flugfréttir

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

- Flaug 1.246 mílur á tveimur dögum

3. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Flugvélin var af gerðinni Beech A23-24 Musketeer Super III

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

Flugmaðurinn var að fljúga einshreyfils Beech A23-24 Musketeer Super III flugvél frá Hollywood í Flórída til Antigo í Wisconsin í maí árið 2016 en vélinni hlekktist á í lendingu í þoku við komuna til Clintonville í Wisconson sem var þriðja og síðasta viðkoman á leiðinni til Antigo.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fengið nægan svefn fyrir hið langa flug sem tók alls 15 klukkustundir og 30 mínútur með viðkomu í Palatka í Flórída, Tell City í Indiana og í Clintonville í Wisconsin.

Flugvélin fór í loftið frá Hollywood degi fyrir slysið, þann 29. maí, og lenti vélin eftir 3:20 klst flug í Palatka þar sem eldsneyti var sett á vélina en næsta stopp var í Tell City þar sem flugmaðurinn, og farþegi hans, höfðu næturdvöl.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði verið vel sofinn og endurnærður fyrir síðasta legginn til Wisconsin og hefði farið vel yfir veðurspánna sem sýndi fram á gott veður áður en þeir lögðu af stað um klukkan 11 um morguninn. Vélin var komin að Clintonville um nóttina og var í lokastefnu að brautinni í næturflugi klukkan 3:30 en þá var þokuslæða yfir flugvellinum.

Flugmaðurinn sagðist hafa séð flubrautina á lokastefnu og PAPI ljósin í gegnum þokuna sem sýndu tvö rauð og tvö hvít ljós er hann var í 250 feta hæð yfir braut.

Flugleiðin er alls 2.307 kílómetra löng (1.246 nm)

Skyndilega urðu öll ljósin rauð og jók flugmaðurinn aflið til að hækka sig aftur upp í rétt hæð. Flugmaðurinn sagði að hann hefði talið að vélin væri að fara snerta brautina en skyndilega kom högg á nefhjólið og vélin skall harkalega niður í brautina og rann 300 fet í átt að jaðri brautarinnar.

Við nánari skoðun kom í ljós að flugvélin hafði flogið á aðflugsljósin við enda brautarinnar þar sem hún kom allt of lágt inn til lendingar og er talið að flugmaðurinn hafi ekki náð að meta staðsetningu brautarinnar vegna þoku.

Þrátt fyrir að flugmaðurinn sagðist hafa verið velúthvíldur þá er talið að þreyta hafi skert dómgreind hans í aðfluginu vegna þess hversu lengi hann var vakandi daginn áður eftir flugleiðina frá Flórída til Indiana.

Lokaniðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi ekki náð að halda réttu aðflugi á lokastefnu sem varð til þess að hann rakst utan í flugbrautarljósabúnað og ófullnægjandi „flare“ hafi valdið harðri lendingu. Þá er þreyta flugmannsins talin hafa átt sinn hlut að máli.

Hvorki flugmaðurinn, né farþegi hans, slösuðust og sluppu þeir báðir með skrámur.  fréttir af handahófi

Hóf sig á loft á meðan önnur flugvél var enn á brautinni

16. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Brasilíu rannsaka nú atviki sem átti sér stað á flugvellinum í borginni Brasilia er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hóf sig á loft frá flugvellinum í höfuðborg landsins á me

Flugi aflýst þar sem flugmaðurinn var ölvaður

25. mars 2018

|

Portúgalska flugfélagið TAP Air Portugal neyddist til þess að aflýsa einu flugi þar sem annar flugmaðurinn reyndist vera ölvaður.

Spá minni hagnaði vegna hækkandi verðs á eldsneyti

31. maí 2018

|

IATA, alþjóðasamtök flugfélaganna, telur að hækkandi verð á þotueldsneyti eigi eftir að hafa töluverð áhrif á afkomu flugfélaganna á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.