flugfréttir
Pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu frá Southwest

Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Baltimore klukkan 4:46 í nótt að íslenskum tíma
Engann sakaði í nótt er pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu Southwest Airlines sem var nýlent á Baltimore/Washington (BWI) flugvellinum eftir flug frá Fort Lauderdale í Flórída.
Flugvélin var að yfirgefa flugbrautina eftir lendingu þegar flugvallarbíll kom akandi og ók beint upp undir nef þotunnar.
Um borð í flugvélinni voru 172 farþegar en ekki er vitað um líðan ökumannsins á pallbílnum. Atvikið er nú þegar
til rannsóknar.
Southwest Airlines hefur ekki átt sjö daganna sæla að undanförnu en í apríl lést einn farþegi um borð
í Boeing 737 þotu félagsins eftir að sprenging kom upp í hreyfli á leið frá LaGuardia-flugvellinum í New York til Dallas.


20. nóvember 2019
|
Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

10. október 2019
|
British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

3. desember 2019
|
Talið er að um 600.000 færri farþegar munu fara um Gatwick-flugvöll á þessu ári eftir að Thomas Cook hvarf af sjónarsviðinu vegna gjaldþrots félagsins í lok september.

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.