flugfréttir

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

- Flaug 1.246 mílur á tveimur dögum

3. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Flugvélin var af gerðinni Beech A23-24 Musketeer Super III

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

Flugmaðurinn var að fljúga einshreyfils Beech A23-24 Musketeer Super III flugvél frá Hollywood í Flórída til Antigo í Wisconsin í maí árið 2016 en vélinni hlekktist á í lendingu í þoku við komuna til Clintonville í Wisconson sem var þriðja og síðasta viðkoman á leiðinni til Antigo.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fengið nægan svefn fyrir hið langa flug sem tók alls 15 klukkustundir og 30 mínútur með viðkomu í Palatka í Flórída, Tell City í Indiana og í Clintonville í Wisconsin.

Flugvélin fór í loftið frá Hollywood degi fyrir slysið, þann 29. maí, og lenti vélin eftir 3:20 klst flug í Palatka þar sem eldsneyti var sett á vélina en næsta stopp var í Tell City þar sem flugmaðurinn, og farþegi hans, höfðu næturdvöl.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði verið vel sofinn og endurnærður fyrir síðasta legginn til Wisconsin og hefði farið vel yfir veðurspánna sem sýndi fram á gott veður áður en þeir lögðu af stað um klukkan 11 um morguninn. Vélin var komin að Clintonville um nóttina og var í lokastefnu að brautinni í næturflugi klukkan 3:30 en þá var þokuslæða yfir flugvellinum.

Flugmaðurinn sagðist hafa séð flubrautina á lokastefnu og PAPI ljósin í gegnum þokuna sem sýndu tvö rauð og tvö hvít ljós er hann var í 250 feta hæð yfir braut.

Flugleiðin er alls 2.307 kílómetra löng (1.246 nm)

Skyndilega urðu öll ljósin rauð og jók flugmaðurinn aflið til að hækka sig aftur upp í rétt hæð. Flugmaðurinn sagði að hann hefði talið að vélin væri að fara snerta brautina en skyndilega kom högg á nefhjólið og vélin skall harkalega niður í brautina og rann 300 fet í átt að jaðri brautarinnar.

Við nánari skoðun kom í ljós að flugvélin hafði flogið á aðflugsljósin við enda brautarinnar þar sem hún kom allt of lágt inn til lendingar og er talið að flugmaðurinn hafi ekki náð að meta staðsetningu brautarinnar vegna þoku.

Þrátt fyrir að flugmaðurinn sagðist hafa verið velúthvíldur þá er talið að þreyta hafi skert dómgreind hans í aðfluginu vegna þess hversu lengi hann var vakandi daginn áður eftir flugleiðina frá Flórída til Indiana.

Lokaniðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi ekki náð að halda réttu aðflugi á lokastefnu sem varð til þess að hann rakst utan í flugbrautarljósabúnað og ófullnægjandi „flare“ hafi valdið harðri lendingu. Þá er þreyta flugmannsins talin hafa átt sinn hlut að máli.

Hvorki flugmaðurinn, né farþegi hans, slösuðust og sluppu þeir báðir með skrámur.  fréttir af handahófi

Um 3.500 starfsmenn við A380 verða færðir til

6. mars 2019

|

Airbus hefur hafið undirbúning að því að endurskipuleggja starfsmannamál sín eftir að ákvörðun var tekin um að hætta framleiðslu á risaþotunni A380.

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00