flugfréttir

Leitin að MH370 tekur enda

- Engin frekari leit að malasísku farþegaþotunni skipulögð

29. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Engin frekari leit er skipulögð að malasísku farþegaþotunni

Leitin að malasísku farþegaþotunni, flug MH370, sem hvarf þann 7. mars árið 2014, mun taka enda í dag en engin frekari leit er skipulögð og gæti svo farið að flak vélarinnar muni aldrei finnast.

Sú leit sem staðið hefur yfir að þessu sinni hófst í byrjun ársins í kjölfar samnings sem gerður var við fyrirtækið Ocean Infinity og fór leitin fram á 25.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi.

Samkomulag var gert vegna leitarinnar um að það fyrirtæki sem tæki að sér leitina fengi aðeins greitt ef að flak malasísku farþegaþotunnar myndi finnast og var um svokallað „no find, no fee“ sáttmála að ræða.

50 mánuðir eru liðnir frá því að flug MH370 hvarf sporlaust yfir Tælandsflóa á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking með 239 um borð.

Opinber leit á vegum ríkisstjórna Ástralíu, Kína og Malasíu lauk í janúar árið 2017 en vegna þrýstings frá ættingjum og aðstandendum þá var fengið til bandaríska einkafyrirtækið Ocean Infinity til að hefja nýja leit og var 7 milljörðum króna heitið til fyrirtækisins ef þeim tækist að finna flakið.

Ocean Infinity hefur ekki tekist að finna flugvélina þrátt fyrir að fyrirtækið búi yfir háþróaðasta tækjabúnaði í heimi er kemur að neðansjávarleit.

Norska skipið Seabed Constructor hefur tekið þátt í leitinni ásamt bandríska fyrirtækinu Ocean Infinity

Í yfirlýsingu frá Ocean Infinity segir að fyrirtækið hafi ákveðið að taka að sér leitina í virðingarskyni við aðstandendur og sé það því mjög erfitt að þurfa að tilkynna að leitin er að fara að taka enda án árangurs.

„Við vonum að við getum haldið leitinni áfram síðar og boðið fram okkar þjónustu á ný“, segir ennfremur í tilkynningu.

Þar sem að nú er komin vetur á suðurhveli jarðar þá verða aðstæður til leitar á suðurhluta Indlandshafs mjög slæmar þar sem mikil ölduhæð og óveður eru tíð á þessum tíma árs.  fréttir af handahófi

Síðasta flug Virgin America eftir tvær vikur

10. apríl 2018

|

Virgin America mun fljúga sitt síðasta flug þann 24. apríl en eftir þann dag mun flugfélagið heyra sögunni til.

Sjálfkeyrandi ökutæki prófað á Heathrow-flugvelli

26. mars 2018

|

IAG Cargo, dótturfélag IAG (International Airlines Group), hefur framkvæmt prófanir með sjálfkeyrandi ökutæki á Heathrow-flugvellinum í London sem gæti mögulega ekið sjálft á milli stæða með smávörur

100 Boeing 737 MAX þotur afhentar á 11 mánuðum

1. apríl 2018

|

Boeing hefur í dag afhent 100 Boeing 737 MAX þotur en hundraðasta MAX þotan var afhent til Air Canada.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.