flugfréttir

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

- Hefja öll flug til Texas með viku millibili frá og með deginum í dag

23. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:12

Icelandair, WOW air og American Airlines munu öll fljúga milli Dallas og Íslands í sumar

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar.

WOW air verður fyrst til að stíga á stokk og mun félagið fljúga seinnipartinn í dag fyrsta flugið til Dallas en brottför er áætluð klukkan 17:40 og verður flogið með Airbus A330 breiðþotu.

Ein vika mun líða á milli þess að næstu flugfélög hefja sín flug til Dallas en Icelandair mun því næst fljúga fyrsta Texas-flugið til Dallas þann 30.maí og er brottför áætluð klukkan 17:15 og er lent í Dallas klukkan 20:40.

Icelandair mun fljúga til Dallas með Boeing 757-200 þotum og verður flogið fjórum sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Aftur mun líða u.þ.b. ein vika í að næsta flugfélag mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar sem verður American Airlines sem er nýtt flugfélag sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Öll flugfélögin munu fljúga á Dallas/Fort Worth flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna

American Airlines boðaði komu sína til Íslands í nóvember í fyrra en Dallas/Forth Worth er heimavöllur flugfélagsins sem er stærsta flugfélag Bandaríkjanna.

American Airlines mun einnig fljúga milli Íslands og Dallas með Boeing 757-200 þotum og hefst Íslandsflugið þann 7. júní og ætlar félagið að fljúga daglega til landsins fram til 27. október.

Texas er stærsta fylki Bandaríkjanna að undanskildu Alaska og sennilega eina fylkið á meginlandinu sem næstum ógjörningur er að keyra yfir á einum degi í dagsbirtu en að þvera fylkið frá austri til vesturs tekur um 13 klukkustundir á hraðbraut.

Texas er sex sinnum stærra en Íslands að flatarmáli og næstfjölmennasta fylkið á eftir Kaliforníu með 28 milljónir íbúa en stærstu borgirnar eru Houston, Dallas, San Antonio, Austin, Fort Worth, El Paso, Amarillo og Lubbock.

Það er óhætt að segja að allir finna eitthvað við sitt hæfi í Texas  fréttir af handahófi

Þróun á hreyfli gæti seinkað Boeing 797 til ársins 2026

22. maí 2018

|

Svo gæti farið að áætlanir Boeing um hönnun á nýrri farþegaþotu, sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797, muni dragast enn frekar á langinn þar sem enn á eftir að þróa hreyfil fyrir flugvélina.

Fyrsta A380 risaþota ANA kemur úr samsetningu

25. maí 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir ANA (All Nippon Airways) er komin út úr samsetningarsal Airbus í Toulouse en samsetning á þotunni hófst í apríl.

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

25. maí 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot