flugfréttir

Qantas pantar sex Boeing 787-9 þotur til viðbótar

- Júmbó-þotan mun kveðja Qantas árið 2020

2. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Boeig 787-9 þota Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur pantað sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og í leiðinni ákveðið endalok júmbó-þotunnar.

Með þessari nýju pöntun mun heildarfjöldi Dreamliner-þotnanna fara upp í fjórtán þotur fyrir lok ársins 2020.

Félaginu mun með þessu gefast kostur á að hraða fyrir endalokum júmbó-þotunnar sem munu víkja fyrir Dreamliner-þotunum en Qantas hefur tíu Boeing 747-400 júmbó-þotur í flotanum.

„Þetta eru svo sannarlega endalokin á einu tímabili og upphafið af öðru. Júmbó-þotan hefur verið stoð og styttan í sögu Qantas í meira en 40 ár og við höfum flogið næstum því öllum tegund af júmbó-þotunni sem smíðaðar hafa verið“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

„Boeing 787 er hagkvæmari og hefur lengra flugdrægi og hefur nú þegar gert okkur kleift að fljúga nýjar flugleiðir líkt og frá Perth til London og með tilkomu þotunnar munum við hefja flug til nýrra áfangastaða á næstunni í Evrópu, Asíu og í Suður-Ameríku“, bætir Joyce við.

Júmbó-þotan mun fara úr flota Qantas árið 2020

Boeing 787 tekur þó færri farþega en júmbó-þotan eða 236 farþega á meðan júmbó-þotan tekur 364 farþega auk þess sem hún brennir 20% minna eldsneyti.

Qantas fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1971 sem leysti af hólmi Boeing 707 þotuna en sú þota var af gerðinni Boeing 747-200.

Qantas var fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að hafa eingöngu júmbó-þotur í flota sínum á tímabili og árið 1981 fékk félagið fyrstu Boeing 747SP þotuna afhenta. Félagið tók við síðustu júmbó-þotunni árið 2003 sem kom beint frá verksmiðjum Boeing.  fréttir af handahófi

Átta farþegar veiktust um borð í þotu Transavia Airlines

14. maí 2018

|

Átta farþegar veiktust samtímis um borð í Boeing 737-800 þotu hjá Transavia sem var á leiðinni frá Amsterdam til Antalya í gær.

Nokkrar þotur frá ANZ þurftu að lenda til að taka meira eldsneyti

23. apríl 2017

|

Vandamál með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce á Boeing 787-9 Dreamliner-þotunum hefur valdið því að áætlunarflug hjá Air New Zealand hefur nokkrum sinnum sl. daga þurft að lenda á miðri leið til

Ryanair styður áform um aðra flugbraut á London Stansted

26. febrúar 2018

|

Ryanair hefur lýst yfir fullum stuðningi við áætlanir Stansted-flugvallarins sem stefnir á að bæta við sig annarri flugbrautinni til að koma til móts við aukna flugumferð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Loftleiðir semja við National Geographic um lúxusflugferðir

16. maí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00