flugfréttir

Leitin að MH370 tekur enda

- Engin frekari leit að malasísku farþegaþotunni skipulögð

29. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Engin frekari leit er skipulögð að malasísku farþegaþotunni

Leitin að malasísku farþegaþotunni, flug MH370, sem hvarf þann 7. mars árið 2014, mun taka enda í dag en engin frekari leit er skipulögð og gæti svo farið að flak vélarinnar muni aldrei finnast.

Sú leit sem staðið hefur yfir að þessu sinni hófst í byrjun ársins í kjölfar samnings sem gerður var við fyrirtækið Ocean Infinity og fór leitin fram á 25.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi.

Samkomulag var gert vegna leitarinnar um að það fyrirtæki sem tæki að sér leitina fengi aðeins greitt ef að flak malasísku farþegaþotunnar myndi finnast og var um svokallað „no find, no fee“ sáttmála að ræða.

50 mánuðir eru liðnir frá því að flug MH370 hvarf sporlaust yfir Tælandsflóa á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking með 239 um borð.

Opinber leit á vegum ríkisstjórna Ástralíu, Kína og Malasíu lauk í janúar árið 2017 en vegna þrýstings frá ættingjum og aðstandendum þá var fengið til bandaríska einkafyrirtækið Ocean Infinity til að hefja nýja leit og var 7 milljörðum króna heitið til fyrirtækisins ef þeim tækist að finna flakið.

Ocean Infinity hefur ekki tekist að finna flugvélina þrátt fyrir að fyrirtækið búi yfir háþróaðasta tækjabúnaði í heimi er kemur að neðansjávarleit.

Norska skipið Seabed Constructor hefur tekið þátt í leitinni ásamt bandríska fyrirtækinu Ocean Infinity

Í yfirlýsingu frá Ocean Infinity segir að fyrirtækið hafi ákveðið að taka að sér leitina í virðingarskyni við aðstandendur og sé það því mjög erfitt að þurfa að tilkynna að leitin er að fara að taka enda án árangurs.

„Við vonum að við getum haldið leitinni áfram síðar og boðið fram okkar þjónustu á ný“, segir ennfremur í tilkynningu.

Þar sem að nú er komin vetur á suðurhveli jarðar þá verða aðstæður til leitar á suðurhluta Indlandshafs mjög slæmar þar sem mikil ölduhæð og óveður eru tíð á þessum tíma árs.  fréttir af handahófi

Þörf á 2.600 fraktflugvélum á næstu tveimur áratugum

19. október 2018

|

Ný spá frá Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé fyrir yfir 2.600 flugvélar til fraktflugs í heiminum á næstu tveimur áratugum til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir vöruflutningum í flugi.

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.