flugfréttir

Qantas pantar sex Boeing 787-9 þotur til viðbótar

- Júmbó-þotan mun kveðja Qantas árið 2020

2. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Boeig 787-9 þota Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur pantað sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og í leiðinni ákveðið endalok júmbó-þotunnar.

Með þessari nýju pöntun mun heildarfjöldi Dreamliner-þotnanna fara upp í fjórtán þotur fyrir lok ársins 2020.

Félaginu mun með þessu gefast kostur á að hraða fyrir endalokum júmbó-þotunnar sem munu víkja fyrir Dreamliner-þotunum en Qantas hefur tíu Boeing 747-400 júmbó-þotur í flotanum.

„Þetta eru svo sannarlega endalokin á einu tímabili og upphafið af öðru. Júmbó-þotan hefur verið stoð og styttan í sögu Qantas í meira en 40 ár og við höfum flogið næstum því öllum tegund af júmbó-þotunni sem smíðaðar hafa verið“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

„Boeing 787 er hagkvæmari og hefur lengra flugdrægi og hefur nú þegar gert okkur kleift að fljúga nýjar flugleiðir líkt og frá Perth til London og með tilkomu þotunnar munum við hefja flug til nýrra áfangastaða á næstunni í Evrópu, Asíu og í Suður-Ameríku“, bætir Joyce við.

Júmbó-þotan mun fara úr flota Qantas árið 2020

Boeing 787 tekur þó færri farþega en júmbó-þotan eða 236 farþega á meðan júmbó-þotan tekur 364 farþega auk þess sem hún brennir 20% minna eldsneyti.

Qantas fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1971 sem leysti af hólmi Boeing 707 þotuna en sú þota var af gerðinni Boeing 747-200.

Qantas var fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að hafa eingöngu júmbó-þotur í flota sínum á tímabili og árið 1981 fékk félagið fyrstu Boeing 747SP þotuna afhenta. Félagið tók við síðustu júmbó-þotunni árið 2003 sem kom beint frá verksmiðjum Boeing.  fréttir af handahófi

Nokkrar þotur frá ANZ þurftu að lenda til að taka meira eldsneyti

23. apríl 2017

|

Vandamál með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce á Boeing 787-9 Dreamliner-þotunum hefur valdið því að áætlunarflug hjá Air New Zealand hefur nokkrum sinnum sl. daga þurft að lenda á miðri leið til

Lufthansa lýsir bláa litinn

10. maí 2018

|

Lufthansa gerir nú tilraunir með breytingar á nýja útlitinu á flugflotanum sem felur í sér bjartari liti en skömmu eftir að flugfélagið þýska kynnti nýtt útlit á flugvélunum í febrúar kom í ljós að b

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.