flugfréttir

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

- Flaug 1.246 mílur á tveimur dögum

3. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Flugvélin var af gerðinni Beech A23-24 Musketeer Super III

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

Flugmaðurinn var að fljúga einshreyfils Beech A23-24 Musketeer Super III flugvél frá Hollywood í Flórída til Antigo í Wisconsin í maí árið 2016 en vélinni hlekktist á í lendingu í þoku við komuna til Clintonville í Wisconson sem var þriðja og síðasta viðkoman á leiðinni til Antigo.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fengið nægan svefn fyrir hið langa flug sem tók alls 15 klukkustundir og 30 mínútur með viðkomu í Palatka í Flórída, Tell City í Indiana og í Clintonville í Wisconsin.

Flugvélin fór í loftið frá Hollywood degi fyrir slysið, þann 29. maí, og lenti vélin eftir 3:20 klst flug í Palatka þar sem eldsneyti var sett á vélina en næsta stopp var í Tell City þar sem flugmaðurinn, og farþegi hans, höfðu næturdvöl.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði verið vel sofinn og endurnærður fyrir síðasta legginn til Wisconsin og hefði farið vel yfir veðurspánna sem sýndi fram á gott veður áður en þeir lögðu af stað um klukkan 11 um morguninn. Vélin var komin að Clintonville um nóttina og var í lokastefnu að brautinni í næturflugi klukkan 3:30 en þá var þokuslæða yfir flugvellinum.

Flugmaðurinn sagðist hafa séð flubrautina á lokastefnu og PAPI ljósin í gegnum þokuna sem sýndu tvö rauð og tvö hvít ljós er hann var í 250 feta hæð yfir braut.

Flugleiðin er alls 2.307 kílómetra löng (1.246 nm)

Skyndilega urðu öll ljósin rauð og jók flugmaðurinn aflið til að hækka sig aftur upp í rétt hæð. Flugmaðurinn sagði að hann hefði talið að vélin væri að fara snerta brautina en skyndilega kom högg á nefhjólið og vélin skall harkalega niður í brautina og rann 300 fet í átt að jaðri brautarinnar.

Við nánari skoðun kom í ljós að flugvélin hafði flogið á aðflugsljósin við enda brautarinnar þar sem hún kom allt of lágt inn til lendingar og er talið að flugmaðurinn hafi ekki náð að meta staðsetningu brautarinnar vegna þoku.

Þrátt fyrir að flugmaðurinn sagðist hafa verið velúthvíldur þá er talið að þreyta hafi skert dómgreind hans í aðfluginu vegna þess hversu lengi hann var vakandi daginn áður eftir flugleiðina frá Flórída til Indiana.

Lokaniðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi ekki náð að halda réttu aðflugi á lokastefnu sem varð til þess að hann rakst utan í flugbrautarljósabúnað og ófullnægjandi „flare“ hafi valdið harðri lendingu. Þá er þreyta flugmannsins talin hafa átt sinn hlut að máli.

Hvorki flugmaðurinn, né farþegi hans, slösuðust og sluppu þeir báðir með skrámur.  fréttir af handahófi

Atlantic Airways pantar aðra Airbus A320neo þotu

8. október 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur gert samning við Airbus um leigu á annarri Airbus A320neo þotu og á félagið því von á að fá tvær nýjar A320neo þotur í flotann á næstu tveimur árum.

Frakkar ætla að hefja rannsókn á hvarfi flugs MH370

8. júlí 2018

|

Frakkar hafa lýst því yfir að þeir ætli að taka að sér rannsókn á hvarfi malasísku farþegaþotunnar í ljósi þess að stjórnvöld í Malasíu láðist að komast að orsök hvarfsins með útgáfu á lokaskýrslu á

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt