flugfréttir

Qantas pantar sex Boeing 787-9 þotur til viðbótar

- Júmbó-þotan mun kveðja Qantas árið 2020

2. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Boeig 787-9 þota Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur pantað sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og í leiðinni ákveðið endalok júmbó-þotunnar.

Með þessari nýju pöntun mun heildarfjöldi Dreamliner-þotnanna fara upp í fjórtán þotur fyrir lok ársins 2020.

Félaginu mun með þessu gefast kostur á að hraða fyrir endalokum júmbó-þotunnar sem munu víkja fyrir Dreamliner-þotunum en Qantas hefur tíu Boeing 747-400 júmbó-þotur í flotanum.

„Þetta eru svo sannarlega endalokin á einu tímabili og upphafið af öðru. Júmbó-þotan hefur verið stoð og styttan í sögu Qantas í meira en 40 ár og við höfum flogið næstum því öllum tegund af júmbó-þotunni sem smíðaðar hafa verið“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

„Boeing 787 er hagkvæmari og hefur lengra flugdrægi og hefur nú þegar gert okkur kleift að fljúga nýjar flugleiðir líkt og frá Perth til London og með tilkomu þotunnar munum við hefja flug til nýrra áfangastaða á næstunni í Evrópu, Asíu og í Suður-Ameríku“, bætir Joyce við.

Júmbó-þotan mun fara úr flota Qantas árið 2020

Boeing 787 tekur þó færri farþega en júmbó-þotan eða 236 farþega á meðan júmbó-þotan tekur 364 farþega auk þess sem hún brennir 20% minna eldsneyti.

Qantas fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1971 sem leysti af hólmi Boeing 707 þotuna en sú þota var af gerðinni Boeing 747-200.

Qantas var fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að hafa eingöngu júmbó-þotur í flota sínum á tímabili og árið 1981 fékk félagið fyrstu Boeing 747SP þotuna afhenta. Félagið tók við síðustu júmbó-þotunni árið 2003 sem kom beint frá verksmiðjum Boeing.  fréttir af handahófi

Sluppu með skrámur í fyrsta flugóhappi ársins

2. janúar 2019

|

Karlmaður og kona á sextugsaldri sluppu með skrámur í fyrsta flugóhappi ársins í heiminum sem átti sér stað á Nýársdag en um var að ræða litla eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 152 sem brotlen

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Cirrus SR22 brotlenti í Frakklandi

10. desember 2018

|

Enginn komst lífs af úr flugslysi í Frakklandi er lítil flugvél af gerðinni Cirrus SR22 fórst í skóglendi nálægt bænum Beaubery í austurhluta Frakklands í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00