flugfréttir

Gamlinginn flýgur sitt fyrsta flug á Tungubökkum

- Belgískur tvíþekjuhöfðingi fær nýtt heimili í Mosfellsbæ

9. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:02

TF-OLD er 72 ára gömul tvíþekja sem kom til landsins í haust og flaug sitt fyrsta í dag undir íslenskri skráningu

Það var fámennur en góðmennur hópur sem var samankomin á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í dag til að berja augum fyrsta flugið hjá „Gamlingjanum“.

Gamlinginn, eða TF-OLD, er nýjasta flugvélin sem skráð er í íslenska einkaflugsflotann og fengu stoltir eigendur flughæfnisvotton og skráningarskírteinið gefið út frá Samgöngustofu í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrsta flugið.

TF-OLD er af gömul stélhjólstvíþekja af gerðinni Stampe-Vertongen SV-4C, smíðuð árið 1946 og er hún því 72 ára.

Eigendur vélarinnar eru flugmennirnir og félagarnir Sigurjón Valsson og Elías Erlingsson en þeir héldu til Bretlands í fyrra til að festa kaup á flugvélinni sem kom til landsins í gámi í nóvember síðastliðnum.

Stoltir eigendur vélarinnar leystir út með gjöf frá vinum í Flugklúbbi Mosfellsbæjar

Í fyrstu hvíldi skemmtileg leynd yfir því hvaða flugvél verið var að kaupa og voru margir forvitnir flugmenn og flugnördar sem reyndu að giska á hvers konar flugvél væri á leiðinni til landsins út frá ljósmyndum með þröngu sjónarhorni á samfélagsmiðlum sem sýndu aðeins smá brot af vélinni.

Fljótlega kom í ljós að um gamlan höfðingja væri að ræða af gerðinni Stampe sem kom hingað til lands á breskri skráningu en við tók vinna við að setja vélina saman og koma henni í stand fyrir úttekt Samgöngustofu.

„Við fluttum hana hingað heim með hjálp góðra manna og erum búnir að vera bóna hana í vetur og hægt og rólega að koma henni saman“, segir Elías Erlingsson í viðtali við Alltumflug.is.

TF-OLD kom til landsins í gámi í nóvember í fyrra

Það var Sigurjón sem flaug jómfrúarflugið í dag og hóf vélin sig á loft frá grasbrautinni á Tungubökkum klukkan 16:49 og hljóðið frá flugvélinni var einstaklega fallegt.

Fór strax aftur í loftið eftir fyrsta flugið

Blaðamaður Alltumflug.is mátti ekki vera mikið seinna á ferðinni en vélin var komin að brautarendanum að gera klára fyrir fyrsta flugtakið á íslenskri grund þegar hann kom á staðinn.

Fljótlega kom í ljós að Sigurjón var ekkert á leiðinni að koma niður aftur þar sem það var augljóst að hann skemmti sér það vel við að fljúga henni.

Stjórnklefinn í Stampe-vélinni

Hann lenti þó gamlingjanum að lokum en dvaldi aðeins við í nokkrar mínútur og fór aftur í loftið ásamt TF-PAC sem flaug með honum ljósmyndaflug með Baldri Sveinssyni um borð sem mundaði myndavélina og náði mörgum góðum myndum þrátt fyrir grátt veður og súld.

„Stórkostlegur dagur þótt það séu nokkrir rigningardropar“

„Við fórum á Bónönzunni niður til Þýskalands fyrir tveimur árum síðan á flugsýningu með gamlar flugvélar og sáum þar nokkra „Stampa“ og þetta var fyrst bara svona í huganum: „Þetta verður næsta vélin“, segir Elías.

„Stórkostlegur dagur þótt það séu nokkrir rigningardropar“, segir Elías og brosir sínu breiðasta brosi enda fullt tilefni til þar sem það er stór dagur að sjá sína eigin flugvél takast á loft í fyrsta sinn.

Rúmlega 1.000 eintök af Stampe-flugvélunum voru smíðaðar á sínum tíma - „Það voru ekkert sérstaklega margar fljúgandi fyrir stríð en þegar stríðunu lauk þá hófu Frakkar framleiðslu á þessum vélum til að byggja upp flugherinn og var hún notuð sem þjálfunarvél“, segir Elías.

Sigurjón Valsson við TF-OLD eftir tvö fyrstu flugin

Stampe-vélunum var einnig dreift í flugklúbbana í Frakklandi þar sem þeir höfðu misst margar flugvélar í stríðinu en franska þjóðarstoltið gerði það að verkum að þeir vildu ekki Piper Cub vélar og ákváðu þeir að smíða sína eigin flugvél með frönskum mótor.

„Þetta er alveg geggjuð græja“, sagði Sigurjón er hann steig út úr vélinni að loknu tvöföldu jómfrúarflugi og lét hún betur af stjórn en hann bjóst við, þrátt fyrir smá vindstreng.

„Það er merkileg hvað manni verður samt ekkert svo kalt“, segir Sigurjón en flugvélin er eins og margar sambærilegar tvíþekjur frá þessum tíma, með opnum stjórnklefa og er því nauðsynlegt að klæða sig í alvöru flugmannaleðurjakka og þá sérstaklega við íslenskar aðstæður.

Flugáhugamenn eiga sennilega von á að sjá gamlingjann á flugsamkomum í sumar og víðar þar sem til stendur að fljúga henni eins og öðrum einkaflugvélum á góðviðrisdögum.

Fleiri myndir:





Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga