flugfréttir

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:56

Airbus A320neo þota SAS á London Heathrow

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðamildun.

Listinn tilgreinir þau 50 flugfélög sem flugu oftast um Heathrow-flugvöllinn frá janúar fram til loka mars á þessu ári samkvæmt sjö mismunandi mælingaraðferðum.

SAS kom best út með 944 stig af 1.000 mögulegum en félagið hefur m.a. flogið Airbus A320neo þotunum til London Heathrow. SAS hefur unnið náið með stjórn flugvallarins til að bæta hávaðamildun sína en ein aðferðin sem félagið hefur notað er að koma inn með brattara aðflugi til að milda hávaðann yfir nærliggjandi hverfum.

LOT Polish Airlines kom í öðru sæti með 938 stig af 1.000 en flugfélagið pólska er nýbyrjað að nota nýju Boeing 737 MAX þoturnar í flugi til London Heathrow.

Egypt Air kemur verst út samkvæmt listanum

Fimm ár eru liðin frá því að stjórn Heathrow-flugvallarins kynnti til sögunnar „Fly Quiet and Clean“ áætlunina í þeim tilgangi bæði að draga úr hávaða frá flugvélum og einnig mengun.

Áætlunin er liður í stefnu flugvallarins í að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en breska ríkisstjórnin mun kjósa um hvort að ráðast eigi í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni á Heathrow.

Hér að neðan má sjá topp 10 listann bæði yfir hljóðlátustu flugfélögin sem fljúga um Heathrow-flugvöllinn og einnig listi yfir þau sem komu verst út.

Topplistinn

1. - SAS (Scandinavian Airlines)
2. - LOT Polish Airlines
3. - Aer Lingus
4. - Etihad Airways
5. - Flybe
6. - British Airways (short haul)
7. - Finnair
8. - Delta Air Lines
9. - United Airlines
10. - Iberia

Botnlistinn

1. - Egypt Air
2. - Kuwait Airways
3. - Turkish Airlines (short haul)
4. - El Al Israel Airlines
5. - PIA (Pakistan International)
6. - Turkish Airlines (long haul)
7. - Korean Air
8. - European Air Transport
9. - China Southern Airlines
10. - Air China  fréttir af handahófi

Mun sennilega fljúga í fyrsta sinn opinberlega á Farnborough

24. apríl 2018

|

Líkur eru á því að nýja MRJ90 farþegaþotan japanska frá Mitsubishi muni koma fram í fyrsta sinn opinberlega á flugi á flugsýningunni í Farnborough sem fram fer í júlí í sumar.

Dróni flaug 10 fetum framhjá Airbus A320 í 7.000 fetum

2. júlí 2018

|

Mjög litlu munaði að dróni hefði rekist á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 sem var í flugtaksklifri frá Luton-flugvellinum á Englandi í vor.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI mun hætta með Boeing 757 og 767 fyrir árið 2020

21. júlí 2018

|

Boeing 757 og Boeing 767 þoturnar munu á næstu árum hverfa úr flugflota þeirra sex flugfélaga sem eru í eigu TUI.

EasyJet fær styrk frá Kanarí fyrir flugi til La Palma

21. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið styrk frá sjálfstæðisstjórninni á Kanaríeyjum upp á 20 milljónir króna fyrir flugleiðinni milli Basel í Sviss og Santa Cruz de La Palma.

Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

21. júlí 2018

|

Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.