flugfréttir

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

- Vilja vernda ríkisflugfélagið Aeroméxico frá risanum

17. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:31

Airbus A380 risaþota Emirates á flugvellinum í El Prat flugvellinum í Barcelona

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“.

Emirates fékk leyfi frá yfirvöldum á Spáni fyrir fluginu í mars í vor í kjölfar heimsóknar Julio Gómez-Pomar, iðnaðar- og samgönguráðherra Spánar til Dubai.

En stjórnvöld í Mexíkó eru ekki á sama máli og hefur mexíkóska samgönguráðuneytið hafnað beiðni Emirates um að fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona.

Flugið hefði veitt ríkisflugfélaginu Aeroméxico stranga og erfiða samkeppni á flugleiðinni milli Mexíkóborgar og Barcelona en Aeroméxico ætlar að halda áfram að fljúga til Barcelona frá og með 1. nóvember næstkomandi eftir sex ára hlé.

„Aeroméxico var ekki ánægt með þetta og kvartaði í stjórnvöld. Þegar þeir heyrðu að Emirates ætlaði að fljúga milli Barcelona og Mexíkóborgar, sem er flugleið sem þeir hættu sjálfir að fljúga árið 2012, þá ákváðu þeir að taka upp þessa flugleið að nýju“, segir Dario Flota, yfirmaður ferðamála í ríkinu Quintana Roo í Mexíkó.

„Mexíkóska ríkisstjórnin er bara að vernda ríkisflugfélagið með því að neita Emirates um að fljúga til landsins“, bætir Flota við en þess má geta að bandaríska flugfélagið Delta Air Lines á 49% í Aeroméxico.

Aeroméxico flaug milli Mexíkóborgar og Barcelona frá árinu 2007 til 2012 en því flugi var hætt þar sem félagið sagði að sætanýtingin hefði ekki verið mjög góð.

Flota segir að sennilega mun lítið breytast í þeim efnum nema hvað flugið verður sennilega aðeins hagkvæmara þar sem Aeroméxico ætlar að nota í haust Dreamliner-þotur til flugsins í stað Boeing 777 sem félagið hefur hætt með í dag.

Flugfélögin í Miðausturlöndum hafa sýnt Mexíkó aukinn áhuga að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar Cancún en fram kemur að um 500 ferðamenn heimsækja Cancún á hverju ári frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sá fjöldi gæti farið upp í 15.000 ferðamenn á ári á skömmum tíma.  fréttir af handahófi

Minnsta 737 MAX þotan flýgur sitt fyrsta flug

18. mars 2018

|

Flugprófanir eru hafnar með fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotuna sem flaug sl. föstudag sitt fyrsta flug en vélin er minnsta útgáfan af 737 MAX þotunum sem hefur einnig lengsta flugdrægið af þeim öllum.

Móðurfélag British Airways kaupir hlut í Norwegian

12. apríl 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 4.6 prósenta hlut í Norwegian.

Fyrsta Airbus A330neo þotan í litum TAP Portugal

5. mars 2018

|

Búið er að mála fyrsta sölueintakið af Airbus A330neo þotunni í litum TAP Portugal sem verður fyrsta flugfélagið til að fá þessa endurgerðu útgáfu af Airbus A330 afhenta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Loftleiðir semja við National Geographic um lúxusflugferðir

16. maí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00