flugfréttir

Flugvöllur í Canberra krafðist lausnargjalds frá Qantas

- Lögðu ökutæki fyrir aftan hjól þotunnar - Vildu 1.3 milljón í staðgreiðslu

14. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:15

Boeing 737-800 þota Qantas á flugvellinum í Canberra

Qantas hefur greint frá því að einni af Boeing 737 þotum félagsins hafi verið meinað að halda för sinni áfram eftir að flugvélin þurfti að lenda í Canberra, höfuðborg Ástralíu, í fyrra vegna veðurs.

Atvikið átti sér stað í mars 2017 en það spurðist út núna fyrst og hafa fjölmiðlar í Ástralíu greint frá því síðustu daga.

Þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var á leið frá Auckland á Nýja-Sjálandi til Sydney en vegna slæms veðurs á áfangastað ákváðu flugmennirnir að lenda í Canberra.

Þegar veðrið í Sydney gekk niður var ákveðið að halda förinni áfram en þegar flugmennirnir voru að gera klárt fyrir brottför komu starfsmenn flugvallarins og fóru fram á greiðslu upp á 1.3 milljónir króna.

Farið var fram á að upphæðin skildi greidd á staðnum og það með kreditkorti en starfsmenn flugvallarins höfðu lagt bíl fyrir aftan hjólastell vélarinnar til að tryggja að flugvélin myndi ekki yfirgefa flugvöllinn áður en búið væri að greiða gjald fyrir flugvallarþjónustu, eldsneyti og lendingargjöld.

Vildu að þjónustugjöldin yrðu greidd á staðnum með kreditkorti

Flugstjórinn bað um leyfi til að hringja í rekstrarstöð Qantas og var það ekki fyrr en starfsmenn í stjórnstöð félagsins höfðu rætt við yfirmenn flugvallarins í Canberra að málið leystist og var bíllinn við hjólin fjarlægður.

„Að fljúga til annars flugvallar vegna veðurs er eitthvað sem getur komið upp hvenær sem er. Flugstjórinn tekur þá ákvörðun og velur þann flugvöll sem hann telur hentugastan hverju sinni en ekki hvar flugfélagið hefur samninga - Þetta er ekki eitthvað sem þarf að semja um“, segir talsmaður Qantas.

„Burt séð frá kosnaðinum þá er það út í hött af flugvellinum að halda flugvél, sem er full af farþegum, í gíslingu á hlaðinu með því að leggja bíl fyrir aftan“, bætir talsmaðurinn við.

Atvikið þykir endurspegla það stirða samband sem getur verið milli flugvalla og þeirra flugfélaga sem hafa aðgang að þeim er kemur að sambærilegum öryggislendingum en þrátt fyrir þetta þá er Qantas með flestar brottfarir og lendingar á flugvellinum í Canberra.

Andrew Brown, framkvæmdarstjóri innanlandsflugsdeildar Qantas, furðar
sig á vinnubrögðum flugvallarins í Canberra

Canberra-flugvöllurinn og Qantas hafa lengi eldað grátt silfur saman og hefur stjórn flugvallarins hótað því að slíta samstarfinu við Qantas vegna óánægju yfir því hversu há tíðni er á því að flugferðir eru felldar niður á flugleiðinni milli höfuðborgarinnar og Sydney.

Flestir borgir í Ástralíu hafa aðeins einn flugvöll og tiltölulega færri flugfélög fljúga um þá samanborið við Evrópu þar sem margar borgir hafa marga flugvelli.

Færri flugferðir sökum þess að flugi er aflýst þýðir minni hagnaður fyrir flugvöllinn í Canberra og hefur flugvöllurinn gengið svo langt að óska eftir því að ríkisstjórn Ástralíu grípi í taumana og hefur stjórnarformaðurinn nú þegar átt fund með Michael McCormack, forsetisráðherra Ástralíu.

„Við eigum í samstarfi við alla helstu flugvellina í Ástralíu og fjölmarga erlenda flugvelli í borgum sem við fljúgum til víða um heim en það er enginn flugvöllur sem hagar sér eins undarleg og flugvöllurinn í Canberra“, segir Andrew David, yfirmaður yfir innanlandsflugdeild Qantas.

„Það er furðulegt hvernig flugvöllur getur ráðist svona á stærsta kúnnan sinn sem erum við, Qantas, og haldi að það geri hlutina eitthvað skárri“, bætir David við.

Stephen Byron, framkvæmdarstjóri flugvallarins í Canberra, segir að samkomulag vegna öryggislendinga væri nauðsynlegur fyrir flugvöllinn í Canberra þar sem það væri takmarkað hversu mörg stæði hann hefði til að geta þjónað öryggislendingum.

Qantas var með slíkan samning við flugvöllinn í Canberra en hann hafði runnið úr gildi þegar Boeing 737 þotan þurfti að lenda í mars í fyrra.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga