flugfréttir

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

- Flaug 1.246 mílur á tveimur dögum

3. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Flugvélin var af gerðinni Beech A23-24 Musketeer Super III

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

Flugmaðurinn var að fljúga einshreyfils Beech A23-24 Musketeer Super III flugvél frá Hollywood í Flórída til Antigo í Wisconsin í maí árið 2016 en vélinni hlekktist á í lendingu í þoku við komuna til Clintonville í Wisconson sem var þriðja og síðasta viðkoman á leiðinni til Antigo.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fengið nægan svefn fyrir hið langa flug sem tók alls 15 klukkustundir og 30 mínútur með viðkomu í Palatka í Flórída, Tell City í Indiana og í Clintonville í Wisconsin.

Flugvélin fór í loftið frá Hollywood degi fyrir slysið, þann 29. maí, og lenti vélin eftir 3:20 klst flug í Palatka þar sem eldsneyti var sett á vélina en næsta stopp var í Tell City þar sem flugmaðurinn, og farþegi hans, höfðu næturdvöl.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði verið vel sofinn og endurnærður fyrir síðasta legginn til Wisconsin og hefði farið vel yfir veðurspánna sem sýndi fram á gott veður áður en þeir lögðu af stað um klukkan 11 um morguninn. Vélin var komin að Clintonville um nóttina og var í lokastefnu að brautinni í næturflugi klukkan 3:30 en þá var þokuslæða yfir flugvellinum.

Flugmaðurinn sagðist hafa séð flubrautina á lokastefnu og PAPI ljósin í gegnum þokuna sem sýndu tvö rauð og tvö hvít ljós er hann var í 250 feta hæð yfir braut.

Flugleiðin er alls 2.307 kílómetra löng (1.246 nm)

Skyndilega urðu öll ljósin rauð og jók flugmaðurinn aflið til að hækka sig aftur upp í rétt hæð. Flugmaðurinn sagði að hann hefði talið að vélin væri að fara snerta brautina en skyndilega kom högg á nefhjólið og vélin skall harkalega niður í brautina og rann 300 fet í átt að jaðri brautarinnar.

Við nánari skoðun kom í ljós að flugvélin hafði flogið á aðflugsljósin við enda brautarinnar þar sem hún kom allt of lágt inn til lendingar og er talið að flugmaðurinn hafi ekki náð að meta staðsetningu brautarinnar vegna þoku.

Þrátt fyrir að flugmaðurinn sagðist hafa verið velúthvíldur þá er talið að þreyta hafi skert dómgreind hans í aðfluginu vegna þess hversu lengi hann var vakandi daginn áður eftir flugleiðina frá Flórída til Indiana.

Lokaniðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi ekki náð að halda réttu aðflugi á lokastefnu sem varð til þess að hann rakst utan í flugbrautarljósabúnað og ófullnægjandi „flare“ hafi valdið harðri lendingu. Þá er þreyta flugmannsins talin hafa átt sinn hlut að máli.

Hvorki flugmaðurinn, né farþegi hans, slösuðust og sluppu þeir báðir með skrámur.  fréttir af handahófi

Wizz Air komið með 100 Airbus-þotur

5. júní 2018

|

Ungverka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur tekið við sinni hundruðustu þotu úr Airbus A320 fjölskyldunni og telur flotinn núna 100 flugvélar.

Flugmaður sendi óvart frá sér merki um flugrán á JFK

27. júní 2018

|

Mikill viðbúnaður var í New York í gær þegar farþegaþota frá JetBlue sendi óvart frá sér merki um að vélinni hefði verið rænt skömmu fyrir brottför frá John F. Kennedy flugvellinum.

Icelandair flýgur fyrsta flugið til San Francisco

3. júní 2018

|

Icelandair flaug sl. föstudag sitt fyrsta áætlunarflug til San Francisco sem er 23. áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot