flugfréttir

Afhjúpun minnisvarðar um flugslys á Reykjanesi

- Minningarathöfn á morgun vegna flugslyss á Fagradalsfjalli fyrir 75 árum

2. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:58

Flak flugvélarinnar á Fagradalsfjalli í maí árið 1943

Á morgun verður þess minnst að 75 ár verða liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí árið 1943.

Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni.

Í fyrstu voru margar slíkar flugvélar skotnar niður af orrustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn „Hot Stuff“ var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri.

Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel stélskytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flugslysi.

Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður yfir herafla
Bandaríkjahers

Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower hershöfðingi við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower var síðan forseti Bandaríkjanna á árunum 1953 - 1961. Andrews hershöfðingi var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsdeild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947. 

Var Andrews herflugvöllurinn í Maryland, aðsetur einkaflugvélar Bandaríkjaforseta, Air Force One, nefndur til heiðurs honum. Bandaríska herstjórnin á Íslandi nefndi nýreist íþróttahús við Hálogaland í Reykjavík Andrews Memorial Field House til heiðurs hershöfðingjanum en húsið var helsta íþróttahús höfuðborgairnnar í tvo áratugi eftir stríðið. Varnarliðið nefndi einnig samkomuhús sitt á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) Andrews Theater til heiðurs Andrews hershöfðingja.

Í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá þessum örlagaríka degi verður afhjúpaður minnisvarði um flugslysið við Grindarvíkurveg, fimmtudaginn 3. maí kl. 13:00. Minnismerkið er tilkomumikið og skartar meðal annars gríðarlega stórri eftirlíkingu af B-24 Liberator sprengjuflugvélinni úr ryðfríu stáli. Þá verður í kjölfarið minningarathöfn í Andrews Theater á Ásbrú, kl. 14:30. 

Minnisvarðinn er reistur að frumkvæði Bandaríkjamannsins Jim Lux og ættingjum þeirra sem fórust, með aðstoð Þorsteins og Ólafs Marteinssona. En allir eru þeir miklir áhugamenn um flugvélar og flugsögu seinni heimstyrjaldarinnar. Gert er ráð fyrir „heiðursflugi" B-52 Stratofortress flugvélar bandaríska flughersins yfir svæðið á meðan á afhjúpun stendur.

Minnisvarðinn sem afhjúpaður verður á morgun, 3. maí 2018 / Ljósmynd: Sigurður Björgvin magnússon

Nokkrir ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu koma frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddir athöfnina. Meðal annarra gesta verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Jill Esposito, staðgengill sendiherra bandaríska sendiráðsins á Íslandi, ásamt Lt. Gen. Richard Clark og Col. John Teichert frá bandaríska lofthernum. Í lok athafnarinnar verða fluttir nokkrir fyrirlestrar um slysið og Frank M. Andrews hershöfðingja.

Dagskrá minningarathafnarinnar fimmtudaginn 3. maí

Áhugasamir eru boðnir velkomnir á þessa tvo viðburði og heiðra minningu áhafnar B-24D Liberator.

Monument Dedication at Grindavikurvegur at 1:00 pm.

• National Anthems of Iceland & USA by Keflavik Band
• Welcome and Introduction, Jim Lux, Historian of the B-24 Liberator Hot Stuff 

Iceland Minister of Foreign Affairs, Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson

United States Chargé d’Affaires, Ms. Jill Esposito

Commander 3rd Air Force, United States Air Forces in Europe, Lt. Gen. Richard Clark
• Monument Unveiling

Iceland Minister of Foreign Affairs, Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson; United States Chargé d’Affaires, Ms. Jill Esposito; Commander 3rd Air Force, United States Air Forces in Europe, Lt. Gen. Richard Clark; Þorsteinn Marteinsson & Ólafur Marteinsson whose idea it was for the monument; & Jim Lux
• Wreath Placement Ceremony

Iceland Minister of Foreign Affairs, Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson & United States Embassy Chargé d’Affaires, Ms. Jill Esposito
• Carry and placement of the Iceland wreath 

Þorsteinn & Ólafur Marteinsson
• Carry and placement of the American wreath 

Lt. Gen. Richard Clark & Jim Lux
• United States Air Force B-52 Stratofortress Fly-By
• Playing of Taps by Manuel Aldaz
• John Phillips Souza music by Keflavik Band
• Conclusion of Monument Dedication Program


Memorial Service Program at Andrews Theater in Asbru, Reykjanesbær, at 2:30 pm

• Musical Number by the United States Air Forces in Europe Band “Winds Aloft”
• Welcome Video by Bill Gros, Radio Operator on the B-24 Liberator Eager Beaver
• Invocation by Rev. Fritz Berndsen from the Keflavik Lutheran Curch
• Guest Speakers
• Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson, Iceland Minister of Foreign Affairs
• Ms. Jill Esposito, United States Embassy Chargé d’Affaires, Lt. Gen. Richard Clark, Commander 3rd Air Force, United States Air Forces in Europe
• Triumph and Tragedy Video
• Guest Speakers
• Col. E. John "Dragon" Teichert, Commander of Joint Base Andrews and the USAF 11th Wing
• Mr. James Root, President of the 93rd Bombardment Group Association
• Mr. Jim Lux, Historian of the B-24 Liberator Hot Stuff
• “High Flight” Poem by George Jung 93rd Bombardment Group Assoc. member
• Musical Number by the United States Air Forces in Europe Band “Winds Aloft”







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga