flugfréttir

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

- Flugmaður tapaði áttum er mælar hættu að virka

25. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:44

Flugmaðurinn var að fljúga frá North Myrtle í Suður-Karólínu til Plainville í Connecticut

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að þrír létu lífið.

Flugmaðurinn var að fljúga blindflug í yfirlandsflugi á flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza V35 en er hann var í sjónflugi á milli skýjalaga í 7.000 fetum, og var að nálgast áfangastað, tilkynnti hann flugumferðarstjórn að hann ætti í vandamálum með nokkra mæla þar sem sogdælan hefði bilað skyndilega.

Flugmaðurinn hélt fluginu áfram í átt að áfangastað þar veðurskilyrði voru mun betri en á öðrum flugvöllum í nágrenninu en þegar hann fékk upplýsingar um aðflugsferil fyrir GPS aðflug að flugvellinum þá tilkynnti flugmaðurinn um að hann hefði „misst hálfpartinn“ stjórn á vélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með bilaða mæla.

Flugvélin, Beech Bonanza, bar skráninguna N440H

Skömmu síðar lét hann vita af því að fleiri mælar væru dottnir út og væri hann að reyna klifra aftur upp í 7.000 fet til að halda sig í öryggri flughæð.

Flugumferðarstjóri spurði flugmanninn hvort hann vildi fá veðurupplýsingar á varaflugvöllum ef hann vildi lenda þar í staðinn en ekkert svar kom og heyrði turninn ekkert meira frá flugmanninum.

Samkvæmt upplýsingum úr radar þá kom í ljós að flugvélin hefði tekið nokkra beygjur og misst hæð á víxl þar til engin frekari gögn bárust og rofnaði samband við vélina.

Flak vélarinnar fannst í fjórum hlutum nálægt bænum Sysosset í New York og voru allir þeir þrír, sem voru um borð, látnir.

Brak vélarinnar sem fórst nálægt bænum Syosset í New York

Samkvæmt upplýsingum úr ratsjá og samkvæmt slóð eftir brak vélarinnar er talið að flugmaðurinn hafi tapað áttum og skynjun á stöðu og stefnu vélarinnar þar sem mælarnir höfðu dottið út í blindflugsskilyrðum og við það misst stjórn á vélinni.

Talið er að vélin hafi brotnað upp vegna álags sökum þess hraða sem hún náði er hún féll stjórnlaus til jarðar.

Sogadæla úr sambærilegri flugvél og þeirri sem fórst

Samkvæmt fyrirtækinu sem framleiðir sogdæluna, sem var í vélinni, þá er ætlast til þess að skipt sé um dæluna annað hvort á 500 flugtíma fresti eða á sex ára fresti eftir því sem við á.

Þjónustutilmælin eru ekki skylda fyrir flugrekstur er varðar Part 91 reglugerð og var sogdælan í vélinni orðin 17 ára gömul, framleidd árið 1999.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að snúningsskífa í sogdælunni hafði losnað á nokkrum stöðum og skemmt sogdæluhúsið með þeim afleiðingum að sogdælan hætti að virka og knýja áfram þá mæla sem hún tengist.

Lokaniðurstaða NTSB er sú að flugmaðurinn hafði ekki lengur stjórn á flugvélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með aðeins hlut af þeim mælum virka sem nauðsynlegir eru til þess að fljúga við slík skilyrði vegna bilunarinnar í sogdælunni.

Þá er orsökin einnig rakin til þess að sogdælan var komin á tíma og umfram þau sex ár sem framleiðandi dælunnar mælir með er kemur að því að skipta um dælu.  fréttir af handahófi

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Áttunda veggspjaldið fjallar um að vera undir þrýstingi

25. október 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út nýtt veggspjald í „The Dirty Dozen“ röðinni en áttunda veggspjaldið fjallar um þrýsting og leiðir til þess að vera meðvitaður um að framkvæma ekki aðgerðir er varðar flu

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00