flugfréttir

Leitin að MH370 tekur enda

- Engin frekari leit að malasísku farþegaþotunni skipulögð

29. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Engin frekari leit er skipulögð að malasísku farþegaþotunni

Leitin að malasísku farþegaþotunni, flug MH370, sem hvarf þann 7. mars árið 2014, mun taka enda í dag en engin frekari leit er skipulögð og gæti svo farið að flak vélarinnar muni aldrei finnast.

Sú leit sem staðið hefur yfir að þessu sinni hófst í byrjun ársins í kjölfar samnings sem gerður var við fyrirtækið Ocean Infinity og fór leitin fram á 25.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi.

Samkomulag var gert vegna leitarinnar um að það fyrirtæki sem tæki að sér leitina fengi aðeins greitt ef að flak malasísku farþegaþotunnar myndi finnast og var um svokallað „no find, no fee“ sáttmála að ræða.

50 mánuðir eru liðnir frá því að flug MH370 hvarf sporlaust yfir Tælandsflóa á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking með 239 um borð.

Opinber leit á vegum ríkisstjórna Ástralíu, Kína og Malasíu lauk í janúar árið 2017 en vegna þrýstings frá ættingjum og aðstandendum þá var fengið til bandaríska einkafyrirtækið Ocean Infinity til að hefja nýja leit og var 7 milljörðum króna heitið til fyrirtækisins ef þeim tækist að finna flakið.

Ocean Infinity hefur ekki tekist að finna flugvélina þrátt fyrir að fyrirtækið búi yfir háþróaðasta tækjabúnaði í heimi er kemur að neðansjávarleit.

Norska skipið Seabed Constructor hefur tekið þátt í leitinni ásamt bandríska fyrirtækinu Ocean Infinity

Í yfirlýsingu frá Ocean Infinity segir að fyrirtækið hafi ákveðið að taka að sér leitina í virðingarskyni við aðstandendur og sé það því mjög erfitt að þurfa að tilkynna að leitin er að fara að taka enda án árangurs.

„Við vonum að við getum haldið leitinni áfram síðar og boðið fram okkar þjónustu á ný“, segir ennfremur í tilkynningu.

Þar sem að nú er komin vetur á suðurhveli jarðar þá verða aðstæður til leitar á suðurhluta Indlandshafs mjög slæmar þar sem mikil ölduhæð og óveður eru tíð á þessum tíma árs.  fréttir af handahófi

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

BA annað evrópska flugfélagið til Pittsburgh á eftir WOW air

26. júlí 2018

|

Breska flugfélagið British Airways ætlar að hefja flug til Pittsburgh í Pennsylvaníu en borgin verður þar með 26. áfangastaður British Airways í Bandaríkjunum.

Boeing 757 nálgaðist ofris í flugtaksklifri

24. júlí 2018

|

Rosaviatsia, flugmálayfirvöldin í Rússlandi, hafa rannsakað atvik sem átti sér stað er Boeing 757 þota frá rússneska flugfélaginu Azur Air var næstum komin í ofris í flugtaki frá flugvellinum í Goa á

  Nýjustu flugfréttirnar

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s