaári sem nam 78 milljörðum króna.

Vantaði 40 tonn upp á rétta flugtaksþyngd í flugtölvu

13. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ísrael rannsaka nú mistök meðal flugmanna hjá flugfélaginu El Al Israel Airlines sem settu óvart inn rangar upplýsingar í flugtölvu á Dreamliner-þotu félagsins fyrir flugtak frá T

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.