flugfréttir

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

- Hefja öll flug til Texas með viku millibili frá og með deginum í dag

23. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:12

Icelandair, WOW air og American Airlines munu öll fljúga milli Dallas og Íslands í sumar

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar.

WOW air verður fyrst til að stíga á stokk og mun félagið fljúga seinnipartinn í dag fyrsta flugið til Dallas en brottför er áætluð klukkan 17:40 og verður flogið með Airbus A330 breiðþotu.

Ein vika mun líða á milli þess að næstu flugfélög hefja sín flug til Dallas en Icelandair mun því næst fljúga fyrsta Texas-flugið til Dallas þann 30.maí og er brottför áætluð klukkan 17:15 og er lent í Dallas klukkan 20:40.

Icelandair mun fljúga til Dallas með Boeing 757-200 þotum og verður flogið fjórum sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Aftur mun líða u.þ.b. ein vika í að næsta flugfélag mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar sem verður American Airlines sem er nýtt flugfélag sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Öll flugfélögin munu fljúga á Dallas/Fort Worth flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna

American Airlines boðaði komu sína til Íslands í nóvember í fyrra en Dallas/Forth Worth er heimavöllur flugfélagsins sem er stærsta flugfélag Bandaríkjanna.

American Airlines mun einnig fljúga milli Íslands og Dallas með Boeing 757-200 þotum og hefst Íslandsflugið þann 7. júní og ætlar félagið að fljúga daglega til landsins fram til 27. október.

Texas er stærsta fylki Bandaríkjanna að undanskildu Alaska og sennilega eina fylkið á meginlandinu sem næstum ógjörningur er að keyra yfir á einum degi í dagsbirtu en að þvera fylkið frá austri til vesturs tekur um 13 klukkustundir á hraðbraut.

Texas er sex sinnum stærra en Íslands að flatarmáli og næstfjölmennasta fylkið á eftir Kaliforníu með 28 milljónir íbúa en stærstu borgirnar eru Houston, Dallas, San Antonio, Austin, Fort Worth, El Paso, Amarillo og Lubbock.

Það er óhætt að segja að allir finna eitthvað við sitt hæfi í Texas  fréttir af handahófi

Tvær þotur festust með stélin saman í Tel Aviv

28. mars 2018

|

Tvær farþegaþotur skemmdust töluvert er þær rákust með stélin saman á Ben Gurion flugvellinum í Tel Aviv í morgun.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

Boeing afhendir lengstu Dreamliner-þotuna

26. mars 2018

|

Boeing hefur afhent fyrsta eintakið af Boeing 787-10 sem er lengsta Dreamliner-þotan en það er Singapore Airlines sem tók við vélinni við hátíðlega athöfn sem fram fór í gærkvöldi í verksmiðjum Boei

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.