flugfréttir
C-130 Hercules herflugvél brotlenti á hraðbraut í Georgíu

Ljósmyndir sem slökkviliðið í Georgía setti á samfélagsmiðla af flaki vélarinnar
Herflutningflugvél af gerðinni Lockheed C-130 Hercules brotlenti nú síðdegis í dag á hraðbraut nálægt bænum Savannah í Georgíu í Bandaríkjunum.
Flak vélarinnar varð alelda og steig mikill reykur til himins en flugvélin brotlenti á gatnamótum Gulfstream Road
og hraðbrautar nr. 21, skammt norðaustur af flugvellinum í Savannah.
Flugvélin fór í loftið frá Travis Air Force Base flugvellinum í Savannah og var á leið til Tucson í Arizona en hún fórst
rétt fyrir klukkan 16:00 í dag að íslenskum tíma.
Fram kemur að herflugvélin hafi verið á vegum þjóðvarnarliðsins í Púertó Ríkó og voru fimm um borð í vélinni. Samkvæmt
fréttvefnum wtoc.com þá er staðfest að tveir séu látnir.
Hraðbrautinni á svæðinu hefur verið lokað auk nærliggjandi vega og er mikill fjöldi sjúkra- og slökkviliðsbíla á svæðinu.


5. febrúar 2019
|
Turkmenistan Airlines hefur verið bannað að fljúga til Evrópu en evrópsk flugmálayfirvöld hafa bætt flugfélaginu við á bannlista yfir þau félög sem fá ekki að fljúga til Evrópu.

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

6. desember 2018
|
WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.