flugfréttir

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

- Flaug 1.246 mílur á tveimur dögum

3. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Flugvélin var af gerðinni Beech A23-24 Musketeer Super III

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

Flugmaðurinn var að fljúga einshreyfils Beech A23-24 Musketeer Super III flugvél frá Hollywood í Flórída til Antigo í Wisconsin í maí árið 2016 en vélinni hlekktist á í lendingu í þoku við komuna til Clintonville í Wisconson sem var þriðja og síðasta viðkoman á leiðinni til Antigo.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fengið nægan svefn fyrir hið langa flug sem tók alls 15 klukkustundir og 30 mínútur með viðkomu í Palatka í Flórída, Tell City í Indiana og í Clintonville í Wisconsin.

Flugvélin fór í loftið frá Hollywood degi fyrir slysið, þann 29. maí, og lenti vélin eftir 3:20 klst flug í Palatka þar sem eldsneyti var sett á vélina en næsta stopp var í Tell City þar sem flugmaðurinn, og farþegi hans, höfðu næturdvöl.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði verið vel sofinn og endurnærður fyrir síðasta legginn til Wisconsin og hefði farið vel yfir veðurspánna sem sýndi fram á gott veður áður en þeir lögðu af stað um klukkan 11 um morguninn. Vélin var komin að Clintonville um nóttina og var í lokastefnu að brautinni í næturflugi klukkan 3:30 en þá var þokuslæða yfir flugvellinum.

Flugmaðurinn sagðist hafa séð flubrautina á lokastefnu og PAPI ljósin í gegnum þokuna sem sýndu tvö rauð og tvö hvít ljós er hann var í 250 feta hæð yfir braut.

Flugleiðin er alls 2.307 kílómetra löng (1.246 nm)

Skyndilega urðu öll ljósin rauð og jók flugmaðurinn aflið til að hækka sig aftur upp í rétt hæð. Flugmaðurinn sagði að hann hefði talið að vélin væri að fara snerta brautina en skyndilega kom högg á nefhjólið og vélin skall harkalega niður í brautina og rann 300 fet í átt að jaðri brautarinnar.

Við nánari skoðun kom í ljós að flugvélin hafði flogið á aðflugsljósin við enda brautarinnar þar sem hún kom allt of lágt inn til lendingar og er talið að flugmaðurinn hafi ekki náð að meta staðsetningu brautarinnar vegna þoku.

Þrátt fyrir að flugmaðurinn sagðist hafa verið velúthvíldur þá er talið að þreyta hafi skert dómgreind hans í aðfluginu vegna þess hversu lengi hann var vakandi daginn áður eftir flugleiðina frá Flórída til Indiana.

Lokaniðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi ekki náð að halda réttu aðflugi á lokastefnu sem varð til þess að hann rakst utan í flugbrautarljósabúnað og ófullnægjandi „flare“ hafi valdið harðri lendingu. Þá er þreyta flugmannsins talin hafa átt sinn hlut að máli.

Hvorki flugmaðurinn, né farþegi hans, slösuðust og sluppu þeir báðir með skrámur.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX 9 fær vottun frá EASA

24. október 2018

|

Boeing 737 MAX 9 hefur fengið flughæfnisvottun í Evrópu frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) sem hafa gefið út tegundarvottun fyrir þessa útgáfu af Boeing 737 MAX, átta mánuðum eftir að flugvéli

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Fyrsta A321LR fyrir Primera Air komin í liti Arkia Israeli Airlines

31. október 2018

|

Fyrsta sölueintakið af Airbus A321LR þotunni er nú komið í liti Arkia Israel Airlines en fyrsta eintakið átti að afhendast til Primera Air sem átti að verða fyrsta flugfélagið til að fá þessa langdræ

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00