flugfréttir

CALC íhugar pöntun í 200 þotur frá Boeing eða Airbus

5. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:29

China Aircraft Leasing Group er ein stærsta flugvélaleiga í Kína

Flugvélaleigan China Aircraft Leasing Group (CALC) er sögð vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus vegna fyrirhugaðra kaupa á 200 þotum að andvirði yfir tvöþúsund og þrjúhundruðu milljarða króna.

Flugvélaleigan er að skoða Boeing 737 þotur og Airbus A320 þotur í flokki mjórra þotna en af breiðþotum þá koma Boeing 787 og Airbus A350 helst til greina.

CALC ætlar sér að leigja þoturnar út til flugfélaga í Asíu en flugvélaspá Boeing gerir ráð fyrir því að asísk flugfélög þurfi á 16.050 nýjum þotum á að halda fyrir árið 2036.

Þá gera Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) einnig ráð fyrir svipuðum fjölda nýrra flugvéla í Asíu á næstu 18 árum og er talið að Asía verði stærsti markaðurinn í heimi er kemur að þörf fyrir nýjar flugvélar.

Ákvörðun CALC fer eftir verði og tiltækum afhendingarplássum hjá Boeing og Airbus en fyrirtækið pantaði árið 2014 eitt hundrað þotur frá Airbus.

CALC á 114 þotur sem leigðar eru út til flugfélaga og flugrekstaraðila um allan heim en floti fyrirtækisins samanstendur af 101 þotu úr Airbus A320 fjölskyldunni, sjö Boeing 737 þotum og sex Airbus A330 breiðþotum.

China Aircraft Leasing Group er eitt stærsta flugvélaleigufyrirtæki Kína með yfir 150 starfsmenn en fyrirtækið hefur útibú á Írlandi, Malasíu, Singapore og í Kína og þá hefur fyrirtækið afhendingarstöðvar í Bandaríkjunum og í Frakklandi.  fréttir af handahófi

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

Airbus A350-1000ULR gæti farið á teikniborðið

4. júní 2018

|

Sagt er að Airbus sé að íhuga að koma með ofur langdræga útgáfu af Airbus A350-1000 þotunni sem fengi þá nafnið Airbus A350-1000ULR.

Stefnt á að Boeing 797 komi á markaðinn árið 2025

4. júní 2018

|

Boeing gerir ráð fyrir að Boeing 797 þotan muni koma á markað um miðjan næsta áratug þrátt fyrir að þróun og hönnun á nýjum hreyfli gæti orðið hausverkur.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI mun hætta með Boeing 757 og 767 fyrir árið 2020

21. júlí 2018

|

Boeing 757 og Boeing 767 þoturnar munu á næstu árum hverfa úr flugflota þeirra sex flugfélaga sem eru í eigu TUI.

EasyJet fær styrk frá Kanarí fyrir flugi til La Palma

21. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið styrk frá sjálfstæðisstjórninni á Kanaríeyjum upp á 20 milljónir króna fyrir flugleiðinni milli Basel í Sviss og Santa Cruz de La Palma.

Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

21. júlí 2018

|

Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.