flugfréttir

Qantas pantar sex Boeing 787-9 þotur til viðbótar

- Júmbó-þotan mun kveðja Qantas árið 2020

2. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Boeig 787-9 þota Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur pantað sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og í leiðinni ákveðið endalok júmbó-þotunnar.

Með þessari nýju pöntun mun heildarfjöldi Dreamliner-þotnanna fara upp í fjórtán þotur fyrir lok ársins 2020.

Félaginu mun með þessu gefast kostur á að hraða fyrir endalokum júmbó-þotunnar sem munu víkja fyrir Dreamliner-þotunum en Qantas hefur tíu Boeing 747-400 júmbó-þotur í flotanum.

„Þetta eru svo sannarlega endalokin á einu tímabili og upphafið af öðru. Júmbó-þotan hefur verið stoð og styttan í sögu Qantas í meira en 40 ár og við höfum flogið næstum því öllum tegund af júmbó-þotunni sem smíðaðar hafa verið“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

„Boeing 787 er hagkvæmari og hefur lengra flugdrægi og hefur nú þegar gert okkur kleift að fljúga nýjar flugleiðir líkt og frá Perth til London og með tilkomu þotunnar munum við hefja flug til nýrra áfangastaða á næstunni í Evrópu, Asíu og í Suður-Ameríku“, bætir Joyce við.

Júmbó-þotan mun fara úr flota Qantas árið 2020

Boeing 787 tekur þó færri farþega en júmbó-þotan eða 236 farþega á meðan júmbó-þotan tekur 364 farþega auk þess sem hún brennir 20% minna eldsneyti.

Qantas fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1971 sem leysti af hólmi Boeing 707 þotuna en sú þota var af gerðinni Boeing 747-200.

Qantas var fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að hafa eingöngu júmbó-þotur í flota sínum á tímabili og árið 1981 fékk félagið fyrstu Boeing 747SP þotuna afhenta. Félagið tók við síðustu júmbó-þotunni árið 2003 sem kom beint frá verksmiðjum Boeing.  fréttir af handahófi

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

Interjet fær 4.2 milljarða í bætur frá Sukhoi

8. ágúst 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur fengið greiddar bætur frá Sukhoi framleiðandanum upp á 4,2 milljarða króna vegna viðhaldskostnaðar sem félagið hefur þurft að leggja út fyrir vegna Sukhoi Superj

Þeyttist 10 metra í loftið í útblæstri frá þotu í flugtaki

25. ágúst 2018

|

Tólf ára drengur slasaðist í seinustu viku er hann þeyttist allt að 10 metra upp í loftið eftir að hafa staðið fyrir aftan þotu í flugtaki á Skiathos-flugvellinum í Grikklandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.