flugfréttir

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

- Hefja öll flug til Texas með viku millibili frá og með deginum í dag

23. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:12

Icelandair, WOW air og American Airlines munu öll fljúga milli Dallas og Íslands í sumar

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar.

WOW air verður fyrst til að stíga á stokk og mun félagið fljúga seinnipartinn í dag fyrsta flugið til Dallas en brottför er áætluð klukkan 17:40 og verður flogið með Airbus A330 breiðþotu.

Ein vika mun líða á milli þess að næstu flugfélög hefja sín flug til Dallas en Icelandair mun því næst fljúga fyrsta Texas-flugið til Dallas þann 30.maí og er brottför áætluð klukkan 17:15 og er lent í Dallas klukkan 20:40.

Icelandair mun fljúga til Dallas með Boeing 757-200 þotum og verður flogið fjórum sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Aftur mun líða u.þ.b. ein vika í að næsta flugfélag mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar sem verður American Airlines sem er nýtt flugfélag sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Öll flugfélögin munu fljúga á Dallas/Fort Worth flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna

American Airlines boðaði komu sína til Íslands í nóvember í fyrra en Dallas/Forth Worth er heimavöllur flugfélagsins sem er stærsta flugfélag Bandaríkjanna.

American Airlines mun einnig fljúga milli Íslands og Dallas með Boeing 757-200 þotum og hefst Íslandsflugið þann 7. júní og ætlar félagið að fljúga daglega til landsins fram til 27. október.

Texas er stærsta fylki Bandaríkjanna að undanskildu Alaska og sennilega eina fylkið á meginlandinu sem næstum ógjörningur er að keyra yfir á einum degi í dagsbirtu en að þvera fylkið frá austri til vesturs tekur um 13 klukkustundir á hraðbraut.

Texas er sex sinnum stærra en Íslands að flatarmáli og næstfjölmennasta fylkið á eftir Kaliforníu með 28 milljónir íbúa en stærstu borgirnar eru Houston, Dallas, San Antonio, Austin, Fort Worth, El Paso, Amarillo og Lubbock.

Það er óhætt að segja að allir finna eitthvað við sitt hæfi í Texas  fréttir af handahófi

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Forstjóri Airbus segir orðspor FAA hafa orðið fyrir skaða

30. mars 2019

|

Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri Airbus, segir að áliti flugiðnaðarins og almennings á bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hafi minnkað í kjölfar kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX og þurfi

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00