flugfréttir
Fyrsta flug S7 Airlines til Íslands

S7 Airlines flaug fyrsta flugið til Íslands í gær
Rússneska flugfélagið S7 Airlines flaug fyrsta flugið til Íslands í gær en þetta er í fyrsta sinn sem rússneskt flugfélag hefur áætlunarflug til landsins.
S7 Airlines flýgur til Keflavíkurflugvallar frá Moskvu og flýgur félagið frá Domodedovo-flugvellinum sem
er stærsti flugvöllurinn í rússnesku höfuðborginni sem hefur þrjá flugvelli.
Flugfélagið boðaði komu sína hingað til lands í nóvember í fyrra og er flogið til Íslands
með Boeing 737-800 þotum á vegum flugfélagsins Globus Airlines sem er dótturfélag S7 Airlines.
Brottför frá Moskvu í sumar verður klukkan 20:05 og er lent í Keflavík klukkan 22:15 og brottför frá Keflavík er klukkan 23:20 og lent í Mosvku kl. 07:05 daginn eftir.


5. febrúar 2019
|
Turkmenistan Airlines hefur verið bannað að fljúga til Evrópu en evrópsk flugmálayfirvöld hafa bætt flugfélaginu við á bannlista yfir þau félög sem fá ekki að fljúga til Evrópu.

5. desember 2018
|
TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

11. desember 2018
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.