flugfréttir

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

- Skora á áfrýjunardómstól að ógilda samkomulag um lokun vallarins árið 2028

21. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 22:23

Frá flugvellinum í Santa Monica

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og borgarstjórn Santa Monica gerðu sín á milli um styttingu flaubrautarinnar á flugvellinum í bænum og lokun vallarins árið 2028.

Flugvallarmálið í Santa Monica hefur verið mikið hitamál vestanhafs en fjölmörg störf munu leggjast af þar sem stytting á flugbrautinni hefur snarlega dregið úr umferð einkaþotna og stærri flugvéla sem geta ekki lengur notað flugvöllinn þar sem brautin tekur núna aðeins við litlum flugvélum.

Umferð einkaþotna dróst saman um 86% í ár

Flugbrautin á Santa Monica flugvelli var tæplega 5.000 fet á lengd en í desember lauk framkvæmdum á styttingu brautinnar sem er í dag 1.500 fet á lengd eða 30% styttri. Styttingin varð til þess að flugumferð einkaþotna um flugvöllinn dróst saman um heil 86% í apríl samanborið við sama mánuði árið 2017.

Þá varð 82% samdráttur á allri almennri flugumferð um Santa Monica flugvöll frá janúar til loka apríl á þessu ári en þá voru 488 flugtök og lendingar á flugvellinum samanborið við 2.697 flugtök og lendingar á sama tímabili í fyrra.

Borgarstjórn Santa Monica hefur í mörg ár reynt að láta loka flugvellinum í bænum og náðist samkomulag þess efnis við FAA í janúar árið 2017

NBAA segir að flugmálayfirvöld hafi brotið lög með því að gera samning við borgarstjórn Santa Monica sem stangast á við þau lög sem bandaríska þingið setti á sínum tíma auk þess sem samtökin saka FAA um að brjóta sína eigin lög er varðar notagildi flugvalla.

Réttarhald fór fram þann 14. maí sl. þar sem Richard K. Simons, lögfræðingur NBAA, kynnti mál sitt fyrir áfrýjunardómurum þar sem hann hvetur dómstólinn til þess að ógilda samkomulagið sem FAA gerði við bæjarstjórnina í Santa Monica í janúar árið 2017.

Saka FAA um að hafa brotið sín eigin lög

Simons segir að ógilding á samkomulaginu sé mjög sanngjörn niðurstaða á þeim forsendum að a.m.k. fimm atriði og lagaskilyrði voru virt að vettugi við gerð samkomulagsins.

Í dómsgögnum frá lögfræðingnum kemur fram að bandarísk flugmálayfirvöld hafi gert samkomulagið við Santa Monica á bakvið hagsmunaaðila og alla þá sem málið varðar er kemur að starfsemi Santa Monica flugvallarins og var þeim ekki tilkynnt um samninginn sem FAA gerði við Santa Monica í janúar árið 2017.

Flugumferð um Santa Monica hefur dregist saman um 80% eftir að flugbrautin var stytt um þriðjung í desember í fyrra

Þá var samkomulagið ekki tilkynnt opinberlega eins og lög gera ráð fyrir, ekki var haft samband við þau fyrirtæki og þá aðila sem nota flugvöllinn og ekki hefur verið tekið tillit til þeirra áhrifa sem breytingin mun hafa í för með sér er kemur að reglum um hávaðamildun sem sett voru í gildi árið 1990 auk annarra reglna sem brotin voru með samkomulaginu.

Ed Bolen, framkvæmdarstjóri NBAA, segir það vera nauðsynlegt fyrir alla þá aðila sem starfa í flugiðnaðinum að standa vörð um óskert aðgengi að flugvöllum.

„Við munum halda áfram að berjast fyrir því að verja flugvelli sem þjóna almannaflugi sem er burðarásinn í flugsamgöngum í Bandaríkjunum“, segir Bolen.

Von er á niðurstöðu í málinu frá áfrýjunardómstóli síðar á þessu ári.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga