flugfréttir
Sprungur í veggjum og nötrandi gólf á flugstöð í Manchester
- Flugstöðin var rýmd og farþegar söfnuðust saman á flughlaðinu

Atvikið átti sér stað klukkan 7 í morgun að breskum tíma á flugvellinum í Manchester
Rýma þurfti bráðabirgðarflugstöð á flugvellinum í Manchester í morgun eftir að sprungur fóru að myndast í hluta flugstöðvarinnar með tilheyrandi hávaða og brestum.
Myndum af sprungum í kringum stálbita í loftinu á flugstöðinni hafa verið birtar á Twitter en þá er einnig vitað um sprungu
sem myndaðist í gólfi flugstöðvarinnar.
Slökkvilið var kallað út til að rýma þann hluta byggingarinnar sem er nálægt hliði nr. 212 en um tímabundna flugstöð
er að ræða sem notuð er á meðan framkvæmdir standa yfir á flugstöðinni sjálfri.
Fram kemur að nokkur skelfing hafi gripið farþega sem heyrðu drunur koma frá veggjum og gólfum og sáu
þeir er sprungur fóru að myndast meðfram burðarbitum.

Einungis varð röskun á flugi til Mallorca
Farþegum var komið fyrir utandyra og var stór hópur ferðalanga sem biðu á flughlaðinu en einn farþegi
segir að hún hafi haldið að gólfið væri að fara að hrynja.
„Allir stóðu kyrrir og voru að velta fyrir sér hvað væri í gangi þar til að gólfið nötraði eins og það væri að falla niður“,
segir annar farþegi í viðtali við breska fjölmiðla.
„Það myndaðist smá sprunga í gólfinu og höfum við rýmt bygginguna“, segir talsmaður flugvallarins í Manchester.
Atvikið hefur aðeins haft áhrif á þá farþega sem voru á leið í flug til Mallorca frá hliði 212 og hefur að öðru leyti
ekki orðið nein röskun á flugi um Manchester-flugvöll.


10. janúar 2019
|
Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

29. nóvember 2018
|
Icelandair hefur hætt við fyrirhuguð kaup á flugfélaginu WOW air en þann 5. nóvember sl. tilkynntu félögin tvö um kaupsamning Icelandair Group á félaginu.

31. desember 2018
|
Flugmálayfirvöld á Indlandi rannsaka nú atvik er þrjár þotur voru samankomnar hættulega nálægt hvor annarri með of lítinn aðskilnað í lofthelginni yfir Nýju-Delí á Þorláksmessu.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.