flugfréttir

Sjúkraflugmenn í Noregi hringja sig inn veika í hrönnum

- Norska ríkið segir upp samningi við norska fyrirtækið og tekur tilboði Svía

7. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

HF starfrækir tólf Beech King Air 200 sjúkraflugvélar fyrir norsku sjúkraflugsþjónustuna

Allt sjúkraflug í Noregi er í lausu lofti þessa daganna og hefur reynst erfitt að kalla út sjúkraflugvél vegna óánægju meðal sjúkraflugmanna sem hafa upp til hópa hringt sig inn veika.

Vandamálið snýst um nýjan samning sem norska ríkið hefur gert við sænska sjúkraflutningafyrirtækið Babcock SAA sem mun taka yfir reksturinn á sjúkraflugi í Noregi frá og með sumrinu 2019 og mun það marka endalok á samningi við norska sjúkraflutningafyrirtækið HF.

Við þetta eru norskir sjúkraflugmenn ekki sáttir og óttast þeir um stöðuna sem kemur upp eftir að sænska fyrirtækið tekur við rekstrinum.

Af þeim 103 sjúkraflugmönnum sem fljúga fyrir HF þá hafa tólf sjúkraflugmenn sagt upp störfum já norska fyrirtækinu og er því ljóst að erfitt verður að sinna sjúkraflugi næst fjórtán mánuðina sem eru til stefnu þar til Babcock SAA tekur yfir rekstrinum.

Bjóða sjúkraflugmönnum 500.000 krónur fyrir „fulla heilsu“

Til að leysa vandann er þegar búið að bjóða sjúkraflugmönnum eingreiðslu upp á 40.000 norskar krónur sem samsvarar 504.000 krónum með því skilyrði að þeir hringi sig ekki inn veika þá 14 mánuði sem eftir er af samningnum.

Beech King Air 200 sjúkraflugvél í Noregi

Katinka R. Sporsem, framkvæmdarstjóri félags norskra atvinnuflugmanna, segir það vera alvarlegt að stilla flugmönnum upp við vegg með mútugreiðslu og svipta þá réttindi á veikindadögum í starfsumhverfi þar sem líkamleg heilsa við störf skiptir miklu máli.

Norska sjúkraflugsþjónustan, HF, hefur þurft á meðan að fá Babcock SAA til að hlaupa undir bagga og sinna sjúkraflugi sl. daga þar sem ekki hefur náðst að manna áhafnir á þeim tólf sjúkraflugvélum sem eru tiltækar á sjö mismunandi stöðum í Noregi.

Norskir fjölmiðlar velta vöngum sínum yfir því hvort að norska ríkið sé eitthvað betur sett með að hafa skipt út samningnum með því að semja við sænska fyrirtækið Babcock SAA en Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, vill ekki gefa upp hver ástæða þess sé.

Katinka telur að þetta sé aðeins byrjun á mjög slæmu vandamáli þar sem nú þegar er skortur á flugmönnum og segir hún að nú sé boltinn hjá heilbrigðisráðherra og sjúkraflutningaþjónustunni sem þurfi að sjá til þess að sjúkraflug skerðist ekki þar sem það getur skipt sköpum þegar mannslíf er í húfi.

Taka hærra tilboði frá sænska sjúkraflutningsfyrirtækinu sem hefur verra orðspor

Margir furða sig á því hvers vegna ákveðið var að taka tilboði Babcock þar sem tilboð þeirra var hærra auk þess sem þeir hafa ekki eins gott orðspor og norska sjúkraflutningafyrirtækið HF er kemur að viðbragðstíma og öðrum þáttum í sjúkraflugi.

Sænska fyrirtækið Babcock SAA mun taka yfir samningnum um sjúkraflug í Noregi frá og með 1. júlí 2019

24 starfsmenn starfa hjá sjúkraflutningaþjónustunni í Noregi sem hefur tólf Beech King Air 200 flugvélar sem fljúga um 18.000 tíma á ári með um 20 þúsund sjúklinga sem þurfa að komast undir læknishendur og er þeim flogið til Arendal, Bergen, Brønnøysund, Dombås, Evenes, Førde, Lørenskog, Stavanger, Tromsø, Trondheim, Ål og til Ålesund.

Sjúkraflugvélarnar sjálfar eru staðsettar á flugvöllunum í Alta, Bodø, Kirkenes, Høybuktmoen, á Gardermoen-flugvellinum í Osló, Tromsö, Ålesund og í Vigra.

Babcock SAA, sem mun taka yfir öllu sjúkraflugi í Noregi frá og með 1. júlí 2019, er stærsta sjúkraflutningafyrirtæki á Norðurlöndum en fyrirtækið mun fá fyrir lok ársins sinn eiginn Beech King Air flughermi.  fréttir af handahófi

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Airbus A220 heimsækir Nepal

12. nóvember 2018

|

Airbus A220 þotan nýja, sem áður hét CSeries, lenti í fyrsta sinn í Nepal í gær en um var að ræða sýningarflug þar sem vélin hefur verið á sýningarferðalagi í Asíu og heimsótt fjögur lönd.

Boeing kynnir framlengingu á hjólastelli fyrir 737 MAX 10

30. ágúst 2018

|

Boeing hefur komið með lausn við vandamáli með hjólastellið á Boeing 737 MAX 10 þotunni en verkfræðingum hjá Boeing hefur tekist að endurhanna hjólastellið á lengstu þotunni í MAX fjölskyldunni án þes

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag