flugfréttir

Qantas pantar sex Boeing 787-9 þotur til viðbótar

- Júmbó-þotan mun kveðja Qantas árið 2020

2. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Boeig 787-9 þota Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur pantað sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og í leiðinni ákveðið endalok júmbó-þotunnar.

Með þessari nýju pöntun mun heildarfjöldi Dreamliner-þotnanna fara upp í fjórtán þotur fyrir lok ársins 2020.

Félaginu mun með þessu gefast kostur á að hraða fyrir endalokum júmbó-þotunnar sem munu víkja fyrir Dreamliner-þotunum en Qantas hefur tíu Boeing 747-400 júmbó-þotur í flotanum.

„Þetta eru svo sannarlega endalokin á einu tímabili og upphafið af öðru. Júmbó-þotan hefur verið stoð og styttan í sögu Qantas í meira en 40 ár og við höfum flogið næstum því öllum tegund af júmbó-þotunni sem smíðaðar hafa verið“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

„Boeing 787 er hagkvæmari og hefur lengra flugdrægi og hefur nú þegar gert okkur kleift að fljúga nýjar flugleiðir líkt og frá Perth til London og með tilkomu þotunnar munum við hefja flug til nýrra áfangastaða á næstunni í Evrópu, Asíu og í Suður-Ameríku“, bætir Joyce við.

Júmbó-þotan mun fara úr flota Qantas árið 2020

Boeing 787 tekur þó færri farþega en júmbó-þotan eða 236 farþega á meðan júmbó-þotan tekur 364 farþega auk þess sem hún brennir 20% minna eldsneyti.

Qantas fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1971 sem leysti af hólmi Boeing 707 þotuna en sú þota var af gerðinni Boeing 747-200.

Qantas var fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að hafa eingöngu júmbó-þotur í flota sínum á tímabili og árið 1981 fékk félagið fyrstu Boeing 747SP þotuna afhenta. Félagið tók við síðustu júmbó-þotunni árið 2003 sem kom beint frá verksmiðjum Boeing.  fréttir af handahófi

Arkia í Ísrael fær fyrstu A321LR þotuna í stað Primera Air

1. október 2018

|

Arkia Israeli Airlines verður fyrsta flugfélagið til þess að fá Airbus A321LR þotuna afhenta í stað Primera Air sem upphaflega átti að fá fyrsta eintakið.

Air Tanzania stefnir á að hefja flug til Evrópu á ný

15. ágúst 2018

|

Air Tanzania ætlar sér að hefja áætlunarflug til Evrópu en félagið er ríkisflugfélag Tanzaníu og var það stofnað árið 1977.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag