flugfréttir

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

- Flugmaður tapaði áttum er mælar hættu að virka

25. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:44

Flugmaðurinn var að fljúga frá North Myrtle í Suður-Karólínu til Plainville í Connecticut

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að þrír létu lífið.

Flugmaðurinn var að fljúga blindflug í yfirlandsflugi á flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza V35 en er hann var í sjónflugi á milli skýjalaga í 7.000 fetum, og var að nálgast áfangastað, tilkynnti hann flugumferðarstjórn að hann ætti í vandamálum með nokkra mæla þar sem sogdælan hefði bilað skyndilega.

Flugmaðurinn hélt fluginu áfram í átt að áfangastað þar veðurskilyrði voru mun betri en á öðrum flugvöllum í nágrenninu en þegar hann fékk upplýsingar um aðflugsferil fyrir GPS aðflug að flugvellinum þá tilkynnti flugmaðurinn um að hann hefði „misst hálfpartinn“ stjórn á vélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með bilaða mæla.

Flugvélin, Beech Bonanza, bar skráninguna N440H

Skömmu síðar lét hann vita af því að fleiri mælar væru dottnir út og væri hann að reyna klifra aftur upp í 7.000 fet til að halda sig í öryggri flughæð.

Flugumferðarstjóri spurði flugmanninn hvort hann vildi fá veðurupplýsingar á varaflugvöllum ef hann vildi lenda þar í staðinn en ekkert svar kom og heyrði turninn ekkert meira frá flugmanninum.

Samkvæmt upplýsingum úr radar þá kom í ljós að flugvélin hefði tekið nokkra beygjur og misst hæð á víxl þar til engin frekari gögn bárust og rofnaði samband við vélina.

Flak vélarinnar fannst í fjórum hlutum nálægt bænum Sysosset í New York og voru allir þeir þrír, sem voru um borð, látnir.

Brak vélarinnar sem fórst nálægt bænum Syosset í New York

Samkvæmt upplýsingum úr ratsjá og samkvæmt slóð eftir brak vélarinnar er talið að flugmaðurinn hafi tapað áttum og skynjun á stöðu og stefnu vélarinnar þar sem mælarnir höfðu dottið út í blindflugsskilyrðum og við það misst stjórn á vélinni.

Talið er að vélin hafi brotnað upp vegna álags sökum þess hraða sem hún náði er hún féll stjórnlaus til jarðar.

Sogadæla úr sambærilegri flugvél og þeirri sem fórst

Samkvæmt fyrirtækinu sem framleiðir sogdæluna, sem var í vélinni, þá er ætlast til þess að skipt sé um dæluna annað hvort á 500 flugtíma fresti eða á sex ára fresti eftir því sem við á.

Þjónustutilmælin eru ekki skylda fyrir flugrekstur er varðar Part 91 reglugerð og var sogdælan í vélinni orðin 17 ára gömul, framleidd árið 1999.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að snúningsskífa í sogdælunni hafði losnað á nokkrum stöðum og skemmt sogdæluhúsið með þeim afleiðingum að sogdælan hætti að virka og knýja áfram þá mæla sem hún tengist.

Lokaniðurstaða NTSB er sú að flugmaðurinn hafði ekki lengur stjórn á flugvélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með aðeins hlut af þeim mælum virka sem nauðsynlegir eru til þess að fljúga við slík skilyrði vegna bilunarinnar í sogdælunni.

Þá er orsökin einnig rakin til þess að sogdælan var komin á tíma og umfram þau sex ár sem framleiðandi dælunnar mælir með er kemur að því að skipta um dælu.  fréttir af handahófi

Cessna 150 í flugtaki rakst á einkaþotu sem var nýlent

6. apríl 2018

|

Tveir létust í flugslysi sl. mánudag á flugvellinum í Marion í Indiana í Bandaríkjunum er tvær flugvélar rákust saman á flugbraut vallarins.

Aegean Airlines pantar 30 A320neo þotur

28. mars 2018

|

Gríska flugfélagið Aegean Airlines hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á þrjátíu farþegaþotum af gerðinni Airbus A320neo og A321neo.

Alaska Airlines mun loka flugmannastöð sinni í New York

5. júní 2018

|

Alaska Airlines hefur ákveðið að loka stjórnstöð sinni á John F. Kennedy flugvellinum í New York og flytja alla flugmenn sína þaðan til Kaliforníu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.