flugfréttir

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:56

Airbus A320neo þota SAS á London Heathrow

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðamildun.

Listinn tilgreinir þau 50 flugfélög sem flugu oftast um Heathrow-flugvöllinn frá janúar fram til loka mars á þessu ári samkvæmt sjö mismunandi mælingaraðferðum.

SAS kom best út með 944 stig af 1.000 mögulegum en félagið hefur m.a. flogið Airbus A320neo þotunum til London Heathrow. SAS hefur unnið náið með stjórn flugvallarins til að bæta hávaðamildun sína en ein aðferðin sem félagið hefur notað er að koma inn með brattara aðflugi til að milda hávaðann yfir nærliggjandi hverfum.

LOT Polish Airlines kom í öðru sæti með 938 stig af 1.000 en flugfélagið pólska er nýbyrjað að nota nýju Boeing 737 MAX þoturnar í flugi til London Heathrow.

Egypt Air kemur verst út samkvæmt listanum

Fimm ár eru liðin frá því að stjórn Heathrow-flugvallarins kynnti til sögunnar „Fly Quiet and Clean“ áætlunina í þeim tilgangi bæði að draga úr hávaða frá flugvélum og einnig mengun.

Áætlunin er liður í stefnu flugvallarins í að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en breska ríkisstjórnin mun kjósa um hvort að ráðast eigi í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni á Heathrow.

Hér að neðan má sjá topp 10 listann bæði yfir hljóðlátustu flugfélögin sem fljúga um Heathrow-flugvöllinn og einnig listi yfir þau sem komu verst út.

Topplistinn

1. - SAS (Scandinavian Airlines)
2. - LOT Polish Airlines
3. - Aer Lingus
4. - Etihad Airways
5. - Flybe
6. - British Airways (short haul)
7. - Finnair
8. - Delta Air Lines
9. - United Airlines
10. - Iberia

Botnlistinn

1. - Egypt Air
2. - Kuwait Airways
3. - Turkish Airlines (short haul)
4. - El Al Israel Airlines
5. - PIA (Pakistan International)
6. - Turkish Airlines (long haul)
7. - Korean Air
8. - European Air Transport
9. - China Southern Airlines
10. - Air China  fréttir af handahófi

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

Boeing biður um tillögur að hreyfli fyrir Boeing 797

28. júní 2018

|

Boeing hefur formlega beðið hreyflaframleiðendur um að koma með tilboð í nýjan hreyfil fyrir Boeing 797 sem til stendur að komi á markaðinn árið 2025.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.