flugfréttir

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

- Flugmaður tapaði áttum er mælar hættu að virka

25. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:44

Flugmaðurinn var að fljúga frá North Myrtle í Suður-Karólínu til Plainville í Connecticut

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að þrír létu lífið.

Flugmaðurinn var að fljúga blindflug í yfirlandsflugi á flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza V35 en er hann var í sjónflugi á milli skýjalaga í 7.000 fetum, og var að nálgast áfangastað, tilkynnti hann flugumferðarstjórn að hann ætti í vandamálum með nokkra mæla þar sem sogdælan hefði bilað skyndilega.

Flugmaðurinn hélt fluginu áfram í átt að áfangastað þar veðurskilyrði voru mun betri en á öðrum flugvöllum í nágrenninu en þegar hann fékk upplýsingar um aðflugsferil fyrir GPS aðflug að flugvellinum þá tilkynnti flugmaðurinn um að hann hefði „misst hálfpartinn“ stjórn á vélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með bilaða mæla.

Flugvélin, Beech Bonanza, bar skráninguna N440H

Skömmu síðar lét hann vita af því að fleiri mælar væru dottnir út og væri hann að reyna klifra aftur upp í 7.000 fet til að halda sig í öryggri flughæð.

Flugumferðarstjóri spurði flugmanninn hvort hann vildi fá veðurupplýsingar á varaflugvöllum ef hann vildi lenda þar í staðinn en ekkert svar kom og heyrði turninn ekkert meira frá flugmanninum.

Samkvæmt upplýsingum úr radar þá kom í ljós að flugvélin hefði tekið nokkra beygjur og misst hæð á víxl þar til engin frekari gögn bárust og rofnaði samband við vélina.

Flak vélarinnar fannst í fjórum hlutum nálægt bænum Sysosset í New York og voru allir þeir þrír, sem voru um borð, látnir.

Brak vélarinnar sem fórst nálægt bænum Syosset í New York

Samkvæmt upplýsingum úr ratsjá og samkvæmt slóð eftir brak vélarinnar er talið að flugmaðurinn hafi tapað áttum og skynjun á stöðu og stefnu vélarinnar þar sem mælarnir höfðu dottið út í blindflugsskilyrðum og við það misst stjórn á vélinni.

Talið er að vélin hafi brotnað upp vegna álags sökum þess hraða sem hún náði er hún féll stjórnlaus til jarðar.

Sogadæla úr sambærilegri flugvél og þeirri sem fórst

Samkvæmt fyrirtækinu sem framleiðir sogdæluna, sem var í vélinni, þá er ætlast til þess að skipt sé um dæluna annað hvort á 500 flugtíma fresti eða á sex ára fresti eftir því sem við á.

Þjónustutilmælin eru ekki skylda fyrir flugrekstur er varðar Part 91 reglugerð og var sogdælan í vélinni orðin 17 ára gömul, framleidd árið 1999.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að snúningsskífa í sogdælunni hafði losnað á nokkrum stöðum og skemmt sogdæluhúsið með þeim afleiðingum að sogdælan hætti að virka og knýja áfram þá mæla sem hún tengist.

Lokaniðurstaða NTSB er sú að flugmaðurinn hafði ekki lengur stjórn á flugvélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með aðeins hlut af þeim mælum virka sem nauðsynlegir eru til þess að fljúga við slík skilyrði vegna bilunarinnar í sogdælunni.

Þá er orsökin einnig rakin til þess að sogdælan var komin á tíma og umfram þau sex ár sem framleiðandi dælunnar mælir með er kemur að því að skipta um dælu.  fréttir af handahófi

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

Smíðaði sína eigin flugvél en var handtekinn eftir fyrsta flugið

1. apríl 2019

|

Lögreglan í Pakistan handtók í dag pakistanskan karlmann sem var nýlentur eftir að hafa flogið sitt fyrsta flug á flugvél sem hann hafði smíðað sjálfur og hannað frá grunni.

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og september

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00