flugfréttir

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:56

Airbus A320neo þota SAS á London Heathrow

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðamildun.

Listinn tilgreinir þau 50 flugfélög sem flugu oftast um Heathrow-flugvöllinn frá janúar fram til loka mars á þessu ári samkvæmt sjö mismunandi mælingaraðferðum.

SAS kom best út með 944 stig af 1.000 mögulegum en félagið hefur m.a. flogið Airbus A320neo þotunum til London Heathrow. SAS hefur unnið náið með stjórn flugvallarins til að bæta hávaðamildun sína en ein aðferðin sem félagið hefur notað er að koma inn með brattara aðflugi til að milda hávaðann yfir nærliggjandi hverfum.

LOT Polish Airlines kom í öðru sæti með 938 stig af 1.000 en flugfélagið pólska er nýbyrjað að nota nýju Boeing 737 MAX þoturnar í flugi til London Heathrow.

Egypt Air kemur verst út samkvæmt listanum

Fimm ár eru liðin frá því að stjórn Heathrow-flugvallarins kynnti til sögunnar „Fly Quiet and Clean“ áætlunina í þeim tilgangi bæði að draga úr hávaða frá flugvélum og einnig mengun.

Áætlunin er liður í stefnu flugvallarins í að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en breska ríkisstjórnin mun kjósa um hvort að ráðast eigi í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni á Heathrow.

Hér að neðan má sjá topp 10 listann bæði yfir hljóðlátustu flugfélögin sem fljúga um Heathrow-flugvöllinn og einnig listi yfir þau sem komu verst út.

Topplistinn

1. - SAS (Scandinavian Airlines)
2. - LOT Polish Airlines
3. - Aer Lingus
4. - Etihad Airways
5. - Flybe
6. - British Airways (short haul)
7. - Finnair
8. - Delta Air Lines
9. - United Airlines
10. - Iberia

Botnlistinn

1. - Egypt Air
2. - Kuwait Airways
3. - Turkish Airlines (short haul)
4. - El Al Israel Airlines
5. - PIA (Pakistan International)
6. - Turkish Airlines (long haul)
7. - Korean Air
8. - European Air Transport
9. - China Southern Airlines
10. - Air China  fréttir af handahófi

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.