flugfréttir

Sjúkraflugmenn í Noregi hringja sig inn veika í hrönnum

- Norska ríkið segir upp samningi við norska fyrirtækið og tekur tilboði Svía

7. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

HF starfrækir tólf Beech King Air 200 sjúkraflugvélar fyrir norsku sjúkraflugsþjónustuna

Allt sjúkraflug í Noregi er í lausu lofti þessa daganna og hefur reynst erfitt að kalla út sjúkraflugvél vegna óánægju meðal sjúkraflugmanna sem hafa upp til hópa hringt sig inn veika.

Vandamálið snýst um nýjan samning sem norska ríkið hefur gert við sænska sjúkraflutningafyrirtækið Babcock SAA sem mun taka yfir reksturinn á sjúkraflugi í Noregi frá og með sumrinu 2019 og mun það marka endalok á samningi við norska sjúkraflutningafyrirtækið HF.

Við þetta eru norskir sjúkraflugmenn ekki sáttir og óttast þeir um stöðuna sem kemur upp eftir að sænska fyrirtækið tekur við rekstrinum.

Af þeim 103 sjúkraflugmönnum sem fljúga fyrir HF þá hafa tólf sjúkraflugmenn sagt upp störfum já norska fyrirtækinu og er því ljóst að erfitt verður að sinna sjúkraflugi næst fjórtán mánuðina sem eru til stefnu þar til Babcock SAA tekur yfir rekstrinum.

Bjóða sjúkraflugmönnum 500.000 krónur fyrir „fulla heilsu“

Til að leysa vandann er þegar búið að bjóða sjúkraflugmönnum eingreiðslu upp á 40.000 norskar krónur sem samsvarar 504.000 krónum með því skilyrði að þeir hringi sig ekki inn veika þá 14 mánuði sem eftir er af samningnum.

Beech King Air 200 sjúkraflugvél í Noregi

Katinka R. Sporsem, framkvæmdarstjóri félags norskra atvinnuflugmanna, segir það vera alvarlegt að stilla flugmönnum upp við vegg með mútugreiðslu og svipta þá réttindi á veikindadögum í starfsumhverfi þar sem líkamleg heilsa við störf skiptir miklu máli.

Norska sjúkraflugsþjónustan, HF, hefur þurft á meðan að fá Babcock SAA til að hlaupa undir bagga og sinna sjúkraflugi sl. daga þar sem ekki hefur náðst að manna áhafnir á þeim tólf sjúkraflugvélum sem eru tiltækar á sjö mismunandi stöðum í Noregi.

Norskir fjölmiðlar velta vöngum sínum yfir því hvort að norska ríkið sé eitthvað betur sett með að hafa skipt út samningnum með því að semja við sænska fyrirtækið Babcock SAA en Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, vill ekki gefa upp hver ástæða þess sé.

Katinka telur að þetta sé aðeins byrjun á mjög slæmu vandamáli þar sem nú þegar er skortur á flugmönnum og segir hún að nú sé boltinn hjá heilbrigðisráðherra og sjúkraflutningaþjónustunni sem þurfi að sjá til þess að sjúkraflug skerðist ekki þar sem það getur skipt sköpum þegar mannslíf er í húfi.

Taka hærra tilboði frá sænska sjúkraflutningsfyrirtækinu sem hefur verra orðspor

Margir furða sig á því hvers vegna ákveðið var að taka tilboði Babcock þar sem tilboð þeirra var hærra auk þess sem þeir hafa ekki eins gott orðspor og norska sjúkraflutningafyrirtækið HF er kemur að viðbragðstíma og öðrum þáttum í sjúkraflugi.

Sænska fyrirtækið Babcock SAA mun taka yfir samningnum um sjúkraflug í Noregi frá og með 1. júlí 2019

24 starfsmenn starfa hjá sjúkraflutningaþjónustunni í Noregi sem hefur tólf Beech King Air 200 flugvélar sem fljúga um 18.000 tíma á ári með um 20 þúsund sjúklinga sem þurfa að komast undir læknishendur og er þeim flogið til Arendal, Bergen, Brønnøysund, Dombås, Evenes, Førde, Lørenskog, Stavanger, Tromsø, Trondheim, Ål og til Ålesund.

Sjúkraflugvélarnar sjálfar eru staðsettar á flugvöllunum í Alta, Bodø, Kirkenes, Høybuktmoen, á Gardermoen-flugvellinum í Osló, Tromsö, Ålesund og í Vigra.

Babcock SAA, sem mun taka yfir öllu sjúkraflugi í Noregi frá og með 1. júlí 2019, er stærsta sjúkraflutningafyrirtæki á Norðurlöndum en fyrirtækið mun fá fyrir lok ársins sinn eiginn Beech King Air flughermi.  fréttir af handahófi

Skiptu um öll hjólastellin á A380 í fyrsta sinn

5. júní 2018

|

Flugvirkjar hjá Emirates hafa lokið við að skipta um hjólastell á risaþotunni A6-EDF en þetta er í fyrsta sinn sem félagið skiptir um öll hjólastellinn á Airbus A380 þotu í einu.

Orðrómur: CSeries-þotan mun breytast í Airbus A200

27. apríl 2018

|

Allt stefnir í að CSeries-þoturnar frá Bombardier muni breyta um nafn við yfirtöku Airbus á framleiðslunni hjá Bombardier og til verður ný tegund af Airbus-þotum.

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.