flugfréttir

Sjúkraflugmenn í Noregi hringja sig inn veika í hrönnum

- Norska ríkið segir upp samningi við norska fyrirtækið og tekur tilboði Svía

7. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

HF starfrækir tólf Beech King Air 200 sjúkraflugvélar fyrir norsku sjúkraflugsþjónustuna

Allt sjúkraflug í Noregi er í lausu lofti þessa daganna og hefur reynst erfitt að kalla út sjúkraflugvél vegna óánægju meðal sjúkraflugmanna sem hafa upp til hópa hringt sig inn veika.

Vandamálið snýst um nýjan samning sem norska ríkið hefur gert við sænska sjúkraflutningafyrirtækið Babcock SAA sem mun taka yfir reksturinn á sjúkraflugi í Noregi frá og með sumrinu 2019 og mun það marka endalok á samningi við norska sjúkraflutningafyrirtækið HF.

Við þetta eru norskir sjúkraflugmenn ekki sáttir og óttast þeir um stöðuna sem kemur upp eftir að sænska fyrirtækið tekur við rekstrinum.

Af þeim 103 sjúkraflugmönnum sem fljúga fyrir HF þá hafa tólf sjúkraflugmenn sagt upp störfum já norska fyrirtækinu og er því ljóst að erfitt verður að sinna sjúkraflugi næst fjórtán mánuðina sem eru til stefnu þar til Babcock SAA tekur yfir rekstrinum.

Bjóða sjúkraflugmönnum 500.000 krónur fyrir „fulla heilsu“

Til að leysa vandann er þegar búið að bjóða sjúkraflugmönnum eingreiðslu upp á 40.000 norskar krónur sem samsvarar 504.000 krónum með því skilyrði að þeir hringi sig ekki inn veika þá 14 mánuði sem eftir er af samningnum.

Beech King Air 200 sjúkraflugvél í Noregi

Katinka R. Sporsem, framkvæmdarstjóri félags norskra atvinnuflugmanna, segir það vera alvarlegt að stilla flugmönnum upp við vegg með mútugreiðslu og svipta þá réttindi á veikindadögum í starfsumhverfi þar sem líkamleg heilsa við störf skiptir miklu máli.

Norska sjúkraflugsþjónustan, HF, hefur þurft á meðan að fá Babcock SAA til að hlaupa undir bagga og sinna sjúkraflugi sl. daga þar sem ekki hefur náðst að manna áhafnir á þeim tólf sjúkraflugvélum sem eru tiltækar á sjö mismunandi stöðum í Noregi.

Norskir fjölmiðlar velta vöngum sínum yfir því hvort að norska ríkið sé eitthvað betur sett með að hafa skipt út samningnum með því að semja við sænska fyrirtækið Babcock SAA en Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, vill ekki gefa upp hver ástæða þess sé.

Katinka telur að þetta sé aðeins byrjun á mjög slæmu vandamáli þar sem nú þegar er skortur á flugmönnum og segir hún að nú sé boltinn hjá heilbrigðisráðherra og sjúkraflutningaþjónustunni sem þurfi að sjá til þess að sjúkraflug skerðist ekki þar sem það getur skipt sköpum þegar mannslíf er í húfi.

Taka hærra tilboði frá sænska sjúkraflutningsfyrirtækinu sem hefur verra orðspor

Margir furða sig á því hvers vegna ákveðið var að taka tilboði Babcock þar sem tilboð þeirra var hærra auk þess sem þeir hafa ekki eins gott orðspor og norska sjúkraflutningafyrirtækið HF er kemur að viðbragðstíma og öðrum þáttum í sjúkraflugi.

Sænska fyrirtækið Babcock SAA mun taka yfir samningnum um sjúkraflug í Noregi frá og með 1. júlí 2019

24 starfsmenn starfa hjá sjúkraflutningaþjónustunni í Noregi sem hefur tólf Beech King Air 200 flugvélar sem fljúga um 18.000 tíma á ári með um 20 þúsund sjúklinga sem þurfa að komast undir læknishendur og er þeim flogið til Arendal, Bergen, Brønnøysund, Dombås, Evenes, Førde, Lørenskog, Stavanger, Tromsø, Trondheim, Ål og til Ålesund.

Sjúkraflugvélarnar sjálfar eru staðsettar á flugvöllunum í Alta, Bodø, Kirkenes, Høybuktmoen, á Gardermoen-flugvellinum í Osló, Tromsö, Ålesund og í Vigra.

Babcock SAA, sem mun taka yfir öllu sjúkraflugi í Noregi frá og með 1. júlí 2019, er stærsta sjúkraflutningafyrirtæki á Norðurlöndum en fyrirtækið mun fá fyrir lok ársins sinn eiginn Beech King Air flughermi.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga