flugfréttir

Leitin að MH370 tekur enda

- Engin frekari leit að malasísku farþegaþotunni skipulögð

29. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Engin frekari leit er skipulögð að malasísku farþegaþotunni

Leitin að malasísku farþegaþotunni, flug MH370, sem hvarf þann 7. mars árið 2014, mun taka enda í dag en engin frekari leit er skipulögð og gæti svo farið að flak vélarinnar muni aldrei finnast.

Sú leit sem staðið hefur yfir að þessu sinni hófst í byrjun ársins í kjölfar samnings sem gerður var við fyrirtækið Ocean Infinity og fór leitin fram á 25.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi.

Samkomulag var gert vegna leitarinnar um að það fyrirtæki sem tæki að sér leitina fengi aðeins greitt ef að flak malasísku farþegaþotunnar myndi finnast og var um svokallað „no find, no fee“ sáttmála að ræða.

50 mánuðir eru liðnir frá því að flug MH370 hvarf sporlaust yfir Tælandsflóa á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking með 239 um borð.

Opinber leit á vegum ríkisstjórna Ástralíu, Kína og Malasíu lauk í janúar árið 2017 en vegna þrýstings frá ættingjum og aðstandendum þá var fengið til bandaríska einkafyrirtækið Ocean Infinity til að hefja nýja leit og var 7 milljörðum króna heitið til fyrirtækisins ef þeim tækist að finna flakið.

Ocean Infinity hefur ekki tekist að finna flugvélina þrátt fyrir að fyrirtækið búi yfir háþróaðasta tækjabúnaði í heimi er kemur að neðansjávarleit.

Norska skipið Seabed Constructor hefur tekið þátt í leitinni ásamt bandríska fyrirtækinu Ocean Infinity

Í yfirlýsingu frá Ocean Infinity segir að fyrirtækið hafi ákveðið að taka að sér leitina í virðingarskyni við aðstandendur og sé það því mjög erfitt að þurfa að tilkynna að leitin er að fara að taka enda án árangurs.

„Við vonum að við getum haldið leitinni áfram síðar og boðið fram okkar þjónustu á ný“, segir ennfremur í tilkynningu.

Þar sem að nú er komin vetur á suðurhveli jarðar þá verða aðstæður til leitar á suðurhluta Indlandshafs mjög slæmar þar sem mikil ölduhæð og óveður eru tíð á þessum tíma árs.  fréttir af handahófi

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Þrisvar var drónum flogið nálægt Airbus A380 á Heathrow

23. janúar 2019

|

Þrisvar sinnum komu upp atvik á tveggja mánaðartímabili í fyrra þar sem dróna var flogið í veg fyrir Airbus A380 risaþotur í nágrenni við Heathrow-flugvöll.

208.000 farþegar flugu með Icelandair í febrúar

7. mars 2019

|

Rúmlega 208.000 farþegar flugu með Icelandair í síðastliðnum febrúarmánuði sem er níu prósenta aukning frá því í febrúar 2018 þegar 190.000 farþegar flugu með félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00