flugfréttir

Sjúkraflugmenn í Noregi hringja sig inn veika í hrönnum

- Norska ríkið segir upp samningi við norska fyrirtækið og tekur tilboði Svía

7. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

HF starfrækir tólf Beech King Air 200 sjúkraflugvélar fyrir norsku sjúkraflugsþjónustuna

Allt sjúkraflug í Noregi er í lausu lofti þessa daganna og hefur reynst erfitt að kalla út sjúkraflugvél vegna óánægju meðal sjúkraflugmanna sem hafa upp til hópa hringt sig inn veika.

Vandamálið snýst um nýjan samning sem norska ríkið hefur gert við sænska sjúkraflutningafyrirtækið Babcock SAA sem mun taka yfir reksturinn á sjúkraflugi í Noregi frá og með sumrinu 2019 og mun það marka endalok á samningi við norska sjúkraflutningafyrirtækið HF.

Við þetta eru norskir sjúkraflugmenn ekki sáttir og óttast þeir um stöðuna sem kemur upp eftir að sænska fyrirtækið tekur við rekstrinum.

Af þeim 103 sjúkraflugmönnum sem fljúga fyrir HF þá hafa tólf sjúkraflugmenn sagt upp störfum já norska fyrirtækinu og er því ljóst að erfitt verður að sinna sjúkraflugi næst fjórtán mánuðina sem eru til stefnu þar til Babcock SAA tekur yfir rekstrinum.

Bjóða sjúkraflugmönnum 500.000 krónur fyrir „fulla heilsu“

Til að leysa vandann er þegar búið að bjóða sjúkraflugmönnum eingreiðslu upp á 40.000 norskar krónur sem samsvarar 504.000 krónum með því skilyrði að þeir hringi sig ekki inn veika þá 14 mánuði sem eftir er af samningnum.

Beech King Air 200 sjúkraflugvél í Noregi

Katinka R. Sporsem, framkvæmdarstjóri félags norskra atvinnuflugmanna, segir það vera alvarlegt að stilla flugmönnum upp við vegg með mútugreiðslu og svipta þá réttindi á veikindadögum í starfsumhverfi þar sem líkamleg heilsa við störf skiptir miklu máli.

Norska sjúkraflugsþjónustan, HF, hefur þurft á meðan að fá Babcock SAA til að hlaupa undir bagga og sinna sjúkraflugi sl. daga þar sem ekki hefur náðst að manna áhafnir á þeim tólf sjúkraflugvélum sem eru tiltækar á sjö mismunandi stöðum í Noregi.

Norskir fjölmiðlar velta vöngum sínum yfir því hvort að norska ríkið sé eitthvað betur sett með að hafa skipt út samningnum með því að semja við sænska fyrirtækið Babcock SAA en Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, vill ekki gefa upp hver ástæða þess sé.

Katinka telur að þetta sé aðeins byrjun á mjög slæmu vandamáli þar sem nú þegar er skortur á flugmönnum og segir hún að nú sé boltinn hjá heilbrigðisráðherra og sjúkraflutningaþjónustunni sem þurfi að sjá til þess að sjúkraflug skerðist ekki þar sem það getur skipt sköpum þegar mannslíf er í húfi.

Taka hærra tilboði frá sænska sjúkraflutningsfyrirtækinu sem hefur verra orðspor

Margir furða sig á því hvers vegna ákveðið var að taka tilboði Babcock þar sem tilboð þeirra var hærra auk þess sem þeir hafa ekki eins gott orðspor og norska sjúkraflutningafyrirtækið HF er kemur að viðbragðstíma og öðrum þáttum í sjúkraflugi.

Sænska fyrirtækið Babcock SAA mun taka yfir samningnum um sjúkraflug í Noregi frá og með 1. júlí 2019

24 starfsmenn starfa hjá sjúkraflutningaþjónustunni í Noregi sem hefur tólf Beech King Air 200 flugvélar sem fljúga um 18.000 tíma á ári með um 20 þúsund sjúklinga sem þurfa að komast undir læknishendur og er þeim flogið til Arendal, Bergen, Brønnøysund, Dombås, Evenes, Førde, Lørenskog, Stavanger, Tromsø, Trondheim, Ål og til Ålesund.

Sjúkraflugvélarnar sjálfar eru staðsettar á flugvöllunum í Alta, Bodø, Kirkenes, Høybuktmoen, á Gardermoen-flugvellinum í Osló, Tromsö, Ålesund og í Vigra.

Babcock SAA, sem mun taka yfir öllu sjúkraflugi í Noregi frá og með 1. júlí 2019, er stærsta sjúkraflutningafyrirtæki á Norðurlöndum en fyrirtækið mun fá fyrir lok ársins sinn eiginn Beech King Air flughermi.  fréttir af handahófi

Breiðþota sem skemmdist í bruna mun ekki fljúga aftur

21. ágúst 2018

|

Airbus A340-300 breiðþota Lufthansa, sem varð eldi að bráð eftir að eldur kviknaði í dráttarbíl á flugvellinum í Frankfurt þann 11. júní á þessu ári, mun ekki fljúga aftur.

Þyrla brotlenti á bílastæði í Peking

31. júlí 2018

|

Fjórir sluppu með minniháttar meiðsl er þyrla af gerðinni Bell 429 brotlenti á bílastæði í úthverfi Peking í Kína í gær.

Ryanair semur við flugmenn á Írlandi

23. ágúst 2018

|

Ryanair sér nú fyrir endanum á verkfallsaðgerðum flugmanna á Írlandi en starfsmannafélagið Fórsa hefur náð samkomulagi við stjórn félagsins og verða því ekki frekari verkföll á næstunni af hálfu írsk

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð