flugfréttir

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

- Vilja vernda ríkisflugfélagið Aeroméxico frá risanum

17. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:31

Airbus A380 risaþota Emirates á flugvellinum í El Prat flugvellinum í Barcelona

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“.

Emirates fékk leyfi frá yfirvöldum á Spáni fyrir fluginu í mars í vor í kjölfar heimsóknar Julio Gómez-Pomar, iðnaðar- og samgönguráðherra Spánar til Dubai.

En stjórnvöld í Mexíkó eru ekki á sama máli og hefur mexíkóska samgönguráðuneytið hafnað beiðni Emirates um að fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona.

Flugið hefði veitt ríkisflugfélaginu Aeroméxico stranga og erfiða samkeppni á flugleiðinni milli Mexíkóborgar og Barcelona en Aeroméxico ætlar að halda áfram að fljúga til Barcelona frá og með 1. nóvember næstkomandi eftir sex ára hlé.

„Aeroméxico var ekki ánægt með þetta og kvartaði í stjórnvöld. Þegar þeir heyrðu að Emirates ætlaði að fljúga milli Barcelona og Mexíkóborgar, sem er flugleið sem þeir hættu sjálfir að fljúga árið 2012, þá ákváðu þeir að taka upp þessa flugleið að nýju“, segir Dario Flota, yfirmaður ferðamála í ríkinu Quintana Roo í Mexíkó.

„Mexíkóska ríkisstjórnin er bara að vernda ríkisflugfélagið með því að neita Emirates um að fljúga til landsins“, bætir Flota við en þess má geta að bandaríska flugfélagið Delta Air Lines á 49% í Aeroméxico.

Aeroméxico flaug milli Mexíkóborgar og Barcelona frá árinu 2007 til 2012 en því flugi var hætt þar sem félagið sagði að sætanýtingin hefði ekki verið mjög góð.

Flota segir að sennilega mun lítið breytast í þeim efnum nema hvað flugið verður sennilega aðeins hagkvæmara þar sem Aeroméxico ætlar að nota í haust Dreamliner-þotur til flugsins í stað Boeing 777 sem félagið hefur hætt með í dag.

Flugfélögin í Miðausturlöndum hafa sýnt Mexíkó aukinn áhuga að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar Cancún en fram kemur að um 500 ferðamenn heimsækja Cancún á hverju ári frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sá fjöldi gæti farið upp í 15.000 ferðamenn á ári á skömmum tíma.  fréttir af handahófi

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Elsta Boeing 747-400 þota heims úr umferð í haust

23. ágúst 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines mun í nóvember taka úr umferð elstu núverandi Boeing 747-400 þotu heims en þotan, sem ber skráninguna PH-BFB, hefur verið í notkun í 29 ár.

Innanlandsflug hefst að nýju hjá Cubana eftir 5 mánaða hlé

27. október 2018

|

Kúverska flugfélagið Cubana hefur hafið að nýju innanlandsflug á Kúbu eftir að innanlandsflugfloti félagsins var kyrrsettur fyrir fimm mánuðum sína.

  Nýjustu flugfréttirnar

Boeing 737 ók yfir mann rétt fyrir flugtak í Moskvu

21. nóvember 2018

|

Maður á þrítugsaldri lést eftir að hann varð fyrir farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sem var á leið í flugtak á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í gær.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

Helmingur allra flugmanna hjá SAS á eftirlaun innan 10 ára

19. nóvember 2018

|

Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.