flugfréttir

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

- Flugmaður tapaði áttum er mælar hættu að virka

25. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:44

Flugmaðurinn var að fljúga frá North Myrtle í Suður-Karólínu til Plainville í Connecticut

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að þrír létu lífið.

Flugmaðurinn var að fljúga blindflug í yfirlandsflugi á flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza V35 en er hann var í sjónflugi á milli skýjalaga í 7.000 fetum, og var að nálgast áfangastað, tilkynnti hann flugumferðarstjórn að hann ætti í vandamálum með nokkra mæla þar sem sogdælan hefði bilað skyndilega.

Flugmaðurinn hélt fluginu áfram í átt að áfangastað þar veðurskilyrði voru mun betri en á öðrum flugvöllum í nágrenninu en þegar hann fékk upplýsingar um aðflugsferil fyrir GPS aðflug að flugvellinum þá tilkynnti flugmaðurinn um að hann hefði „misst hálfpartinn“ stjórn á vélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með bilaða mæla.

Flugvélin, Beech Bonanza, bar skráninguna N440H

Skömmu síðar lét hann vita af því að fleiri mælar væru dottnir út og væri hann að reyna klifra aftur upp í 7.000 fet til að halda sig í öryggri flughæð.

Flugumferðarstjóri spurði flugmanninn hvort hann vildi fá veðurupplýsingar á varaflugvöllum ef hann vildi lenda þar í staðinn en ekkert svar kom og heyrði turninn ekkert meira frá flugmanninum.

Samkvæmt upplýsingum úr radar þá kom í ljós að flugvélin hefði tekið nokkra beygjur og misst hæð á víxl þar til engin frekari gögn bárust og rofnaði samband við vélina.

Flak vélarinnar fannst í fjórum hlutum nálægt bænum Sysosset í New York og voru allir þeir þrír, sem voru um borð, látnir.

Brak vélarinnar sem fórst nálægt bænum Syosset í New York

Samkvæmt upplýsingum úr ratsjá og samkvæmt slóð eftir brak vélarinnar er talið að flugmaðurinn hafi tapað áttum og skynjun á stöðu og stefnu vélarinnar þar sem mælarnir höfðu dottið út í blindflugsskilyrðum og við það misst stjórn á vélinni.

Talið er að vélin hafi brotnað upp vegna álags sökum þess hraða sem hún náði er hún féll stjórnlaus til jarðar.

Sogadæla úr sambærilegri flugvél og þeirri sem fórst

Samkvæmt fyrirtækinu sem framleiðir sogdæluna, sem var í vélinni, þá er ætlast til þess að skipt sé um dæluna annað hvort á 500 flugtíma fresti eða á sex ára fresti eftir því sem við á.

Þjónustutilmælin eru ekki skylda fyrir flugrekstur er varðar Part 91 reglugerð og var sogdælan í vélinni orðin 17 ára gömul, framleidd árið 1999.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að snúningsskífa í sogdælunni hafði losnað á nokkrum stöðum og skemmt sogdæluhúsið með þeim afleiðingum að sogdælan hætti að virka og knýja áfram þá mæla sem hún tengist.

Lokaniðurstaða NTSB er sú að flugmaðurinn hafði ekki lengur stjórn á flugvélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með aðeins hlut af þeim mælum virka sem nauðsynlegir eru til þess að fljúga við slík skilyrði vegna bilunarinnar í sogdælunni.

Þá er orsökin einnig rakin til þess að sogdælan var komin á tíma og umfram þau sex ár sem framleiðandi dælunnar mælir með er kemur að því að skipta um dælu.  fréttir af handahófi

Loftleiðir semja við Hapaq Lloyd Cruises um leiguflug

24. júlí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við þýska flutningafyrirtækið Hapaq Lloyd Cruises um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt