flugfréttir

Sjúkraflugmenn í Noregi hringja sig inn veika í hrönnum

- Norska ríkið segir upp samningi við norska fyrirtækið og tekur tilboði Svía

7. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

HF starfrækir tólf Beech King Air 200 sjúkraflugvélar fyrir norsku sjúkraflugsþjónustuna

Allt sjúkraflug í Noregi er í lausu lofti þessa daganna og hefur reynst erfitt að kalla út sjúkraflugvél vegna óánægju meðal sjúkraflugmanna sem hafa upp til hópa hringt sig inn veika.

Vandamálið snýst um nýjan samning sem norska ríkið hefur gert við sænska sjúkraflutningafyrirtækið Babcock SAA sem mun taka yfir reksturinn á sjúkraflugi í Noregi frá og með sumrinu 2019 og mun það marka endalok á samningi við norska sjúkraflutningafyrirtækið HF.

Við þetta eru norskir sjúkraflugmenn ekki sáttir og óttast þeir um stöðuna sem kemur upp eftir að sænska fyrirtækið tekur við rekstrinum.

Af þeim 103 sjúkraflugmönnum sem fljúga fyrir HF þá hafa tólf sjúkraflugmenn sagt upp störfum já norska fyrirtækinu og er því ljóst að erfitt verður að sinna sjúkraflugi næst fjórtán mánuðina sem eru til stefnu þar til Babcock SAA tekur yfir rekstrinum.

Bjóða sjúkraflugmönnum 500.000 krónur fyrir „fulla heilsu“

Til að leysa vandann er þegar búið að bjóða sjúkraflugmönnum eingreiðslu upp á 40.000 norskar krónur sem samsvarar 504.000 krónum með því skilyrði að þeir hringi sig ekki inn veika þá 14 mánuði sem eftir er af samningnum.

Beech King Air 200 sjúkraflugvél í Noregi

Katinka R. Sporsem, framkvæmdarstjóri félags norskra atvinnuflugmanna, segir það vera alvarlegt að stilla flugmönnum upp við vegg með mútugreiðslu og svipta þá réttindi á veikindadögum í starfsumhverfi þar sem líkamleg heilsa við störf skiptir miklu máli.

Norska sjúkraflugsþjónustan, HF, hefur þurft á meðan að fá Babcock SAA til að hlaupa undir bagga og sinna sjúkraflugi sl. daga þar sem ekki hefur náðst að manna áhafnir á þeim tólf sjúkraflugvélum sem eru tiltækar á sjö mismunandi stöðum í Noregi.

Norskir fjölmiðlar velta vöngum sínum yfir því hvort að norska ríkið sé eitthvað betur sett með að hafa skipt út samningnum með því að semja við sænska fyrirtækið Babcock SAA en Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, vill ekki gefa upp hver ástæða þess sé.

Katinka telur að þetta sé aðeins byrjun á mjög slæmu vandamáli þar sem nú þegar er skortur á flugmönnum og segir hún að nú sé boltinn hjá heilbrigðisráðherra og sjúkraflutningaþjónustunni sem þurfi að sjá til þess að sjúkraflug skerðist ekki þar sem það getur skipt sköpum þegar mannslíf er í húfi.

Taka hærra tilboði frá sænska sjúkraflutningsfyrirtækinu sem hefur verra orðspor

Margir furða sig á því hvers vegna ákveðið var að taka tilboði Babcock þar sem tilboð þeirra var hærra auk þess sem þeir hafa ekki eins gott orðspor og norska sjúkraflutningafyrirtækið HF er kemur að viðbragðstíma og öðrum þáttum í sjúkraflugi.

Sænska fyrirtækið Babcock SAA mun taka yfir samningnum um sjúkraflug í Noregi frá og með 1. júlí 2019

24 starfsmenn starfa hjá sjúkraflutningaþjónustunni í Noregi sem hefur tólf Beech King Air 200 flugvélar sem fljúga um 18.000 tíma á ári með um 20 þúsund sjúklinga sem þurfa að komast undir læknishendur og er þeim flogið til Arendal, Bergen, Brønnøysund, Dombås, Evenes, Førde, Lørenskog, Stavanger, Tromsø, Trondheim, Ål og til Ålesund.

Sjúkraflugvélarnar sjálfar eru staðsettar á flugvöllunum í Alta, Bodø, Kirkenes, Høybuktmoen, á Gardermoen-flugvellinum í Osló, Tromsö, Ålesund og í Vigra.

Babcock SAA, sem mun taka yfir öllu sjúkraflugi í Noregi frá og með 1. júlí 2019, er stærsta sjúkraflutningafyrirtæki á Norðurlöndum en fyrirtækið mun fá fyrir lok ársins sinn eiginn Beech King Air flughermi.  fréttir af handahófi

Engin pressa á Airbus að bregðast við Boeing 797

21. janúar 2019

|

Airbus segir að ekki standi til að bregðast við fyrirhugaðri nýrri þotu sem Boeing ætlar sér að koma með á markaðinn sem fengið hefur vinnsluheitið Boeing 797.

4.3 milljarðar ferðuðust með flugi árið 2018

2. janúar 2019

|

Um 4.3 milljarður flugfarþegar ferðuðust um háloftin með áætlunarflugi í heiminum árið 2018 samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflugmálastofnunninni (ICAO) sem er auknin upp á 6.1 prósent samanborið við

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00