flugfréttir
Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

Flugmenn Air France hafa boðað til verkfalls frá og með 23. júní til 26. júní
Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.
Með þessu halda flugmenn áfram að mótmæla kjaramálum en verkalýðsfélag flugmanna
hjá flugfélaginu hefur í langan tíma barist fyrir því að stjórn Air France hækki laun þeirra.
Í yfirlýsingu kemur fram að mögulega verði verkfallið framlengt ef samningaviðræður
við stjórn félagsins eiga eftir að ganga erfiðlega.
Flugmenn Air France fóru seinast í verkfall í apríl í vor og nokkrum sinnum á undan því
eftir áramót en verkfallsaðgerðirnar í febrúar höfðu þau áhrif að Air France
þurfti að fella niður næstum helming allra flugferða frá París.
Flugmenn félagsins hafa farið fram á 6% launahækkun sem samsvarar þeirri kauphækkun
sem þeir hefðu átt rétt á frá árinu 2011 miðað við þá verðbólgu sem orðið hefur.
Air France bauð flugmönnum upphaflega 1% kauphækkun og síðar 2 prósent sem myndi
enda í fimm prósenta kauphækkun frá árinu 2019 til 2021 en flugmenn félagsins höfnuðu því tilboði.


11. febrúar 2019
|
KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

19. janúar 2019
|
Karlmaður í Bretlandi hefur verið ákærður fyrir af hafa flogið dróna í nágrenni við Heathrow-flugvöllinn í Lundúnum sl. aðfangadag jóla.

2. febrúar 2019
|
Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic fór fram í Laugardalshöll í gær, föstudaginn 1. febrúar. Þetta er í 27. skipti sem Icelandair stendur fyrir ferðakaupstefnunni sem er sú stærsta sem haldin er

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.