flugfréttir

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

- Hefja öll flug til Texas með viku millibili frá og með deginum í dag

23. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:12

Icelandair, WOW air og American Airlines munu öll fljúga milli Dallas og Íslands í sumar

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar.

WOW air verður fyrst til að stíga á stokk og mun félagið fljúga seinnipartinn í dag fyrsta flugið til Dallas en brottför er áætluð klukkan 17:40 og verður flogið með Airbus A330 breiðþotu.

Ein vika mun líða á milli þess að næstu flugfélög hefja sín flug til Dallas en Icelandair mun því næst fljúga fyrsta Texas-flugið til Dallas þann 30.maí og er brottför áætluð klukkan 17:15 og er lent í Dallas klukkan 20:40.

Icelandair mun fljúga til Dallas með Boeing 757-200 þotum og verður flogið fjórum sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Aftur mun líða u.þ.b. ein vika í að næsta flugfélag mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar sem verður American Airlines sem er nýtt flugfélag sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Öll flugfélögin munu fljúga á Dallas/Fort Worth flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna

American Airlines boðaði komu sína til Íslands í nóvember í fyrra en Dallas/Forth Worth er heimavöllur flugfélagsins sem er stærsta flugfélag Bandaríkjanna.

American Airlines mun einnig fljúga milli Íslands og Dallas með Boeing 757-200 þotum og hefst Íslandsflugið þann 7. júní og ætlar félagið að fljúga daglega til landsins fram til 27. október.

Texas er stærsta fylki Bandaríkjanna að undanskildu Alaska og sennilega eina fylkið á meginlandinu sem næstum ógjörningur er að keyra yfir á einum degi í dagsbirtu en að þvera fylkið frá austri til vesturs tekur um 13 klukkustundir á hraðbraut.

Texas er sex sinnum stærra en Íslands að flatarmáli og næstfjölmennasta fylkið á eftir Kaliforníu með 28 milljónir íbúa en stærstu borgirnar eru Houston, Dallas, San Antonio, Austin, Fort Worth, El Paso, Amarillo og Lubbock.

Það er óhætt að segja að allir finna eitthvað við sitt hæfi í Texas  fréttir af handahófi

Rafmagnsflugvélar spennandi kostur en ennþá er langt í land

1. ágúst 2018

|

Flugvélar, sem ganga fyrir rafmagni, er spennandi kostur sem vekur mikla athygli víða í flugheiminum en þrátt fyrir það þá er enn mikið vatn sem á eftir að renna til sjávar þangað til fólk á eftir að

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

26. september 2018

|

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængj

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt