flugfréttir

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

- Vilja vernda ríkisflugfélagið Aeroméxico frá risanum

17. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:31

Airbus A380 risaþota Emirates á flugvellinum í El Prat flugvellinum í Barcelona

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“.

Emirates fékk leyfi frá yfirvöldum á Spáni fyrir fluginu í mars í vor í kjölfar heimsóknar Julio Gómez-Pomar, iðnaðar- og samgönguráðherra Spánar til Dubai.

En stjórnvöld í Mexíkó eru ekki á sama máli og hefur mexíkóska samgönguráðuneytið hafnað beiðni Emirates um að fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona.

Flugið hefði veitt ríkisflugfélaginu Aeroméxico stranga og erfiða samkeppni á flugleiðinni milli Mexíkóborgar og Barcelona en Aeroméxico ætlar að halda áfram að fljúga til Barcelona frá og með 1. nóvember næstkomandi eftir sex ára hlé.

„Aeroméxico var ekki ánægt með þetta og kvartaði í stjórnvöld. Þegar þeir heyrðu að Emirates ætlaði að fljúga milli Barcelona og Mexíkóborgar, sem er flugleið sem þeir hættu sjálfir að fljúga árið 2012, þá ákváðu þeir að taka upp þessa flugleið að nýju“, segir Dario Flota, yfirmaður ferðamála í ríkinu Quintana Roo í Mexíkó.

„Mexíkóska ríkisstjórnin er bara að vernda ríkisflugfélagið með því að neita Emirates um að fljúga til landsins“, bætir Flota við en þess má geta að bandaríska flugfélagið Delta Air Lines á 49% í Aeroméxico.

Aeroméxico flaug milli Mexíkóborgar og Barcelona frá árinu 2007 til 2012 en því flugi var hætt þar sem félagið sagði að sætanýtingin hefði ekki verið mjög góð.

Flota segir að sennilega mun lítið breytast í þeim efnum nema hvað flugið verður sennilega aðeins hagkvæmara þar sem Aeroméxico ætlar að nota í haust Dreamliner-þotur til flugsins í stað Boeing 777 sem félagið hefur hætt með í dag.

Flugfélögin í Miðausturlöndum hafa sýnt Mexíkó aukinn áhuga að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar Cancún en fram kemur að um 500 ferðamenn heimsækja Cancún á hverju ári frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sá fjöldi gæti farið upp í 15.000 ferðamenn á ári á skömmum tíma.  fréttir af handahófi

Riftun á kjarnorkusamkomulagi byr undir vængi Sukhoi

16. júlí 2018

|

Ákvörðun Bandaríkjanna um að draga til baka kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Írani er vatn á myllu rússneska flugvélaframleiðandans Sukhoi.

A321LR til skoðunar hjá SAS

1. september 2018

|

SAS er nú að skoða þann möguleika að breyta pöntun sinni í Airbus A320neo yfir í langdrægu A321LR þotuna frá Airbus.

Nefhjól gaf sig á F-35A orrustuþotu eftir lendingu

23. ágúst 2018

|

Nefhjól á F-35A Lightning II orrustuþotu féll saman skömmu eftir lendingu á Eglin Air Force Base herflugvellinum í Flórída í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð