flugfréttir
Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta
- Skora á áfrýjunardómstól að ógilda samkomulag um lokun vallarins árið 2028

Frá flugvellinum í Santa Monica
Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og borgarstjórn Santa Monica gerðu sín á milli um styttingu flaubrautarinnar á flugvellinum í bænum og lokun vallarins árið 2028.
Flugvallarmálið í Santa Monica hefur verið mikið hitamál vestanhafs en fjölmörg störf munu leggjast af þar sem stytting
á flugbrautinni hefur snarlega dregið úr umferð einkaþotna og stærri flugvéla sem geta ekki lengur notað flugvöllinn þar sem brautin tekur núna aðeins við litlum flugvélum.
Umferð einkaþotna dróst saman um 86% í ár
Flugbrautin á Santa Monica flugvelli var tæplega 5.000 fet á lengd en í desember lauk framkvæmdum á styttingu brautinnar sem er í dag 1.500 fet á lengd eða 30% styttri. Styttingin varð til þess að flugumferð einkaþotna um flugvöllinn
dróst saman um heil 86% í apríl samanborið við sama mánuði árið 2017.
Þá varð 82% samdráttur á allri almennri flugumferð um Santa Monica flugvöll frá janúar til loka apríl á þessu ári
en þá voru 488 flugtök og lendingar á flugvellinum samanborið við 2.697 flugtök og lendingar á sama tímabili í fyrra.

Borgarstjórn Santa Monica hefur í mörg ár reynt að láta loka flugvellinum í bænum og náðist samkomulag þess efnis við FAA í janúar árið 2017
NBAA segir að flugmálayfirvöld hafi brotið lög með því að gera samning við borgarstjórn Santa Monica sem stangast
á við þau lög sem bandaríska þingið setti á sínum tíma auk þess sem samtökin saka FAA um að brjóta sína eigin lög er varðar
notagildi flugvalla.
Réttarhald fór fram þann 14. maí sl. þar sem Richard K. Simons, lögfræðingur NBAA, kynnti mál sitt fyrir áfrýjunardómurum
þar sem hann hvetur dómstólinn til þess að ógilda samkomulagið sem FAA gerði við bæjarstjórnina í Santa Monica í janúar
árið 2017.
Saka FAA um að hafa brotið sín eigin lög
Simons segir að ógilding á samkomulaginu sé mjög sanngjörn niðurstaða á þeim forsendum að a.m.k. fimm atriði og lagaskilyrði
voru virt að vettugi við gerð samkomulagsins.
Í dómsgögnum frá lögfræðingnum kemur fram að bandarísk flugmálayfirvöld hafi gert samkomulagið við Santa Monica
á bakvið hagsmunaaðila og alla þá sem málið varðar er kemur að starfsemi Santa Monica flugvallarins og var þeim ekki tilkynnt um samninginn sem FAA gerði við Santa Monica í janúar árið 2017.

Flugumferð um Santa Monica hefur dregist saman um 80% eftir að flugbrautin var stytt um þriðjung í desember í fyrra
Þá var samkomulagið ekki tilkynnt opinberlega eins og lög gera ráð fyrir, ekki var haft samband við þau fyrirtæki og þá
aðila sem nota flugvöllinn og ekki hefur verið tekið tillit til þeirra áhrifa sem breytingin mun hafa í för með sér er kemur að reglum um hávaðamildun sem sett voru í gildi árið 1990 auk annarra reglna sem brotin voru með samkomulaginu.
Ed Bolen, framkvæmdarstjóri NBAA, segir það vera nauðsynlegt fyrir alla þá aðila sem starfa í flugiðnaðinum að standa
vörð um óskert aðgengi að flugvöllum.
„Við munum halda áfram að berjast fyrir því að verja flugvelli sem þjóna almannaflugi sem er burðarásinn í flugsamgöngum
í Bandaríkjunum“, segir Bolen.
Von er á niðurstöðu í málinu frá áfrýjunardómstóli síðar á þessu ári.


17. janúar 2019
|
Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

17. janúar 2019
|
Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

25. desember 2018
|
Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut hefur lokið við samsetningu á þriðju eintakinu af MC-21 þotunni sem var færð yfir í tilraunarstöð á Jóladag þar sem vélin verður undirbúin fyrir flugprófanir.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.