flugfréttir

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:56

Airbus A320neo þota SAS á London Heathrow

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðamildun.

Listinn tilgreinir þau 50 flugfélög sem flugu oftast um Heathrow-flugvöllinn frá janúar fram til loka mars á þessu ári samkvæmt sjö mismunandi mælingaraðferðum.

SAS kom best út með 944 stig af 1.000 mögulegum en félagið hefur m.a. flogið Airbus A320neo þotunum til London Heathrow. SAS hefur unnið náið með stjórn flugvallarins til að bæta hávaðamildun sína en ein aðferðin sem félagið hefur notað er að koma inn með brattara aðflugi til að milda hávaðann yfir nærliggjandi hverfum.

LOT Polish Airlines kom í öðru sæti með 938 stig af 1.000 en flugfélagið pólska er nýbyrjað að nota nýju Boeing 737 MAX þoturnar í flugi til London Heathrow.

Egypt Air kemur verst út samkvæmt listanum

Fimm ár eru liðin frá því að stjórn Heathrow-flugvallarins kynnti til sögunnar „Fly Quiet and Clean“ áætlunina í þeim tilgangi bæði að draga úr hávaða frá flugvélum og einnig mengun.

Áætlunin er liður í stefnu flugvallarins í að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en breska ríkisstjórnin mun kjósa um hvort að ráðast eigi í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni á Heathrow.

Hér að neðan má sjá topp 10 listann bæði yfir hljóðlátustu flugfélögin sem fljúga um Heathrow-flugvöllinn og einnig listi yfir þau sem komu verst út.

Topplistinn

1. - SAS (Scandinavian Airlines)
2. - LOT Polish Airlines
3. - Aer Lingus
4. - Etihad Airways
5. - Flybe
6. - British Airways (short haul)
7. - Finnair
8. - Delta Air Lines
9. - United Airlines
10. - Iberia

Botnlistinn

1. - Egypt Air
2. - Kuwait Airways
3. - Turkish Airlines (short haul)
4. - El Al Israel Airlines
5. - PIA (Pakistan International)
6. - Turkish Airlines (long haul)
7. - Korean Air
8. - European Air Transport
9. - China Southern Airlines
10. - Air China  fréttir af handahófi

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Samgönguráðuneyti ætlar að rannsaka vottun FAA á 737 MAX

19. mars 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætlar sér að hefja rannsókn á starfsemi bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) er kemur að vottunarferlinu sem fram fór á sínum tíma er Boeing 737 MAX þotan kom á markaði

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00