flugfréttir

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

- Hefja öll flug til Texas með viku millibili frá og með deginum í dag

23. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:12

Icelandair, WOW air og American Airlines munu öll fljúga milli Dallas og Íslands í sumar

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar.

WOW air verður fyrst til að stíga á stokk og mun félagið fljúga seinnipartinn í dag fyrsta flugið til Dallas en brottför er áætluð klukkan 17:40 og verður flogið með Airbus A330 breiðþotu.

Ein vika mun líða á milli þess að næstu flugfélög hefja sín flug til Dallas en Icelandair mun því næst fljúga fyrsta Texas-flugið til Dallas þann 30.maí og er brottför áætluð klukkan 17:15 og er lent í Dallas klukkan 20:40.

Icelandair mun fljúga til Dallas með Boeing 757-200 þotum og verður flogið fjórum sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Aftur mun líða u.þ.b. ein vika í að næsta flugfélag mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar sem verður American Airlines sem er nýtt flugfélag sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Öll flugfélögin munu fljúga á Dallas/Fort Worth flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna

American Airlines boðaði komu sína til Íslands í nóvember í fyrra en Dallas/Forth Worth er heimavöllur flugfélagsins sem er stærsta flugfélag Bandaríkjanna.

American Airlines mun einnig fljúga milli Íslands og Dallas með Boeing 757-200 þotum og hefst Íslandsflugið þann 7. júní og ætlar félagið að fljúga daglega til landsins fram til 27. október.

Texas er stærsta fylki Bandaríkjanna að undanskildu Alaska og sennilega eina fylkið á meginlandinu sem næstum ógjörningur er að keyra yfir á einum degi í dagsbirtu en að þvera fylkið frá austri til vesturs tekur um 13 klukkustundir á hraðbraut.

Texas er sex sinnum stærra en Íslands að flatarmáli og næstfjölmennasta fylkið á eftir Kaliforníu með 28 milljónir íbúa en stærstu borgirnar eru Houston, Dallas, San Antonio, Austin, Fort Worth, El Paso, Amarillo og Lubbock.

Það er óhætt að segja að allir finna eitthvað við sitt hæfi í Texas  fréttir af handahófi

Virgin gæti eignast Flybe

23. nóvember 2018

|

Svo gæti farið að Virgin Atlantic muni eignast breska lágfargjaldaflugfélagið flybe en Virgin á nú í viðræðum um yfirtöku á félaginu.

Ræða við flugvélaframleiðendur utan Evrópu og Ameríku

6. nóvember 2018

|

Iran Air leitast eftir því að hefja viðræður við flugvélaframleiðendur utan Evrópu og Bandaríkjanna í von um að geta keypt nýjar þotur án þess að viðskiptaþvinganir vestrænna landa geti haft áhrif á

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00