flugfréttir

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

- Vilja vernda ríkisflugfélagið Aeroméxico frá risanum

17. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:31

Airbus A380 risaþota Emirates á flugvellinum í El Prat flugvellinum í Barcelona

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“.

Emirates fékk leyfi frá yfirvöldum á Spáni fyrir fluginu í mars í vor í kjölfar heimsóknar Julio Gómez-Pomar, iðnaðar- og samgönguráðherra Spánar til Dubai.

En stjórnvöld í Mexíkó eru ekki á sama máli og hefur mexíkóska samgönguráðuneytið hafnað beiðni Emirates um að fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona.

Flugið hefði veitt ríkisflugfélaginu Aeroméxico stranga og erfiða samkeppni á flugleiðinni milli Mexíkóborgar og Barcelona en Aeroméxico ætlar að halda áfram að fljúga til Barcelona frá og með 1. nóvember næstkomandi eftir sex ára hlé.

„Aeroméxico var ekki ánægt með þetta og kvartaði í stjórnvöld. Þegar þeir heyrðu að Emirates ætlaði að fljúga milli Barcelona og Mexíkóborgar, sem er flugleið sem þeir hættu sjálfir að fljúga árið 2012, þá ákváðu þeir að taka upp þessa flugleið að nýju“, segir Dario Flota, yfirmaður ferðamála í ríkinu Quintana Roo í Mexíkó.

„Mexíkóska ríkisstjórnin er bara að vernda ríkisflugfélagið með því að neita Emirates um að fljúga til landsins“, bætir Flota við en þess má geta að bandaríska flugfélagið Delta Air Lines á 49% í Aeroméxico.

Aeroméxico flaug milli Mexíkóborgar og Barcelona frá árinu 2007 til 2012 en því flugi var hætt þar sem félagið sagði að sætanýtingin hefði ekki verið mjög góð.

Flota segir að sennilega mun lítið breytast í þeim efnum nema hvað flugið verður sennilega aðeins hagkvæmara þar sem Aeroméxico ætlar að nota í haust Dreamliner-þotur til flugsins í stað Boeing 777 sem félagið hefur hætt með í dag.

Flugfélögin í Miðausturlöndum hafa sýnt Mexíkó aukinn áhuga að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar Cancún en fram kemur að um 500 ferðamenn heimsækja Cancún á hverju ári frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sá fjöldi gæti farið upp í 15.000 ferðamenn á ári á skömmum tíma.  fréttir af handahófi

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Rússar tilbúnir að ræða við Hollendinga um flug MH17

9. febrúar 2019

|

Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00