flugfréttir

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

- Vilja vernda ríkisflugfélagið Aeroméxico frá risanum

17. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:31

Airbus A380 risaþota Emirates á flugvellinum í El Prat flugvellinum í Barcelona

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“.

Emirates fékk leyfi frá yfirvöldum á Spáni fyrir fluginu í mars í vor í kjölfar heimsóknar Julio Gómez-Pomar, iðnaðar- og samgönguráðherra Spánar til Dubai.

En stjórnvöld í Mexíkó eru ekki á sama máli og hefur mexíkóska samgönguráðuneytið hafnað beiðni Emirates um að fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona.

Flugið hefði veitt ríkisflugfélaginu Aeroméxico stranga og erfiða samkeppni á flugleiðinni milli Mexíkóborgar og Barcelona en Aeroméxico ætlar að halda áfram að fljúga til Barcelona frá og með 1. nóvember næstkomandi eftir sex ára hlé.

„Aeroméxico var ekki ánægt með þetta og kvartaði í stjórnvöld. Þegar þeir heyrðu að Emirates ætlaði að fljúga milli Barcelona og Mexíkóborgar, sem er flugleið sem þeir hættu sjálfir að fljúga árið 2012, þá ákváðu þeir að taka upp þessa flugleið að nýju“, segir Dario Flota, yfirmaður ferðamála í ríkinu Quintana Roo í Mexíkó.

„Mexíkóska ríkisstjórnin er bara að vernda ríkisflugfélagið með því að neita Emirates um að fljúga til landsins“, bætir Flota við en þess má geta að bandaríska flugfélagið Delta Air Lines á 49% í Aeroméxico.

Aeroméxico flaug milli Mexíkóborgar og Barcelona frá árinu 2007 til 2012 en því flugi var hætt þar sem félagið sagði að sætanýtingin hefði ekki verið mjög góð.

Flota segir að sennilega mun lítið breytast í þeim efnum nema hvað flugið verður sennilega aðeins hagkvæmara þar sem Aeroméxico ætlar að nota í haust Dreamliner-þotur til flugsins í stað Boeing 777 sem félagið hefur hætt með í dag.

Flugfélögin í Miðausturlöndum hafa sýnt Mexíkó aukinn áhuga að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar Cancún en fram kemur að um 500 ferðamenn heimsækja Cancún á hverju ári frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sá fjöldi gæti farið upp í 15.000 ferðamenn á ári á skömmum tíma.  fréttir af handahófi

Fastjet sagt á barmi gjaldþrots

27. júní 2018

|

Afríska lágfargjaldafélagið Fastjet er sagt vera á grafarbakkanum og féllu hlutabréf félagsins í morgun í verði um heil 67 prósent eftir að stjórn félagsins tilkynnti að staða félagsins væri mjög slæ

Afhjúpun minnisvarðar um flugslys á Reykjanesi

2. maí 2018

|

Á morgun verður þess minnst að 75 ár verða liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí árið 1943.

Virgin mun hætta að fljúga til Dubai

28. júní 2018

|

Virgin Atlantic hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga til Dubai en félagið hefur flogið þangað sl. 12 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.